Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. ágúst 2002
ÁGÚST ÚTSALA
Á horni Laugavegar og Klapparstígs, s. 552 2515.
25%
afsláttur
Funkis leðurstólar
Íslenk hönnun
Takmarkað magn
Verð 79.000 nú 59.000
Braust inn í apótek og
stakk af frá lögreglu:
Lyfjaþjófur
á ofsahraða
LÖGREGLA Maður sem grunaður er
um að hafa brotist inn í apótek í
Reykjavík í fyrrinótt var hand-
samaður af lögreglu eftir eltingar-
leik frá Arnarneshæð að Árbæ.
Lögreglumenn úr Hafnarfirði á
eftirlitsferð urðu varir við bíl sem
fyrr um nóttina hafði verið
tilkynnt um að tengdist innbroti í
apótek. Þeir óku upp að bílnum og
sá að þeir þekktu ökumanninn. Sá
brást hins vegar hart við og ók frá
þeim áleiðis inn í Kópavog. Lög-
reglan hóf strax eftirför.
Leikurinn barst á ofsahraða,
meðal annars gegn rauðu ljósi, um
Breiðholtsbraut yfir á Suðurlands-
veg við Rauðavatn. Þaðan tók
flóttamaðurinn stefnuna í átt að
miðbæ Reykjavíkur. Hann komst
þó ekki langt. Þrenging var á veg-
inum vegna framkvæmda. Þar
stöðvaði maðurinn bíl sinn þegar
hann sá annan lögreglubíl sækja
að sér úr gagnstæðri átt.
Meint þýfi úr innbrotinu í apó-
tekið fannst í bíl mannsins. Hann
var yfirheyrður af lögreglunni í
Hafnarfirði en síðan framseldur
lögreglunni í Reykjavík. Grunur
leikur á að bíllinn hafi verið stol-
inn.
EKKI Á EITT SÁTT
Susanne Riess-Passer og Jörg Haider eru ekki sammála um framtíð Frelsisflokksins.
Deilur í Frelsisflokknum
Varakanslari Aust-
urríkis hótar afsögn
VÍN, AP Deilur í austurríska Frelsis-
flokknum fara vaxandi. Flokkur-
inn er öfgasinnaður þjóðernis-
flokkur og á sæti í ríkisstjórn
ásamt Þjóðarflokknum, sem er
miðjuflokkur. Varakanslarinn,
Susanne Riess-Passer, sem einnig
er formaður flokksins hótaði að
segja af sér ef Jörg Haider, fyrr-
um formaður flokksins, fengi þeim
vilja sínum framgengt að halda
auka flokksþing. Haider vill ræða
stefnu flokksins í skattamálum á
þinginu. Riess-Passer er þeirrar
skoðunar að fresta beri breyting-
um á skattheimtu vegna flóðanna
undanfarið og niðursveiflu í efna-
hagsmálum. Telur hún ekki svig-
rúm til skattalækkunar.
Riess-Passer tilheyrir hófsam-
ari armi Frelsisflokksins. Hún og
Haider, sem er fylkisstjóri í Kärn-
ten í suðurhluta Austurríkis, hafa
oft eldað grátt silfur undanfarið.
Nýverið hafnaði hún til dæmis til-
lögu hans um að taka upp samstarf
við belgískan öfgaflokk. Riess-
Passer hefur líka leitast við að
draga úr útlendingahatri í stefnu-
skrá flokksins.
LONDON, AP Hluti úr fötum bresku
stúlknanna sem voru myrtar er
fundinn. Breska lögreglan grein-
di frá þessu í gær. Hún vildi þó
ekki greina frá því hvaða föt
þetta voru. Þær Holly Wells og
Jessica Chapman sem báðar voru
tíu ára hurfu 4. ágúst síðastliðin.
Lík þeirra fundust 11 km frá
heimili þeirra í Soham í síðustu
viku.
Sóknarpresturinn í Soham
sagði í gær að bæjarbúar væru
djúpt snortnir af samúð Breta.
Þúsund íbúa um allt Bretland
vottuðu stúlkunum virðingu sína
með mínútuþögn síðastliðin laug-
ardag. Áhorfendur og íþrótta-
menn á öllum helstu fótboltaleikj-
um og öðrum íþróttaviðburðum
minntust þeirra með mínútuþögn.
Breska lögreglan heldur rannsókn áfram:
Föt stúlknanna fundin
STÚLKNANNA MINNST
Bæjarbúar í Soham kveikja á kertum í
minningu Holly Wells og Jessicu Chapman.
INNLENT
Ekki verður af kaupum Borgar-byggðar á eignarhluti ríkisins
í húsmæðraskólanum á Varma-
landi en viðræður um það hafa
staðið yfir að undanförnu. Að
sögn Páls Brynjarssonar bæjar-
stjóra var ákveðið að fara þá leið
að sinni að sveitarfélagið taki
húsnæðið á leigu. Ætlunin er að
hluti hússins verði nýttur sem
kennsluhúsnæði fyrir Varma-
landsskóla í vetur en skólinn end-
urleigir síðan Viðskiptaháskólan-
um á Bifröst hluta húsnæðisins
undir íbúðir fyrir nemendur skól-
ans. skessuhorn.is
Lögreglunni í Keflavík var til-kynnt um lausagöngu búfjár
við Reykjanesbraut síðdegis á
föstudag. Nokkuð hefur borið á
þessu á þessum slóðum í sumar,
að sögn lögreglu, og virðast kind-
urnar einkum halda sig á Strand-
arheiði milli Vogavegar og Vatns-
leysustrandarvegar. vf.is
Thymematernity
auglýsir!
Útsölunni fer senn að ljúka…
algjört verðhrun…
komið og gerið frábær kaup
Rýmum fyrir glæsilegum
haustvörum
Thymematernity
Verslun fyrir barnshafandi konur
Hlíðasmára 17 S:575-4500
Sendum í póstkröfu um allt land.
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18
Laugardaga frá kl: 11-16
okkur í kringlunni vantar fleiri góða
fagmenn til starfa, ýmsir möguleikar
til skoðunar. það eru spennandi
tímar framundan. erum að hefja
kynningu á nýrri vörulínu; ICON.
www.iconproducts.com
hafi samband við nonna í síma 695 2205
eða sendið e-mail á nonniquest@krista.is
fullum trúnaði heitið.
hársnyrtar
LAGERSALA
BÆJARLIND 14-16
KULDAÚLPUR-SKÓLAVÖRUR
BARNAFÖT, LEIKFÖNG OG GJAFAVARA
OPIÐ 10 – 18 // einnig laugard./sunnud. 12 - 16
LEIKFANGANETIÐ S. 511-1002
Nálastunguskóli Íslands
Býður upp á undirstöðumenntun í Nálastungum
Kennslan hefst í september í Fjölbrautarskólanum í Ármúla
Nánari upplýsingar í síma: 553 - 0070