Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 10
SKIP Nýja Norræna var sjósett í Lübeck í Norður - Þýskalandi á laugardaginn. Skipið verður af- hent Smyril Line í mars á næsta ári, en þangað til verður unnið við innri frágang. Nýja ferjan mun taka um 1.500 farþega en gamla ferjan tekur 1.050. Rými verður fyrir 800 fólksbíla, en bíldekkin verða einnig notuð til að flytja frakt. Skipið er 36.000 brúttótonn, 164 metra langt og 30 metra breitt. Gamla ferjan er 12.000 brúttó- tonn, 129 metra löng og 21 metri á breidd. Hún gat flutt 280 bíla. Í nýju Norrænu verða lúxus- klefar, verslanir, veitingastaðir, barir, dansstaðir, leikherbergi fyrir börnin, sundlaug og lík- amsrækt. Smyril Line hefur stundað áætlunarsiglingar á Norður - Atlantshafinu síðastliðin 20 ár. Leiðin milli Íslands, Færeyja, Hjaltlandseyja, Noregs og Dan- merkur hefur síðan 1984 verið einu ferjusamgöngurnar milli meginlandsins og Vest-Norrænu landanna.  10 26. ágúst 2002 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Lübeck í Norður - Þýskalandi: Nýja Norræna sjósett Líffræðingurinn sem hætti að hugsa ÚTGERÐ Fjórar meginstoðir sterkra fyrirtækja kunna að vera að myndast í íslenskri útgerð. Hreyf- ingar á markaði benda til þess að menn séu að undirbúa frekari sameiningu fyrirtækja. Að undan- förnu hafa Sam- herjamenn verið að auka við hlut sinn í Síldarvinnslunni í gegnum kaup fyrir- tækisins sjálfs og fjárfestingafélags í stórri eign Þor- steins Más Bald- vinssonar, for- stjóra Samherja. S a m h e r j a m e n n voru með ráðandi hlut fyrir í Síldar- vinnslunni, en saman eru þessi fé- lög með ráðandi hluti í SR mjöli. Afl, fjárfestingafélag keypti á dögunum 20% hlut í Þormóði ramma. 20% eigandi í Afli er Þor- steinn Vilhelmsson frændi Þor- steins Más, en upp úr samstarfi þeirra slitnaði og seldi Þorsteinn Vilhelmsson hlut sinn í Samherja fyrir um 3 milljarða. Seljandi bréfa Þormóðs Ramma var Grandi sem hafði átt hlutinn um árabil. Orðrómur er uppi um að Grandi hyggist kaupa og samein- ast Haraldi Böðvarssyni á Akra- nesi innan skamms. Áform Granda þessa efnis hafa ekki far- ið leynt. Brynjólfur Bjarnason fyrrverandi forstjóri Granda tal- aði opinskátt um áhuga fyrirtæk- isins á sameiningu við útgerðarfé- lag í nágrenni Reykjavíkur. Salan á bréfum Þormóðs ramma ýtir enn undir þann orðróm. Rekstur Granda gekk vel undir stjórn Brynjólfs. Það þýddi að við sam- einingu yrði erfitt að ganga fram hjá honum í forstjórastól. Brynjólfur settist í stól forstjóra Landssímans. Þar með var sú hindrun úr sögunni. Sterkur orðrómur er uppi um að stjórn Granda sé ekki að flýta sér að ráða í hans stað meðan sameining við Harald Böðvarsson er á teikni- borðinu. Lykillinn að kaupum Granda er að Burðarás selji sinn hlut. Eftir því sem hermt er hafa stjórnendur Granda ekki áhuga á fjandsamlegri yfirtöku. Meðal annars þess vegna er forstjóra- stólnum haldið lausum. Samherji hefur lengi ætlað sér stóra hluti í íslensku atvinnulífi. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur löngum talað fyrir sameiningu og hagræðingu í greininni. Mjölverk- smiðjur er of margar hér á landi og ein ástæða þess að Samherji hefur haft áhuga á ráðandi tökum á SR mjöli í gegnum sjálfa sig og Síldarvinnsluna. Kaupin undan- farna daga eru líklega til að tryg- gja hlut sinn enn frekar. Burða- rás, eignarhaldsfélag Eimskipafé- lagsins, hafði til skamms tíma undirtökin í SR mjöli. Ekki er ólík- legt að þeir vilji ná þeim aftur. Burðarás hefur lýst yfir vilja sín- um til að fjárfesta í uppsjávar- veiðum og vinnslu. Auk hagræðingarmöguleika sem felast í mjölvinnslunni hefur Samherji verið með stórhuga áform um fiskeldi. Ráðandi hlutur í innlendri mjölframleiðslu trygg- ir aðgang að fóðri. Norsk fiskeld- isfyrirtæki hafa einmitt verið að fjárfesta í mjöliðnaði af þessum sökum, af ótta við að dræmar veiðar í Suður-Ameríku geti skap- að vandræði við öflun hágæða fóðurs. Burðarás hefur yfirtekið bæði ÚA og Skagstrending, en áður hafði ÚA keypt smærri fyrirtæki. Enn er nokkurt svigrúm fyrir Burðarás að fjárfesta. Þeirra stíll er að fara hægar í sakirnar, en Samherji. Hrina sameininga gekk yfir í sjávarútvegi fyrir nokkrum árum og myndaðist þá grunnur að þeim blokkum sem halda áfram að styrkja sig. Hagræðingarmögu- leikar eru enn töluverðir í grein- inni. Væntanlegar sameiningar nú eru þó af öðrum toga, en þær voru. Vel hefur árað í sjávarút- vegi, en þegar síðasta sameining- arhrina reið yfir áttu mörg smær- ri fyrirtæki í verulegum rekstrar- erfiðleikum. Nú horfa menn fyrst og fremst til þess að stærri ein- ingar gangi enn betur með sam- legðaráhrifum og hagræðingu. Kvótaþakinu hefur verið lyft, þó það hafi verið minna en menn gerðu sér vonir um. Hækkun kvótaþaksins gefur fyrirtækjun- um þó töluvert svigrúm hvað varðar heildarafla, þó vera kunni að menn þurfi að gæta að sér í ein- stökum tegundum. Gengi fyrir- tækja í sjávarútvegi hefur hækk- að mikið á einu ári. Kaup félag- anna hafa verið yfir mark- aðsvirði, þannig að ólíklegt er að þau kaup séu gerð í þeim tilgangi einum að selja bréfin aftur. haflidi@frettabladid.is Fjórar sterkar stoðir í sjávarútvegi Stórútgerðirnar hafa verið að kaupa hver í annari. Margt bendir til að sameiningar séu skammt undan. Forstjórastóll Granda geymdur vegna áhuga á sameiningu við Harald Böðvarsson. Verið að stilla upp stöðu fyrir frekari hagræðingu í greininni. BLOKKIR Í SJÁVARÚTVEGI 1. Grandi–– Haraldur Böðvarsson - Hraðfrystistöð Eskifjarðar- Ísfélag Vest- mannaeyja 2. Samherji– Hraðfrystistöð Þórshafn- ar- Síldarvinnslan– SR mjöl 3 Burðarás-ÚA-Skagstrendingur-Síldar- vinnslan- SR mjöl- Haraldur Böðvars- son 4. Afl - Þormóður rammi - Þorbjörn Fiskanes- Gunnvör- Guðmundur Run- ólfsson GRANDI Orðrómur er uppi um að Grandi hyggist kaupa og sameinast Haraldi Böðvarssyni á Akranesi innan skamms. Hrina samein- inga gekk yfir í sjávarútvegi fyrir nokkrum árum og myndaðist þá grunnur að þeim blokkum sem halda áfram að styrkja sig. SJÓSETNING Nýja ferjan mun taka um 1.500 farþega en gamla ferjan tekur 1.050. Barnamyndatökur. Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í mynda- tökunni 12 stækkanir 13 x 18 cm 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími : 554 3020 Passamyndatökur alla virka daga Albert Jensen skrifar Utan Sólnes, höfum við Íslend-ingar verið seinheppnir með fólk í stöðu umhverfisráðherra. Þetta mikilvæga starf hefur borist í hendur sauðtryggra flokksmanna, eða fólks sem skilur ekki ábyrgð og aðalatriði. Það er ekki andskotalaust sem við Frón- verjar látum yfir okkur ganga, enda leiðitamir. Það hefur komið sér vel fyrir grunnhyggna stjórn- málamenn sem enginn skilur hvernig náðu kosningu. Umhverf- isráðherra no. 2 gerði ekkert, hvorki gott né illt og fór í útlegð. Sá 3. hætti að hugsa þegar hann varð ráðherra og vildi bara vera húmoristi. Eitt af hans fyrstu verkum var að lýsa yfir sjálfbæru stríði við mófuglana. Hann koma á vargöld þar sem tófu og mink var úthlutað stórum svæðum og þeim bannað að fara út fyrir. Líf- fræðingurinn eða ráðherrann taldi þessi elskulegu dýr ekki míga á annarra land. Nú er svo komið að mófugl sést varla né heyrist og silungur og lax þora ekki fyrir sitt litla líf upp árnar því krúttlegu rándýrin eru hætt að hlýða. Rétt ólokið er að útrýma Rjúpunni, búið er að friða Hrafn- inn og Mávurinn orðinn gælufugl á tjörninni. Núverandi umhverfis- ráðherra er gráti næst yfir að fá ekki að taka ábyrgð á umhverfis- skemmdarverki á heimsmæli- kvarða og virðist seint ætla að átta sig á því til hvers ráðuneytið var stofnað. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.