Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna Vil-helmína Har- aldsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júlí 1914. Hún andaðist á Borgarspítalan- um 19. desember síðastliðinn. Faðir hennar var Harald- ur Árnason stór- kaupmaður í Har- aldarbúð í Reykjavík, f. 1886, d. 1949, og móðir hennar var Arndís Bartels Árnason, f. 1886, d. 1950. Jóhanna var næst- elst fimm barna þeirra hjóna en systkini hennar eru Árni, f. 1912, d. 1988, Kristín, f. 1917, Erla, f. 1919, d. 1999, og Björn, f. 1926, d. 1987. Hinn 13. júlí 1940 giftist Hulda Bjarna Bjarnasyni lögfræðingi, f. í Reykjavík 2. mars 1913, d. 30. mars 1979. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 1941, gift Sverri Sig- urðssyni, f. 1936, d. 1967. 2) Arn- dís, f. 1942, d. 1945. 3) Þóra, f. 1945. 4) Erla, f. 1946, gift Hreiðari Svavarssyni, f. 1943. 5) Haraldur Ágúst, f. 1950, kvæntur Ólöfu Guðrúnu Ket- ilsdóttur, f. 1949. Jóhanna eignaðist ellefu barnabörn, nítján barnabarna- börn og eitt barna- barnabarnabarn. Jóhanna útskrif- aðist sem gagn- fræðingur 1931 og dvaldi erlendis við nám í Danmörku og Þýskalandi og starfaði hjá Deben- hams í London um hríð. Hún vann á skrifstofu hjá föður sínum meðan hann lifði, og síðar í versl- uninni. Jóhanna bjó á Siglufirði á árunum 1948 til 1952 þegar Bjarni eiginmaður hennar var bæjarfógeti þar. Á árunum 1966 til 1968 starfaði hún sem ritari hjá dómsmálaráðuneytinu. Hún var félagi í Oddfellow-reglunni frá árinu 1947 og tók virkan þátt í störfum hennar. Útför Jóhönnu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ástkær móðir og tengdamóðir okkar, Jóhanna Haraldsdóttir, verð- ur í dag til hvílu borin. Hún var ynd- isleg persóna. Helst aldrei sagði hún styggðaryrði við eða um nokkra manneskju, henni fannst ekki taka því. Hún var heilsuhraust öll níutíu og eitt árið sem hún lifði, utan brjósk- losaðgerðar og liðskipta í mjöðm, og tók öllu sem að höndum bar með jafn- aðargeði. Heimili hennar var alltaf óaðfinnanlegt og hlýleikinn allsráð- andi. Hún var félagi í Oddfellow-regl- unni og var það mjög stór þáttur í hennar lífi. Hún sótti þar fundi og spilakvöld og átti þar margt vina. Á Vitatorgi þar sem hún bjó síðustu ár- in, stýrði hún bingókvöldum og tók þátt í flestum námskeiðum sem þar eru haldin.Hún hafði nýlega gengist undir uppskurð á Borgarsjúkrahúsi, vegna minnkandi blóðflæðis, sem tókst í alla staði vel, og var farin að hlakka til jólanna. Hún var afar list- ræn í höndunum og eru til mörg fal- leg handverk eftir hana. Hún hafði setið löngum stundum við að prjóna forkunnarfagurt rúmteppi til handa væntanlega 19. barnabarninu sínu, og hafði afhent okkur, verðandi afa og ömmu það með miklu stolti áður en hún var lögð inn. Sonarsonurinn fæddist meðan hún lá á sjúkrahúsinu, og var hún afar spennt að sjá hann. En af því varð því miður ekki. Eftir örfáa daga heima var hún kvödd upp á sjúkrahús aftur vegna ígerðar og eftir stutta legu var ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt.Hún andaðist að morgni 19. desember sl. í miklum friði, með sína nánustu við hlið sér. Með þakklæti kveðjum við hana, Haraldur og Ólöf. Hún elsku amma mín hefur nú kvatt þetta jarðneska líf. Hennar verður sárt saknað og víst er að þessi jól verða skrítin án hennar. Amma var sameiningartákn þessarar stóru fjölskyldu, það komu allir til ömmu. Amma var mikill listamaður, hún prjónaði, heklaði, teiknaði, föndraði og ýmislegt fleira af mikilli hjartans list. Við afkomendur hennar getum öll yljað okkur við minningar um ömmu þegar dregnir eru fram dúkar sem hún ýmist heklaði eða málaði, vafið börnin okkar í teppin sem hún prjónaði eða klætt þau í húfur og vettlinga, og skreytt heimili okkar ýmsu því sem hún gerði af einstakri ást og umhyggju. Ég leyfi mér að fullyrða að þeir listamannshæfileikar sem stubburinn minn býr yfir séu frá henni komnir. Amma var líka alltaf ótrúlega úr- ræðagóð, ég gleymi því aldrei þegar eitt sinn á Túngötunni vantaði mig svo voðalega kerru fyrir dúkkurnar mínar. Amma var nú ekki lengi að bjarga því. Hún átti forláta inn- kaupatuðru á hjólum og það var bara búin til kerra úr henni og búið um dúkkurnar í snatri. Eins og allir vita, sem þekktu ömmu, var hún í Oddfellow og þessi leyndardómur var alltaf svo spenn- andi. Ég man að ég reyndi oft að veiða upp úr ömmu hvað væri gert á þessum fundum en fátt var um svör. Þegar ég var minni læddist ég oft inn í svefnherbergið þeirra til að skoða dýrðina. Hvað mér fundust þessi gullnu merki hennar og afa falleg og spennandi. Mamma sagði alltaf að það væri ömmu og afa að kenna hvað ég væri mikil frekjudolla því í hvert sinn sem hún hefði reynt að banna mér eitt- hvað hefði ég bara hlaupið inn í stofu til þeirra og beðið þau og að sjálf- sögðu leyfðu þau mér allt. En það var gott að alast upp á Túngötunni og hafa alltaf ömmu til taks og ég á margar góðar minningar þaðan. Nú ertu farin frá okkur, elsku besta amma mín, en ég veit að þú fylgist vel með stóra hópnum þínum þar sem þú ert núna með afa, Arndísi þinni, ömmustelpunni Arndísi, systk- inum þínum og foreldrum hjá Guði. Elsku amma, takk fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig, kennt mér og gefið mér. Hvíldu í friði. Þín ömmustelpa, Birna. Elsku amma, þegar ég sest niður og ætla að skrifa um þig, þá er ekkert nema gott og ljúft sem kemur í hug- ann að sjálfsögðu, þannig eru allar minningar sem tengjast þér. Í bernskuminningunni er það sem stendur upp úr að þegar ég kom heim úr skólanum í gamla daga á Túngöt- una þá beið alltaf eitthvað gott í gogginn og mér fannst gott að fá „Koss“ (rúgbrauð og franskbrauð smurt saman) og kalda mjólk með, einnig man ég alltaf eftir hvernig þú bútaðir allt brauð í kubba fyrir afa til að borða, þetta fannst mér alltaf jafn- skrítið, en nóg um það. Okkur finnst það ómetanlegt að hafa fengið að heimsækja þig í stutta stund áður en þú kvaddir með þinni venjulegu hógværð, og þá verð ég einnig að minnast á að þú varst búin að bauna á mig alloft að þú ættir nú enga mynd af mér og minni fjöl- skyldu, lét ég nú loksins taka af okk- ur og krökkunum myndir sem ég svo lét framkalla og setja sætt upp og átti að vera klár fyrir jólin handa elsku ömmu Jóhönnu, en þar sem þú ert nú búinn að kveðja okkur þá enn einu sinni sannast að ekki eigi að geyma til morguns það sem hægt er að gera í dag. En elsku amma, eins og þú sjálf- sagt veist þá verður þín sárt saknað, og megir þú hvíla í friði og ró í gamla kirkjugarðinum hjá þínum ekta herra. Amma, við munum alltaf elska þig og dá og minnast þín með hlýhug. Smári Hreiðarsson og fjölskyldan, Hraunbergi 21. Elsku amma, mikið verður skrýtið að koma til Reykjavíkur þegar þú ert ekki þar. Fyrstu minningarnar okkar úr Reykjavík eru allar tengdar þér og húsinu ykkar afa á Túngötunni. Fínu mublurnar, speglarnir á snyrtiborð- inu, rennihurðirnar, rennibrautar- stóllinn, klifurtréð í garðinum og allt hitt sem var svo spennandi í okkar augum. Seinna uxum við burt frá húsinu og umhverfið fór að skipta minna máli en þó fannst okkur við aldrei almennilega hafa verið í Reykjavík nema hafa komið til þín í ferðinni. Við vorum vanar að monta okkur af því að við ættum fallegustu ömm- una, fínu skvísuna með silfurhárið sem kom líka stundum í sveitina til okkar og tók þátt í lífi okkar þar. Þú fylgdist alltaf með því hvað við tókum okkur fyrir hendur og þrátt fyrir all- an hópinn sem þú áttir orðið af af- komendum munum við aldrei eftir af- mælisdegi þar sem þú hringdir ekki í okkur. Við gerum okkur grein fyrir að það voru forréttindi að eiga þig að og fá að hafa þig svona lengi með okkur. María Ösp ólst líka upp við að amma í Reykjavík (ekki langamma því það er gælunafn á gamlar þreytt- ar konur) væri sjálfsagður hluti af hverri ferð þangað. Hún er svo lán- söm að eiga sömu minningar og við um ömmu skvísu, sem gladdist við að sjá okkur, sýndi okkur handavinnuna sína og allar myndirnar og sagði okk- ur fréttir af öðrum í fjölskyldunni. Takk fyrir allt, elsku amma. Fanney og Heiða Guðný Ásgeirsdætur. JÓHANNA V. HARALDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jóhönnu V. Haraldsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Rósa Aðalsteinsdóttir og Arndís, Hildur og Ólafur Ágúst. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR, f. 11.12. 1917, Fannafold 125a, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 28. desember kl. 15.00. Gunnar Sighvatsson, Sigrún Sighvatsdóttir, Jón Gústafsson, Ólöf Sighvatsdóttir, Þorvaldur Bragason, Gísli Á. Sighvatsson, Kristjana G. Jónsdóttir, Ástrós Sighvatsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, fósturmóðir og tengdamóðir, INGUNN JÓNSDÓTTIR frá Vagnsstöðum, Hólabraut 6, Hornafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands sunnudaginn 25. desember. Útförin verður auglýst síðar. Þórarinn Gunnarsson, Sigríður Lucia Þórarinsdóttir, Eina Hjalti Steinþórsson, Hafdís Huld Björgvins, Rúnar Þór Snorrason. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, INGIMUNDUR ÓLAFSSON kennari, Langholtsvegi 151, lést laugardaginn 24. desember. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Böðvar Ingi Ingimundarson, Ólafur Örn Ingimundarson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og langafi, JÓHANNES KR. MAGNÚSSON frá Bolungarvík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík á Þorláksmessu- kvöld, föstudaginn 23. desember. Útförin fer fram frá Aðventukirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. desember kl. 15.00. Hjördís Guðbjörnsdóttir, Robin Bovey, Rebekka Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir, og barnabarnabörn. Ástkær systir mín og föðursystir okkar, DROPLAUG PÁLSDÓTTIR frá Grænavatni, Espigerði 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 26. desember. Þorgeir Pálsson, Páll Þorgeirsson, Sigurgeir Þorgeirsson, Hólmfríður Þorgeirsdóttir og fjölskyldur. SVANBERG K. ÞÓRÐARSON, Grænukinn 6, Hafnarfirði, lést á Landsspítala Landakoti sunnudaginn 25. desember. Fjölskyldan. Bróðir okkar, ÞÓRÐUR SVEINSSON, frá Barðsnesi, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin. Bróðir okkar, ÞORLEIFUR HÓLM GUNNARSSON, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að kvöldi aðfangadags. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.