Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins brást snarlega við þegar kviknaði í metanknúnum Citroën-sendibíl frá Sorpu á Miklubraut í gær, en bíll frá slökkviliðinu var staddur skammt undan og liðu því ekki nemar fjórar mínútur frá því að kallið kom uns menn tóku til við að slökkva eldinn. Að sögn fulltrúa slökkviliðsins, Sorpu og Brimborgar, sem flytur inn metanbílana, er lítil sprengihætta talin stafa af gasbílum. „Þó að eldur komi upp í þeim er ekki meiri hætta af þeim en venjulegum bensínbíl,“ sagði talsmað- ur slökkviliðsins í viðtali við fréttavef Morg- unblaðsins mbl.is. Metanbílar séu oftar en ekki betur eldvarðir en bensínbílar og þeim fylgi margs konar öryggisbúnaður sem loki sjálf- krafa fyrir gasflæðið ef eldur kemur upp. Galli í rafkerfi líkleg orsök Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brim- borgar, segir það ekki heldur óalgengt að kvikni í bensínbílum, enda brenni um 200 slíkir bílar á ári, samkvæmt skýrslum trygginga- félaganna. Hins vegar þyki það ekki eins frétt- næmt og þegar kviknar í metanbíl. Þó sé ekki langt síðan að sams konar met- andrifinn Citroën-bíll frá Sorpu brann við svip- aðar aðstæður og er það mál enn í rannsókn. Þá komu hingað til lands sérfræðingar frá Frakk- landi bæði frá bílaframleiðandanum og fyrir- tækinu sem framleiðir gasbúnaðinn. Hallast menn að því að um sé að ræða galla í rafkerfi. Bíllinn er ónýtur eftir eldinn, en framhluti hans eyðilagðist algerlega. Bílarnir frá Sorpu eru drifnir bæði af gasi og bensíni. Gasáfyllingin dugir fyrir um 200 km akstur. Eldur kviknaði í metangasbíl Sorpu Annar met- anbíllinn sem brennur hér á landi STJÓRN Sjómannafélags Eyjafjarðar hyggst leita eftir umboði á aðalfundi félagsins á morgun til áframhaldandi viðræðna við forsvarsmenn Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum og Sjómannafélags Hafnarfjarðar, um sameiningu félaganna þriggja. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, sagði að þetta væri gert með það fyrir augum að ná öllum sjómönn- um landsins í eitt félag. Fulltrúar félaganna þriggja hafa verið að „Það er von okkar sem að þessu stöndum að þetta geti orðið fyrsta skrefið í að sameina alla sjómenn landsins í eitt félag. Þar er ég að tala um háseta, vélstjóra og skipstjóra. Slíkt félag gæti þá verið deildaskipt í þessar þrjár deildir, yfirmannadeild, vélstjóradeild og hásetadeild. En við eigum að vera í einu félagi og vonandi verður það framtíðin.“ Konráð gefur kost á sér til áframhaldandi for- mennsku í Sjómannafélagi Eyjafjarðar á aðal- fundinum á morgun. „Þetta er mikið og skemmtilegt starf og ég ætla að halda því áfram, nema mér verði sparkað.“ ræða saman um hugsanlega sameiningu og sagði Konráð að vilji væri innan þeirra allra að sameinast. Hann gerir sér vonir um að hægt verði að kjósa um sameiningu seinni part vetrar eða næsta vor. Félagsmenn í sameiginlegu fé- lagi yrðu á bilinu 1.000–1.200 talsins en tæplega 500 félagar eru í Sjómannafélagi Eyjafjarðar. Konráð sagðist gera sér vonir um að önnur félög sjómanna í landinu kæmu að málum. „Vonandi fáum við sjómennina í blönduðu félögunum inn í svona stórt sjómannafélag, sem jafnframt yrði miklu öflugra,“ sagði Konráð en víða um land eru sjómannadeildir í verkalýðsfélögum. Vill sameina alla sjómenn landsins í eitt stéttarfélag Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú til rannsóknar dánarorsök karls og konu sem fundust látin í húsnæði við Frakkastíg í Reykjavík í gær. Að sögn Harðar Jóhann- essonar yfirlögregluþjóns er ekki talið að lát fólksins hafi borið að með saknæmum hætti. Engin merki um átök séu á vettvangi og ekki sé grunur um manndráp. Um er að ræða 45 ára karlmann og 36 ára konu. Nágrannar komu að fólkinu látnu og tilkynntu lögreglunni um málið. Mað- urinn sem lést mun hafa haft húsnæðið til umráða en ekki var þó um eiginlega íbúð að ræða, heldur dvalarstaður sem taldist vart mannabústaður að sögn lögreglu. Lögregl- an í Reykjavík þekkti til hinna látnu og hafði haft afskipti af þeim vegna fíkniefna- mála. Hafði fólkið verið par frá því í vetur. Vitað var um ferðir þeirra allt fram til jóla en nákvæm dánarstund er óþekkt. Vonast er til að krufning muni leiða þessi atriði í ljós, svo og dánarorsök. Kona og karl fundust látin í húsi við Frakkastíg Morgunblaðið/Ásdís Tæknimenn lögreglu og læknar rannsaka andlát fólksins. ÞÆR voru engin smástykki, verk- smiðjueiningarnar sem hífðar voru í land á Reyðarfirði í gær þar sem flutningaskipið M/s Happy Ranger lagðist að bryggju við ál- vershöfnina á Mjóeyri í fyrradag. Stærsta stykkið vó hvorki meira né minna en 230 tonn og var yfir 30 metrar á hæð, en þarna var um að ræða einingar í svokallaða raf- lausnarverksmiðju sem framleiðir raflausn (krýólít) sem er eitt mik- ál, sem sest til botns í kerunum, hins vegar. Þá er storknað krýólít í bland við súrál notað til að þekja skaut- in í kerunum, en það heldur varmanum í þeim.“ Happy Ranger hefur komið nokkrum sinnum til Reyð- arfjarðar með stórar einingar fyrir byggingu álversins, en það þykir hentugt skip til stórflutn- inga. konar hlutverki,“ segir Tómas Már. „Krýólít virkar annars veg- ar sem efnahvati til að lækka bræðslumark súráls í kerunum úr 2.100 gráðum í 960 gráður, en það gerir okkur mögulegt að vinna ál. Áður en krýólít kom til sögunnar var álvinnsla sem iðn- aður ómöguleg, en með þessum efnahvata þarf mun minni orku til að rafgreina súrál í súrefni sem flýtur upp annars vegar og ilvægasta hjálparefnið við vinnslu áls úr súráli. Að sögn Tómasar Más Sigurðs- sonar, forstjóra Fjarðaáls, eru gríðarstórir kranar notaðir til að setja saman hinar ólíku verk- smiðjueiningar á álverssvæðinu. „Í álveri eru í raun margar verk- smiðjur sem þjónusta fram- leiðsluferlið og í raflausnarhlut- anum er unnið svokallað krýólít eða raflausn sem gegnir tvenns Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Risafarmur á Reyðarfirði KAUPTHING í Færeyjum verður breytt úr dótturfélagi KB banka í útibú bankans á næsta ári. Hingað til hefur Kaupthing í Færeyjum fyrst og fremst fengist við verðbréfa- viðskipti en mun fá bankaleyfi og þar með leyfi til útlána við formbreyt- inguna. Peter Holm, forstjóri Kaupthing í Færeyjum, sagði í samtali við Social- urin í gær að KB banki verði stærsti bankinn á færeyska markaðnum. Honum verði kleift að takast á við verkefni sem séu ofviða öðrum pen- ingastofnunum í Færeyjum. Þá kom fram í fréttum færeyska útvarpsins að KB banki stefni að því að verða öflugasta peningastofnun færeysks atvinnulífs. Ekki er ætlunin að lána einstaklingum til að byrja með né heldur að setja upp fleiri útibú í Fær- eyjum. Höfuðstöðvar KB banka eru í Reykjavík, en bankinn er með starf- semi í tíu löndum, þar af með banka- leyfi í sex löndum, á Íslandi, í Finn- landi, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Lúxemborg og nú bætast Færeyjar við. Komið hefur fram að bankinn stefni að því að fá bankaleyfi í Noregi innan þriggja ára. Samkvæmt upp- lýsingum á vefsíðu KB banka eru dótturfélög hans FIH Erhvervsbank A/S í Danmörku, Kaupthing Bank Sverige, Kaupthing Bank Lux- embourg, Kaupthing Bank Oyj og Norvestia Oyj í Finnlandi, Kaup- thing Føroyar, Kaupthing New York, Kaupthing Switzerland, Kaup- thing Ltd. í Englandi, Kaupthing Norge A.S. í Noregi, Arion og KB líf á Íslandi. Hinn 1. júlí síðastliðinn voru starfsmenn hjá KB banka og dótturfélögum 2.317 talsins. KB banki opnar útibú í Færeyjum HARÐUR árekstur tveggja fólksbíla varð á Hörgárbraut, sunnan við Lónsbakka, skömmu eftir klukkan átta í gærkvöld. Þar rákust saman tveir bílar. Að sögn lögreglunn- ar á Akureyri eru bílarnir mikið skemmdir ef ekki ónýtir. Ökumanni annars bílsins var ekið á sjúkrahús til rannsóknar. Aðrir í bílunum kenndu sér einskis meins. Árekstur á Akureyri ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.