Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.08.2002, Blaðsíða 2
Einar Oddur Kristjánsson, al-þingismaður og stjórnar- maður í RARIK, segir verðmat ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte & Touche á orkufyrirtækjunum RARIK, Orkubúi Vestfjarða og Norðurorku ásamt áformum um sameiningu þessara fyrirtækja vera draugagang og fjarstæðu. Engin ákvörðun hafi verið tekin um sameiningu. RÚV sagði frá. Náttúrufræðistofnun hyggstsetja rjúpuna á válista eftir að stofninn mældist minni en nokkru sinni fyrr. Stofnunin leggur til sölubann og styttingu veiðitímans um helming. Rjúp- urnar munu nú vera 300 þúsund talsins á haustin en voru eitt sinn um milljón. RÚV sagði frá. Dráttur sem varð á að samn-ingar milli ríkisvalds og að- ildarfélaga Bandalags háskóla- manna næðust árið 2000 sparaði ríkinu hátt í einn milljarð króna. Þetta er niðurstaða út- tektar sem unnin var fyrir bandalagið. RÚV sagði frá. Brotist var inn á bæjarskrif-stofurnar á Húsavík um helg- ina. Að sögn lögreglu var það að- allega smámynt sem var stolið. Nokkur erill var hjá lögreglunni á laugadagskvöldið vega ölvaðs fólks. Dansleikur var í bænum þá um kvöldið. ÍReykjavík voru tveir menn umtvítugt handteknir undir morg- un í austurborginni grunaðir um að hafa brotist inn í bíla við Hraunbæinn. Þýfi fannst í fórum þeirra. Lögregla á Ísafirði segir hafaverið rólegt undanfarið hjá embættinu. Til dæmis munu hafa orðið mun færri bílveltur í um- dæminu en í fyrrasumar þegar nokkuð var um slík óhöpp. 2 26. ágúst 2002 MÁNUDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR INNLENT SKIP Fljótandi „lúxusfjölbýlishús“ lagðist að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík í gærmorgun. Í skip- inu, sem nefnist The World of Residensea, eru 110 íbúðir og 88 gestaíbúðir á tólf hæðum. Íbúð- irnar eru allt að 300 fermetrar og kosta á bilinu 180 til 640 milljónir króna. Íbúarnir eru flestir mjög vel efnaðir og sestir í helgan stein. Tæplega helmingur þeirra er frá Bandaríkjunum. Þegar íbúarnir eru ekki um borð er hægt að leigja sumar íbúð- irnar og kostar dagurinn 170 þús- und krónur. Íbúarnir geta gert ýmislegt sér til dundurs meðal annars leikið golf. Um borð er stór púttvöllur með alvöru grasi, golfhermir og uppi á dekki er æf- ingasvæði þar sem golfarar geta slegið út í sjó. Notaðir eru sér- stakir umhverfisvænir golfboltar, sem leysast upp eftir 96 tíma í sjónum. Einnig eru golfararnir meðlimir í 114 golfklúbbum út um allan heim. Skipið, sem er 40 þúsund brúttótonn, er 196 metra langt og 29 metra breitt. Rúmlega 300 starfsmenn eru um borð. Skipið er nú í sinni fyrstu ferð og á heima- síðu þess á Netinu kemur fram að á meðal áfangastaða séu spenn- andi borgir eins og: London, Barcelona, Feneyjar, Bordeaux, St. Pétursborg, Reykjavik, San Francisco og Honolulu.  Lúxusfjölbýlishús í Sundahöfn: Dýrustu íbúðirnar kosta 640 milljónir THE WORLD OF RESIDENSEA Þegar íbúarnir eru ekki um borð er hægt að leigja sumar íbúðirnar og kostar dagurinn 170 þúsund krónur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Stúlkur á suðurleið: Veltu smá- jeppa á Kili LÖGREGLA Tvær stúlkur á leið suð- ur Kjöl veltu smájeppa sínum sunnan við Hveravelli. Stúlkurnar meiddust ekki. Bílinn var hins vegar óökufær á eftir. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi sem voru á leið á slys- stað um klukkan tvö í gær varð óhappið um hálfeitt-leytið. Stúlk- urnar hafi gert viðvart en síðan skilið jeppann eftir og tekið sér far með næstu rútu suður. Lögregla segir að mjög hafi dregið úr umferð um Húnavatns- sýslur frá því sem mest var í sumar.  Reykjanesbær: Innbrot í tölvuver LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í tölvuver Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um kvöldmatarleytið á laugardag. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík virðist engu hafa verið stolið og skemmdir verið litlar. Innbrotið er talið hafa verið framið á sama tíma og heimsóknartími var á sjúkra- húsinu. Talsvert af fólki var á skemmtistöðum í Reykjanesbæ. Keflavíkurlögreglan þurfti nokkrum sinnum að hafa af- skipti af drukknu fólki. Einn er grunaður um ölvun við akstur. Nokkrir voru sektaðir vegna ýmissa annarra umferðarlaga- brota.  LÖGREGLA Gríðarleg leit á Látra- strönd í Eyjafirði á laugardaginn að Ítalanum Davide Paita var al- gerlega árangurslaus. Björgunarsveitarmenn fín- kembdu alla Látraströndina frá Grenivík og norður úr. Um 130 menn gengu nánast hönd í hönd um svæðið. Að auki var leitað úr þyrlu landhelgisgæslunnar og fimm bátar sigldu með strönd- inni. Nánast hverjum steini var snúið við og leitaði í kjarri. Davide Paita kom til Íslands í byrjun maí. Hann dvaldist meðal annars í nokkrar vikur á sveita- bæ í nágrenni Súðavíkur á Vest- fjörðum. Hann hefur ferðast víða um land. Ferðir Paita síðustu vikurnar fyrir hvarfið hafa verið kort- lagðar býsna nákvæmlega. Paita var fékk bílfar frá Akur- eyri langleiðina til Grenivíkur miðvikudaginn 7. ágúst. Hann gisti á tjaldstæði bæjarins um nóttina. Fimmtudaginn 8. ágúst bað hann sundlaugavörð á Greni- vík fyrir hluta af farangri sínum. Hann sagðist ætla að ganga á Látraströnd. Hann hafði ekki kort af svæðinu en fékk hluta af grófu landakorti hjá sundlauga- verðinum. Paita sást í kring um Grenivík það sem eftir lifði fimmtudags- ins. Útilokað þykir að hann hafi farið að Látrum þennan dag. Á föstudeginum 9. ágúst var Paita kominn til Akureyrar. Það- an fékk hann far aftur út Eyja- fjörðin að Víkurskarði og sagðist vera á leið til Grenivíkur. Hann var skilinn þar eftir um klukkan hálfþrjú. Þar virðist Paita hafa hangið í norðannepju og rigningu í einn eða tvo klukkutíma án þess að fá far áfram. Klukkan sex sama föstudag var Paita aftur á Akureyri. „Í dag var kalt,“ skrifaði Paita þá í gestabókina á Umferðarmiðstöð- inni. Paita gisti á tjaldstæði á Aku- eyri aðfararnótt laugardagsins 10. ágúst. Eldsnemma um morg- uninn bað hann starfsmenn Um- ferðarmiðstöðvarinnar að geyma fyrir sig hluta farangurs síns. Þetta segist hann munu sækja eftir tvo daga. Síðan hefur ekkert til hans spurt. Staðreynd er að Ítalinn ritaði nafn sitt í gestabókina á Látrum. Ekki er ljóst hvenær það var. Næsta skráning á undan í gesta- bókina er færð inn 7. ágúst en næsta skráning á eftir 11. ágúst. Líklegast er talið að Paita hafi verið á Látrum 10. ágúst. „Sennilega er ég fyrsti Ítalinn sem kem í þetta rauða litla hús. Nú er sjá til hvort ég get haldið áfram,“ skrifaði Paita efnislega í gestabókina. Sporhundur rakti óhikað slóð Ítalans norður eftir. Þar hvarf slóðin. Gönguleiðin norður frá Látr- um og yfir í Keflavík liggur um skarð í fjallinu. Ófært er með- fram ströndinni, framhjá svo- kallaðri Gjögurtá. Ókunnugir geta auðveldlega lagt upp þessa röngu leið út með ströndinni þó þeir snúi síðan við þegar þeir komast ekki áfram. Leitarmenn fóru þessa leið með sérstökum útbúnaði á laugardaginni. Ekkert sást til Davides Paita. gar@frettabladid.is Slóð Ítalans rakin norður fyrir Látur Sporhundur rak slóð Ítalans Davides Paita norður fyrir Látur. Ítalinn fannst ekki þrátt fyrir gríðarlega nákvæma leit með stórri sveit manna, þyrlu og bátum á laugardaginn. DALVÍK ÓLAFSFJÖRÐUR AKUREYRI Greniví Eyjafjörður Hrísey DAVIDE PAITA „Sennilega er ég fyrsti Ítalinn sem kem í þetta rauða litla hús. Nú er að sjá til hvort ég get haldið áfram,“ skrifaði Paita efnis- lega í gestabókina á Látrum. Sporhundur rakti óhikað slóð Ítalans norður eftir. Þar hvarf slóðin. EYJAFJÖRÐUR Gönguleiðin norður frá Látrum og yfir í Keflavík í Skjálfandaflóa liggur um skarð í fjallinu. Ófært er meðfram ströndinni, framhjá svokallaðri Gjögurtá. Engu að síður fóru leitarmenn þessa leið með sérstökum útbúnaði á laugardaginni. Ókunnugir geta auðveldlega lagt upp þessa röngu leið út með ströndinni þó þeir snúi síðan við þeg- ar þeir komast ekki áfram. Bílanaust: Vel heppnað kassabílarallý ÆSKA Um fjölmargir hressir krakkar á aldrinum 6 til 12 ára tóku þátt í kassabílarallýi hjá versluninni Bílanausti við Borg- artún í gær. Það var haldið í til- efni 40 ára afmælis fyrirtækis- ins. Piero Segatta, forstöðumaður sölu og markaðssviðs Bílanausts, segir að alls hafi um 500 manns mætt á svæðið. Keppt var á tæp- lega 50 kassabílum. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Við erum ákveðin í að halda kassabíl- arallý á hverju ári hér eftir,“ seg- ir Piero.  KASSABÍLARALLÝ Kassabílarallý var haldið hjá Bílanausti við Borgartún í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Decode: Nýr botn HLUTABRÉF Gengi hlutabréfa Decode Genetics, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, náði nýju lágmarki á bandaríska Nas- daq hlutabréfamarkaðnum á föstudaginn. Lokagengi dagsins var 2.30 dollara á hlut. Gengið lækkaði um 6,12 prósent frá því deginum áður. Þá hafði gengið hjarnað lítillega við eftir að þá- verandi lágmarksgengi hafði náðst daginn þar áður. Gengi Decode er nú nærri átt- falt lægra en þegar hlutabréf þess voru við skráningu á Nasdaq um mitt ár 2000. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.