Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Spirulina FRÁ Orka og vellíðan ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S D EB 3 07 71 12 /2 00 5 debenhams S M Á R A L I N D debenhams útsalan hefst í dag kl. 10.00 30-50% afsláttur af völdum vörum Komdu og gerðu góð kaup! LANDIÐ Selfoss | Samkomulag hefur tekist milli Landspítala - háskólasjúkra- húss og Heilbrigðisstofnunar Suð- urlands um myndgreiningarþjón- ustu og um aukið samstarf á sviði heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsókna. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra heimsótti stofn- unina og tók í notkun nýtt stafrænt myndgerðarkerfi fyrir röntgen- myndir, ásamt búnaði til gagna- flutnings milli HSu og (LSH). Jafn- framt hefur HSu gert samkomulag við LSH um myndgreiningarþjón- ustu, sem felur í sér þjónustu rönt- genlæknis, úrlestur röntgenmynda. Yfirmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Landspítala – há- skólasjúkrahúss hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf í heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsóknum sem styrkja mun heil- brigðisþjónustu á Suðurlandi. Með samningnum eru skilgreind þau verkefni, sem samningsaðilar ætla að eiga samstarf um, skipulag og þróun þeirra, hvernig staðið skuli að upptöku nýrra samstarfsverkefna og ábyrgðarsvið aðila. Samstarf LSH og HSu leiðir af sér samvinnu við skipulagningu og framkvæmd heilbrigðisþjónustu og á sviði starfsmannamála. Þannig munu aðilar skapa forsendur til samstarfs um ákveðna starfsþætti og starfsmannaskipti. Yfirstjórn samstarfsins er í höndum sam- starfsnefndar sem er skipuð 3 fulltrúum frá hvorum samningsað- ila. Samstarfsnefnd fer með ákvörð- unarvald í öllum málum sem samn- ingur þessi fjallar um og hefur yfirumsjón með framgangi og þróun einstakra verkefna. Víðtæk samvinna Stofnanirnar áforma að hafa sam- starf á sviðum er ná til þjónustu við sjúklinga. Það verður jafnframt metið hvernig æskilegt sé að flytja sjúklinga og starfsfólk á milli sjúkrahúsanna ef óvænt atvik leiða til að slíkt verði nauðsynlegt. Starf- semi heilbrigðisvísindagreina Há- skóla Íslands fer að mestu leyti fram í tengslum við LSH. Vegna þess hafa LSH og Háskóli Íslands komið sér saman um víðtæka sam- vinnu á sviði kennslu og vísinda með gerð samstarfssamnings. HSu er kennslustofnun fyrir heilbrigð- isstarfsfólk og nema samkvæmt sér- stöku samkomulagi við HÍ. HSu og LSH telja æskilegt að styðja við kennslu í heilbrigðisvísindagreinum utan Reykjavíkur og munu skoða, í samráði við HÍ, möguleika sam- starfs á sviði kennslu. Unnið verður að auknu samstarfi í fræðslumálum, m.a. með því að nýta fjarfund- arbúnað til miðlunar á fræðslu og kennslu á milli stofnananna. Á LSH eru í gildi reglur um vís- indarannsóknir. LSH og HSu stefna að samræmingu reglna á þessu sviði, til að styðja við vísindarann- sóknir og auðvelda samstarf ein- stakra vísindamanna. LSH og HSu munu þróa samstarf á sviði gæða- mála og leitað verður leiða til að hafa samræmda staðla á þjónustu stofnananna þar sem það á við. Stofnanirnar hafa unnið að upptöku rafrænna sjúkraskrárkerfa und- anfarin misseri. Til að nýta þekk- ingu sem best munu þær eiga sam- starf um þessi mál til að miðla upplýsingum og tækni og til að draga úr tvíverknaði. Þá er stefnt að pappírslausum samskiptum við miðlun sjúkraupplýsinga á milli stofnananna. Til að stuðla að mark- vissu samstarfi á sviði heilbrigð- isþjónustu og við vísindarannsóknir munu aðilar hafa samstarf í málum er lúta að persónuvernd. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Samstarf Jón Kristjánsson tók í notkun nýtt myndgerðarkerfi Heil- brigðisstofnunar Suðurlands. Aukið samstarf í heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsóknum Eftir Sigurð Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.