Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 31 MINNINGAR ✝ Hulda Thor-arensen fæddist í Hróarsholti í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu hinn 11. desember 1922. Hún lést á Landakots- spítala 16. desem- ber. Foreldrar hennar voru hjónin Bogi Pétur Thor- arensen, f. 9. maí 1900 í Eystri- Kirkjubæ, d. 22. mars 1978. Kvæntist 17. febr. 1922 Stein- unni Thorarensen, f. 17. ágúst 1899 í Hróarslæk, Villinga- holtshr., Árn., d. 19. okt. 1986. Systkini Huldu voru sex, þau eru: Grímur, Ásta, Skúli og Ragnheið- ur sem eru látin, tvö þeirra eru á lífi, Hörður og Jónína. Eiginmaður Huldu var Stein- grímur Elíasson, f. 7. maí 1920, d. 5. maí 1996. For- eldrar hans voru hjónin, Elías Steins- son frá Oddhól á Rangárvöllum, f. 3. feb. 1884 í Oddhól, d. 16. jan. 1957, og Sveinbjörg Bjarna- dóttir , f. 18. okt. 1897 á Stokkseyri, d. 21. febr. 1984. Börn Huldu og Steingríms eru Guð- laug, f. 5. apríl 1945, Steingrímur, f. 13. okt. 1946, Svein- björg, f. 15. júní 1949, Hrafnhild- ur, f. 15. feb. 1951, Elísa, f. 11. apríl 1955, Auður, f. 19. sept. 1956. Barnabörnin eru 20 talsins og barnabarnabörnin 20. Útför Huldu var gerð fimmtu- daginn 22. desember og fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Á tímamótum staldrar maður við og fer yfir liðna tíma. Hulda tengda- móðir mín er látin eftir tiltölulega stutt og erfið veikindi. Það er mér í fersku minni Hulda mín þegar ég hitti þig í fyrsta skipti. Ég knúði dyra á þínu litla og síðar vinalega húsi í Selásnum og spurði eftir dótt- ur þinni, þá ungur að árum. Þú komst til dyra með bros á vör og spjallaðir við mig eins og þú hefðir hitt gamlan vin. Allt frá þeirri stundu urðum við bestu mátar sem entist þér að minnsta kosti lífið en ég sit eftir með söknuð í hjarta. Kerti þitt brann til enda sem er eðli- legt og ásættanlegt. Það var ávallt mikill gestagangur á þínu heimili enda vel tekið á móti fólki og var það miðstöð fjölskyldunnar. Aldrei kom ég svo á heimili þitt öll þessi ár að ekki væri heimabakað á borðum. Nýliðin aðfangadagur er sá fyrsti í þrjátíu og fimm ár sem ég kem ekki í heimsókn til þín og eru það við- brigði fyrir mig. Líf þitt einkenndist af bjartsýni, glaðværð, dugnaði og heiðarleika sem þú innprentaðir börnunum þínum og öðrum sem voru í nálægð við þig. Þú lagðir mik- ið á þig við hænsnabú ykkar Steina, baksturinn fyrir kaffisöluna og forn- söluna sem þið rákuð. Elsku Hulda mín, ég kveð þig glaður og þakk- látur fyrir allar okkar samveru- stundir og þakka þér fyrir hlýjuna sem þú hefur sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum árin sem vissulega eru mörg. Þín verður örugglega lengi minnst af fjölskyldu þinni og vinum fyrir ýmis dugnaðarverk og ósérhlífni. Vonandi líður þér vel á nýjum stað. Börnum þínum sem eru mér svo kær og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Megir þú, Hulda mín, hvíla í friði. Kveðja Guðni Guðjónsson. Elsku amma. Þú duglega, klára, snögga, káta og skemmtilega amma. Mikið eigum við eftir að sakna þín sárt. Einhvern veginn finnst mér að enginn hafi átt ömmu eins og við, sem söng Malakoff á ljóshraða, bak- aði heimsins bestu skonsur, var fljótust að svíða kindahausa, var fljótust að lesa bækur og alltaf svo klár og snögg að átta sig á samhengi hlutanna. Aldrei kom ég að tómum kofunum, hvort heldur við ræddum líðandi stund eða Íslendingasögurn- ar. Hver á líka ömmu sem getur les- ið, hlustað á útvarp, horft á sjón- varp, allt í sömu andránni? Já, amma, þú ferð ekki langt frá okkur í huganum og átt eftir að lifa lengi í sögum hjá börnum mínum, jafn ein- stök og dugleg og þú ávallt varst. Hulda, Jón Gauti og börn. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Aldrei hefur mér þótt auðvelt að kveðja og þá síst þig, sem ert mér svo kær. Það eru margar góðar stundir sem koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til baka. Allar stundirnar sem við áttum saman í eldhúsinu á Öldugötunni þar sem við töluðum um allt og ekkert og hlógum að öllu saman. Allar sög- urnar sem þú sagðir manni af inn- lifun svo að maður hlustaði spenntur og alltaf einhver glettni í þeim. Amma, þú hefur alltaf verið mér svo góð, alltaf jákvæð í minn garð, gagnrýndir mig aldrei né settir út á mig. Mín fyrsta minning um þig, amma, var þegar ég kom austur í hjólhýsið til þín og afa og fékk að fara á hestbak, ég man hvað ég var stoltur. Þú hefur alltaf verið hörku- tól í mínum augum, þú skrönglaðist um á rússajeppa (Huldubrandi) með fullan bíl af eggjum, reyktir pípu og fórst létt með það, hér í gamla daga. Svo ekki sé talað um gula kadilakk- inn (drekann) sem þú ferðaðist um á á gamals aldri og alltaf leit svo út að enginn væri í bílnum, svo djúp voru sætin og þú svo smávaxin. Mér hef- ur alltaf liðið svo vel í kringum þig, elsku amma mín, og verið svo stolt- ur af þér. Ég mun alltaf minnast þín með bros á vör og gleði í hjarta, því þú ert einstök, amma mín. Mér þyk- ir svo vænt um þig. Þinn Rúnar. Ég hitti ömmu síðast á afmælinu hennar 11. desember. Hún bar sig ekkert alltof vel þá enda mikið af henni dregið eftir langa sjúkdóms- legu sem einkennst hafði af ýmsum skakkaföllum. Það liðu ekki nema nokkrir dagar þangað til hún missti meðvitund sem hún náði ekki aftur. Það lifði alltaf veik von í brjósti mér að hún myndi ná sér og úrskrifast af spítalanum. Þrátt fyrir mikla bar- áttu hennar átti það hins vegar ekki að verða. Eftir að ég kom heim frá Kaup- mannahöfn sumarið 2000 bauð hún mér að leigja hjá sér kjallarann sem ég og gerði. Það leið ekki á löngu þangað til ég var farinn að venja komur mínar til hennar einu sinni í viku. Þar biðu mín alltaf margróm- aðar skonsur hennar sem hún hafði þá nýbakað fyrir mig. Það var oftast nær tilhlökkun í mér fyrir þessum fundum því það var alltaf svo gaman að tala við hana. Maður fann líka hvað hún var alltaf þakklát fyrir það að maður skyldi gefa sér tíma til að hitta hana. Mér leið yfirleitt eins og ég hefði gert góðverk eftir að ég kvaddi hana í hvert skipti. Amma hafði mjög gaman af spil- um og spiluðum við oft rússa þegar ég kom til hennar. Ég segi stoltur frá því að oft stóð ég upp frá borð- um sem sigurvegari. Það er ekki svo lítið enda hafði hún ófáan spila- manninn lagt í valinn á sínum ævi- ferli. Um leið og við byrjuðum að spila hafði amma hamskipti enda var keppnisskap hennar með ein- dæmum mikið. Hún var hins vegar aftur orðin ljúf sem lamb um leið og spilamennskan var búin. Amma var sennilega einn almesti karakter sem ég hef hitt um ævina og hef ég hitt þá nokkra. Hún hafði gríðarlega mikla athyglisgáfu og kunni ekki að láta sér leiðast. Ein af hennar íþróttum var að horfa út um gluggann á Öldugötunni og fylgjast með nágrönnum sínum. Jafnvel þótt hún þekkti þá ekki neitt vissi hún ótrúlega mikið um þá bara með því að fylgjast með þeim. Stundum sá hún einhvern út um gluggann hjá sér og byrjaði þá að segja manni að viðkomandi væri sennilega nýkom- inn úr fríi eftir að hafa skilið við konuna sína! Hún fylgdist mjög vel með öllum íþróttum og kappleikjum og kom maður aldrei að tómum kof- unum hjá henni ef maður þurfti að vita hin og þessi úrslit. Hún var mikill lestrarhestur og las allt sem hönd á festi. Ég kom oft með Við- skiptablaðið til hennar og las hún það upp til agna. Síðan spurði hún mig út í hitt og þetta sem stóð í greinunum. Mér leið stundum eins og kennara með nemanda sem vildi vita allt um hvað málið snerist. Hún hafði mjög gaman af því þegar ég var að útskýra eitthvað fyrir henni og fannst það alltaf mjög spennandi. Ég er viss um að hún hefði rúllað upp flestu því námi sem boðið er upp á í háskólum þessa lands. Amma hafði gríðarlega gaman af því að vinna sér inn peninga og hún sagði mér alltaf að ef hún ætti sjoppu eins og Guðlaug dóttir sín færi hún aldrei úr henni. Einu sinni fékk ég þá flugu í höfuðið að kaupa mér sjoppu. Ég man alltaf eftir því að hafa sagt við ömmu að hefði hún verið aðeins yngri og heilsuhraust- ari hefði ég ráðið hana sem yfirum- sjónarmann umfram alla aðra. Hún hafði gaman af að heyra þetta. Sjálfsbjargarviðleitni hennar var alveg einstök og ótrúleg fyrir mann- eskju á hennar aldri. Ég man eftir að hafa hitt ömmu nokkrum sinnum niðri í bæ um helgar þegar ég var að skemmta mér. Þá var amma að tína dósir til þess að selja endurvinnsl- unni. Ég á eftir að sakna ömmu og þess að koma við hjá henni, fá skonsu og ræða við hana um heima og geima eða spila rússa. Ég sá það að veik- indin voru henni erfið og sársauka- full og vona ég að hún hafi það betra þar sem hún er núna. Gústaf Steingrímsson. HULDA THORARENSEN Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR, Laugarvegi 24, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar að kvöldi miðvikudagsins 21. desember. Útförin verður föstudaginn 30. desember kl. 14.00 í Siglufjarðarkirkju. Skarphéðinn Guðmundsson, Guðmundur Þór Skarphéðinsson, Kristín (Júlla) Kristjánsdóttir, Árni Gunnar Skarphéðinsson, Gíslína Anna Salmannsdóttir, Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, Sædís Harpa Albertsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURPÁLL ÍSFJÖRÐ AÐALSTEINSSON, áður til heimilis á Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 29. desember kl. 11.00. Ólafur Sigurpálsson, Arndís Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Ísfjörð, Unnur Sigfúsdóttir, Gylfi Þ. Sigurpálsson, Fríða Björk Pálsdóttir, Árni Arnar Sigurpálsson, Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir, Hólmfríður Sigurpálsdóttir, Styrmir Gíslason, Símon Sigurpálsson, Karitas Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, DAVÍÐ STEFÁNSSON bóndi á Fossum í Landbroti, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu föstudaginn 30. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans, látið Prestbakkakirkju njóta þess. Karítas Pétursdóttir. Pétur Davíðsson, Þórdís Marta Böðvarsdóttir, Ólafía Davíðsdóttir, Páll Helgason, Hörður Davíðsson, Salóme Ragnarsdóttir, Agnar Davíðsson, Ragnhildur Andrésdóttir, Steinar Davíðsson, Berglind Magnúsdóttir, Guðni Davíðsson, Brit Johnsen, María Davíðsdóttir, Björgúlfur Þorsteinsson, Sólveig Davíðsdóttir, Kristján Böðvarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR STEFÁN BJÖRNSSON, Krosseyrarvegi 8, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi sunnu- daginn 25. desember sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Bergþóra Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartkær eiginkona mín, KRISTRÚN SIGFRÍÐUR GUÐFINNSDÓTTIR, Gerðavöllum 1, Grindavík, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík föstudaginn 30. desember kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram í Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.00. Guðmundur Agnarsson.  Fleiri minningargreinar um Huldu Thorarensen bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sig- urjón, Ebba Særún, Andrea Marý og Elísa Lana, Eggert Þór Að- alsteinsson, Steingrímur Að- alsteinsson, Guðrún G. Bergman, Ólafur Kr. Jónsson og fjölskylda og Rúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.