Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 22
22 26. ágúst 2002 MÁNUDAGUR VIKUNESTIÐ Þakklát örlögunum Bryndís Schram ætlar að gleðja áhorfendur Stöðvar 2 í vetur og vera þar umsjónarmaður þáttarins Einn, tveir og elda. Þáttastjórnunin leggst vel í Bryndísi, enda vanur dagskrárgerð- armaður. Hún er svo á leið til Finnlands þar sem bíða hennar ný ævintýr. TÍMAMÓT PERSÓNAN Æ, ég veit það ekki, jú, annars,það er náttúrlega hálfhégóm- legt að ekki megi spjalla við mann af því maður á afmæli,“ segir Steinunn Sigurðardóttir, rithöf- undur, sem er 52 ára í dag. „En ég er alls ekki viss um hvað ég geri, það kemur til greina að skipta um verustað, en ég hef haft um allt annað að hugsa að undanförnu.“ Steinunn heldur yfirleitt ekki upp á afmælin sín en segist vilja hafa sína allra nánustu nálægt sér. „Ég er alltaf að gera það sama,“ segir Steinunn. „Ég er að skrifa bækur og alltaf fleiri en eina í einu. Svo er ég búsett úti á landi og nýt þeirrar gæfu að geta verið á Íslandi í sumrin og París á veturna og vona að það verði þan- nig áfram. Ég er algjör Sunnlend- ingur, er ýmist í húsinu okkar á Selfossi eða austur í Skaftafells- sýslu, algjör Paradís.“ Steinunn segir lífið í Frakklandi líka yndis- legt. „París er uppáhaldsborgin mín í öllum heiminum, hún er svo óútskýranlega, brjálæðislega, sjarmerandi og svo er hún miklu heillegri en aðrar borgir.“ Stein- unn segir líka að sögur um ókurt- eisi Frakka við ferðamenn séu sér óskiljanlegar. „Það er tóm lygi að þeir séu óþolinmóðir gagnvart þeim sem tala bjagaða frönsku, ég þekki ekkert nema það sem er já- kvætt í fari þeirra.“ Stærsti viðburðurinn í lífi Steinunnar um þessar mundir fæðing dóttursonar 31. júlí síðast- liðinn. „Þetta er fyrsta ömmu- barnið og mikil birta og hamingja yfir þessu.“ Steinunn segist þó ekki kvíða því að hverfa af landi brott frá litla dóttursyninum. „Mér finnst ekkert vera erfitt þegar allir eru glaðir og ham- ingjusamir,“ segir amman og skáldkonan að lokum.  Steinunn Sigurðardóttur á afmæli í dag. Hún nýtur þess að búa á mörgum stöðum. Afmæli París óútskýranlega og brjálæðislega sjarmerandi AFMÆLI Þorsteinn Thorarensen, bókaútgefandi, er 75 ára í dag. Helgi Hrjóbjartsson, kristniboði er 65 ára í dag. Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, er 52 ára í dag. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, er 35 ára í dag. JARÐAFARIR 13.30 Benedikt Snorri Sigurbergsson verður jarðsunginn frá Hjalla- kirkju. 13.30 Lilja Hannesdóttir frá Skefilsstöð- um í Skefilsstaðahreppi verður jarðsungin í Dalvíkurkirkju. 13.30 Sigurður Benediktsson, Bústaða- vegi 105, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 14.00 Ellinor Kjartansson, Kumbara- vogi, verður jarðsungin frá Skál- holtsdómkirkju. 15.00 Guðbjörg María Hlynsdóttir, Rofabæ 31, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju. 15.00 Sigmundur Þorsteinsson, Strandaseli 6, verður jarðsunginn frá Seljakirkju. ANDLÁT Sigríður Valborg Sigurðardóttir, ljósmóð- ir, andaðist á líknardeild Landaspítalans Landakoti aðfaranótt föstudagsins 23. ágúst. FÓLK Í FRÉTTUM Ígærkvöld var sýndur heimild-arþáttur í ríkissjónvarpinu um Færeyjar. Umsjónarmaður þátt- arins var Árni Johnsen, fyrrver- andi alþingismað- ur. Samkvæmt dagskrárlýsingu sigldu þáttagerð- armennirnir á gúmmíbát á milli byggða í Færeyj- um til að skoða sérstæða staði. Sumir sjónvarps- áhorfendur munu hafa velt því fyrir sér hvort Árni hefði með för sinni verið að leita sér að nýj- um heimkynnum eftir erfið hneykslismál á heimavelli. Þátt- urinn er aðkeyptur og var afhent- ur ríkissjónvarpinu í sumar. KR-ingar eru ekkert yfir sighrifnir af að þurfa að sækja FRAM heim í Símadeildinni í knattspyrnu á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Það er þó ekki kvíði vegna fótbóltaleiksins sjálfs heldur dýralífsins í Laugardaln- um. Á þessum tíma árs eru geit- ungar í essinu sínu, ráðast á allt sem fyrir er og nóg mun af geit- ungum í kringum stúkuna í Laug- ardalnum. Spennandi leikur í Laugardalnum á mánudag og ekki verður síður spennandi að sjá hvort vesturbæingar mæta með flugnanet í stúkuna. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að víkingskipinu Íslendingi verður ekki beitt í kafbátaleit NATO vestur af landinu. Leiðrétting Maður kom inn á skrifstofulögfræðings og spurði um gjaldskrána. „Þrjár spurningar kosta 10 þúsund kall,“ sagði lögfræðingur- inn. „Er það ekki svolítið mikið?“ spurði þá maðurinn. „Jú,“ svaraði lögfræðingurinn. „En hver er þriðja spurningin?“  ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐhefur orðið tilefni mikillar gagnrýni. Af ýmsum ástæðum. Samt er ekki úr vegi að kíkja þangað og skoða hvaða mynd við viljum birta af okkur sjálfum. Þar fyrir utan er vel heppnuð ljós- myndasýning úr leiðangri sem far- inn var til að kanna lagningu sæ- strengs árið 1860. Það er alltaf forvitnilegt að skoða skattpening- ana sína. KVIKMYND Róberts Douglas,Maður eins og ég, passar vel eftir heimsókn í Þjóðmenningar- húsið. Svona til þess að átta sig aftur á hvernig við erum. Svo er ekki vitlaust að sjá hana áður en maður fer að heyra úr annarra munni fleygar setningar úr myndinni. HEIÐMÖRK er perla í ná-grenni Reykjavíkur. Nú í vætutíðinni er hún að fyllast af sveppum. Villtir sveppir eru úr- vals hráefni í matargerð. Hægt er að geyma þá frosna eða þurrk- aða og hafa með veislumat langt fram eftir vetri. Ef maður er hræddur við eitraða sveppi eða sveppi sem bregða öðru sjónar- horni á tilveruna, þá er víst alveg óhætt að tína þá sem eru með gula svampinum undir. Þeir eru matarmiklir og hættulausir.  Þetta leggst þokkalega í mig,“segir Bryndís Schram, nýr umsjónarmaður þáttarins Einn, tveir og elda, en Bryndís er auð- vitað enginn nýgræðingur í þáttagerð og kvíðir því hvergi að feta í fótspor Sigga Hall, sem stjórnaði þættinum röggsamlega síðastliðinn vetur. „Þetta er svona nýtt/gamalt starf. Ég hafði aldrei séð þennan þátt, en vissi að hann er að evrópskri fyrir- mynd og að Siggi stjórnaði hon- um“. En er Bryndís sjálf mikið fyrir matargerð? „Ég hef gaman af að elda og er praktísk húsmóð- ir. Það eru meðmæli með þættin- um að fólk þarf að huga að verði þegar það kaupir inn. Fá mikið fyrir lítið.“ Bryndís verður í stúdíói næstu daga þar sem upptökur á þættinum eru hafnar, en svo fer hún aftur til Washington þar sem búslóð og persónulegir munir bíða þess að verða pakkað niður, því nú hyggja sendiherrahjónin í Washington á ný ævintýr í Finn- landi. „Ég hlakka óskaplega til að fara til Finnlands. Ég er svo mik- ill sígauni í mér að mér finnst alltaf jafn spennandi að prófa eitthvað nýtt,“ segir Bryndís. Hún er afskaplega ánægð með árin í Bandaríkjunum, en segist ekki myndi vilja búa þar til fram- búðar.“ Þetta hefur verið yndis- legt og ég er þakklát örlögunum að hafa spunnið mér þessa þræði. Bandaríkin eru óskaplega ólík því sem við eigum að venjast, en það er gaman að kynnast þessu. Finnar eru auðvitað líka örlítið framandi þótt þeir standi okkur kannski nær. Og þeir skera sig úr hvað varðar aðrar þjóðir hér í Washington. Þeir reka til dæmis sendiráðið sitt með allt öðrum hætti og leggja ofuráherslu á að kynna land sitt og menningu. Þeir skilja gildi góðrar landkynn- ingar á erlendri grund og setja í það fjármagn,“ segir Bryndís, kveður hlýlega og fer að búa sig undir ný verkefni í nýju landi þar sem hún mun verða landi og þjóð til sóma sem endranær.  BRYNDÍS SCHRAM Segir einkenni á Bandaríkjamönnum hvað fjölskyldutengsl eru á undanhaldi. Sjálf segist hún aðhyllast stórfjölskylduformið þar sem kynslóðirnar búi saman. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Er nýbökuð amma lítils strákanga og hefur notið samvista við hann að undanförnu. Drengurinn hefur enn ekki fengið nafn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.