Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES Grindavík | Grindavíkurkraft- ur nefnast samtök sem stofnuð hafa verið. Félagar eru ungir grindvískir karlmenn sem hafa það að markmiði að koma sam- an og láta gott af sér leiða. Það verða örugglega ein- hverjir sem hvá þegar ungir karlmenn taka sig til og ákveða að styðja á hverju ári einhver samtök, en svona er það í Grindavík. Þetta árið stykir fé- lagsskapurinn Neistann, sam- tök hjartveikra barna. Fyrsti ræðumaður kvöldsins var formaður Golfklúbbs Grindavíkur, Hjálmar Hall- grímsson, og sagði hann meðal annars: „Það er búið að skipa sjö manna nefnd sem hefur það hlutverk meðal annars að velja styrkþega. Það er markmið okkar að styðja við bakið á þeim sem eiga undir högg að sækja. Við byrjum hér á veitingahús- inu Lukku-Láka. Færum okkur upp í Festi vonandi fljótlega vegna plássleysis og endum í Egilshöll,“ sagði Hjálmar. Það er greinilegt að í fé- lagsskapnum er mikið um hæfi- leikafólk því fréttaritari varð orðlaus þegar fyrsta skemmti- atriði kvöldsins hófst. Þar tók einn félagsmanna 500 króna seðil og krumpaði hann saman í lófanum. Eftir nokkurt tipl á tánum og mikla einbeitingu lét hann síðan seðilinn svífa í lausu lofti. Ljóst að hér er á ferðinni kraftaverkahópur enda safnað- ist nálægt 90.000 krónum. Kraftur í Grindavík- urkrafti Reykjanesbær | „Þegar maður fær bréf á sínu eigin móðurmáli finnst manni maður vera velkominn,“ sagði heimilislæknirinn Vikas Pet- hkar frá Indlandi þegar hann var spurður um framkvæmd fjölmenn- ingarstefnu Reykjanesbæjar. Fjölmenningarstefna Reykjanes- bæjar var samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í maí 2004. Mark- miðið er að íbúar Reykjanesbæjar af erlendum uppruna verði virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélag- inu og að aðrir íbúar fái notið fjöl- breytni í mannlífi og menningu þar sem samskipti fólks af ólíkum upp- runa einkennist af jafnrétti og virð- ingu. Í kjölfar samþykktarinnar var myndaður hópur frá flestum sviðum Reykjanesbæjar til þess að vinna að framgangi stefnunnar. Hulda Björk Þorkelsdóttir, for- stöðumaður Bókasafns Reykjanes- bæjar, er meðal þeirra sem starfa í fjölmenningarhópnum. Bókasafnið hefur eins og önnur almennings- bókasöfn í landinu þurft að bregðast við fjölmenningarlegu samfélagi og hafa m.a. nokkur þeirra unnið sam- an að verkefninu „Bækur og móð- urmál“ þar sem hvert safn hefur tekið ákveðið tungumál „í fóstur“ og sér um að útvega bækur á því til að styrkja móðurmálskennslu grunn- skólabarna. Hulda Björk Þorkelsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að fjöl- menningarhópurinn vildi taka mál- efni íbúa bæjarins af erlendum upp- runa fastari tökum. „Fyrsta skrefið var að bjóða þessu fólki á opið hús á Bókasafni Reykjanesbæjar, þar sem við kynntum fyrir þeim hefðir ís- lenskra jóla. Við sögðum þeim frá jólasiðum, jólasveinar komu í heim- sókn og boðið var upp á heitt súkku- laði, laufabrauð og kökur. Dag- skráin heppnaðist mjög vel og mæting var góð. Hugmyndin er að halda fleiri svona opin hús til að kynna íslenska menningu, mynda tengsl við fólkið svo við getum rætt við það um væntingar þess til sam- félagsins.“ Gott framtak Vikas Pethkar, heimilislæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, var einn þeirra sem mættu á opna húsið, ásamt eiginkonu sinni, rússnesku leikkonunni Malvinu Chukhlib, og dóttur, Ashwinu. „Við vorum mjög ánægð og það er mjög mikilvægt að fá að kynnast nýju landi og nýrri menningu á þennan hátt. Núna höldum við íslensk jól. Ashwina setti skóinn út í glugga og við höfum skreytt íbúðina með ljósum og kert- um,“ sagði Vikas í samtali við blaða- mann. Vikas hefur náð góðum tök- um á íslensku máli og á því ekki í vandræðum með að tjá sig eða skilja. Hann sagði slíkt þó ekki eiga við um alla og því væri nauðsynlegt að fólk hefði aðgang að íslensku- kennslu. „Mér fannst mjög flott að það skyldu vera send út bréf vegna opna hússins á mörgum tungu- málum. Þegar maður fær bréf á sínu eigin móðurmáli finnst manni maður vera velkominn.“ Erfiðlega hefur gengið að full- manna íslenskunámskeiðin hjá Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum, ef til vill vegna kostnaðarins. Reykja- nesbær hefur nú ákveðið að nið- urgreiða námskeiðin um 75% fyrir þá sem ekki eiga kost á nið- urgreiðslu frá sínu stéttarfélagi eða vinnuveitanda. „Mér finnst þetta al- veg frábært og veit ekki til að þetta sé gert neins staðar annars staðar, bæði með opnu húsin og tungu- málanám. Ég held samt að það verði að koma eitthvað í framhaldi af ís- lenskunámskeiðunum svo grunn- urinn frá námskeiðinu glatist ekki. Það er gott fyrir fólk að koma sam- an og hafa tilefni til að fara út, tala saman og kynnast hvert öðru því fólk er kannski tilbúnara til að tala íslensku við aðra af erlendum upp- runa en Íslendinga. Ég held að það sé feimnara við það. Svo er líka gott að hafa börnin með til að útskýra því þau ná góðum tökum á málinu í skólunum og leikskólunum.“ Hulda Björk sagði að það væri m.a. markmiðið með opnu húsunum að heyra frá fólki hvaða þjónustu það vildi fá og hvað mætti betur fara í málefnum þess. Þegar Vikas var spurður að því hvernig honum og hans fjölskyldu hefði verið tekið stóð ekki á svari. „Það voru allir mjög jákvæðir og tóku okkur opnum örmum og mér finnst alveg frábært hvernig fólk hefur verið. Meirihluti fólks er mjög kurteis og jákvæður, við tölum ekki um fimm prósentin sem eru það ekki,“ sagði Vikas, sem í upphafi kom til Íslands til að heim- sækja mágkonu og svila á Keflavík- urflugvelli en leist svo vel á að- stæður að hann ákvað að kanna með vinnu. Hann hefur starfað á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja frá komu fyrir rúmum tveimur árum, fyrst sem aðstoðarlæknir en nú sem heimilislæknir. Starfshópur allra sviða vinnur að framkvæmd fjölmenningarstefnu bæjarins „Viljum vita um væntingar fólksins“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fjölmenning Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins, er í fjölmenningarhópi sem vinnur að málefnum íbúa af erlendum uppruna. Vik- as Pethkar heimilislæknir er einn af þeim og er ánægður með gang mála. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Eyjafjarðarsveit | Það væsti ekki um kirkjugesti sem komu í messu á Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit á jóladagsmorgun. Sunnangola var og tíu stiga hiti og gat sókn- arpresturinn séra Hannes Örn Blandon þess í upphafi athafnar að óvanalegt væri að messa í vor- blíðu á þessum degi. Eftir all- nokkuð vetrarríki í október og nóvember hefur desember farið mildum höndum um Norðlend- inga og alveg orðið snjólaust upp í mið fjöll. Hafa sumir kornbænd- ur notað tækifærið og rúllubund- ið hálminn á kornökrunum, sem ekki náðist í haust vegna þess hve vetur settist fljótt að. Hálm- urinn er aðallega notaður sem undirburður. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Messa Á meðan presturinn heilsaði kirkjugestum í anddyri notaði sonur meðhjálparans, Starkaður Sigurðarson, sem aðeins er tveggja ára, tæki- færið og steig í stólinn. Messað í vorblíðu OG VODAFONE hefur afhent sex heyrnardaufum börnum í Lundarskóla á Akureyri Vodafone live! farsíma að gjöf. Nemend- urnir fá jafnframt mánaðarlega inneign í formi Og Vodafone Frelsis skafkorta og geta sent SMS og MMS skeyti án endur- gjalds þar til skólagöngu lýkur. Þetta er hluti af samstarfi við For- eldra- og styrktarfélag heyrn- ardaufra (FSFH) en fyrirtækið gaf í haust 15 farsíma og mán- aðarlega inneign til allra nemenda í 4. til 10. bekkjar á táknmálssviði Hlíðaskóla í Reykjavík. Skafkort- ið gerir nemendum mögulegt að senda 30 SMS og 30 MMS á dag án endurgjalds. Með þessum farsíma geta nem- endur einnig kynnst vinsælli af- þreyingarþjónustu sem gerir far- símanotendum mögulegt að spila tölvuleiki, sækja fréttir og upplýs- ingar eða ná í skjámyndir. Farsímar skipta þá sem hafa táknmál sem sitt fyrsta tungumál sívaxandi máli í samskiptum við aðra, en heyrnarlausir og heyrn- arskertir nota SMS skilaboð um- talsvert til þess að miðla upplýs- ingum sín á milli eða til annarra. Heyrnardaufir fá farsíma Morgunblaðið/Kristján Símagjöf Fulltrúar Og Vodafone með nemendum Lundarskóla sem fengu síma og inneign að gjöf frá fyrirtækinu. HIN árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöll- inni í dag, miðvikudaginn 28. des- ember kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum einstak- lingum veitt sérstök viðurkenning og einnig verður öllum þeim Ak- ureyringum er unnið hafa til Ís- landsmeistaratitils á árinu 2005 af- hentur minnispeningur Íþrótta- og tómstundaráðs. Þá verður og tilkynnt val Íþrótta- bandalags Akureyrar á íþrótta- manni ársins. Árangur akureyrskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 145 Íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyring- ar valdir til að leika með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþrótta- og tóm- stundaráðs að þessir glæsilegu af- reksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar. Veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar, segir í fréttatil- kynningu. Akureyrsk- ir íþrótta- menn heiðraðir Utankjörfundarkosning | Kosið verður um sameiningu Ólafsfjarðar- bæjar og Siglufjarðarkaupstaðar laugardaginn 28. janúar 2006. Vegna þessa hefur verið efnt til utankjör- fundarkosningar á skrifstofu Sýslu- mannsembættisins í Ólafsfirði og á Siglufirði. Þeir sem ekki geta kosið á kjördag eru hvattir til að nýta sér at- kvæðisrétt sinn og kjósa utankjör- fundar, segir á vef Ólafsfjarðarkaup- staðar. Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar vegna þess að ekki hafi farið fram kynning á stöðu mála varðandi kosningar um sameiningu Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Staðan í þessum málum er þannig að beðið er samantektar frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og frá endur- skoðendum sveitarfélaganna en þeg- ar þær upplýsingar liggja fyrir verða málin að sjálfsögðu kynnt fyrir íbú- um þessara staða, mjög nákvæm- lega, segir á vef Siglufjarðarkaup- staðar. JÓLASTEFNUMÓT verður haldið í rannsóknarhúsinu Borgum við Há- skólann á Akureyri í dag, miðviku- dag, klukkan 15 til 17. Til stefnu- mótsins er boðið fyrirtækjum og stofnunum, sem hafa starfsemi sína í Eyjafirði, og háskólafólki, sem ann- að hvort stundar nám sitt við Há- skólann á Akureyri eða við aðra há- skóla á Íslandi og erlendis. Á stefnumótinu verða mismunandi vinnustaðir kynntir og háskólafólk- inu gefst kostur á að spjalla við stjórnendur um atvinnulífið. Einnig verður kynnt þjónusta og þróun á Akureyri og í Eyjafirði. Tilgangur- inn er að háskólanemendur geri sér betur grein fyrir því hvað Eyjafjörð- ur og atvinnulífið hafa upp á að bjóða að loknu námi. Hugmyndin að verkefninu er sótt til Evrópuverkefnisins Brands, sem Akureyrarbær er þátttakandi í. Verkefnið hefur það að markmiði að bæta ímynd sveitarfélaga og fjölga íbúum. Einn þáttur í því verkefni er að efla tengsl ungs fólks og atvinnu- lífs. Verkefni eins og jólastefnumótið hafa verið reynd annars staðar og gefist vel. Jólastefnumót að Borgum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.