Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 9 FRÉTTIR UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli Fé- lagsvísindadeildar Háskóla Íslands og sjö samstarfsaðila, um rekstur Rannsóknaseturs í barna- og fjöl- skylduvernd við félagsráðgjaf- arskor Háskóla Íslands. Ákveðið hefur verið að stofna Rannsóknasetur í barna og fjöl- skylduvernd við félagsráðgjaf- arskor Háskóla Íslands. Setrið verður staðsett við Félagsvís- indastofnun á grundvelli sam- starfssamnings við stjórnvöld, hagsmunafélög og þjónustustofn- anir. Vaxandi gróska er í rannsókn- arverkefnum á sviði barna- og fjöl- skyldurannsókna í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands. Námskeið í fjölskyldufræð- um eru kennd á BA- og MA-stigi og sérstök námslína til starfs- tengds fjölskyldumiðaðs meist- araprófs, MSW, er í boði. Velferð- arsvið (áður Félagsþjónustan) Reykjavíkur kostar lektorsstöðu í barnavernd, framkvæmdasjóður aldraðra kostar lektorsstöðu í öldr- unarrannsóknum og unnið er að uppbyggingu rannsókna og kennslu á sviði sjálfboðastarfa (NGO) og opinberrar þjónustu með styrk frá RKÍ. Rannsóknasetur um barna– og fjölskylduvernd er vett- vangur fyrir samræmda starfsemi í rannsóknum, fræðslu og kennslu er snerta fjölskylduvernd. Meginmarkmið rannsóknaseturs um barna- og fjölskyldurannsóknir er að efla fjölskyldu- og barna- vernd á grundvelli vísindalegra rannsókna og vera víðtækur vett- vangur rannsókna á sviði fjöl- skyldu- og barnaverndar. Sviðið fjölskyldurannsóknir tekur til rannsókna á fjölskyldumálefnum og aðstæðum barna á víðum grundvelli, svo sem á félagslegum og tilfinningalegum aðstæðum og uppeldisskilyrðum barna og barna með sérþarfir; ungmenni/unglingar og málefni ungmenna; um fjöl- skyldusamskipti (siðfræði, form- gerð og eðli náinna samskipta); lífsskeiðaþróun/fyrirbæri; félagsleg mismunun eftir fjölskyldugerð (einst. frásk. foreldr.); aðstæður fjölsk./barna af erlendu bergi brot- inna, áföll, kreppur og breytingar í málefnum barna- og fjölskyldna; starfslok, öldrun og málefni aldr- aðra; samþætting starfs- og fjöl- skyldulífs; þróun fjölskyldustofn- unarinnar; löggjöf og stefnumótun; aðferðaþróun og tilraunaverkefni; þjónustuúrræði og stuðningur í málefnum barna og fjölskyldna. Samstarfsaðilar um rekstur Rannsóknaseturs í barna- og fjöl- skylduvernd við félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands eru Barnavernd- arstofa, heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, félagsmálaráðu- neytið, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Þjóðkirkjan, Reykjanesbær og Efling-stétt- arfélag. Ljósmynd/Jóra Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur hefur um árabil hald- ið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst fimmtudag- inn 12. janúar nk. Þátttakendur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir í eitt ár. Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og ráðgjöf til að hætta að reykja ásamt stuðningi til að takast á við reyklausa framtíð. Leiðbein- andi er Halla Grétarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur. Hægt er að skrá sig á hallag- @krabb.is eða í síma 540 1900. Reykbindindisnámskeið SAMTÖK atvinnulífsins gagnrýna Heilbrigðiseftirlit Austurlands fyrir nýja gjaldskrá þar sem tímagjald fyrir eftirlitsstörf sé hækkað um 10% frá fyrri gjaldskrá frá janúar 2004. Í frétt á vefsíðu SA segir að fyrir svonefnda tímabundna starf- semi tengda stóriðju og virkjunum sé gjaldið hins vegar 30% hærra en hjá þeim, sem stunda það sem eft- irlitið kallar hefðbundna starfsemi. Segir að almennt tímagjald fyrir heilbrigðiseftirlitið sé nú 6.600 krón- ur fyrir hefðbundna starfsemi en fyrir tímabundna starfsemi tengda stóriðju og virkjunum sé gjaldið hins vegar 8.580 krónur á klukkustund. „Þessi sérstaka gjaldtaka er for- dæmalaus og svarar gjaldið til þess að kostnaður við dagvinnu eins heil- brigðisfulltrúa sé tæplega 1,5 millj- ónir króna á mánuði,“ segir í frétt- inni. „Samtök atvinnulífsins hafa áður bent á óhóflega gjaldtöku heilbrigð- iseftirlits sveitarfélaga þar sem ekk- ert aðhald er með álagningu gjalda og nánast um sjálftöku að ræða. Það er orðið mjög hagstætt fyrir heil- brigðiseftirlit Austurlands að hafa mikið eftirlit með „tímabundinni starfsemi tengdri virkjunum og stór- iðju“ en minni hvati til þess að hafa eftirlit með eftirlitsskyldri starfsemi sveitarfélaganna sjálfra,“ segir einn- ig. Gagnrýna gjald fyr- ir heilbrigðiseftirlit Jarðlagna- tæknanám Næsta jarðlagnatæknanámskeið hefst nú eftir áramót ! Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við jarðlagnir og jarðvinnu, hvort sem þeir starfa hjá veitufyrirtækjum, sveitafélögum, símafyrirtækjum eða hjá verktökum. Orkuveita Reykjavíkur hefur nú sett það sem skilyrði að verktakar sem vinna við lagnakerfi OR hafi starfsmenn sem lokið hafi jarðlagnatækninámi eða sambærilegu námi. Námsgreinar eru m.a. lagnir og lagnaefni, jarðvegsfræði, tæringarfræði, efnisfræði, vélfræði, rafmagnsfræði og tölvur, ásamt almennum greinum. Samþykkt hefur verið af Menntamálaráðuneytinu að meta megi námið um sem nemur allt að 24 einingum í framhaldsskóla. Námið er 300 kennslustundir og er kennt í þremur tveggja vikna lotum: Lota eitt: 9.–13. janúar og 16.–20. janúar Lota tvö: 6.–10. febrúar og 13.–17. febrúar Lota þrjú: 6.–10. mars og 13.–17. mars Mímir símenntun, Samorka, Orkuveita Reykjavíkur, Gatnamálastofa, Síminn, Efling-stéttarfélag, Starfsafl og Landsmennt standa saman að náminu. Skráning og nánari upplýsingar hjá Mími símenntun í síma: 580-1800 eða í tölvupóstfang: ingibjorg@mimir.is Umsóknir þurfa að berast fyrir 3. janúar n.k. Þátttakendafjöldi er takmarkaður. www.mimir.is Ei n n t v e ir o g þ r ír 4 .1 4 3 DRAUGAGANGUR UM ÁRAMÓTIN Mögnuðustu draugar landsins verða í ljósum logum um áramótin. Glámur, Þorgeirsboli, Móri, Skotta og Djákninn á Myrká skapa réttu áramótastemminguna. Þú færð draugakökurnar hjá flugeldasölum íþróttafélaganna og víða annars staðar Okkar sívinsæli íþróttahaldari Nú í svörtu, hvítu og húðlitu. Algjör snilld kr. 1.995, Misty Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.