Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 11 FRÉTTIR ÞAÐ ER ekki rétt að það sé hærra gjald af listaverkasölu á Íslandi en í öðrum EES-löndum. Öll Norðurlönd hafa nýtt sér heimild í tilskipun Evr- ópusambandsins sem gerir ráð fyrir að þjóðirnar geti sett 5% fylgiréttar- gjald á endursölu listaverka í at- vinnuskyni. Samkvæmt breytingum á lögum um verslunaratvinnu er gert ráð fyrir að fylgiréttargjald skuli vera 10% á sölu listaverka allt að 3.000 evrum en síðan 5% og stiglækk- andi í samræmi við tilskipun ESB. Rökin fyrir því að gjald þetta er haft hærra á verðlægstu myndverkunum á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum er að hér er listaverkamarkaður agn- arlítill í samanburði við listaverka- markaði á hinum Norðurlöndunum. Söluskattur var felldur niður Þetta kemur m.a. fram í athuga- semdum sem stjórn Myndstefs hefur gert við frétt Samtaka verslunar og þjónustu þess efnis að samkvæmt til- skipuninni eigi listaverkasalar að inn- heimta 10% gjald af flestum gömlum listaverkum sem seld eru á uppboði sem renni til höfunda verkanna eða ættingja þeirra. Frétt um sjónarmið SVÞ voru birt í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag. Stjórn Myndstefs þykir rétt að leggja áherslu á að þegar fylgirétt- argjöld voru sett í íslensk lög (þ.e. 10% ofan á endursöluverð listaverka í atvinnuskyni) var söluskattur á þeim tíma nú virðisaukaskattur, felldur niður við endursölu á málverkum. Hins vegar er virðisaukaskattur á endursölu listaverka á hinum Norð- urlöndunum. Þetta eitt og sér leiðir til þess að gjaldtaka vegna endursölu á listaverkum er hærri þar en hér, segir í athugasemdum stjórnarinnar. Ekki hefur farið fram athugun á því hvernig fylgiréttargjald skiptist nið- ur hvað hundraðshluta varðar miðað við heildarsölu á listaverkamarkaði eða á uppboðum á Íslandi. Niðurstöð- ur úr slíkri athugun myndu sennilega leiða í ljós að 5% fylgiréttargjald kæmi á mun stærra hlutfall af heild- arsölu listaverka á íslenskum mark- aði. Ekki eigendur sem greiða gjaldið Stjórnin segir það misskilning sem komi fram í frétt frá SVÞ að gjaldið skerði hagsmuni eldri borgara, „sem hafa fjárfest í listaverkum á yngri ár- um og selja til að drýgja tekjurnar á efri árum“, þar sem hvorki söluaðilar né eigendur greiði fylgiréttargjald heldur kaupendur. Listaverkamarkaður á Íslandi hef- ur gengið í gegnum miklar hremm- ingar á undanförnum árum sem ná- grannar okkar á hinum Norðurlöndunum hafa hins vegar verið lausir við, segir í athugasemd- um Myndstefs. Skemmst sé að minn- ast „Stóra málverkafölsunarmálsins“ sem hafði mikil og neikvæð áhrif á listaverkamarkaðinn. „Auk þess hafa íslenskir listaverkasalar skotið sér undan því að innheimta og greiða lög- fest fylgiréttargjöld vegna endursölu á listaverkum í galleríum. Á þessu er þó ein heiðarleg undantekning sem er að forráðamenn Stúdíó Stafns sem nýlega hóf starfsemi sína í Ingólfs- stræti 5 í Reykjavík hafa staðið skil á fylgiréttargjöldum innheimt þau og skilað þeim í fullu samræmi við lög og reglur,“ segir stjórn Myndstefs. Listamenn fái hlutdeild í hagnaði „Það er grundvallaratriði til þess að lesendur skilji hvaða rök liggja að baki innheimtu fylgiréttargjalda að þau byggjast á höfundarétti viðkom- andi listamanns og sem þýðir m.a. að eigandi frumverks á engan höfunda- rétt að verkinu, aðeins frumeintakið. Rökin fyrir því að fylgiréttargjald (Droit de Suite) varð til í nokkrum Evrópulöndum snemma á seinustu öld og hefur nú m.a. verið lögfest í öll- um löndum ESB eru þau að það sé réttmætt að ungur og óþekktur höf- undur listaverks fái hlutdeild í end- ursölu verðmætis verksins þegar það er endurselt á listaverkamarkaði á miklu hærra verði, þegar listamaður- inn hefur náð frægð á löngum starfs- ferli. Á sama hátt og eigendur listaverka og listaverkasali hagnast mjög á end- ursölu listaverka þegar hæfileikarík- ir listamenn verða frægir er talið eðli- legt að listamenn fái einnig hlutdeild í þessum hagnaði,“ segir í athuga- semdum stjórnarinnar. „Að lokum þykir rétt að taka fram að þessi vanskil á innheimtu og skil- um á fylgiréttargjöldum eru sérís- lenskt fyrirbrigði en listaverkasalar á öðrum Norðurlöndum hafa staðið skil á þessum gjöldum án þess að til vand- ræða hafi komið milli söluaðila og þeirra samtaka myndhöfunda sem þar annast innheimtu gjaldanna,“ segir stjórnin. Athugasemdir frá Myndstefi vegna fréttar SVÞ um fylgiréttargjald á listaverkum Agnarlítill listaverkamark- aður skýrir verðmuninn RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i GENGIÐ var nýverið formlega frá samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjum raforkukerfisins af Landsvirkjun, Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða. Samtals greiðir Landsnet tæpa 27 milljarða króna fyrir flutnings- virkin í formi hlutabréfa og skuldabréfa, en Landsvirkjun á 69,44% hlut í Landsneti, Rarik 24,15% og Orkubúið 6,41%. End- urmetið stofnverð þess flutnings- kerfis sem hér um ræðir er 66 milljarðar króna. Landsnet hefur einkarétt á flutningi raforku í landinu og gegnir lykilhlutverki í þeirri skipu- lagsbreytingu á raforkukerfinu sem varð við það að ákveðið var að skilja á milli raforkuframleiðslu annars vegar og raforkudreifingar hins vegar. Upphaflega stóð til að Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suð- urnesja yrðu einnig hluthafar í Landsneti, en þau fyrirtæki ákváðu að leigja frekar Landsneti flutningskerfi sín en að leggja þau formlega inn í fyrirtækið eins og ofangreind fyrirtæki hafa gert. Landsnet tók til starfa í árs- byrjun og um næstu áramót geta landsmenn valið að kaupa orku af hvaða framleiðenda sem er óháð búsetu. Landsnet sér um rekstur dreifikerfis raforku á landinu öllu og til kerfis þess teljast öll flutn- ingsvirki þar sem spenna er meiri 66 kV, auk nokkurra flutnings- virkja með 33 kV spennu. Landsnet kaupir flutnings- kerfi á 27 milljarða Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Tryggvi Þór Haraldsson, rafmagnsveitustjóri RARIK, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða. MENNINGAR- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar úthlutaði ný- verið styrkjum og útnefndi tónlist- arhópa Reykjavíkurborgar árið 2006. Alls var úthlutað 21 milljón króna. Tónlistarhóparnir eru KASA hópurinn og kammerkórinn Schola Cantorum og fær hvor hóp- ur um sig 2 milljónir króna í sinn hlut. Styrki hlutu eftirfarandi aðil- ar: Myndhöggvarafélagið í Reykja- vík kr. 1.500.000, vegna samvinnu- verkefnis sex Evrópuþjóða, Site Ations-Sense in Place, er opnar sýningu í Viðey á Listahátíð í Reykjavík í maí. Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík fékk einn- ig 1.500.000 kr. til rekstrar og þró- unar kvikmyndahátíðarinnar er haldin verður að hausti. Tónlist- arþróunarmiðstöðin hlaut 1.200.000 kr. til rekstrar miðstöðv- arinnar er hýsir TÞM, tónleikasal, aðstöðu fyrir unga tónlistarmenn til æfinga- og tónleikahalds og ým- iss konar menningar- og félagsað- stöðu. Þá hlaut Strengjaleikhúsið eina milljón króna til uppsetningar óp- erunnar Skugginn, þar sem Karól- ína Eiríksdóttir semur tónlistina, Sjón byggir textann á samnefndri sögu H.C. Andersen og Messíana Tómasdóttir leikstýrir og annast umgjörð óperunnar. Form Ísland hlaut 900.000 kr. til uppbyggingar á þjónustu félagsins og Kling og Bang gallerí 700.000 kr. til áfram- haldandi gallerírekstrar að Lauga- vegi 23. 56 milljónir bundnar í starfssamningum árið 2006 500 þúsund króna styrk hlutu Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar til nýmæla í starfsem- inni, leikfélagið Annað svið til frumsamda verksins Mamma eftir Maríu Ellingsen og Charlotte Bø- ving, Panic Productions til nútíma- legs dansleikhúss með áherslu á samruna ólíkra listgreina og Hið íslenska bókmenntafélag til starf- semi og útgáfumála. 400 þúsund króna styrk hlutu Kór Langholtskirkju, Listvina- félag Hallgrímskirkju og Smekk- leysa til starfsemi gallerísins Humar eða frægð. 300 þúsund króna styrk hlutu Kammerkórinn Carmina, Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna, Sinfóníu- hljómsveit unga fólksins, Sönghóp- urinn Hljómeyki, Söngsveitin Fílharmónía, Blásarasveit Reykja- víkur, Draumasmiðjan, Leikfélagið Hugleikur, Rauði þráðurinn, Greg- ersen ehf., Listasafn ASÍ, Hinseg- in bíódagar í Reykjavík og Bóka- útgáfan Hólar. 200 þúsund króna styrk hlutu 15:15 Tónleikasyrpan í Borgarleik- húsinu, Aminamúsík, Camerarc- tica, Dean Richard Ferrell, Félag íslenskra tónlistarmanna, Snorri Sigfús Birgisson, Vox Academica, johann/filippia productions, Kven- félagið Garpur, Sari Maarit Ceder- gren, Tangófélagið, Friðarhús SHA, Húsfélag alþýðu og IBBY á Íslandi. 100 þúsund króna styrk hlutu Kvennakórinn Léttsveit Reykja- víkur, Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík og leikfélagið Snúður og Snælda. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðinu að sífellt stærri hluta styrkveitinga menningar- og ferðamálaráðs sé nú varið til starfssamninga til fleiri ára og til þeirra eru þegar bundnar í samn- inga tæpar 56 milljónir árið 2006. Þriggja ára samningar ráðsins verða næst auglýstir haustið 2006 vegna áranna 2007–2009. KASA og Schola Cantorum tónlistarhópar ársins 2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.