Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 16
Reykjavík | Mikilvægt er að umferðarljósin séu í lagi og hrein og fín svo umferðin gangi greiðlega fyrir sig í svartasta skammdeginu. Starfsmenn gatnamálastofu Reykjavík- urborgar unnu að lagfæringum á götuvita við Hverfisgötu. Atli Freyr var í stiganum en nafn- arnir Ingimar Bragi og Ingimar Þór stóðu á götunni og ræddu málin. Morgunblaðið/Kristinn Umferðarljósin lagfærð Göturnar Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Enn og aftur hefur umræðan um fíkni- efnavandann á Akureyri komist í hámæli. Það er því ekki laust við að ég og aðrir for- eldrar barna og unglinga í bænum fáum í magann og það nokkuð hastarlega. Þrátt fyrir ástandið hefur lítið sem ekkert verið gert til þess að ráðast gegn vandanum. Lögreglan fær ekki það fjármagn sem til þarf en þar á bæ reyna menn vafalaust að gera allt sem hægt er til að stöðva þennan ófögnuð. Hins vegar er það í raun alveg óþolandi að svo og svo margir aðilar í bæn- um skuli hafa lífsviðurværi sitt af fíkni- efnasölu, eins og fram kom í viðtali við yf- irlögregluþjóninn á Akureyri á dögunum. Eru þessir aðilar látnir óáreittir við iðju sína, ef vitað er með vissu hverjir þar eru á ferð?    Það veit enginn sem ekki hefur reynt það af eigin raun hversu skelfilegt það er að missa barn sitt í fíkniefnaneyslu. Í því sam- bandi er ekki spurt um stétt eða stöðu og enginn veit hver er næstur. Það sýnir vel hversu ríkisvaldið gerir lítið til þess að ráð- ast gegn vandanum að tvö fyrirtæki í bæn- um, KEA og Sparisjóður Norðlendinga, sáu ástæðu til að taka sig saman og leggja fram fjármagn til kaupa á fíkniefnahundi til handa lögreglunni. Fíkniefnahundar hafa reynst mjög vel í baráttunni gegn fíkniefnum og því ætti að vera einn slíkur í flestum stærri sveitarfélögum landsins.    Við foreldrar þurfum að fylgjast vel með því sem börnin okkar eru að gera og veita þeim allan þann stuðning sem við getum. Við þurfum jafnframt að hvetja þau til góðra verka og frá mínum bæjardyrum séð er íþróttaiðkun af hvaða tagi sem er ein- hver besta forvörn sem til er. Hér á Ak- ureyri eru aðstæður til íþrótta- og tóm- stundaiðkunar með því besta sem gerist og því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Stuðningur að heiman er hins vegar gríðarlega mikilvægur börnum á öll- um aldri. Bæjarbúar þurfa allir sem einn að halda vöku sinni gagnvart þeim óhugn- aði sem fíkniefni eru og aðstoða lögregluna í baráttunni. Þá má heldur ekki gleyma því að áfengisneysla er oft undanfari fíkni- efnaneyslu meðal unglinga. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Kristján Kristjánsson blaðamann Grunnskólabörn á Akranesi tóku þátt í umferðargetraun Um- ferðarstofu og var þátttaka mjög góð, um 80% barna í fyrsta til fimmta bekk skiluðu úrlausn. Lögreglan leitaði til fjölda fyrirtækja á Akranesi til að fjármagna kaup á verðlaun- um þannig að hægt var að veita fimmtíu börnum verð- laun. Dregið hefur verið úr úr- lausnum og lögreglumenn aka verðlaununum til vinn- ingshafa. Heimilisfólk 50 heimila þarf því ekki að láta sér bregða þótt laganna verði standi í dyragættinni. Myndin var tekin þegar Silvía Llorens og Jóhanna Heiður Gestsdóttir drógu í getraun- inni. Dregið í getraun Friðrik Stein-grímsson orti á af-mæli konu sinnar: Þótt hin fræga tímans tönn töngli sjaldan linni fimmtíu ára finnst mér Hrönn fegurri en nokkri sinni. Hjálmar Freysteinsson gerði afhendur fyrir jólin: Feikn öll skilst mér fína og ríka fólkið éti af Húsavíkurhangiketi. Heppnuð best mun hátíð jóla helg og fögur lesirðu góðar glæpasögur. Eitt er það sem öruggt reyn- ist á að stóla að flatskjár eykur fögnuð jóla. Ertu búinn með yfirdráttinn? Þú átt samt von. Létt er að taka lán í Spron. Pétur Stefánsson yrkir: Lengir daginn, lyftist sólin, landans bíða reikningsskil. Búin eru blessuð jólin, bankar fara’að hlakka til. Tímans tönn pebl@mbl.is Vestmannaeyjar | Um 800 manns sóttu guðsþjónustur í Landakirkju í Vestmanna- eyjum um jólin, á aðfangadag, jólanótt og jóladag, og er það meiri kirkjusókn en á síðasta ári. Þá tóku nokkur hundruð manns þátt í helgistund í Kirkjugarði Vestmanna- eyja kl. 14 á aðfangadag þegar rofaði til og gerði stillu um klukkustund áður en stund- in átti að fara fram. Samtals hafa því á ann- að þúsund manns sótt þessar helgu stundir á einum sólarhring, segir í frétt á vef Landakirkju. Flest var við aftansöng á aðfangadag eða um 350 manns, á jólanótt voru um 200 og ríflega 250 sóttu jóladagsmessuna. Vel var lagt í tónlistarflutning með einsöng og ein- leik. Á aðfangadag lék Védís Guðmunds- dóttir einleik á flautu og á jóladag flutti Lúðrasveit Vestmannaeyja jólalög frá kl. 13.30 og spilaði mikið undir með orgelinu í sálmasöng, forspili og eftirspili. 800 sóttu guðsþjónustur í Landakirkju Ísafjörður | Forsvarsmenn söfnunar fyrir sneiðmyndatæki á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði hafa afhent yfirmönnum sjúkra- hússins áfangagreiðslu til kaupa á tækinu. Fram kom við það tækifæri að söfnunin hefði gengið vonum framar og þegar hefðu safnast sautján milljónir. Umframféð verð- ur nýtt til frekari tækjakaupa, að því er fram kemur í frétt á vef Bæjarins besta. Sneiðmyndatækið er svokallað fjögurra sneiða tæki og var í notkun í læknamið- stöðinni Domus Medica. Það er nú komið á sjúkrahúsið en eftir er að setja það upp. Fram kom hjá Eiríki Finni Greipssyni, einum af forsvarsmönnum söfnunarinnar, þegar áfangagreiðslan var afhent, að gerð yrði frekari grein fyrir söfnuninni þegar tækið yrði formlega afhent. Söfnunin gekk vonum framar ♦♦♦ Hólmavík | Dómsmálaráðherra hefur skipað Kristínu Völundardóttur, deildar- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, til þess að vera sýslumaður á Hólmavík. Embættið var nýlega auglýst laust til umsóknar og voru umsækjendur þrír. Auk Kristínar sóttu um Birna Salóme Björns- dóttir, aðstoðardeildarstjóri hjá sýslu- manninum í Reykjavík, og Þorsteinn Pét- ursson, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi. Skipuð sýslumað- ur á Hólmavík ♦♦♦ Dagskrá fundarins er · Nýjar samþykktir sjóðsins · Önnur mál Sjóðfélagafundur Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Sjóðfélagafundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur haldinn a› Skúlagötu 17, Reykjavík á 2. hæ›, 28. desember 2005 og hefst kl. 16.00 h u n an g Reykjavík 21. nóvember 2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.