Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 8
Yfirvöld í Nepal hafa ekkienn borið kennsl á lík þeirra 15 farþega sem fórust í flug- slysi fyrir þremur dögum. Þeg- ar það hefur verið gert verður haft samband við ættingjana og þeim boðið til Nepal sagði lækn- ir við sjúkrahús í Katmandu í gær. Vægur jarðskjálfti reið yfirKairó á laugardag. Skjálft- inn mældist 4,7 á Richter og eftirskjálfti 3,8 á Richter. Að minnsta kosti tvö hús skemmd- ust í skjálftanum. Hann olli engu manntjóni. 26. ágúst 2002 MÁNUDAGUR ERLENT Eru peningar vandamál í þínu lífi? Bókin Ríki pabbi fátæki pabbi, eftir Robert Kyosaki er innifalin í verði námskeiðsins. Friðrik Karlsson Leiðbeiandi Kári Eyþórsson Leiðbeinandi Nánari upplýsingar og skráning í síma 588-1594 og 659-1492 Netfang: koe@islandia.is Hvers virði væri að losna við peningaáhyggjur fyrir fullt og allt? Lærðu að eignast peninga auðveldlega. Leystu úr læðingi fjármálasnillinginn í sjálfum þér. Þú getur lært að breyta viðhorfum þínum til peninga þannig að peningar vinni fyrir þig. Dagana 30. og 31. ágúst verður haldið námskeið um hvernig þú breytir viðhorfum þínum og gildismati til peninga. „Það kom mér gersamlega á óvart hversu auðvelt er að breyta hugarfari til peninga þannig að þeir fari að vinna fyrir mann.“ Kristinn Kristinnsson, sölustjóri Eignakaupa LÖGREGLA Þrír unglingspiltar voru staðnir að því á laugardagsmorg- un að hafa próflausir ekið bíl sem þeir fengu að láni frá ókunnugum karlmanni í Hafnarfirði. Maðurinn sem á bílinn sagðist ekki hafa áttað sig á ungum aldri drengjanna vegna þess hversu ölvaður hann var. Hann hafði hitt piltana miðsvæðis í Hafnarfirði. Piltarnir óku vítt og breitt með manninn. Þegar þeir síðan loks skiluðu honum af sér fengu þeir að halda bílnum Lögreglan kom að drengjunum snemma á laugardagsmorgunn þar sem þeir voru að bisa við að losa bílinn. Hann sat þá fastur utan vegar við Hvaleyrarvatn. Tveir þeirra játuðu að hafa ekið bílnum á föstudagskvöldinu og að- fararnótt laugardags. Drengirnir, sem eru 14, 15 og 16 ára, voru ómeiddir. Ekki er talið að þeir hafi verið undir áhrif- um áfengis eða fíkniefna. Ein- hverjir þeirra munu áður hafa komið við sögu lögreglu. Lögregla telur fullvíst að bíl- eigandinn sjálfur hafi ekki ekið bílnum umrædda nótt. Hann má þó búast við eftirmálum því stranglega bannað er að setja bíla í hendur mönnum sem ekki hafa gild ökuréttindi. Dráttarbíl þurfti til að losa bíl- inn. Í gær beið hann þess enn að vera sóttur á lögreglustöðina af eigandanum.  Drukkinn maður í Hafnarfirði óheppinn með bílstjóra: Próflausir unglingar festu bíl utan vegar SKINAIÐNAÐUR „Það væri heppi- legra að sameina þessi tvö fyrir- tæki. Við munum hins vegar ekki hafa frumkvæði að sameiningar- viðræðum en erum opnir fyrir öll- um hugmyndum,“ segir Baldvin Valtýsson, sérfræðingur á fyrir- tækjasviði Búnaðarbankans og starfandi framkvæmdastjóri Loð- skinns á Sauðárkróki. Rekstrarfélag í eigu Búnaðar- bankans hefur annast rekstur Loðskinns síðan fyrirtækið fór í þrot undir lok árs 1999. Sama á við um rekstur skinnaiðnaðar á Akureyri, þar tók rekstrarfélag í eigu Landsbankans við í kjöfar gjaldþrots í september í fyrra. Nýtt félag í eigu Akureyrarbæjar, Kaldbaks hf., Landsbankans og einstaklinga, tekur hins vegar við rekstrinum á næstu dögum og telja menn einboðið að viðræður um frekari samvinnu eða samein- ingu verði teknar upp í kjölfarið. „Þetta hefur lítillega verið rætt en ekkert komið út úr því enn,“ segir Ormarr Örlygsson, fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaðar á Akureyri og einn eigenda hins nýja félags. Árlega falla til um 500 þúsund sauðagærur í landinu. Aðeins helmingur þeirra er unnin hjá skinnafyrirtækjunum tveimur, hitt er flutt út. Loðskinn á Sauðárkróki kaupir um það bil 100 þúsund gær- ur árlega og Skinnaiðnaður á Ak- ureyri kaupir 150 þúsund gærur. „Við þyrftum að vinna að minnsta kosti 250 til 300 þúsund gærur svo afkoman yrði viðun- andi,“ segir Ormarr Örlygsson. Heldur hefur rofað til í iðnað- inum og þykjast menn nú sjá til lands. „Við höfum fært okkur meira í gæðavinnslu. Það hefur verið að skila sér, verðið er þokkalegt. Af- koman er því þokkaleg og við erum réttu megin við núllið, sam- kvæmt sex mánaða uppgjöri,“ segir Baldvin Valtýsson. „Markaður er núna í jafnvægi, ekki ólíkt því sem var fyrir hrun- ið sem varð 1998. Mokkafatnaður verður sífellt vinsælli, þó ekki sé hægt að tala um einhverja tísku- sveiflu. Verð hefur hins vegar ekki hækkað mikið,“ segir Orm- arr Örlygsson. Alls starfa um 100 manns við skinnaiðnað hjá fyrirtækjunum tveimur, 30 hjá Loðskinni og 60 til 70 manns á Akureyri. the@frettabladid.is Sameining skinna- fyrirtækja í deiglunni Skinnafyrirtæki í eigu banka í kjölfar gjaldþrota. Nýtt félag tekur við á Akureyri á næstunni. Bjartara framsundan að sögn forsvarsmanna skinnafyrirtækjanna. Vinsældir mokkafatnaðar aukast. RÍKISBANKARNIR HAFA REKIÐ SKINNAIÐNAÐ Í LANDINU UNDANFARIN MISSERI Landsbankinn losar sig að stærstum hluta út úr rekstrinum á Akureyri á næstunni. Búnaðarbankinn segist opinn fyrir öllu í sambandi við rekstur Loðskinns á Sauðárkróki. Birgðir og aðrar eignir Loðskinns eru metnar á 240 milljónir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AN U S Kvöldskóli BHS Innritun í kvöldskóla Borgarholtskóla verður eftirfarandi daga: föstudaginn 23. ágúst frá 17 – 19 miðvikudaginn 28. ágúst frá 10 – 16 laugardaginn 24. ágúst frá 10 – 13 fimmtudaginn 29. ágúst frá 10 – 16 mánudaginn 26. ágúst frá 10 – 16 föstudaginn 30. ágúst frá 17 – 19 þriðjudaginn 27. ágúst frá 10 – 16 laugardaginn 31. ágúst frá 10 – 13 Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir almennt bóknám og málmiðn- greinar: DAN – 102 EFM –102 GRT - 103 ENS - 102 CAD –113 GRT - 203 ENS - 202 GÆV-102 MÆM-101 ÍSL - 102 ITM - 114 ITM- 213 STÆ – 102 VFR- 102 TTÖ - 102 TÖL – 102 ITB- allir áfangar Einnig eru kenndar allar suðugreinar, ss. MIG/MAG, TIG, log og rafsuða. Námið er ætlað málm- og véltækninemum en einnig eru almenn- ar greinar opnar öllum sem vilja hefja framhaldsskólanám. Þeim sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum gefst hér einnig kostur á að bæta sig. Upphaf kennslu: mánudaginn 2. september ( frá kl. - 1810 – 2230 ) Lok kennslu: laugardaginn 7. desmber Ath: Ofantaldir áfangar geta fallið niður náist ekki nægur fjöldi í hópa. Innritunargjald verður kr. 14.000 og til viðbótar kr. 1250 á bók- lega einingu og kr. 2500 á einingu í verklegum áföngum. Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.bhs.is Viltu verða skipstjóri? Námskeið til 30 rúml./65 brúttótonna skipstjórnarréttinda hefst 4. sept. Ekki missa af þessu námskeiði. Siglingaskólinn Sími 898 0599 og 588 3092 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.