Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 26. ágúst 2002 Þúsundir fermetra af f lísum á lækkuðu verði Gegnheilar útiflísar frá kr. 1.250.- m Smellt plastparket kr.1.390.- m Filtteppi frá kr. 295.- m Öll Nords jö útimáln ing með30% afslætti! Verðdæmi: 2 2 2 ÚTSALA Farangursrými Fiesta Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann... Vertu velkomin(n) hafðu samband við ráðgjafa okkar. FÓTBOLTI Framkvæmdastjóri Liver- pool, Gerard Houllier, segist hafa fulla trú á El-Hadji Diouf fram- herjanum nýja frá Senegal. Hinn 21 árs gamli piltur skoraði tvennu á móti Southampton á laugardag og tryggði félaginu annan sigur sinn í röð í deildinni. „Það vissi enginn hver hann var þegar ég fékk hann í liðið,“ segir Houllier. „Þetta var aðeins annar leikur hans í deildinni en hann lær- ir fljótt og er nú þegar týpískur Liverpool-spilari. Hann hleypur hreinlega af sér lappirnar.“ Houllier segir piltinn unga hafa mikla yfirferð og að hann sé reiðu- búinn að fórna sér fyrir liðið. Það sjáist greinilega á því hversu mik- ið hann leggi á sig. Það var svo Danny Murphy sem bætti við þriðja markinu í vítaspyrnu og tryggði liðinu 3:0 sigur.  FÓTBOLTI Framherjinn Robbie Keane, sem leikið hefur með Leeds undanfarið, viður- kennir að vera byrjaður að hugleiða það að yfirgefa lið- ið. Hann hefur þurft að sitja á varamannabekknum síð- ustu tvo leiki, eða alveg frá því að tímabilið hófst. Nýr framkvæmdastjóri liðsins Terry Venables hefur ekki séð ástæðu til þess að hafa hann í byrjunarliðinu. Ef Keane verður settur á sölulista er talið líklegt að Tottenham geri tilboð í hann. Framherjinn er metinn á um 9 milljónir punda (779 millj- ónir kr.). „Ég hef mjög gaman af því að leika fyrir Leeds,“ segir Keane. „Liðið er frá- bært og veitir mér allt hvað metnað og árangursmögu- leika varðar. Ég geri mér fulla grein fyrir því að eng- inn atvinnufótboltamaður getur fengið það gulltryggt að leika í efstu deild. Á þessum tíma ferils míns hef ég ekki efni á því að eyða viku á eftir viku á varamanna- bekknum bíðandi eftir því að fá tækifæri til þess að sanna mig á lokamínútum leiksins.“ Venables fullyrðir að hann vilji að Keane spili og yfirmaðurinn Peter Ridsdale hefur tilkynnt Keane að þeir hefðu engar fyrirá- ætlanir um að selja hann.  Robbie Keane um framtíð sína: Íhugar að hætta hjá Leeds ROBBIE KEANE Segist vera að íhuga brottför frá Elland Road. Framkvæmdastjóri Liverpool: Ánægður með Diouf EL-HADJI DIOUF Skoraði tvö mörk á móti Southampton og gæti átt farsæla framtíð hjá félaginu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.