Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 14
14 26. ágúst 2002 MÁNUDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKIBÆKUR
Hljómsveitin Quarashi verðurmeð tónleika í Laugardals-
höll þann 12. september næst-
komandi. Sveitin
hefur verið í
ströngu tónleika-
ferðalagi í Banda-
ríkjunum til þess
að fylgja fyrstu
breiðskífu sinni
þar í landi,
„Jinx“, eftir. Þeir
stoppa stutt hér
og fara meðal annars til Japan
eftir tónleikana hér. Um upphitun
sjá Rotweilerhundarnir og DJ
Touché úr Wiseguys.
Noel Gallagher flaug beina leiðtil Reading eftir að tónleika-
ferðalagi Oasis um Bandaríkin
lauk. Þangað vildi
hann ólmur fara
til þess að eyða
tíma með „nýjum
bestu vinum sín-
um“, hljómsveit-
inni Soundtrack of
our Lives. Sveitin
hitaði upp fyrir
Oasis á öllum tón-
leikum þeirra í Bandaríkjunum
og fannst Noel víst mun
skemmtilegra að eyða tíma með
þeim en sínum eigin hljómsveit-
arliðsmönnum.
Mike Skinner, sem betur erþekktur sem einsmanns-
hljómsveitin The Streets, ákvað
að taka alla fjölskyldu sína með á
Reading hátíðina um helgina.
Pilturinn er að leika þar í fyrsta
skipti og vildi ólmur að fjöl-
skylda sín tæki þátt í fjörinu.
Hann segist ekki vera mjög van-
ur því að koma fram á tónleikum
en að honum líki sérstaklega allt
umstangið sem fylgi tónleikahá-
tíðum.
Og meira umReading. Að-
dáendur
rokksveitarinnar
The Strokes fengu
að sjá söngvarann
Julian Casa-
blancas haltra upp
SJÓNVARP Hver man ekki eftir
þættinum Kontrapunkti í Ríkis-
sjónvarpinu. Þar kepptu landslið
miðaldra sérvitringa í kunnáttu
sinni um klassíska tóna. Á sama
tíma og sérvitringar fylgdust
spenntir með keppninni virtist
eina notagildi þáttarins fyrir hinn
almenna sjónvarpsáhorfanda góð
leið til að svæfa börn sín.
Þeir Gunnar Hjálmarsson og
Felix Bergsson (Gunni og Felix?
Nei, ekki sá Gunni en sami Felix)
ætla í vetur að skemmta áhorf-
endum Skjás 1 með spurninga-
þættinum „Popp-punkti“. Þáttur-
inn er byggður á svipuðum grun-
ni og Kontrapunkturinn en ætti
að vera líklegri til þess að halda
áhorfendum vakandi.
„Þetta er útsláttakeppni
popphljómsveita í poppfræð-
um,“ útskýrir Dr. Gunni. „Þarna
munu 16 íslenskar hljómsveitir,
dauðar og lifandi, takast á þar til
ein stendur uppi sem popp-
spakasta hljómsveit landsins. Sú
sveit fær svo vegleg verðlaun.“
Þættirnir verða fimmtán tals-
ins og býst Dr. Gunni við því að
úrslitaþátturinn verði á dagskrá
milli jóla og nýárs. Búið er að
velja sveitir í fyrstu tvo þættina.
Í þeim fyrsta keppa Stuðmenn
við Í Svörtum Fötum en í öðrum
þætti ætla Rotweilierhundarnir
að reyna að sannfæra liðsmenn
NýDanskra um að hundurinn sé
ekki dyggasti þjónn tónlistar-
mannsins.
„Menn fá hinar ýmsu spurn-
ingar sem tengjast poppi og
rokki, jafnt um íslenska og er-
lenda tónlist. Keppnin er í sjö
liðum. Þetta þróast síðan örugg-
lega og breytist eftir því sem líð-
ur á. Í fyrstu þáttunum erum við
með hraðaspurningar, bjöllu-
spurningar, vísbendingaspurn-
ingar, valflokkaspurningar og
„öðruvísi“ spurningar. Ég ætla
ekki að segja frá þeim, til þess að
það komi nú eitthvað á óvart.“
Gunni segir að hann muni
semja spurningar með hliðsjón
áafþví hverjir eru að keppa hver-
ju sinni. Hann tekur þó fyrir að
það sé gert til þess að sumir fái
auðveldari spurningar en aðrir.
„Það gengur ekki að vera spyrja
Lúdó & Stefán út í eitthvað
dauðarokk. Ég reyni að hafa hlut-
leysi að leiðarljósi,“ lofar hann að
lokum.
Væntanlegum keppendum er
bent á „kennslubók“ Dr. Gunna,
„Eru ekki allir í stuði? - saga
rokksins á 20. öldinni“, sem hann
gaf út í fyrra.
biggi@frettabladid.is
THE SWEETEST THING kl. 8 og 10
MEN IN BLACK 2 kl. 4 og 6
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6
STÚART LITLI 2 m/ens. tali kl. 4, 6 og 8
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8, 10 og 11 Powersýning
kl. 6FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali
kl. 6 og 8CLOCKSTOPPERS
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 6
ABOUT A BOY kl. 8 og 10.05MOTHMAN PROPHECIES 8 og 10.20
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10.30
kl. 10NOVOCAINE
SCOOBY DOO kl. 4 og 6 VIT398
EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417
SUM OF ALL FEARS 5.30, 8 og 10.30 VIT420
MR. BONES kl. 8 og 10.10 VIT415
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 og 6 VIT418
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 3.45 VIT410
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 426
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 422
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT 423
POPP-PUNKTUR
Dr. Gunni þurfti að skjóta tvo fyrstu þættina fyrir tímann þar sem hann er á leið til Las
Vegas að gifta sig. Brúðkaupsferðin verður svo vitanlega til Hawaii.
VERÖLD Þáttur í nýjustu seríu
„Friends“ hefur verið bannaður í
Malasíu. Ritskoðunarnefnd þar í
landi þykir afar ströng og þótti
þeim efnistök þáttarins ýta undir
lauslæti hjá almenningi.
Þátturinn sem var bannaður
var númer 11 í 8. seríu. Á síðustu
þremur mánuðum hefur nefndin
bannað 37 myndefni. Þar á meðal
eru kvikmyndir, aðrir sjónvarps-
þættir og auglýsingar.
Það er ekki óalgengt í Malasíu
að kossar og blótsyrði séu klippt
út úr kvikmyndum. Það er gert til
þess að „vernda fjölskyldugildin“
meðal íbúa landsins.
Nefndin hefur áður bannað
tvo þætti í seríunni. Hún er ein-
nig afar hörð á móti tónlistar-
myndböndum og bannaði til
dæmis nýjasta myndband
Incubus „Are you in“ og hið víð-
fræga myndband Kylie „Can’t
get you out of my head“. Þau
voru bönnuð fyrir að geta hugs-
anlega myndað óstjórnlegan
„losta“ hjá karlmönnum. Það
væri gaman að vita hvort roði
hafi myndast í kinnum nefndar-
liðsmanna við áhorfið á því
myndbandi.
Vinir bannaðir í Malasíu:
Þykja ýta
undir lauslæti
MATTHEW PERRY
Þessi maður þykir ekki „vinalegur“ heldur afar dónlegur í Malasíu.
Háskólaútgáfan hefur gefið útbókina Hafréttur eftir Gunn-
ar G. Schram. Þessi bók fjallar
um það hvaða lög og reglur gilda
á hafinu. Höfin þekja 70% af yf-
irborði jarðar og þaðan fær
mannkynið mikinn hluta fæðu
sinnar. Þess vegna er mikilvægt
að menn geri sér grein fyrir því
hvaða lög og reglur gilda á haf-
inu, ekki síst mikil fiskveiðiþjóð
sem Íslendingar eru.
22 ÁRA Í DAG
Macauley Culkin, ein frægasta barnastjarna
síðan Shirley Temple var og hét, á 22 ára
afmæli í dag. Honum hefur ekki gengið vel
í kvikmyndum eftir að hann fullorðnaðist
en átti hug og hjörtu fólks í Home Alone-
myndunum..
Popparar keppa
í poppfræðum
Um miðjan september hefur göngu sína nýr íslenskur spurninga-
þáttur á Skjá 1 í umsjón Dr. Gunna og Felix Bergssonar. Þar keppa
popparar um það hver sé fróðastur um iðju sína.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
TÓNLIST Rappararnir Nelly og
Eminem hafa endurheimt efstu
tvö sæti bandaríska plötusölulist-
ans. Eminem er búinn að vera í
efstu sætunum frá því að plata
hans kom út í vor. Í síðustu viku
var það „yfirmaðurinn“ Bruce
Springsteen sem átti toppsætið en
nú eiga sér greinilega stað kyn-
slóðaskipti þegar eldri plötur
yngri listamanna henda gömlu
kempunni af toppnum.
Eminem og Nelly:
Rappið
ræður
ríkjum