Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 15 ERLENT Brasilíu. AFP. | Leiðtogi Ka- iowa-Guarani-indíánaætt- bálksins í Brasilíu hefur verið myrtur en nokkrum dögum áður hafði hann verið þving- aður til að yfirgefa skika lands, sem ættbálkurinn gerir tilkall til. Maðurinn, hinn 39 ára gamli Dorvalino Rocha, hélt ásamt um 500 öðrum indíán- um til við veg einn í í ríkinu Mato Grosso du Sul þegar þrír menn óku upp að honum og skutu hann til bana. Rocha og menn hans höfðu dvalist á staðnum í um tíu daga eftir að hafa fengið fyrirskipun um að yfirgefa land það, sem þeir gera tilkall til. Katólskir trúboðar fordæma morðið Svæðið, sem um ræðir, hef- ur verið skilgreint sem heima- land indíána í Brasilíu. Hins vegar hafði dómari einn gefið fyrirskipun um að Rocha og menn hans yrðu fluttir á brott þar til lokið hefði verið við að marka svæðið og ákveða bæt- ur til handa fyrri eigendum. Samtök katólskra trúboða, sem þarna starfa fordæmdu morðið og kröfðust þess að ættbálkum indíána yrði þegar í stað leyft að snúa aftur til heimkynna sinna. Sögðu sam- tökin að Rocha væri 38. indí- áninn, sem myrtur hefði verið í Brasilíu á árinu. Í Brasilíu búa um 734.000 indíánar og eru þeir um 0,4% þjóðarinnar, meira en þriðj- ungur landamanna er ættaður frá Afríku. Leiðtogi indíána í Brasilíu myrtur London. AFP. | Tíu af þeim fimmtán aðildarríkjum Evrópusambands- ins (ESB), sem aðild eiga að Kyoto-bókuninni, munu ekki ná settum markmiðum hvað varðar minnkun útblásturs gróðurhúsa- lofttegunda án þess að grípa til tafarlausra aðgerða. Þetta er álit sérfræðinga við rannsóknarstofnun um opinbera stjórnsýslu (IPPR), sem birt var í gær. Á meðal þeirra landa, sem ekki munu uppfylla ákvæði Kyoto-bók- unarinnar að óbreyttu eru Írland, Ítalía og Spánn. Frakkland, Grikkland og Þýskaland hafa fengið vægari viðvörun frá stofn- uninni þess efnis að þau muni ekki ná settu marki nema þau hrindi í framkvæmd þeirri stefnu, sem stjórnvöld í þessum ríkjum hafa mótað í þessu skyni. Bretar og Svíar munu einir þjóða ESB ná að uppfylla kröfur um minni útblástur árið 2012 en þá renna ákvæði bókunarinnar út. Lönd ESB sem aðild eiga að Kyoto-bókuninni frá árinu 1997 skuldbinda sig samkvæmt henni til þess að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda þar til hún verður 8% minni en losun var árið 1990. Á fundi í Kanada fyrr í þessum mánuði náðu þær 159 þjóðir, sem aðild eiga að Kyoto-bókuninni, samkomulagi um að hefja í maí á næsta ári viðræður um frekari minnkun útblásturs eftir árið 2012. Tíu ESB-ríki munu ekki uppfylla Kyoto-bókunina Lissabon. AFP. | Skýrsla, sem yf- irvöld á Austur-Tímor hafa látið gera, sýnir að á 24 ára tímabili þegar Indónesar hernámu landið voru að minnsta kosti 183.000 manns á svæðinu drepnir. Voru það öryggissveitir Indónesíu- stjórnar og innlendir vígamenn sem Indónesar gerðu út sem stóðu fyrir um 70% morðanna. Skýrslan var gerð af nefnd inn- lendra og erlendra sérfræðinga sem á að stuðla að sáttum með því að rannsaka og upplýsa atburði fortíðarinnar, einkum mannrétt- indabrot Indónesa á Austur-Tím- or. Um milljón manns býr nú á Austur-Tímor sem varð sjálfstætt ríki 2002 eftir þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir milligöngu Samein- uðu þjóðanna 1999. Það var öldum saman portúgölsk nýlenda en Indónesar, sem ráða vesturhluta eyjarinnar Tímor, réðust inn í landið og hernámu árið 1975 þegar Portúgalar héldu á brott. Vígamennirnir sem störfuðu fyr- ir Indónesa hófu mikla herferð í tengslum við þjóðaratkvæða- greiðsluna 1999, kveikt var í hús- um og um 1.400 stuðningsmenn sjálfstæðis voru myrtir. Margir voru pyntaðir, einnig var fólk rek- ið frá heimilum sínum. Að sögn portúgölsku fréttastof- unnar Lusa, sem komst yfir skýrsluna og skýrði frá henni ný- verið, eru sumir af brotamönnun- um nafngreindir í skýrslunni. Xan- ana Gusmao forseti, sem stýrði frelsisbaráttu Austur-Tím- ormanna, hefur verið gagnrýndur fyrir að birta ekki skýrsluna. Er hann sagður vilja forðast að reita Indónesa til reiði. Ódæðum Indón- esa á A-Tímor lýst í skýrslu Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.