Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. ágúst 2002
PRÓFADEILD - ÖLDUNGADEILD
Grunnskólastig: (danska, enska, íslenska, stærð-
fræði)
Grunnnám. Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla.
Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða
vilja upprifjun frá grunni.
Fornám. Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað
þeim sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10.
bekk. Upprifjun og undirbúningur fyrir nám á fram-
haldsskólastigi.
Framhaldsskólastig:
Sjúkraliða-,nudd- og félagsliðanám.
Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhaldsskóla
og sérgreinar á heilbrigðissviði.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og hefst 9. sept-
ember.
Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er
haldið í lágmarki. Ýmis fög einnig kennd í fjarnámi.
INNRITUN Í PRÓFADEILD fer fram 28. ágúst til 6.
september kl. 9 - 19
í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
FRÍSTUNDANÁM
Innritun fer fram 11. - 17. september
Kennsla hefst 23. september
ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
Innritun hefst 18. september og
kennsla hefst 30. september
Stöðupróf 20. september kl. 17 og 18 og
21. september kl. 13 og 14
HAUST 2002
Upplýsingar í síma 551 2992. Fax: 562 9408.
Netfang: nfr@namsflokkar.is http://www.namsflokkar.is
BERLÍN, AP Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, og Edmund
Stoiber, ríkisstjóri í Bayern, tók-
ust á í kappræðum í þýska sjón-
varpinu í gær. Einungis fjórar
vikur eru í kosningar í Þýskalandi
og áttu frambjóðendur því mikið
undir því að vel tækist til í sjón-
varpinu. Þetta er í fyrsta skipti
sem leiðtogar stærstu þýsku
stjórnmálaflokkanna eigast við í
sjónvarpssal.
Jafnaðarmaðurinn Schröder
var sigurviss áður en haldið var í
stúdíó. Fylgi hans hefur reyndar
aukist undanfarið, í kjölfar flóð-
anna í Þýskalandi. Schröder þykir
hafa sýnt snöfurmannleg við-
brögð við þeim. En Stoiber var
fljótur að kenna Schröder um slæ-
legt efnahagsástand og mikið at-
vinnuleysi.
Kappræður Schröders og Stoi-
ber, sem er leiðtogi kristilegra
demókrata, hefur kallað á hörð
viðbrögð leiðtoga smærri flokka.
Þeir munu aftur eigast við 8. sept-
ember. Kappræðurnar þykja setja
bandarískan svip á kosningabar-
áttuna í Þýskalandi.
Tímamót í þýskri kosningabaráttu:
Frambjóðendur í
sjónvarpskappræðum
GERHARD SCHRÖDER
Var borubrattur á leið sinni í sjónvarpið
í gær.
TULKAREM, AP Sonur palestínsku
konunnar sem tekin var af lífi í
fyrradag sagði við fréttamenn að
vopnaðir menn hefðu pínt hann
þangað til hann hefði spunnið upp
sögu um hlut móður sinnar í
dauða palestínsks hryðjuverka-
manns. Ikhlas Khouli, 35 ára sjö
barna móðir, var tekin af lífi á
laugardag. Náð var í hana á heim-
ili hennar í bænum Tulkarem á
Vesturbakkanum.
Sonurinn, Bakir Khouli, sýndi
fréttamönnum marbletti sem hann
sagðist hafa fengið eftir raflost.
„Þeir sökuðu mig um að hjálpa
ísraelsku leyniþjónustunni. Þegar
þeir tóku að berja mig með vír
fann ég upp söguna.“
Palestínumenn hafa tekið fjöl-
da meintra samverkamanna Ísra-
ela af lífi síðan stríðið á milli Ísra-
ela og Palestínumanna hófst í
september 2000. Khouli er fyrsta
konan sem hlýtur þau örlög.
Palestínumenn sögðu að hún
hefði játað að hafa starfað fyrir
Ísraela og sonur hennar hefði ver-
ið í liði með henni.
Palestínsk kona tekin af lífi:
Sonur segir sögu uppspuna
MÆÐGININ
Ikhlas Khouli ásamt syni sínum Bakir. Hún var tekin af lífi á laugardag.