Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 25 Á SAMEIGINLEGUM fundi stjórna Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hinn 22. nóv- ember sl., var ákveðið að skipta um ritstjórn Lækna- blaðsins, en ég var þá einn eftir í ritstjórninni, og að nýr ritstjóri/ ábyrgðarmaður tæki við. Ég hafði gegnt rit- stjórastarfinu í 12 ár og aldrei verið fundið að störfum mínum. Rökstuðningur fyrir uppsögn- inni hefur ekki komið fram þrátt fyrir fyr- irspurn til læknafélaganna. Uppsögn mín og aðdragandi hennar er dæmi um að eigendur virði ekki sjálfstæði ritstjóra. Frelsi ritstjóra læknablaða er ekki síður mikilvægt en sjálfstæði ritstjóra annarra blaða og fjölmiðla, það er að segja að þeir séu óháðir eigendum sínum og öðrum, bæði mönn- um og málefnum, sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Dæmisagan af Læknablaðinu hefur því víðtæka skír- skotun. Læknablaðið er ekki að- eins fræðirit, heldur einnig félagsrit lækna. Blaðið er vettvangur umræðna um málefni læknisfræðinnar á Íslandi, sjúklingum og sam- félagi til hagsbóta, og það er hefð fyrir hreinskiptum og hispurslausum skoð- anaskiptum. Gagnrýnin um- ræða af þessu tagi er einnig að finna í erlendum lækna- tímaritum eins og tvö nýleg dæmi í New England Journ- al of Medicine sýna. Í sept- embertölublaði Læknablaðs- ins birtist grein eftir Jóhann Tómasson: „Nýi sloppur keisarans. Í greininni er fjallað um afleysingastörf Kára Stefánssonar á Land- spítala –háskólasjúkrahúsi og margir aðilar gagnrýndir, meðal annars landlæknir, fyrir stjórnsýsluhætti og Landspítalinn fyrir skort á gæðaeftirliti. Jóhann gaf meðal annars í skyn að Kári hafi fengið almennt lækn- ingaleyfi með skilyrðum og vísaði til heimilda um það efni. Ég tók einn afstöðu til þess hvort birta ætti grein- ina, en það var venjan að rit- stjórinn gerði varðandi efni í félags- eða umræðuhluta blaðsins. Lögmaður Kára sendi 12. september tölvupóst til ein- stakra ritnefndarmanna og til ritstjórans og spurði hvort þeir teldu að birting greinarinnar hefðu verið mistök og hvort eðlilegt væri að greinin yrði afturkölluð og tekin af vefútgáfunni. Er- indið var ekki sent til rit- stjórnarinnar sem slíkrar, eins og venja er um sam- skipti við læknablöð, enda hefur mér vitanlega enginn svarað þessu. Ákveðið var að halda fund og ég spurði ritnefndarmenn hvort þeir hefðu tengsl við málið og fjórir af fimm sögð- ust vera í samstarfi við Ís- lenska erfðagreiningu eða Kára um rannsóknir. Á fundi mínum og ritnefndarmanna 20. september lögðu rit- nefndarmenn til eftirfarandi: Það skyldi viðurkennt að birting greinarinnar hefðu verið mistök, biðja ætti Kára afsökunar og greinin skyldi tekin af vefútgáfunni. Tveir ritnefndarmenn sögðu að það yrði að gera þetta eða eitthvað viðlíka til að milda reiði og viðbrögð Kára. Ég féllst ekki á þessar tillögur og benti á að samkvæmt ís- lenskum lögum ber höf- undur ábyrgð á grein sem birtist undir nafni. Jafn- framt benti ég á að við skyld- um nota þetta tilefni til að ræða og ákveða hvern- ig fara ætti með svipaðar greinar í fram- tíðinni. Enn fremur að rit- stjórnin skyldi fara varlega í að gefa út yf- irlýsingar um greinina þar sem fjórir af fimm ritnefnd- armönnum væru í starfs- tengslum við Kára. Á næsta fundi mínum og ritnefndarmanna 27. sept- ember kom framkvæmda- stjóri læknafélaganna og skýrði út fyrir ritstjórninni að vegna starfstengsla ein- stakra ritnefndarmanna við Kára væri öll ritstjórnin að hans áliti vanhæf til að fjalla um málið. Ritnefndarmenn vildu samt tjá sig um birt- ingu greinarinnar og gerðu fjórir ritnefndarmenn það í yfirlýsingu sem birtist í októbertölublaði Lækna- blaðsins. Eigendum Læknablaðsins bárust ábyrgðarbréf dagsett 19. október frá lögmanni fyr- ir hönd Kára Stefánssonar. Í þeim bréfum krafðist lög- maðurinn þess að eigend- urnir, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, gripu þegar til eftirfarandi aðgerða vegna birtingar greinar Jóhanns í Lækna- blaðinu: 1) að greinin yrði tekin af vefútgáfunni; 2) að eigendur gæfu út yfirlýsingu um að birting greinarinnar hefðu verið mistök; 3) að hann væri beðinn afsökunar og 4) að ef ekki væri hægt að verða við kröfum hans öðruvísi en reka ritstjórann úr starfi þá skyldi það gert. Lögmaðurinn lauk bréfinu á því að ef ekki yrðu hafnar aðgerðir til að verða við kröfum hans innan viku frá móttöku bréfanna, áskildi hans sér rétt til að grípa til allra annarra tiltækra rétt- arúrræða án frekari viðvar- ana. Fyrstu bréflegu við- brögð stjórnar Læknafélags Íslands voru að neita að verða við þessum kröfum en jafnframt vísaði stjórnin grein Jóhanns til umfjöllunar í siðanefnd Læknafélags Ís- lands. Auk þess kærði Kári mig til siðanefndarinnar fyr- ir birtingu greinarinnar í Læknablaðinu. Haldinn var sameiginlegur fundur útgáfustjórnar Læknablaðsins og ritnefnd- armanna hinn 31. október, að ósk ritnefndarmanna. Ágreiningurinn í ritstjórn- inni var ræddur. Eftir ósk ritnefndarmanna um stutt fundarhlé, þar sem þeir réðu ráðum sínum, bar einn rit- nefndarmanna fram tillögu þess efnis að öll ritnefndin segði af sér ásamt ritstjóra. Ritnefndarmaðurinn sagði jafnframt að þetta þýddi ekki að menn væri ekki til- búnir að snúa aftur til starfa í ritstjórn ef þeir yrðu kall- aðir til þeirra starfa. Ég var ekki samþykkur þessari til- lögu. Læknafélögin skipuðu bráðabirgðaritnefnd vegna greinar Jóhanns í Lækna- blaðinu og skilaði hún áliti 18. nóvember. Hún taldi að Jó- hann hefði í greininni gefið í skyn að Kári stundi lækn- ingar án tilskilinna leyfa. Þetta taldi hún rangt og nauðsynlegt að leiðrétta með því að taka tvær setningar úr grein Jóhanns af vefútgáf- unni. Auk þess ætti að biðja Kára afsökunar með vísun í bréf landlæknis um að Kári hefði tilskilin leyfi. Stjórnir læknafélaganna urðu við þessum tillögum og báðu Kára afsökunar auk þess að taka tvær setningar úr grein Jóhanns af vefútgáfunni. Vegna tengsla ritstjórn- armanna við Íslenska erfða- greiningu og Kára Stef- ánsson, ágreiningsins í ritstjórninni og afsagnar rit- nefndarmanna, hélt ég eig- endum blaðsins alltaf upp- lýstum um gang mála og bauðst til að finna menn í nýja ritstjórn. Boði mínu var ekki tekið og ég beðinn að bíða átekta. Loks var mér fyrirvaralaust sagt upp með símtali hinn 25. nóvember. Á Íslandi hefur á und- anförnum misserum verið rætt um sjálfstæði ritstjórna íslenskra fjölmiða gagnvart eigendum og öðrum utan rit- stjórnar. Ritstjórnir hafa ver- ið ásakaðar fyrir að draga taum eigenda sinna eða aug- lýsenda, sniðganga ákveðna umfjöllun og segja rangt frá tilteknum atburðum. Þetta hefur orðið til þess að hlut- drægni og trúverðugleiki fjöl- miðlanna hefur verið dreginn í efa. Það er mikilvægt að Læknablaðið njóti almenns trúnaðartrausts um heiðarleg óvilhöll vinnubrögð. Ástæða þess að alþjóðleg læknablöð leggja áherslu á sjálfstæði rit- stjóra er sú nánd sem lækn- ingar hafa við lyfjaiðnaðinn, lyfsölu, tryggingar, líftækni- fyrirtæki og lækningatækja- framleiðendur. Ofangreind at- burðarás eykur ekki trú á að ritstjórn Læknablaðsins njóti ritstjórnarfrelsis samkvæmt reglum alþjóðlegra lækna- tímarita (International Committee of Medical Journ- al Editors, http:// www.icmje.org/). Eigendur Læknablaðsins hafa breytt efni blaðsins á vefútgáfu, beð- ist afsökunar á birtingu efnis og rekið ritstjórann eftir að hafa fengið kröfur um það frá Kára Stefánssyni. Þeir hafa ekki beðið úrskurðar siða- nefndar Læknafélags Íslands né niðurstaðna hugsanlegra málaferla um efni grein- arinnar. Eigendur Lækna- blaðsins hafa orðið við nánast öllum kröfum Kára Stef- ánssonar um aðgerðir vegna greinar Jóhanns Tómassonar. Þeir hafa þar að auki skipað nýja ritstjórn og ritstjóra, og það vekur athygli að nýi rit- stjórinn og einn ritnefnd- armaður voru í gömlu rit- nefndinni og eru í nánu samstarfi við Kára Stef- ánsson. Ritstjórnarfrelsi og Læknablaðið Eftir Vilhjálm Rafnsson ’ Eigendur Lækna-blaðsins hafa … rek- ið ritstjórann eftir að hafa fengið kröfur um það frá Kára Stefánssyni.‘ Vilhjálmur Rafnsson Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Læknablaðsins. að hann endurskoði sína ákvörðun varðandi hina kjörnu fulltrúa. Ég tel að það hefði ver- ið of langt seilst að beina því til Kjaradóms að hafa líka afskipti af kjörum t.d. dómara í land- inu.“ Geir sagði að stjórnvöld kæmu til með að skoða hvort ástæða væri til að breyta þess- ari tvískiptingu milli Kjara- dóms og kjaranefndar. „Það liggur ekkert fyrir um hvort það er eitthvert betra fyrir- komulag á lausu. Það er ann- aðhvort hægt að endurskoða kjör þingmanna og ráðherra með því að þingið geri það sjálft. Þannig var það í gamla daga. Menn gáfust upp á því. Þá var sérstök þingfararkaupsnefnd starfandi. Eða það er hægt að fela þetta verkefni óháðum úr- skurðaraðila. Þannig er kerfið núna. Það er þá verið að tala um eitthvert afbrigði af slíku og meira samræmi milli kjara- nefndar og Kjaradóms.“ Geir sagði að endingu að úr- skurður Kjaradóms frá 19. des- ember hefði ekki komið á rétt- um tíma og viss hætta væri á uppnámi í kjaramálum í þjóð- félaginu í kjölfar hans. Við því hefðu stjórnvöld verið að bregð- ast. éf vegna launaúrskurðar dómsins upp nýjan úrskurð Morgunblaðið/Brynjar Gauti ds og Samtaka atvinnulífsins komu til fundar við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær. með 600 þúsund í laun um ára- mót og saksóknari hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík um 610 þúsund. Varalögreglustjórinn í Reykjavík og vararíkislögreglu- stjóri eru með um 630 þúsund í laun á mánuði. Sýslumenn í meðalstóru um- dæmi eins og í Borgarnesi og Húsavík erum með 600 þúsund í laun á mánuði. Þá eru skólameistarar í fram- haldsskólum með 540–650 þús- und krónur á mánuði, en þeir hafa lýst því yfir við kjaranefnd að þeir séu óánægðir með launin sín. Kjaranefnd og Kjaradómur hafa verið sammála um að hér- aðsdómarar skuli hafa hærri laun en saksóknarar, en hins vegar hefur ekki verið fullkomin samstaða milli þeirra um hvað launamunurinn skuli vera mik- ill, en það skýrir að nokkru leyti þá ákvörðun Kjaradóms í síð- ustu viku að hækka laun dómara og annarra um 8%. Mánaðarlaun héraðsdómara verða um áramót 671.596 og hæstaréttardómara 856.797 þúsund. Sammála um að breyta þurfi lögum Guðrún Zoëga, formaður kjaranefndar, segist geta tekið undir með Garðari Garðarssyni, formanni Kjaradóms, um að rétt sé að breyta lögum um Kjara- dóm og kjaranefnd þannig að það sé einn aðili sem úrskurði um laun æðstu embættismanna þjóðarinnar í stað tveggja eins og nú er. Hún segir að sam- kvæmt lögunum séu þessar tvær úrskurðarnefndir óháðar, en samt sé gert ráð fyrir ákveðnu sambandi á milli þeirra. Þannig sé beinlínis kveðið á um það í lögum að kjaranefnd eigi að taka mið af ákvörðunum Kjaradóms. „Það sem er kannski mikil- vægast er að þessi laun séu áfram öll uppi á borði þannig að það sé ekki verið að ákvarða mönnum laun með alls konar greiðslum sem eru faldar.“ Guðrún sagðist vera ósam- mála því sem haft var eftir Gylfa Arnbjörnssyni, framkvæmda- stjóra ASÍ, að þetta kerfi sem kjaranefnd byggði á væri ógagn- sætt. Hún sagðist ekki sjá hvernig kerfið geti verið skýr- ara. Kjaranefnd úrskurðaði um föst laun embættismanna og fastar yfirvinnugreiðslur í formi eininga, en þeir fengju engar greiðslur þar til viðbótar. Þeir fengju engar bakvaktar- greiðslur, yfirvinnugreiðslur eða greiðslur fyrir að sitja í nefndum sem tengdust starfi þeirra. Hún sagði að kerfið væri því bæði skýrt og einfalt hvað þetta varð- aði. n heldur minna en Kjaradómur kki fylgt vísitölu    )**+ - &''' 8<765 789 8<77 7< 5855 =* " )**+                    B M #   $   / . %   HALLDÓR Ásgrímsson for- sætisráðherra ritaði í gær Garðari Garðarssyni, for- manni Kjaradóms, bréf vegna úrskurðar Kjaradóms um laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. „Nýlega náðu aðilar vinnu- markaðarins samkomulagi um að kjarasamningar sem gerðir voru fram til ársins 2007 skyldu halda gildi sínu þannig að tryggja mætti sem mestan stöðugleika í efnahagsmálum. Fram hefur komið hjá að- ilum vinnumarkaðarins að úr- skurður Kjaradóms 19. des- ember sl. um laun alþingismanna og embættis- manna geti haft mjög óæski- leg áhrif á stöðu vinnumark- aðsmála og stofnað nýgerðu samkomulagi um kjaramál í hættu. Úrskurður Kjaradóms varð- ar annars vegar þjóðkjörna fulltrúa, þ.e. forseta Íslands, alþingismenn og ráðherra, en hins vegar dómara og tiltekna embættismenn. Eins og fram kemur í bréfi yðar dags. 23. desember sl. helgast launa- hækkanir til síðarnefnda hópsins af þeirri nauðsyn meðal annars að gæta inn- byrðis samræmis milli þeirra sem heyra undir Kjaradóm og kjaranefnd. Öðru máli gegnir um þjóðkjörna fulltrúa, þar eiga ekki sömu samræming- arrök við. Ég vil þess vegna, að höfðu samráði við formenn stjórn- málaflokkanna á Alþingi, for- menn þingflokkanna og for- seta Alþingis, fara þess á leit að Kjaradómur taki sem fyrst til endurskoðunar úrskurð sinn að því er varðar laun þjóðkjörinna fulltrúa.“ Bréf for- sætisráð- herra til Kjaradóms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.