Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 29 MINNINGAR ✝ Hulda Þor-björnsdóttir fæddist í Hafnar- firði 14. mars 1910. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnu- daginn 18. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústa Jónsdóttir og Þor- björn Klemensson, sem allan sinn bú- skap bjuggu í Lækj- argötu í Hafnar- firði. Ágústa og Þorbjörn eignuðust níu börn, fimm þeirra komust til fullorðins- ára, en nú eru þau öll látin. Hinn 5. mars 1932 giftist Hulda Eiríki Kristjánssyni vélstjóra, f. 25. desember 1904, d. 30. apríl 1979, syni Kristjáns Eiríkssonar og Guðnýjar Eyj- ólfsdóttur, sem bjuggu á bæjunum Krossi og Núpi á Berufjarðarströnd. Hulda og Eiríkur bjuggu lengst af í Vogum á Vatns- leysuströnd. Þau eignuðust þrjú börn, einn son og tvíbura- dætur, jafnframt ólu þau upp dóttur- dóttur sína ásamt tveimur óskyldum fósturbörnum. Eiga þessi tvö fósturbörn tíu afkom- endur. Afkomendur Huldu og Ei- ríks eru alls 48, þar af hafa þau misst einn dótturson. Útför Huldu verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú þegar komið er að leiðarlokum í jarðvist Huldu Þorbjörnsdóttur, tengdamóður minnar, koma upp í hugann mörg notaleg minningabrot frá liðnum tíma. Hulda átti góða fjölskyldu og stór- an hóp tryggra vina og skyldmenna. Í þeirra hópi leið henni vel og lagði hún mikið upp úr því að rækta tengslin við ástvini sína. Umhyggja og væntum- þykja í garð annarra einkenndu allt hennar líf og starf. Þeir voru margir sem virtu eiginleika hennar og gerðu sér grein fyrir hversu gott var að eiga hana að. Hulda verður okkur öllum sem tengdumst henni minnisstæð. Hún var sterk og svipmikil persóna með skemmtilega nærveru. Hulda mætti hverjum degi með miklu áræði og kjarki. Vorkunnsemi í hennar garð var henni ekki að skapi. Hún átti hlýtt og notalegt bros, gat verið glettin í til- svörum og var sérstaklega greiðvikin og fús að hjálpa þeim sem þess þurfti með. Hulda var mikil söngkona og var lengi meðlimur Kirkjukórs Kálfa- tjarnarkirkju sem hún lagði mikla rækt við. Þessi ræktarsemi sem ein- kenndi Huldu varð til þess að hún eignaðist velunnara og vini hvar sem hún kom. Hún hélt stöðugu sambandi og tryggð við alla, bæði unga og aldna. Huldu var mikið í mun að líta vel út. Á hátíðis- og tyllidögum klæddist hún íslenska búningnum sem fór henni einstaklega vel og hún bar mikla virð- ingu fyrir. Svipmikið hár hennar setti þá ekki síst heildarsvip á útlitið, svo eftir var tekið. Allt til síðasta dags var henni umhugað um að hárið færi vel. Hulda var afar myndarleg húsmóð- ir sem sinnti heimili sínu af kostgæfni og hafði gaman af bæði matargerð og handavinnu. Mesta gæfa Huldu í líf- inu var að eignast einstakan lífsföru- naut, sem Eiríkur var. Hjónaband þeirra einkenndist alla tíð af gagn- kvæmri ást og virðingu. Þau voru ein- huga, samtaka og einstaklega gestris- in hjón sem nutu þess að efna til samfagnaðar fyrir fjölskyldu og vini. Nú að leiðarlokum er ljúft að staldra við og hugsa aftur til liðinna ára. Upp í hugann koma margar svip- myndir af gleði og sorg, minningar um góða og velhugsandi konu sem kunni að mæta því sem á vegi hennar varð. Konu sem bjó yfir ótrúlegu þreki og lífskrafti allt til hins síðasta. Þó má ætla að hún hafi verið hvíldinni fegin og hafi kvatt í fullri sátt og þakklæti fyrir það langa líf sem henni var af Guði gefið. Blessuð sé minning hennar. Björgvin R. Hjálmarsson. Elsku amma Hulda. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farin að bíða eftir. Eftir allan þennan tíma getið þið afi loksins haldið upp á af- mælið hans afa saman, sem var á jóla- dag. Það hafa þá verið fagnaðarfund- ir. Við systkinin minnumst ykkar frá því við vorum litlir krakkar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Oft var nú hlegið að því þegar Hulda systir kom heim frá Laufási og hafði enga lyst á mat heima vegna þess að hún var búin að borða hjá þér. Það var alltaf athugað á hvorum staðnum maturinn var betri. Það rifjast upp margar góðar minningar eftir öll þessi ár. Það var alltaf svo gestkvæmt hjá þér. Alltaf voru ný og ný andlit sem við sáum þegar við komum í heimsókn. Fyrir unga krakka var það mikil upplifun að koma til ykkar og sjá allt frændfólkið og vinina. Svo kom að því að þið flutt- uð í Hafnarfjörð, en það var alltaf sami samgangurinn, því oft skruppuð þið í Vogana um helgar. Þú hafðir voðalega gaman af að ferðast og þið afi ferðuðust mikið saman. Einnig hafðir þú gaman af að dansa og vera innan um fólk, við töl- um nú ekki um sönginn þinn í kirkju- kór Kálfatjarnarkirkju, en þar söngst þú í mörg ár. Amma, þú varst alltaf svo fín og glæsileg. Við minnumst þín hvað þú varst stórglæsileg kona þegar þú varst komin í upphlutinn og allt sem honum fylgdi. Þá varst þú eins og drottning. Marga góða sögu amma sagði mér, sögu um það sem hún og aðrir lifðu hér. Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn og í bréfi sendi þessa bæn. Vonir þínar rætist kæri vinur minn. Vertu alltaf sanni góði drengurinn. Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á ákveðinn og sterkur sértu þá. Allar góðar vættir lýsi veginn þinn verndi og blessi elskulegan drenginn minn. Gefi lán og yndi hvert ógengið spor gæfusömum vini hug og þor. (Jenni Jóns.) Elsku amma, þín verður sárt sakn- að og viljum við þakka þér fyrir allt og allt og þá sérstaklega fyrir að vera amma okkar. Hvíldu í Guðs friði. Eiríkur, Hulda, Kristbjörn, Birna Rut, Ágúst og fjölskyldur. Elsku amma. Við söknum þín mikið og stundirnar sem við áttum saman voru okkur dýrmætar og verða ógleymanlegar minningar í hjörtum okkar. Nú eru jólin að ganga í garð og hingað til hefur þú verið hjá okkur yf- ir jólin, en nú verður þú hjá okkur í anda þessi jól. Alltaf fannst okkur gaman að telja alla konfektkassana sem þú fékkst í jólagjöf en þeir voru ófáir. Einnig verður mér, Gunnhildi, mjög minnisstæð fermingin mín en þú lánaðir mér upphlutinn þinn og ég var glæsileg í honum. Þetta eru bara brot af þeim minningum sem við mun- um geyma um þig. Elsku amma, núna ertu komin til afa. Megi Guð varðveita ykkur og geyma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Gunnhildur Rós og Dagmar Björk. HULDA ÞORBJÖRNSDÓTTIR ✝ Þóra Aradóttirfæddist á Höfn í Hornafirði 8. október 1927. Hún lést á Landspítal- anum 18. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ari Guðmundsson skósmiður og kennari frá Skála- felli í Suðursveit og Magnea Ingi- björg Hróbjarts- dóttir frá Eyrar- bakka. Þóra lauk hefðbundnu barna- skólanámi á Höfn og vann við fiskvinnslustörf. Hún fluttist til Reykjavíkur um miðja síðustu öld og kynnist Halldóri Guðna- syni frá Þverdal í Aðalvík. Eign- uðust þau soninn Ara Reyni Halldórsson, f. 1954, kvæntur Guðlaugu Eygló Elliðadóttur. Synir þeirra eru Viðar, f. 1982, í sambúð með Ingu Birnu Pálsdóttur, f. 1983, og Atli Valur, f. 1988. Þóra og Halldór slitu samvistum. Þóra giftist 1956 Gunnlaugi Péturs- syni frá Rannveig- arstöðum í Álfta- firði, d. 1981. Börn þeirra eru: a) Æv- ar, f. 1956, kvænt- ur Jónínu Einars- dóttur. Börn þeirra eru Bjarni Þór f. 1984, í sambúð með Hafdísi Ólafsdóttur f. 1988, og Anna Lísa, f. 1986. b) Sonja Huld, f. 1966, börn hennar eru Runólfur Hilmarsson, f. 1992, Úlfur Kári Hilmarsson, f. 1998, og Hekla Huld Hilmarsdóttir, f. 2001. Þóra verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín, nú ert þú búin að fá hvíldina. Margs er að minnast, ærslafull og áhyggjulaus æskan við ást og umhyggju. Við bræðurnir með Sölva heitnum að borða kakósúpu í hádeginu. Svo þegar ég var 12 ára og Ævar 10 ára fórst þú á spítala og við bræð- urnir glöddumst nú heldur betur þegar þú komst aftur heim með Sonju systur. Svo tók gelgjuskeið- ið við og á laugardögum hittumst við krakkarnir úr skólanum, en ég átti að vera kominn heim kl. 1 e.m. og því var hlýtt möglunarlaust. Þú varst nú ekki að skara eld að eigin köku, heldur var hagur okk- ar barnanna og ekki síst barna- barnanna sem gekk fyrir. Það var yndislega gaman að ferðast með þér um landið okkar fagra og ekki síst að vera með þér í sumarbústaðnum okkar, sem veitti þér og okkur ómælda gleði. Ég kveð þig nú, elsku mamma mín, og veit að Frelsarinn tekur á móti þér og leiðir þig til Gunn- laugs og annarra ættingja og vina. Hafðu þökk fyrir allt, Guð geymi þig. Ari Reynir. Elsku mamma mín. Það er kom- in kveðjustund þó ekki sé ég tilbú- in til þess. Þetta hafa verið skrýtin jól í skugga fráfalls þíns sem kom allt of óvænt og snöggt fyrir mig. Það er svo tómlegt að eiga ekki von á símtali eða fara í heimsókn á Grensásveginn. Börnin mín vildu alltaf heimsækja ömmu sem var alltaf svo góð við þau, alltaf var til ís handa þeim og ef ekki varst þú alveg ómöguleg yfir að þau fengju ekkert. Við vorum bara tvær eftir heima eftir að pabbi dó, ég var bara ung- lingur og við þurftum að hugsa hvor um aðra. Við gengum í gegn- um ýmsa erfiðleika saman og ekki var ég til að auðvelda þér lífið, olli þér miklum áhyggjum og þjáning- um, en alltaf fyrirgafstu mér og stóðst með mér. Enginn var eins stoltur og þú af því hvað ég náði að eignast í lífinu, börnin mín voru þér allt og þú sást ekki sólina fyrir þeim. Þeirra missir er líka mikill, þú vildir alltaf hjálpa meira en þú gast svo að þau hefðu það gott. Hvað oft þurfti ég að stoppa þig og minna þig á að hugsa líka um sjálfa þig. Ég er þér svo óendanlega þakk- lát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur, alltaf að reyna að auðvelda okkur lífið. Ég sakna þín svo mikið, það var svo margt sem ég átti eftir að segja þér og nú verð ég að finna aðra leið til þess. Ég veit að þú varst orðin svo þreytt og þurftir að fara og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér, að þú beiðst eftir mér því þú vissir að ég vildi ekki að þú værir ein. Elsku mamma, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir og varst fyrir okkur, ég var svo sannarlega ein af þeim heppnu að eiga svona góða mömmu sem aldrei brást mér og þótti svo vænt um mig. Það er svo skrýtið að þurfa að halda áfram þegar allt er svona breytt. Sorgin er mikil og hverfur eflaust aldrei en við eigum svo ljúfar og fallegar minningar, þær getur enginn tek- ið. Megir þú fá frið og hvíld í faðmi guðs, pabbi hefur tekið á móti þér og ég veit að þið fylgist með okkur og vakið yfir okkur allar stundir. Vertu sæl, elsku mamma mín. Þín elskandi dóttir, Sonja. Vor ævi stuttrar stundar er stefnt til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Benediktsson.) Lífgöngu ömmu er lokið. Mig langar að minnast ömmu í fáeinum orðum. Mínar fyrstu minningar af ömmu eru síðan ég var lítill patti og stalst í sykurmola í skápnum hjá ömmu í eldhúsinu, svo man ég líka eftir eplunum sem pabbi gaf mér alltaf þegar við fórum til ömmu. Mig langar líka að minnast á Tinnabækurnar og allar þær góðu stundir sem ég og Bjarni Þór átt- um saman í eldhúsglugganum að horfa á blikkljós á löggubílum. Ég ætla ekki að hafa þetta langt amma mín. Ég vil frekar hafa allar góðu minningarnar fyrir sjálfan mig, til að minnast þín amma mín. Ég vil þakka þér fyrir að hafa trúað á mig og hjálpað mér að verða að þeim manni sem ég er orðinn í dag. Bless amma mín, takk fyrir ísinn og eplin og fyrir að hafa alltaf verið svona góð við mig. Þinn Viðar. Elsku amma, við verðum að kveðja þig en vildum að þú hefðir getað verið lengur. Við söknum þess þegar við fórum oft að heim- sækja þig og þegar þú hringdir en það eftirminnilegasta var það hvað þú reyndir og gerðir mikið fyrir okkur. Það á eftir að taka dáldinn tíma fyrir okkur að venjast því. Og við hugsum alltaf hlýtt til þín. Takk fyrir samveruna. Kveðja, barnabörn þín, Runólfur, Úlfur Kári og Hekla Huld. ÞÓRA ARADÓTTIR ✝ Óli Björgvinssonfæddist á Djúpa- vogi 16. apríl 1942. Hann lést á heimili sínu 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Björgvin Björnsson, f. 4 apríl 1904, d. 23. október 1993 og Steinunn Dagmar Snjólfsdóttir, f. 21. maí 1907, d. 6. febr- úar 1994. Systkini Óla eru: Ásgeir, f. 29. október 1927, Svavar, f. 13. ágúst 1931, kvæntur Elínu Gústafsdóttur, Snjólfur, f. 13. ólfi Guðna Einarssyni. Börn þeirra eru Sævar Örn, Guðbjörg Halldóra og Ólöf Auður. Óli ólst upp hjá foreldrum sínum í Borgargerði á Djúpavogi. Hann og Ólöf bjuggu í Hraungerði á Djúpavogi í 22 ár, fram til ársins 1988, í Borgarnesi í 8 ár en frá árinu 1995 á Höfn í Hornafirði. Óli var verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Berufjarðar fram til ársins 1974 og var sveitarstjóri Djúpavogs í 12 ár fram til ársins 1986. Hann var í stjórn Búlandstinds og Kaupfélags Berufjarðar. Óli lauk námi í bifvéla- virkjun og starfaði við það fag í Borgarnesi og hjá Vélsmiðju Hornafjarðar. Hann sat einnig í stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) og í Skóg- ræktarfélagi Djúpavogs. Útför Óla verður gerð frá Djúpa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. ágúst 1934, kvæntur Huldu Margréti Frið- riksdóttur, og Guð- laug, f. 6. október 1946, gift Þórarni Pálmasyni. Óli kvæntist 10. apríl 1966 Ólöfu Auði Óskarsdóttur, f. 26. maí 1945, d. 2. janúar 2004. Börn þeirra eru: 1) Erlendur, f. 20. des- ember 1965, kvæntur Þóreyju Dögg Jóns- dóttur. Börn þeirra eru Tinna Dögg, Elv- ar Freyr og Ólöf Rún. 2) Kristín Óladóttir, f. 13. ágúst 1972, gift Ing- Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. Guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku tengdapabbi, nú ertu hjá henni Ólöfu þinni og það gleður mig þó söknuðurinn sé mikill. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Þórey Dögg Jónsdóttir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kæri afi, við vonum að þér og ömmu líði vel hjá guði. En þið megið vita að við söknum ykkar öll. Takk fyrir alla umhyggjuna sem þið hafið sýnt okkur. Þín barnabörn, Ólöf, Elvar og Tinna. ÓLI BJÖRGVINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.