Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 26. ágúst 2002
Dr. Birgit Kirkebæk:
Mannkynbót og
þroskaheftir
FYRIRLESTUR Dr. Birgit Kirkebæk,
prófessor í sagnfræði við Oslóarhá-
skóla, flytur í dag fyrirlestur í boði
Sagnfræðistofnunar. Fyrirlesturinn
ber yfirskriftina: „Fra galesten til
gen. Handicaphistoriske erfaringer
og nutidige betragtninger. Attituder
til - og behandling af - mennesker
med mentale handicap.“
Viðfangsefnið er mikilvægt og í
brennidepli nú, þegar erfðavísindi
eru í örum vexti, og sú þekking sem
þar fæst miðar að því að gera við
fóstur eða fjarlægja „gölluð“ fóst-
ur“, án mikillar yfirvegunnar leik-
manna og læknavísinda. Hér á landi
er þetta svið sagnfræði og fötlunar-
fræða nánast órannsakað, en þær
hugmyndir sem hafa mótað félags-
legar aðstæður fatlaðra og opinber-
ar aðgerðir í þeirra þágu eiga sér
rætur í danskri hefð, stjórnsýslu og
lögum langt fram eftir 20. öldinni.
Dr. Kirkebæk er brautryðjandi á
sviði rannsókna á fötluðum á Norð-
urlöndum. Hún stofnaði og rak um
árabil Institut for handikap historie
forskning í Danmörku og gaf út
tímarit á því sviði. Hún er einnig
mikilvirk í skrifum um þetta efni.
Doktorsritgerð dr. Kirkebæks, Da
de aandsvage ble farlige, sem út
kom árið 1993, er brautryðjanda-
verk um aðstæður og hugmyndir
varðandi þroskaheft fólk í Dan-
mörku 1884-1902. Þar skoðar
Kirkebæk meðal annars hugmyndir
mannkynbótahreyfingarinnar og
afleiðingar þeirra fyrir þroskaheft
fólk í Danmörku. Fyrirlesturinn
verður klukkan 16.15 í stofu 201 í
Odda og er öllum opinn.
ÚTBÚA ÞÚSUND STYTTUR
Indverjinn Ramesh Rajabhai af ættflokkn-
um Marvari leggur lokahönd á styttu af
Hindúa- guðinum Ganesha. Þetta er ein af
þúsund styttum sem gerðar verða af
Ganesha. Marvari-ættflokkurinn útbýr þær
allar og notar við hátíðahöld til heilla guð-
inum sem hefst 10. september. Standa há-
tíðarhöldin í eina viku.
Liverpool:
Árleg hátíð helguð minn-
ingu George Harrison
BÍTLAHÁTÍÐ Árleg Mathew Street-
hátíð, sem haldin er í Liverpool,
fæðingarbæ Bítlanna, verður í ár
helguð minningu Bítilsins George
Harrison. Upphaflegur trommu-
leikari Bítlanna, Pete Best, mun
verða fyrstur til að stíga á svið, en
hátíðin verður haldin á götum úti,
þar sem hljómsveitin kom fyrst
fram. Meira en 150 hljómsveitir
munu leika á fimm útisviðum og á
fjölda uppákoma innanhúss, sem
allar verða á gömlum slóðum
hljómsveitarinnar í Liverpool.
Stjórnendur hátíðarinnar segja
hana stærstu tónlistarhátíð innan
borgarmarka sem haldin er í
Bretlandi. Í ágúst í fyrra tóku
300.000 manns þátt í gleðinni og í
ár er búist við Bítlaaðdáendum
hvaðanæva úr heiminum. Heið-
ursgestur hátíðarinnar verður
systir Georges Harrisons, Louise,
sem kemur frá Illinois til að
heiðra minningu bróður síns, svo
og annarra hljómsveitarmeðlima.
Tveggja tonna mósaíkmynd eftir
John Lennon, sem hlotið hefur
heitið The Magic Eye, verður af-
hjúpuð á hátíðinni. Þá verður há-
tíðin aðgengileg tölvunotendum
um víða veröld, sem munu hafa
aðgang að lifandi vef um hátíða-
höldin þá þrjá daga sem þau stan-
da yfir. Harrison lést úr krabba-
meini á síðasta ári.
GEORGE HARRISON
Hefur verið kallaður feimni Bítillinn. Er hér
með Bob Dylan á tónleikum í Bangladesh.