Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 6
6 26. ágúst 2002 MÁNUDAGURSPURNING DAGSINS Ætlar þú að sjá íslensku kvik- myndina Maður eins og ég? Nei. Dóra Dúna INNLENT LÖGREGLA Sóknarpresturinn að Hálsi í Fnjóskadal slasaðist nokk- uð á laugardagskvöldið þegar hann varð undir skúrvegg. Presturinn var að rífa skúr sem stóð á milli tveggja útihúsa. Þegar hann og aðstoðarmaður hans, stjórnandi traktorsgröfu, höfðu rifið þakið af skúrnum og voru að fjarlægja mótor úr súg- þurrkunarblásara hrundi hár steinveggur sem var á milli úti- húsanna. Slökkvilið á Akureyri sendi sjúkrabíl og tækjabíl eftir prest- inum. Hann reyndist lærbrotinn og úr axlalið auk annarra áver- ka, meðal annars á höfði. Hann þótti sleppa ótrúlega vel, aðal- lega vegna þess skjóls sem skófla traktorgröfunnar veitti honum. Líðan hans er eftir atvikum góð. Presturinn liggur á gjörgæslu- deild fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir aðgerð á fætinum. Hann er 36 ára gamall. Lögreglumaður á Húsavík sagði ekki vitað með vissu hvers vegna veggurinn hrundi. Veggurinn hafði verið fast upp að hól og ofan á hólnum er veggur í útihúsin. Jarð- vegur hafi því þrýst á vegginn. Þegar bæst hafi við titringur frá traktorsgröfunni og niðurrifs- framkvæmdunum hafi veggurinn einfaldlega látið undan.  Sóknarprestur í Fnjóskadal: Lærbrotnaði undir steinvegg ÍBÚÐALÁN Vanskil við Íbúðalána- sjóð eru nú 1.9 milljarðar króna, eða 0.52% af útlánum sjóðsins. Þetta er sögulegt lágmark og munar þar mest um að vaxtabót- um var skuldjafnað um mánaðar- mótin. Þetta breytir því þó ekki að vanskil hafa farið minnkandi allt árið og aukning milli mánaða er lítil. Hallur Magnússon, sérfræð- ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir þrennt koma til. Í fyrsta lagi hafi orðið ákveðin hugarfarsbreyting og fólk láti ekki húsnæðisskuldir mæta afgangi líkt og þekktist áður fyrr. Þá munar mikið um að æ fleiri viðskiptavinir sjóðsins nota greiðsluþjónustur bankanna og þar hafa skuldirnar forgang. Ár hvert munar svo mest um skuldajöfnun vaxtabóta í ágúst en þær ganga upp í greiðslu van- skila eftir að tillit hefur verið tekið til ýmissa annarra opin- berra gjalda. Aukning viðbótarlána hefur aukist umfram áætlanir Íbúða- lánasjóðs og Hallur segir megin ástæðuna fyrir því vera þá að æ fleiri séu orðnir meðvitaðir um möguleika sína á 90% láni. Þarna er til dæmis um að ræða fólk sem lenti áður milli kerfa, eins og fólk sem er í háskólanámi eða hefur nýlokið því. Þessi hópur er undir tekju- og eignamörkum og á því kost á viðbótarláni. Þá hafa tekju- og eignamörk verið hækk- uð og fleiri eiga því möguleika á 90% láni. Við þetta bætist svo að fólk sem er að losna úr gamla félags- lega kerfinu selur nú á frjálsum markaði og stækkar við sig hús- næði með viðbótarlánum. Þetta hefur gerst hraðar en sjóðurinn reiknaði með en er þó að sögn Halls jákvætt. Auknar upp- greiðslur fylgi í kjölfar færslu úr gamla kerfinu og fjárþörf sjóðs- ins með útgáfu húsnæðisbréfa minnkar. Það sé því ágætis jafn- vægi á markaðnum þar sem minni útgáfa húsnæðisbréfa vegur upp á móti aukinni útgáfu húsbréfa. Þá hefur eftirspurn eftir lán- um til nýbygginga og endurbóta minnkað á árinu. Hallur segir það ákveðið samdráttareinkenni en eftirspurnin í þessum mála- flokkum hafi verið mikið meiri en gengur og gerist í fyrra og því virðist markaðurinn vera að ná jafnvægi. thorarinn@frettabladid.is Vanskil við Íbúðalánasjóð í lágmarki Fólk setur húsnæðisskuldir í forgang. Skulda- jöfnun vaxtabóta vegur þungt og fyrirfram- greiddar vaxtabætur draga úr þriggja mánaða vanskilum. Eftirspurn eftir lánum til nýbygg- inga fer minnkandi. HALLUR MAGNÚSSON Skuldajöfnun vaxtabóta og breytt viðhorf fólks til húsnæðisskulda skilar sér í minni vanskilum. AKUREYRI Lærbrotni presturinn gekkst undir aðgerð á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AN U S FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Búrhval hefur rekið á land álandi Hvamms á Barðaströnd. Gæsaskyttur sem voru á veiðum í morgun sáu hvalshræið veltast um í fjörunni fyrir neðan bæinn og létu bændur á bænum vita. Valgeir Davíðsson, bóndi á Hvammi fór á staðinn og tók mál af hvalnum sem reyndist vera rúmlega 15 metrar og sporðurinn um 3,80 metrar. bb.is INNLENT Rekstur járnbrautar milliReykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar er ekki talinn hag- kvæmur að mati breska ráðgjaf- arfyrirtækisins AEA Technology Rail og verktakafyrirtækisins Ístaks hf. sem skilað hafa Orku- veitu Reykjavíkur og borgar- verkfræðingi umbeðinni skýrslu í öðrum áfanga hagkvæmniathug- unar á framkvæmdinni. Upphafs- kostnaður er metinn á rúma 33 milljarða króna en talið ljóst að tekjur af járnbrautinni muni „undir engum kringumstæðum“ mæta öllum kostnaði við hana. Munar þar 250 milljónum króna á ári. Þetta er önnur niðurstaða en sömu aðilar komust að í fyrsta áfanga hagkvæmniathugunar, sem kynnt í október sl. mbl.is  KABÚL, AP. Abdullah, utanríkisráð- herra Afganistan sagði í gær að flóttamenn úr röðum al-Qaida væru í felum í norðvestur Pakist- an. Á meðal þeirra væru Osama bin Laden og Mullah Mohammad Omar. Ráðherrann sagði að flótta- mennirnir væru mjög hættulegir og sagði mikilvægt að leitin að þeim yrði hert. Þrátt fyrir þessa yf- irlýsingu ráðherrans gat hann ekki sannað mál sitt. Ráðamenn í Pakistan neituðu að tjá sig um yfirlýsingu Abdullah, en þeir hafa margoft lýst því yfir að þeir telji afar ólíklegt að bin Laden og Mullah Omar séu í Pakistan.  Afganistan: Bin Laden í Pakistan?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.