Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 1
bls. 6 SJÓNVARP Popparar keppa í poppfræðum. bls. 14 MÁNUDAGUR bls. 22 158. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 26. ágúst 2002 Tónlist 14 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Fram mætir KR FÓTBOLTI Framarar taka á móti KR- ingum í Símadeild karla í kvöld. Leikurinn fer fram á Laugardals- velli og hefst klukkan 19.15. Með sigri getur KR komist í efsta sæti deildarinnar, en Fram þarf nauð- synlega á sigri á að halda, þar sem liðið er í mikilli fallbaráttu. Umhverfis- ráðstefna SÞ í Jóhannesarborg RÁÐSTEFNA Um 60.000 manns taka þátt í umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Jóhannesarborg í dag. Íslenska sendinefndin telur 18 manns. Þrátt fyrir fyrirheit ríkir ekki mikil bjartsýni á að mikill árangur verði af ráðstefnunni. Fyrirlestur um geðfötlun FYRIRLESTUR Birgit Kirkebæk, pró- fessor í sagnfræði við Oslóarhá- skóla, flytur fyrirlestur í boði sagn- fræðistofnunar í Odda klukkan 16.15. Fyrirlesturinn fjallar um geðfötlun. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Vanskil í lágmarki. TÍMAMÓT Þakklát örlögunum. WASHINGTON, AP Samflokksmenn Bandaríkjaforseta eru ekki ein- huga um hvort eigi að ráðast inn í Írak og steypa Saddam Hussein leiðtoga Íraka af stóli. Georg W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur verið talsmaður þess að ráðist verði með vopnavaldi inn í Írak. Sum flokkssystkin hans vilja að Bush fái samþykki Sameinuðu þjóðanna til innrásarinnar. Saddam væri þá gefinn kostur á því að hleypa vopnaeftirlitsmönn- um Sameinuðu þjóðanna inn í landið, áður en látið væri til skar- ar skríða. Fastlega er búist við því að hann myndi hafna slíkum úr- slitakostum. James Baker, sem var utanrík- isráðherra í tíð föður Bush, skrif- aði í grein í New York Times í gær að algerlega nauðsynlegt væri að Öryggisráð sameinuðu þjóðanna leggði blessun sína yfir aðgerðir Bandaríkjanna. „Eina raunsæja leiðin til að hafa áhrif á Íraks- stjórn er að beita hernum,“ segir Baker í greininni en bætir við. „Þrátt fyrir að Bandaríkjunum gæti heppnast að ráðast inn í land- ið þá ættum við ekki að fara fram ein okkar liðs og forsetinn ætti að virða að vettugi ráðleggingar þeirra sem vilja gera það. Það er miklu dýrkeyptari leið og pólistísk áhætta er mikil,“ segir Baker. Ólík sjónarmið í flokki repúblikana hafa komið Bush á óvart. Sá fyrsti til að viðra þessi sjónarmið var öldungadeildar- þingmaðurinn Chuck Hagel, sem fer fyrir utanríkismálanefnd í bandaríska þinginu. Tom DeLeay, sem búist er við að verði talsmaður meirihlutans í fulltrúadeildinni, hvatti í gær til þess að ráðist verði inn í Írak. De- Leay vísaði athugasemdum Bakers á bug og sagði þær óþarfar.  UM BORÐ Í USS PORTER Bandaríski tundurspillirinn hefur legið fyrir Reykjavík síðan á laugardaginn. Blaðamönnum var boðið að skoða skipið í gær sem er eitt það fullkomnasta á heiminum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T REYKJAVÍK Sunnan 8-10 m/s og skúrir. Hiti 9 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skúrir 11 Akureyri 3-8 Skýjað 14 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 14 Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 12 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ LÖGREGLA Sextán ára piltur var stunginn djúpu sári í síðuna á Laugaveginum aðfararnótt laug- ardags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru drengurinn einnig skorinn í andliti og með stungu- sár á framhandlegg. Hann var fluttur á spítala með sjúkrabíl. Hann er kominn af gjörgæslu- deild og er ekki í lífshættu. Tveir menn um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að árásinni. Þeir eru einnig grunaðir um hafa átt þátt í lík- amsárásarmáli þar sem maður um tvítugt var stunginn með hnífi í miðborginni 18. ágúst síð- astliðinn. á Menningarnóttinni. Þá var maður stunginn með hnífi í bakið. Hinir meintu árásarmenn voru handteknir á bar í miðborg- inni sömu nótt og pilturinn var stunginn. Öðrum mannanna hefur verið gert að sæta varðhaldi til 6. sept- ember en hinum til 31. ágúst.  Piltur stunginn með hnífi á Laugaveginum um helgina: Meintir árásarmenn grunaðir um bakstungu á Menningarnótt NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára á mánudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 29,1% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 63,0% Skeifan 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is GPS SporTrak Map Kr. 39.900 m/ íslandskorti LAUGAVEGUR Sextán ára piltur var stunginn djúpu sári í síðuna á Laugaveginum aðfararnótt laugardags. Heræfing vestur af landinu: Leitað að norskum kafbáti HERÆFING Stærsta kafbátaleitar- æfing í Norður-Atlantshafi fer nú fram vestur af landinu. Alls taka um 1.200 manns frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Kanada, Dan- mörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Hollandi þátt í æfingunni. Á æfingunni munu fimmtán flugvélar og fimm skip reyna að finna norska kafbátinn Utsira. Til- gangur æfingarinnar er meðal annars að samhæfa herliðið.  James Baker varar við því að ráðist verði inn í Írak. Samflokksmenn Bandaríkjaforseta vilja samþykki Sameinuðu þjóðanna áður en ráðist verður til atlögu. BUSH Á FLAKKI Gagnrýni kemur honum á óvart. GRANDI Sameining Haraldi Böðvarssyni á Akranesi er í deiglunni innan skamms Sameining í sjávarútvegi Útgerðir kaupa hver í annarri ÚTGERÐ Hreyfingar á markaði benda til þess að fjórar megin- stoðir séu að myndast í íslenskum sjávarútvegi. Gengi fyrirtækja hefur hækkað mikið á einu ári. Kaup félaganna hafa verið yfir marðsvirði, þannig að ólíkleg er að þau kaup séu gerð í þeim til- gangi einum að selja bréfin aftur. Grunnur að þessum blokkum var lagður fyrir nokkum árum þegar hrina sameininga gekk yfir í sjávarútvegi. Þá var hagrætt í sjávarútvegi en frekari hagræð- ingarmöguleikar eru fyrir hendi í greininni. Nánar bls. 10 Ekki samstaða um innrás í Írak

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.