Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 7
726. ágúst 2002 MÁNUDAGUR LÖGREGLA Tvær þýskar og ein hol- lensk stúlka sluppu með skrekk- inn þegar jeppi þeirra valt og endastakkst ofan í skurð í Lundareykjardal á laugardag. Talið er að stúlkan sem ók hafi misst stjórn á jeppanum þar sem lausamöl var í beygju. Bíl- inn endaði á hliðinni í skurðinum eftir að hafa oltið og endastung- ist. Stúlkurnar voru allar fluttar á heilsugæslustöðina í Borgar- nesi en voru lítt meiddar og fengu að fara að skoðun lokinni. Jeppinn er stórskemmdur. Tvær stúlknanna starfa á sveitabæ í Lundareykjardal en sú þriðja var í heimsókn. Þær eru fæddar á árunum 1976 til 1982.  Bílvelta í Lundareykjardal: Vinnukonur endastungust FRAMKVÆMDIR Sporthúsið í Kópa- vogi var opnað formlega á laugar- daginn. Íþróttamiðstöðin, sem staðsett er við íþróttasvæði Breiðabliks, samanstendur af tveimur íþróttasölum, auk milli- byggingar úr gleri, en í henni eru búningsklefar, móttaka, verslun, veitingasala og afþreyingarsalur. Framkvæmdir við Sporthúsið, sem áður var Tennishöllin, hófust í byrjun maí. Miklar breytingar hafa verið gerðar á íþróttasölun- um tveimur. Í þeim austari hefur verið sett upp aðstaða fyrir skvass, hnefaleika, körfubolta og fótbolta. Þar er einnig tækjasalur og skrifstofur. Í þeim vestari eru tennis- og fótboltavellir og full- komin golfaðstaða.  Kópavogur: Ný íþrótta- miðstöð opnuð KLIPPT Á BORÐANN Ellert B. Schram, formaður ÍSÍ, Linda Pét- ursdóttir og Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, opnuðu nýja íþrótta- miðstöð á laugardaginn. Nú færðu 20% afslátt af skólaosti í sérmerktum kílóastykkjum í næstu verslun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T INNLENT Enginn fékk fimm tölur réttar íhelgarlottóinu, en heildarupp- hæð fyrsta vinnings nam rúmlega 19 milljónum króna. Þrír voru með þrjár tölur réttar auk bónustölu og fékk hver vinningshafi í kringum 225 þúsund krónur í sinn hlut. Fimmfaldur fyrsti vinningur verð- ur í lottóinu um næstu helgi. Ferðamannasumarið stendur enná Ströndum og mikið hefur ver- ið að gera á Sauðfjársetrinu í Sævangi síðustu daga. Bændur úr öðrum landshlutum hafa verið áberandi gestir síðari hluta ágúst og útlendingar eru talsvert á ferð- inni enn. Yfir 3.000 gestir hafa heimsótt sýninguna í Sævangi frá því hún var opnuð á Jónsmessunni 23. júní. bb.is  INNLENT Ekki verður af kaupum Borg-arbyggðar á eignarhluti rík- isins í húsmæðraskólanum á Varmalandi. Að sögn Páls Brynjarssonar bæjarstjóra var ákveðið að fara þá leið að sinni að sveitarfélagið taki húsnæðið á leigu. Ætlunin er að hluti hússins verði nýttur sem kennsluhús- næði fyrir Varmalandsskóla í vetur en skólinn endurleigir síð- an Viðskiptaháskólanum á Bif- röst. skessuhorn.is Ádögunum var sett uppsöguskilti í Ólafsvík. Skiltið greinir frá sögu skipsins Ólafsvíkur-Svansins og skip- stjórum þess, en það sigldi í 115 ár milli Íslands og meginlands Evrópu. skessuhorn.is  Ásta Ragnheiður um ummæli forseta Alþingis vegna bréfasendinga: Viðbrögðin einkennast af kosningaskjálfta ALÞINGI Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, segir viðbrögð Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, við bréfasendingum hennar einkenn- ast ef til vill af kosningaskjálfta. Ásta Ragnheiður sendi um 3.000 bréf merkt Alþingi til flokksbund- inna samfylkingarmanna í Reykjavík. Í viðtali við RÚV sagði Halldór að þegar ákveðið hefði verið að þingmenn fengju bréfs- efni Alþingis með nafni sínu hefði það ekki verið þannig hugsað að þeir gætu notað það til fjöldasend- inga til kjósenda. „Ég held að forseti Alþingis hafi ekki vitað út á hvað mitt bréf gekk,“ sagði Ásta Ragnheiður, sem sagðist ekki hafa rætt við Halldór. „Ég tel það alveg ljóst að bréfsefni þingmannsins sjálfs eru ætluð til þess að hann hafi samband við hvern sem hann telur sig þurfa. Það er kynnt þannig í upphafi þeg- ar þingmaður sest á þing.“ Ásta Ragnheiður sagðist telja að með bréfasendingunum hafi hún verið að sinna lýðræðislegum skyldum sínum sem alþingismað- ur. Bréfin höfðu að geyma upplýs- ingar um þau þingmál sem hún hefur unnið í. Ásta Ragnheiður sagðist hafa ákveðið að greiða sendingarkostn- aðinn úr eigin vasa, en hann hljóð- aði upp á um 170.000 krónur. „Ég hafði samband við skrif- stofu Alþingis áður en ég sendi bréfin út og þar var mér sagt að ég réði því að sjálf hvort ég sendi bréfin. Til þess að forðast gagn- rýni um að ég væri að misnota al- mannafé ákvað ég að greiða send- ingarkostnaðinn sjálf.“ Ásta Ragnheiður sagði að það vantaði tilfinnanlega reglur um póstsendingar þingmanna.  ALÞINGI „Til þess að forðast gagnrýni um að ég væri að misnota almannafé ákvað ég að greiða sendingarkostnaðinn sjálf,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.