Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 24
Jæja, nú er svo komið að meira aðsegja ráðherrar í ríkisstjórninni
eru farnir að taka eftir því að allir
þegnarnir hafa það ekki jafngott í
þessu besta landi af öllum möguleg-
um löndum. Guðni Ágústsson talar
ex cathetra í Hóladómkirkju um fá-
ránlega misskiptingu veraldlegra
gæða og í Dómkirkjunni í Reykjavík
flytur séra Hjálmar brennandi boð-
skap sem bæði Frelsarinn og Karl
Marx hefðu verið stoltir af að þruma
sjálfir yfir lýðnum þegar þeir voru
upp á sitt allrabesta.
ÞAÐ er gott til þess að vita að
mannúðar- og jafnaðarboðskapur
skuli nú berast úr kirkjum landsins
sem eiga að hýsa ljós kærleika og
fagnaðarerindis, en Þjóðkirkjan hef-
ur á undanförnum árum virst eiga í
tilvistarkreppu og ekki getað gert
upp við sig hvort hún sé fremur
varðveislustofnun fyrir helgisiði,
fornaldarmúsík og orgelþórdrunur
ellegar vettvangur hins lifandi orðs.
ÞEIR Guðni ráðherra og séra
Hjálmar hafa riðið á vaðið; þeir
hafa sagt upphátt, hvor með sínu
lagi, það sem svo margir eru að
hugsa. Í nafni viðskiptafrelsis eykst
fákeppnin í samfélaginu. Risafyrir-
tæki drepa niður samkeppni með
afli sínu og bolabrögðum. Meðan
sjálftökuliðið mælir auð sinn í millj-
örðum eiga öryrkjar og ellilífeyris-
þegar að skrimta á hungurmörkum.
Það er sagt frá því í fréttum að fá-
tækir foreldrar treysti sér ekki til
að senda börn sín í framhaldsskóla
að loknu skyldunámi. Og í nær
hverjum fréttatíma er sagt frá von-
lausri baráttu forráðamanna heil-
brigðisstofnana við að ná endum
saman í rekstri, þrátt fyrir lokanir
og endalausa biðlista, rétt eins og
ætlast sé til þess að þessar langs-
veltu stofnanir eigi að skila okkur
öðrum hagnaði en þeim að bjarga
þeim mannslífum sem unnt er að
bjarga með auðæfum þjóðarinnar
og tæknikunnáttu.
EN það hlýtur að vera einhver von
um skynsamari og réttlátari tíma úr
því að ráðherrum úr ríkisstjórninni
er loksins farið að blöskra. Þorgeir
Ljósvetningagoði sá það fyrir að
tvær þjóðir í þessu litla landi, önnur
heiðin og hin kristin, ættu sér enga
framtíð. Á sama hátt rofnar friður-
inn þegar tvær þjóðir búa hlið við
hlið, önnur rík en hin fátæk.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Tvær þjóðir
í einu landi
Bakþankar
Þráins Bertelssonar
Sandtex V 10 lítrar
TILBOÐ
kr. 6.490.-
ÚTIMÁLNING
Flotefni • Málning
Múrviðgerðarefni
Verkfæri og fl.
Súðarvogur 14
www.golflagnir.is
S: 5641740