Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugið er víðast hvar íheiminum talinneinn öruggasti ferðamátinn og má einnig telja það eiga við um ís- lenskt flug. Samt sem áður verða slys og óhöpp í flugi, misjafnlega alvarleg fyrir fólk og flugvélar. Tíðni flugslysa má mæla á nokkra vegu og er ein aðferðin að skoða fjölda slysa á hverja milljón brottfara eða flugtaka. Á alþjóðlegri ráðstefnu um flugöryggismál sem haldin var nýverið í Moskvu kom fram að tíðni flugslysa í atvinnu- farþegaflugi í heiminum á milljón flugtaka var 0,74 þegar skoðuð eru árin 1994 til 2003. Hér er átt við slys þegar flugvél ferst og eyðileggst án þess að tilgreina hvort einhverjir hafi látist. Þegar tölur eru skoðaðar fyrir einstaka heimshluta sést að munurinn er mikill. Í Bandaríkjunum er tíðnin vel undir heimsmeðaltalinu, eða 0,4, og Vestur-Evrópu 0,7. Í lönd- um sem áttu aðild að JAA, flug- öryggissamtökum Evrópu, þar á meðal Íslandi, á þessum tíma var tíðnin 0,6 en 1,2 hjá löndum utan JAA en önnur stofnun EASA hef- ur nú tekið við af henni (European Aviation Safety Agency). Hæst tíðni í Afríkulöndum Í Kína er tíðnin 0,5, og í öðrum löndum Asíu 1,5 en Eyjaálfa sker sig úr því þar urðu ekki slys á þessum tíma. Í löndum Suður- Ameríku var tíðnin 2,4 en Afríku- lönd skera sig úr með tíðnina 12,3 á hverja milljón brottfara. Í yfirliti sem þessu telst slysið til þess lands sem vél er skráð í. Ef flugslysatíðnin er skoðuð í fimm ára tímabilum kemur í ljós að hún minnkaði á árabilinu 1996 til 2000 úr 1,5 í tæplega 1 og hefur tíðnin enn lækkað. Ljóst má vera af þessu að öryggi farþega í flugi er misjafnt eftir því í hvaða álfu hann flýgur. Meðal skýringa á mismunandi tíðni flugslysa eftir heimsálfum eru mismunandi að- stæður. Þær eru meðal annars flugreksturinn sjálfur, svo sem viðhald og umsjón flugvéla og tæknibúnaðar þeirra, þjálfun tæknimanna og áhafna og aðhald yfirvalda. Einnig skiptir miklu máli hvernig búið er að fluginu hvað varðar tæki á jörðu niðri, þ.e. hversu góð flugleiðsögu- og rad- artæki og fleira slíkt eru fyrir hendi. Venjulegur flugfarþegi leiðir kannski ekki hugann að þessu þegar hann ferðast um heiminn. Telja má líklegt að oft fljúgi farþegar vestrænna þjóða mest með „sínum“ félögum og öðrum alþjóðlegum og gamal- grónum flugfélögum sem eiga góða sögu í flugrekstri þegar leið þeirra liggur í fjarlægar álfur. Hins vegar má benda á að með- virkandi orsök í meirihluta flug- slysa eru mannleg mistök og hefur lengi verið. Tölur sýna líka að slysatíðnin er misjöfn á hinum ýmsu stigum flugsins, þau eru tíð- ust í aðflugi og lendingu, heldur færri í flugtaki og fæst í venjulegu farflugi … Af þessum sökum eru rann- sóknir á mannlegum þætti, mann- legu eðli og hegðan stór og vax- andi þáttur hjá flugrekendum, flugvélasmiðum, tækniframleið- endum, yfirvöldum og öðrum sem hafa reglugerðasmíði á sinni könnu. Slíkar rannsóknir ná til allra starfssviða í flugi, flugmanna og flugþjónustufólks, flugumferð- arstjóra, flugvirkja og annarra tæknimanna, starfsmanna á jörðu niðri og svo mætti áfram telja. Fækkun flugslysa er beint rakin til rannsókna og umbóta sem hrundið er í framkvæmd í flug- rekstri. Þar hefur líka hjálpað stóraukin gagnasöfnun í almennu flugi. Safnað er gögnum sem sýna framvindu hverrar flugferðar og komi fram frávik frá því sem áætl- að er eða reglur mæla fyrir um eru slík tilvik skoðuð ef vera kynni að úrbætur gætu dregið úr hættu á slysi. Fjölmargir vinnuhópar flugrekenda, framleiðenda og yfirvalda hafa hrint af stað sam- eiginlegum verkefnum. Draga úr áhættu Markmið alþjóðlegu regnhlífar- samtakanna Flight Safety Found- ation er að gera flugið öruggara með því að draga úr áhættu á að slys verði og var minnt á það markmið á ráðstefnunni í Moskvu. Jim Burin, sem fór yfir slysatölur ársins, sagði að sífellt verkefni í flugi væri að gera þessa örugg- ustu almenningssamgöngur enn þá öruggari. Hann rifjaði upp að á sjöunda áratugnum þegar far- þegaflug í þotum var orðið al- mennt hefði slysatíðni þeirra verið 6,21 á hverja milljón flugtaka. Á áttunda áratugnum hefði tíðnin verið komin niður í 2,42 slys. Lækkunin hefði haldið áfram og hana mætti þakka betri flugvél- um, betri þjálfun og betri tækni. Hver ný kynslóð flugvéla væri öruggari eins og slysatölur sýndu. Tíðni slysa á nýjum flugvélum væri lág og héldist lág. Jim Burin nefndi sem dæmi að þar til nýverið að Airbus 340 vél fórst í Kanada hefðu ekki orðið slys á nýju flugvélategundunum Boeing 777, Airbus 330 og 340, í meira en áratugar þjónustu þeirra. Fréttaskýring | Tíðni flugslysa í atvinnu- flugi mjög misjöfn eftir heimsálfum Víðast öruggur ferðamáti Rannsóknir, þjálfun og öguð vinnubrögð draga úr líkum á slysum Flug er víða vinsæll ferðamáti. Um 800 flugfélög reka 16 þúsund þotur og flugvélar  Talið er að alls starfi kringum 800 flugfélög í heiminum. Enska er alþjóðamál í flugi en samt sem áður koma um 200 tungumál við sögu. Atvinnuflugið notar kring- um 1.350 flugvelli víðs vegar um heiminn í um 200 löndum. Alls eru um 16 þúsund þotur og flug- vélar á ferð og þeim fljúga kring- um 150 þúsund áhafnir. Íslend- ingar eiga og reka hátt í 100 stórar farþega- og fraktþotur og sinna flugrekstri nánast um allan hnöttinn. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is brúðkaupiðheldur áfram! Vegna fjölda áskorana höfum við bætt við aukasýningum í janúar og febrúar: 7/1, 13/1, 14/1, 20/1, 21/1, 27/1, 28/1, 3/2, 4/2, 10/2, 11/2, 18/2 Sala hafin á allar aukasýningar. Uppselt var á allar sýningar árið 2005! Tryggðu þér miða í tíma. Visa-korthafar fá 200 kr afslátt. Nú skella allir sér norður! Miðasalan er opin virka daga kl. 13-17 og fram að sýningu á sýningar- dögum. Á laugardögum opnar miðasalan kl. 15. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Veiðimálastofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands, þess efnis að Veiðimálastofnun flytji aðalstöðvar sínar í húsnæði skólans á Keldnaholti. Enn fremur renna bókasöfn stofnananna saman. Starfsmenn þessara stofnana hafa átt ýmiss konar samstarf á liðnum árum, en Veiðimálastofnun rekur starfsstöð á Hvanneyri og hefur annast kennslu í veiðinýtingu við skólann. Í aðalstöðvum Veiðimálastofnunar starfa tíu manns, auk nema sem hafa aðstöðu til að vinna að verkefnum. Að auki eru starfsstöðvar á Selfossi, Sauðárkróki og á Hvanneyri. „Við hugsum okkur gott til glóðarinnar, að vera innan um fólk sem er að fást við vísindi eins og við,“ sagði Sigurð- ur Guðjónsson framkvæmdastjóri og bætti við að nú myndi starfsfólk hafa útsýni yfir hina ágætu laxveiðiá Korpu. Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskólans, sagðist telja mikilvægt að nýta Reykjavíkursetur skólans á Keldnaholti vel. „Við vilj- um bjóða góðu fólki að starfa þar með okkur, eins og Veiðimálastofn- un; fólki sem er að fást við náttúru- vísindi í víðum skilningi.“ Morgunblaðið/Einar Falur Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, og Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Veiðimálastofn- unar, handsala samninginn um nýja húsnæðið. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra staðfesti samninginn. Veiðimálastofnun flytur á Keldnaholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.