Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 4
4 26. ágúst 2002 MÁNUDAGURSVONA ERUM VIÐ ALGENGASTA FYRSTA NAFN ÍSLENSKRA KARLA Í ÁRSLOK 2001* Nafn Fjöldi Jón 5.567 Sigurður 4.529 Guðmundur 4.303 Gunnar 3.247 Ólafur 2.926 *Heimild: Hagstofa Íslands ALGENGASTA FYRSTA NAFN ÍSLENSKRA KVENNA Í ÁRSLOK 2001 Nafn Fjöldi Guðrún 5.266 Anna 4.187 Sigríður 3.944 Kristín 3.686 Margrét 3.066 JÓHANNESARBORG, AP Embættis- menn, umhverfisverndarsinnar og viðskiptafrömuðir lofuðu að ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun myndi skila árangri. Ráðstefnan hefst í Jó- hannesarborg í dag. Þrátt fyrir fyriheit ríkir ekki mikil bjartsýni á að mikill árangur verði af ráð- stefnunni. Til dæmis gekk hvorki né rak í samningaviðræðum á milli full- trúa ríkra og fátækra ríkja heims- ins í aðdraganda ráðstefnunar. Eitt aðal markmið ráðstefnunnar er að ná samkomulagi um hvernig megi draga úr fátækt í þróunar- ríkjum á umhverfisvænan hátt. Fátækar þjóðir vilja meiri aðstoð og betri aðgang að heimsmörkuð- um en fulltrúar þróaðra ríkja hafa áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á hagkerfi þeirra. Embættismenn sem hafa unnið að undirbúningi ráðstefnunnar segja að mikið ósamkomulag hafi verið á bak við tjöldin segir í frétt BBC. Þróunarríki vilja að sett verði markmið á ráðstefnunni og tímarammi lagður fyrir hvenær eigi að vera búið að uppfylla þau markmið. Bandaríkjamenn hafa sett sig upp á móti slíkri áætlun. Það dregur líka út tiltrú manna á að ráðstefnan skili raunveruleg- um árangri að forseti Bandaríkj- anna, Georg W. Bush, mætir ekki á svæðið. Evrópusambandið hefur einnig sætt gagnrýni fyrir að neita að draga úr ríkisstyrkjum til iðnaðar í löndum þess. Þeir styrkir tor- velda aðgang þróunarríkja að löndunum. Ráðstefnan á að fylgja eftir þeim markmiðum sem sett voru á umhverfisráðsstefnunni í Rio de Janero fyrir tíu árum. Kofi Ann- an, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, sagði að langt væri frá því að markmiðin hefðu náðst. Búist er við einhverjum óeirð- um í kringum ráðstefnuna. Nokk- ur hundruð manns efndu til mót- mæla í Jóhannesarborg síðastlið- inn laugardag. Þúsundir gesta hafa streymt til Suður-Afríku til að taka þátt í aðgerðum á meðan á ráðstefnunni stendur. Stjórnvöld segja gestum frjálst að efna til friðsamlegra mótmæla, en óeirðir verði ekki liðnar.  Efasemdir um árang- ur heimsráðsstefnu Ráðstefna um sjálfbæra þróun hefst í dag. Ósamkomulag í aðdraganda ráðstefnu. Búist við fjöldamótmælum. WARD WEAVER Weaver, sem er 39 ára gamall, var hand- tekinn 13. ágúst grunaður um að hafa nauðgað unnustu 19 ára sonar síns. Grunaður um að hafa myrt tvær 13 ára stúlkur: Lögreglan fann lík í bakhúsi BANDARÍKIN, AP Bandaríska alríkis- lögreglan (FBI) í Oregon í Banda- ríkjunum fann lík í bakhúsi Ward Weaver, sem talið er að hafi myrt tvær 13 ára stúlkur snemma á ár- inu. Ekki hefur verið borið kennsl á líkið, en líklegt þykir að það sé önnur stúlknanna. Lögreglumenn eru enn að leita í garðinum hjá Weaver, en grunur leikur á að hin stúlkan sé grafin þar. Weaver, sem er 39 ára gamall, var handtekinn 13. ágúst grunað- ur um að hafa nauðgað unnustu 19 ára sonar síns. Sonurinn tilkynnti neyðarlínunni um atburðinn og sagði að faðir sinn hefði játað að hafa myrt stúlkurnar tvær, As- hley Pond og Miranda Gaddis. Stúlkurnar, sem bjuggu í fjöl- býlishúsi gegnt húsi Weaver, hurfu með tveggja mánaða milli- bili í byrjun ársins. Ashley var vinkona dóttur Weaver og bjó um tíma hjá honum á síðasta ári þeg- ar faðir hennar sat í fangelsi fyrir að hafa misnotað hana. Miranda var einnig vinkona dóttur Weaver og hafði nokkrum sinnum gist heima hjá henni.  LOKAHÖND Á UNDIRBÚNING Verkamenn koma upp risastórri hnattlaga hvelfingu í Jóhannesarborg. Hvelfingin er á vegum BMW bílaframleiðandans. Umhverfisvernd- arsinnar eru margir hverjir mjög áhyggjufullir um að stór fyrirtæki á borð við BMW muni hafa slæm áhrif á ráðstefnuna, þeir segja stór- fyrirtækin eiga stærstan þátt í mengun heimsins. MEÐ FLAGG Á KINN Cade Peterse, fjögurra ára, fékk suður-afrís- ka fánann málaðan á kinnina í Ubuntu þorpinu í Jóhannesarborg. Í Ubuntu verður miðstöð sýningarhalds á meðan á ráðstefn- unni stendur, sýndir verða alls kyns munir og skemmtiatriði fyrir gesti og gangandi. FYRIRTÆKI TIL SÖLU LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ SÍÐUMÚLA 15 SÍMI: 588 5160 Gissur V. Kristjánsson hdl. og lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali SNYRTISTOFA HÚÐMEÐFERÐARSTOFA glæsileg stofa , flytja sjálfar inn allt efni KAFFIHÚS / VEISLUÞJ. SALUR í glæsi- legu húsnæði í Listhúsinu í Laugardal DÖMUVERSLUN mjög þekkt og vinsæl topp rekstur / flott afkoma, 100 % lán mögulegt BYSSUHEILDSALA MEÐ MEIRU, heims- þekkt merki, besti tíminn framundan. HEILSUSTUDIO ÞEKKT OG VINSÆLT engrar sérþekkingar krafist, flott trygg af- koma. BÚSÁHALDADEILD ÚR 50 ÁRA HEILDS. margar þekktar vörur, gott starf eða sem viðbót. BLÓMA OG GJAFAVÖRUVERSLUN í út- hverfi, góð staðsetn, flottar innrétt. Verð kr. 2,5 SÖLUMANNSFYRITÆKI TIL SÖLU heild- sala með vörur seldar á heimakynningum SÖLUTURN – ÍS – LOTTÓ góðar innrétt- ingar verð aðeins 5,6 millj FRAMLEIÐSLA Á MINJAGRIPUM miklir möguleikar, fyrir skapandi aðila, SÓLBAÐSTOFA 7 BEKK, 10 M. TEKJUR, flott aðstaða, góð kjör, einfaldur rekstur BÍLASALA ÚTI Á LANDI sú stæsta og öfl- ugusta á sínum stað, gott húsnæði og plan STÓR VIDEOSÖLUTURN M/ MATSÖLU, lottó, spilakassar, mjög góð og vaxandi velta ÞJÓNUSTUSÍÐA Á NETINU, vel hönnuð síða með óteljandi möguleika, vel sótt síða. AT V I N N U H Ú S N Æ Ð I GOTT ÚRVAL Skeifan 716 fm - 10 ára leigusamningur Lækjargata 300 fm 10 ára leigusamningur SÖLUSTJÓRI GUNNAR JÓN YNGVASON Skoðaðu heimasíðuna www.fyrirtaekjasala.is YUEYANG, AP Flóðahætta í Hunan héraði í Kína leið hjá í gær eftir að yfirborð Yangtze árinnar tók að lækka. Ekki er þó öll hætta lið- in hjá í Kína, spáð er þrumuveðri sem þýðir að aftur gæti skapast hættuástand. Vatnsyfirborð náði hámarki við Yueyang-borg síðla laugardags. Borgin stendur við árbakkann. Mikið hafði verið gert til þess að tryggja að varnargarðar héldu. Ein milljón manns, hermenn og íbúar, unnu við björgunarstörf. Í gærkvöldi var yfirborðið tek- ið að lækka og ljóst að varnar- garðar héldu. France Hurtubise, starfsmaður rauða krossins, sem var á ferðinni um flóðasvæðið, sagði við frétta- menn að útlit væri gott eins og er. 1.000 manns hafa látist í flóð- um og aurskriðum í Kína síðan í júní. Yfir 200 þeirra áttu heima í Hunan héraði. Flóðin eru nær ár- legur viðburður og eru íbúar orðnir vanir ástandinu, þó erfitt sé.  Enn von á vondum veðrum í Kína: Vatnsyfirborð Yangtze ár lækkar FISKAÐ Í FLÓÐUNUM Íbúar veiddu sér til matar í Dongting vatni við borgina Yueyang í gær. Sjá má hús sem hefur flætt inn í. Von er á þrumuveðri á þessum slóðum á næstu dögum. Þau gætu haft hrikalegar afleiðingar í för með sér. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Reykja- nesbæjar hefur vísað ósk félagsins RV-Ráðgjafar um lóð fyrir einka- rekinn leikskóla til skipulags- og byggingarnefndar bæjarins. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráð, Jóhann Geirdal, lýsti sig andsnúinn hugmyndinni. „Við styðjum það að fundin verði heppileg lóð fyrir nýjan leik- skóla hér í bæ. Við erum hins veg- ar andvígir því að verktakafyrir- tæki fái þá lóð til að reka „einka- rekinn“ leikskóla því það er hlut- verk sveitarfélaga að reka þetta fyrsta skólastig. Það er hins vegar tímabært að bærinn fari að undir- búa bygginu nýs leikskóla og því styðjum við að heppileg lóð sé tek- in frá fyrir þá starfsemi hið fyrs- ta,“ sagði í bókun Jóhanns á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Bæjarráðið fól fræðslustjóra bæjarins að safna upplýsingum um reglur og stuðning nágranna- sveitarfélaga við einkarekna leik- skóla.  Bæjarráð Reykjanes: Hugmynd um einkarekinn leikskóla veldur deilum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.