Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 12
12 26. ágúst 2002 MÁNDUAGURÞÖGN ÞÖGN Mínútuþögn var fyrir leik Man. Utd. og Chelsea á föstudaginn í virðingarskyni við Holly Wells og Jessicu Chapman. Þegar stelpurnar, sem voru 10 ára, sáust síðast á lífi voru þær klæddar í Man. Utd. treyju númer 7, eins og David Beckham. ÍÞRÓTTIR Í DAG 15:05 Stöð 2 Ensku Mörkin 16:35 RÚV Fótboltakvöld 16:50 RÚV Helgarsportið 17:00 Sýn Íslensku mörkin 17:30 Sýn Gillette-sportpakkinn 18:00 Sýn Ensku mörkin 19:00 Sýn Tiger Woods: Heart of a Champion, (Tiger Woods á toppnum) 19:15 Laugardalsvöllur Símadeild karla. Fram - KR 19:40 Sýn Landsmótið í golfi 22:15 RÚV Fótboltakvöld 22:15 Stöð 2 Mótorsport 22:40 Sýn Ensku mörkin 13 90 .3 4 Prentari fyrir PC og MAC hugbúnaður fylgir Öflug merkivél fyrir mikla notkun Merkivél fyrir heimili og fyrirtæki Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. www.rafport.is MERKIVÉLARMERKIVÉLAR Jimmy Hasselbaink: Neitar brottför FÓTBOLTI Umboðsmaður Jimmy Ffloyd Hasselbaink neitar því að framherjinn, sem leikur fyrir Chel- sea, sé á förum frá félaginu. Sá orðrómur hefur verið að kreiki að Barcelona hafi sýnt honum áhuga og gert honum 7 milljón punda (920 milljónir) tilboð. „Ég hef ekki talað um þetta við fjölmiðla,“ fullyrðir umboðsmað- urinn. „Það hefur ekkert samband verið á milli mín og Barcelona, og eins langt og ég veit ekkert sam- band á milli liðanna. Jimmy dáir Chelsea og aðdáendurnar.“ Sjálfur segist Hasselbaink vera fagmaður og þar af leiðandi myndi hann að sjálfsögðu skoða málið ef gott tilboð bærist honum frá jafn stóru liði og Barcelona.  Björgvin tveimur undir pari í Svíþjóð Kylfingurinn Björgvin Sigurbergsson varð um helgina í 19. til 23. sæti á áskorendamóti í Svíþjóð. Það kemur að því einn daginn að þetta smellur allt saman segir liðsstjóri landsliðsins. Íslenskum atvinnumönnum fer fjölgandi. GOLF Kylfingurinn Björgvin Sigur- bergsson, sem gerðist atvinnu- maður í fyrra, lék af öryggi á áskorendamótinu í Halmstad í Svíþjóð á sunnudag. Hann lauk mótinu á 72 höggum sem er tveimur undir pari vallarins. Í gær náði hann 16 pörum, einum fugli og einum skolla og endaði í 19. - 23. sæti. Árangur hans telst góður. „Hann þarf að lenda í einu af 20 efstu sætunum til þess að fá einhverja peninga,“ útskýrir Ragnar Ólafsson liðsstjóri karla hjá Golfsambandi Íslands. „Laun- in hans eru einna helst mótuð af árangri hans á svona mótum. Kylfingar eru ekki með neinar tryggðar tekjur þó að þeir mæti á mótin.“ Ragnar segir að kylfingar kom- ist ekki í feitt fyrr en þeir hafi tryggt sér þátttöku í evrópsku mótaröðinni. Til þess að komast þangað inn þurfi menn að upp- fylla ákveðnar styrkleikakröfur. Til þess að eiga möguleika á at- vinnumennsku segir Ragnar gömlu regluna um að „æfingin skapi meistarann“ enn vera gild- andi. „Menn þurfa að hafa gífurleg- an sjálfsaga og vera tilbúnir að neita sér um ýmsa hluti sem öðr- um finnst í daglegu amstri sínu vera sjálfsagðir. Menn þurfa að vera tilbúnir til þess að fórna ýmsu til að ná settum markmiðum sem atvinnumaður. Menn þurfa að ná topp 5 sætum á minni mótaröð- um til þess að meira sé tekið eftir þeim. Eftir það eiga menn auð- veldara að fá erlenda styrktarað- ila.“ Í dag eru aðeins þrír íslenskir kylfingar sem geta talist til at- vinnumanna. „Eftir því sem við náum fleiri strákum á þennan styrkleika vaxa möguleikar í greininni. Birgir Leifur var lengi einn og því meiri pressa á honum þar sem allir fylgdust mikið með. Nú erum við með þrjá, ef við náum þeim upp í fimm eða sex gætum við náð einum alla leið. Þeir eru nokkrir hér á landi sem eru nægilega góðir til þess að verða atvinnumenn. Það kemur að því einn daginn að þetta smellur allt saman.“ Ragnar segir aðstöðuna hér á landi til þess að stunda alvarlegar æfingar vera mun betri en fyrir 10 - 15 árum síðan. En þrátt fyrir það sé ungum kylfingum nauðsyn- legt að fara út til þess að kynna sér umhverfið. biggi@frettabladid.is Barthez er enn meiddur: Man. Utd. leitar að markverði FÓTBOLTI Litlar líkur eru taldar á því að Fabien Barthez, markvörður Manchester United, jafni sig á mjaðmarmeiðslum sínum fyrir leikinn á fimmtudag. Þá leikur Man. Utd. við ungverska liðið Zala- egerszeg í undankeppni meistar- deildarinnar. Barthes hefur ekki leikið með liðinu frá því að tímabilið hófst en hann meiddist í vináttuleik í Hollandi fyrir skömmu. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri liðs- ins, hafði vonast til að hann næði sé en segir meiðsli hans slík að mark- maðurinn hafi ekki enn treyst sér til þess að skutla sér á æfingum. „Þetta eru viðkvæm meiðsli við mjöðmina,“ segir Ferguson. „Hann hefur mætt í líkamsræktina og á æfingar. En við teljum að það sé of áhættusamt að láta hann skutla sér strax. Hann verður ekki kominn í lag fyrir fimmtudag.“ Framkvæmdastjórinn segir að ef Manchester United komist áfram í keppninni ætli þeir að gefa sér þrjá daga til þess að endurmeta stöðuna. Leitin að varamarkverði er haf- in og er talað um að liðið hafi áhuga á Fabian Carini úr Juventus og Marcos markverði heimsmeistara Brasilíu.  GOLF Getur grasið verið grænna hinum megin? FABIEN BARTHEZ Meiddist í mjöðminni í vináttuleik í Hollandi. Verður ekki búinn að jafna sig fyrir leikinn á móti ungverska liðinu Zala- egerszeg. Leikmannamál: Emerton til Newcastle? FÓTBOLTI Samkvæmt breskum dag- blöðum er Newcastle United ná- lægt því að kaupa ástralska miðjumanninn Brett Emerton. Emerton er reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur því hinn 23 ára piltur hefur m. a. verið fyrirliði ástralska landliðsins. Hann hefur leikið með ástralska liðinu Feyen- oord í nokkur ár. Hann er metinn á 8,5 milljónir punda. „Þegar ég var krakki fylgdist ég alltaf með enska boltanum í sjónvarpinu og lét mig dreyma um að leika einhvern tímann á Englandi,“ sagði Emerton nýlega í viðtali við BBC.  Norðurlandamótið í körfubolta: Íslendingar í þriðja sæti KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið í körfuknattleik lenti í þriðja sæti Norðurlandamótsins sem haldið var í Osló um helgina. Ísland sigraði Noreg með einu stigi, 77 - 76, eftir spennandi lokamínút- ur. Sigurinn nægði þó ekki að tryggja liðinu annað sætið, þrátt fyrir að hafa unnið tvo af þrem- ur leikjum, þar sem innbyrðis stigafjöldi var óhagstæður. Svíar unnu keppnina en Finn- ar urðu í öðru sæti. Öll liðin í efstu þremur sætunum voru með fjögur stig. Stórt tap á móti Svíum á laugardag gerði það að verkum að íslenska liðið þurfti að sætta sig við bronsið. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.