Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS BOLLASONAR, Bjargi, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Hlíð fyrir vinsemd og hlýju. Jónína Þórðardóttir, Ævar Ragnarsson, Ragna Pálsdóttir, Katrín Ragnarsdóttir, Vífill Valgeirsson, Bolli Ragnarsson, Laugheiður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR BERNHARÐSSON fv. bankaútibússtjóri, síðast til heimilis á Dalbæ, Dalvík, lést þriðjudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Friðrik Steingrímsson, Bergur Steingrímsson, Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Sigurbjörg Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, HELGA LOFTSSONAR, Krummahólum 57, Reykjavík, Ólöf Waage, Ingólfur Örn Helgason, Edda Bryndís Örlygsdóttir, Ævar Páll Helgason, Maribeth Ycot, Guðbjörg Helgadóttir, barnabörn og systkini hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SR. ÓLAFUR ODDUR JÓNSSON sóknarprestur í Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Bjarma, félag um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum (nr. 0142-05-70735). Birgir Örn Ólafsson, Helga Ragnarsdóttir, Ólafur Ragnar Ólafsson, Kristinn Jón Ólafsson, Bergþóra Hallbjörnsdóttir, barnabörn og systur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNA RAGNARSDÓTTIR Blikahöfða 5, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. desember kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Líknardeild Landspítalans í Fossvogi njóta þess. Úlfhildur Guðmundsdóttir, Sveinn Val Sigvaldason, Sigrún Guðmundsd. Fenger, Pétur U. Fenger, Jóhannes Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Anna Björk Jónsdóttir, ömmubörnin Anna Ýr, Úlfhildur, Stella, Geir Torfi, Karitas, Kristjana, Rakel Ýr, Thelma Rut, Ólafur Ingi og langömmubarnið Þórarinn Sigurður. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SALVÖR GOTTSKÁLKSDÓTTIR, Bröttukinn 25, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 29. desember kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Vilhelm Adólfsson, Sigrún Vilhelmsdóttir, Vignir Þorláksson, Grímur Vilhelmsson, Anita Bernhöft, Gottskálk Vilhelmsson, Ásta Valsdóttir, Nína Björg Vilhelmsdóttir, Reynir S. Hreinsson, Adolf Gunnar Vilhelmsson. ✝ Bettý Marsell-íusdóttir fæddist á Ísafirði 18. desem- ber 1935. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 15. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Marsellíus Bernharðsson skipa- smiður frá Valþjófs- dal í Önundarfirði og Alberta Alberts- dóttir, húsfreyja á Ísafirði. Alsystkini Bettýjar voru Guðmundur Jón Daníel Marsellíusson, f. 1927, d. 1994, Kristín Marsellíusdóttir, f. 1928, Sigríður Guðný Marsellíus- dóttir, f. 1929, d. 1930, Helga Þur- íður Marsellíusdóttir, f. 1930, Kristinn Marsellíusson, f. 1932, Högni Marsellíusson, f. 1933, Þröstur Marsellíusson, f. 1937, Sigurður Magni Marsellíusson, f. 1940, d. 1994, Messíana Marsellíus- dóttir, f. 1942. Sammæðra eru Jón- ína Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 1922, Stefanía Áslaug Kristjáns- dóttir Tuliníus, f. 1923, Kristján Sveinn Kristjánsson, f. 1924, d. 2001. Frá Ísafirði sótti Bettý nám í Löngumýrarskóla árið 1953. Það- an fór hún að Hofi á Höfðaströnd til heiðurshjónanna Sigurlínu og Jóns í kaupavinnu. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Sigurbirni Sævald Magnússyni rafvirkja og giftu þau sig 6. júlí 1954. Hófu þau búskap í Ásbyrgi á Hofsósi. Á ár- unum sem hún eignaðist börnin rak hún gistiþjónustu og veitti mörgum ferðalangi fæði og húsa- skjól. Saumaskapur var hennar aðalstarf með heim- ilisstörfunum. Marg- ir leituðu til hennar með alls konar við- gerðir og alltaf var því skilað frá sér helst samdægurs, því ekki mátti standa á henni. Börn þeirra Bettýjar og Sigurbjörns eru: 1) Magnús, f. 9.11. 1954, sambýliskona Þóranna Guðrún Óskarsdóttir, börn þeirra eru Sigur- björn Hreiðar, sambýliskona hans er Sigfríður Sigurjónsdóttir og eiga þau tvö börn, fyrir á Sigfríður tvö börn; og Linda Rut, f. 28.1. 1983, sambýlismaður Fjólmundur Karl Traustason og eiga þau einn dreng, fyrir á Fjólmundur eina dóttur. 2) Alberta, f. 25.3. 1957, eiginmaður hennar Jóhann Guð- brandsson, börn þeirra eru Ingvar Daði, unnusta hans er Barbara Wenzl, Elvar Már, Ævar og Bjarni Þórir. 3) Finnur Bernharð, f. 9.9. 1958, eiginkona hans er Solveig Pétursdóttir, börn þeirra eru Æg- ir, Bylgja, unnusti hennar Hjörvar Árni Leósson, Sjöfn og Sonja. 4) Guðmundur Kristján, f. 18.2. 1963, eiginkona hans er Guðrún Elín Björnsdóttir, börn þeirra eru Björn Svavar, unnusta Fjóla Dögg Björnsdóttir, Unnur Bettý og Brynjar Örn. 5) Sigurlaug Eyrún, f. 3.4. 1966, sambýlismaður Sveinn Árnason, börn þeirra eru Sigþór Smári, Eyþór Fannar og Laufey Rún. Útför Bettýjar verður gerð frá Hofsóskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Það er svo margt, ó mamma í minninganna sjóð, sem höndum tekur og heillar fram mín ljóð. Þú oftast varst sú eina um ævi minnar vor, sem lagðir blessuð blómin svo björt á hvert mitt spor. Já, svo var einnig nú í byrjun des- ember þegar kallið kom um að drífa sig loksins í þessa ferð, sem þú varst búin að leggja svo mikið á þig til að tækist vel. Þú varst svo ótrúlega glöð og létt yfir þér, nú átti loksins að hugsa um sig sjálfa. Þegar öllum við- tölum var lokið var farið að kaupa uppþvottavél, sem í mörg ár hafði verið ýtt á þig að vilja, en það hafði ekki verið um það talandi, nú þegar allir væru farnir úr hreiðrinu gætir þú nú líklega komist yfir uppvaskið. Ég átti ekki von á því að vélin ætti ekki eftir að létta þér starfið á mínu gamla heimili. Þú hélst áfram að gera grín að þér og hafðir á orði að þetta væri nú ekki eðlilegt hvernig þú létir við þessar að- stæður. Kvöldið sem við kvöddumst reyndir þú ítrekað að ná í mig í síma, en gafst ekki upp og hringdir í símann hans Sveins, sagðist ekki hafa ætlað að gefast upp fyrr en þú heyrðir í mér áður en þú lokaðir endanlega síman- um þínum og færir að hvíla þig. Ekki urðu þau fleiri símtölin. Að vera hjá þér á erfiðri stundu veitti mér ótrúlegan styrk til að tak- ast á við aðstæður sem mér voru greinilega ætlaðar. Sjóður minninganna er orðinn stór og hlutverk þitt fullkomið. Ástarþakkir, mamma mín. Guð geymi þig. Eyrún. Elsku hjartans mamma, tengda- mamma og amma. Þú varst alltaf svo yndisleg, en nú ertu farin frá okkur. Margar voru minningarnar sem við munum varðveita í hjarta okkar, hversu góð og umhyggjusöm þú varst. Þú varst mikið fyrir að taka á móti fólki og alltaf var hlaðið borð af kræsingum og ætíð glatt á hjalla hjá þér. Það var aldrei langt í brosið hjá þér, það var alveg yndislegt að sjá þig brosa, það lífgaði alltaf upp á alla. Þú varst alltaf að hjálpa öllum, bæta buxur var oft eitthvað sem þú gerðir fyrir okkur. Barnabörnin voru oft hjá þér og voru alltaf ákaflega hamingjusöm þegar þau komu frá þér og höfðu frá miklu að segja. Við munum hvað það var erfitt fyr- ir þig þegar þú þurftir að láta Bubba á Dvalarheimilið en alltaf leistu fram á veginn og sást bara björtu hliðarnar. Ástarþakkir fyrir allt saman. Við elskum þig meira en allt og söknum þín enn meira. Guð geymi þig. Guðmundur, Guðrún, Björn Svavar, Unnur Bettý. Amma mín er dáin, Bettý Marsell- íusdóttir, Ásbyrgi, Hofsósi, 69 ára að aldri. Það er fimmtudagsmorgunn, norðanvindur og mikið frost í Skaga- firði þennan dag í desember. Ég er að vinna úti við ásamt Elvari frænda mínum, þegar mér verður hugsað til ömmu og hvernig hún hafi það. Það eru liðnir fjórir dagar síðan amma fór til Reykjavíkur, hún ætlaði að skreppa í aðgerð, þetta væri bara svipað og skreppa í berjamó sagði hún og tók þessu með stökustu ró öllu saman eins og henni einni var lagið. Ég hringdi í mömmu og pabba, þau eru með henni til halds og trausts á meðan hún færi í aðgerðina, og er að spyrja frétta. Mamma tilkynnir mér hvers kyns er, hvað hafi komið upp á og amma sé jafnvel að fara frá okkur. Mamma er klökk og titrandi í rödd- inni, og þegar hún, þessi sterka kona, er orðin þannig, þá sagði það mér allt, það var mikið að hjá ömmu. Mér fannst það ómögulegt og gæti engan veginn verið að amma, þessi góða og elskulega kona, væri að fara frá okk- ur, að Guð væri að taka hana frá okk- ur. Af hverju ömmu? En, jú, við förum víst öll þessa leið fyrr eða síðar. Um hádegi hringir pabbi í mig, seg- ist vera á leiðinni upp á sjúkrahús með mömmu, þau hafi verið beðin að koma í hvelli. Biðin var erfið og löng, og tíminn lengi að líða á meðan ég beið þess að vita eitthvað frekar um líðan hennar. Upp úr hádegi fæ ég símtal frá Guðmundi móðurbróður mínum og hann tilkynnir mér að allt sé búið, amma sé dáin. Nú varð mér ljóst að ég hafði misst þá manneskju sem mér hafði alltaf þótt vænst um af öllum í lífinu. En ferðin hjá ömmu varð lengri en bara til Reykjavíkur. Amma í Hofsósi eða amma í Ás- byrgi eins og við krakkarnir kölluðum hana var glaðlynd, elskuleg og góð kona. Það var gott að vera í Ásbyrgi hjá ömmu og afa, amma passaði mig mikið þegar ég var polli og hjálpaði mömmu mikið með mig því mamma var einstæð móðir og þá var gott að eiga góða mömmu til að hjálpa sér. Það var alltaf gott að koma til ömmu og eftir að við fluttum á Krókinn fór- um við oftast á sunnudögum í Hofsós. Þegar gesti bar að í Ásbyrgi var alltaf eins og þar væri fermingarveisla, því amma vildi alltaf hafa nóg handa öll- um og að allir borðuðu vel. Ólýsanlegt er hvað ein kona gat gefið af sér mikla ást og hlýju. Góðmennskan og hjálp- semin í garð annarra var ótrúleg, allt- af vildi hún vera góð við allt og alla, og enginn var verri en annar hjá henni. Á hvítasunnunni síðastliðið vor átti ég leið vestur á Ísafjörð og var svo lánsamur að amma var einnig stödd þar í heimsókn hjá Helgu systur sinni. Mér þótti það í raun og veru sannur heiður að fá að hitta hana á hennar bernskuslóðum. Þetta er eitt af því sem ég hefði alls ekki viljað missa af í lífinu. Amma hefði orðið sjö- tug síðastliðinn sunnudag hefði hún lifað. Við komum saman í Ásbyrgi börnin hennar og afi, og minntumst hennar um leið og við héldum upp á afmælið hennar. Mér þótti tómlegt þótt húsið væri fullt af fólki eins og oft var í Ásbyrgi, en það vantaði ömmu. Það var skrítið að hafa ekki ömmu hjá sér og skrítið að koma í Ásbyrgi þeg- ar góða og glaðlega amma kom ekki á móti mér til að faðma mig og kyssa eins og hún gerði ævinlega. En minningin um ömmu er góð og lifir í hjörtum okkar það sem eftir er. Þótt við söknum hennar mikið vitum við þó að henni líður vel og hvílir í friði hjá Guði. Blessuð sé minning þín, amma mín. Guð veri með þér. Sigþór Smári. BETTÝ MARSELL- ÍUSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Bettý Marsellíusdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Brynjar Örn, Bylgja, Hreiðar, Sigfríður, Sæ- dís Bylgja, Ingimar, Magnús Logi og Sigurjón Heiðar, Laufey Rún, Unnur Bettý, Guðrún H. Tulinius, Áslaug, Helga systir, Þórður, Finn- ur og fjölskylda, Magnús, Helga, Rakel og fjölskylda, Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason, Steinn Márus Guðmundsson og Sylvía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.