Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 16
16 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Hvað á iðnaðarráð- herra við? Anna Kristjánsdóttir, líffræðingur og læknir í Lundi, Svíþjóð, skrifar: Ítilefni af ummælum í Frétta-blaðinu 14. janúar 2003 vil ég fá að vita hvað iðnaðarráðherra á við með orðum sínum að barátta andstæðinga virkjunarinnar er- lendis komi verst niður á þeim sem hana heyja? Ég dreg þessar „lýðræðislegu samþykktir“ í efa. Felur lýðræði ekki í sér rétt- inn til að tala sínu máli, og mót- mæla ef svo vill? Hvernig getur þá ráðherra „undrast“? Ríkir tjáningarfrelsi á Íslandi í dag? Almennt óttast ég yfirgang þeirra sem stýra landinu. Hvað þýðir: „Ég ber ekki ábyrgð á þessu fólki á erlendri grund, það er verst fyrir það sjálft“ ? Hvað er verst fyrir það sjálft? Iðnaðarráðherra ber ábyrgð á verkum sínum til nútíð- ar og framtíðar. Ég ber líka ábyrgð og þess vegna hef ég reynt að beita mér eftir megni. Iðnaðarráðherra er ruglings- legur í ummælum sínum um Svía. Tvö sænsk stórfyrirtæki hafa dregið sig út úr verkefnun- um. Þau hafa borið við óvissu fyrirtækisins, en ekki, a.m.k. alls ekki eingöngu, umhverfissjónar- miðum. Þessi fyrirtæki stýra mér vitanlega ekki Svíþjóð enn og „representera“ ekki sænsku þjóðina. Vonandi eru sem flestir Svíar andvígir, en að blanda kjarnorku og „dubbelmoral“ hér inn í umræðuna er heldur klént. „Þeir þykjast geta haft eitthvað yfir okkur að segja“ Er þetta minnimáttarkennd? Eða vond samviska? Nær væri að reyna að læra af reynslu nágrannanna, óþarfi að endurtaka gömul mistök þeirra og endanlega skilja að Ísland, þrátt fyrir að vera eyja - er ekki eitt í heiminum! Skilja hverjar auðlindir Íslands eru og taka á því eins og menn hvernig, hvenær og hvar við ætlum að nýta þær. ■ Þeirri skoðun hefur verið kastaðfram að breytt kjördæmaskipan eigi eftir að hafa mikil áhrif á kjós- endur og kosninga- baráttuna og þá ef til vill fyrst og fremst á fylgi Framsóknarflokks- ins. Aukið vægi at- kvæða fólks í þétt- býlinu á suðvestur- horninu muni draga úr styrkleika flokksins. Að þeir tímar séu liðnir að Framsókn sæki miðlæga stöðu í íslenskum stjórn- málum til ójafnvægis atkvæða. En áhrif kjördæmaskipunarinn- ar geta orðið meiri og víðtækari. Stærri kjördæmi munu draga úr gildi sérhagsmuna smærri svæða. Það mun ekki koma neinum á þing að lofa malbiki á heiðina. Til þess eru of margar heiðar í nýju kjör- dæmunum. Nyrsta heiðin er ekki mál sem brennur á þeim sem búa syðst. Þótt nýja kjördæmaskipunin muni ekki útrýma kjördæmapoti í einu vetfangi mun hún örugglega breyta aðferðum potaranna. Þeir verða að hækka metnað loforðanna; lofa jarðgöngum í stað vegarspotta; háskóla í stað grunnskóla. Og þeir verða að gæta þess að lofa engu í nyrðri byggðum sem fólk sunnar í kjördæminu hefur engan hag af. Kjördæmaskipunin mun því flýta fyrir þróun færri og stærri byggða- og þjónustukjarna. Áhrif kjördæmaskipunarinnar á kjósendur kann að verða enn róttækari. Kjördæmin eru það stór að það er vandséð hvernig fólk í sitt hvorum enda þeirra getur fund- ið til meira samkenndar sín á milli en við íbúa annars staðar á landinu. Hverjir eru til dæmis sameiginleg- ir hagsmunir Suðurnesjamanna og bænda í Hreppunum? Ef til vill er auðveldast að sameina þetta fólk með því að bjóða því upp á sam- eiginlegan óvin; höfuðborgarsvæð- ið. Slík sölumennska kann að duga tímabundið en hún gerir það aldrei til lengri tíma. Það er líklegt að stærri kjör- dæmi leiði kjósendur að því að meta mál í stærra samhengi. Sveit- arstjórnarkosningar snúast um nærmálefni en þingkosningar um landsmálin í heild. Sá frambjóðandi sem stígur inn á stóra sviðið með lítil mál getur virst hjáróma. Ef til vill er þetta óskhyggja. Ef til vill eru sérhagsmunir byggð- anna sterkari en heildarhagsmunir landsmanna þegar á reynir. Og ef til vill munu kjördæmapotararnir aftur ná vopnum sínum. En mikið er það ljúf hugsun að breytt kjör- dæmaskipan muni draga mátt úr þeirri hugmynd að hlutverk þing- manna sé að ná sem mestu úr ríkis- sjóði til handa kjósendum sínum. ■ Sveitar- stjórnarkosn- ingar snúast um nærmál- efni en þing- kosningar um landsmálin í heild. Kjördæmapotara vantar leiksvið skrifar um áhrif breyttrar kjördæma- skipunar á landsmálin. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Laugardaginn 11. janúar birtistá miðopnu Morgunblaðsins grein eftir Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, þar sem hún lýsir fjálglega þeim einstæða árangri sem hún telur að ríkisstjórnin hafi náð á liðnum árum. Lífskjör ,,með því allra besta og allar helstu hag- stærðir sýna að við lifum nú mesta samfellda hagsældartíma- bil sem þjóðin hefur gengið í gegnum.“ Þessa sjáist víða merki og Hanna Birna segir það hafa verið ítrekað staðfest „í innlend- um og erlendum rannsóknum“. Að lokinni langri lýsingu á allri þessari hagsæld segir hún svo: „Komandi kosningar eiga umfram allt að snúast um að fólk og fyrir- tæki fái enn frekari tækifæri til bættra lífskjara, aukinnar mennt- unar og góðrar velferðarþjónustu en um leið frelsi til athafna og framfara.“ En hvernig skyldi núverandi ríkisstjórn vilja tryggja þá fram- tíðarsýn? Sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum hefur æ meir hneigst í átt til nýfrjálshyggju og sú stefna felur í sér eftirfarandi áherslur: Samkvæmt nýfrjálshyggjunni á að draga úr samfélagsþjónust- unni sem kostur er og láta fólk greiða hana fullu verði. Við sjáum dæmi um þetta núna, þegar fram- haldsskólar eru sveltir á fjárlög- um til að þröngva þeim til að fara að innheimta skólagjöld. Við sjá- um þetta líka í heilbrigðisþjónust- unni á hækkun lyfjakostnaðar og hækkun komugjalda á heilsu- gæslustöðvum. Innan Sjálfstæðis- flokksins eru jafnvel uppi áform um að einkavæða heilbrigðis- og velferðarþjónustuna. Samkvæmt nýfrjálshyggjunni á að hlutafélagavæða sem mest, t.d. vatnsveitur, orkukerfi og hafnir. Því miður hefur hlutafé- lagavæðing þó hingað til verið undanfari sölu hjá þessari ríkis- stjórn, sbr. Landssímann og bank- ana. Í anda nýfrjálshyggjunnar hefur ríkisstjórnin hlíft hátekju- fólki við sköttum með því að hækka skattleysismörk þeirra. Þessi ríkisstjórn hefur líka valið að setja það í forgang að lækka verulega skatta til stóreigna- manna og stórfyrirtækja svo að skiptir nokkrum milljörðum króna. Og samkvæmt nýfrjálshyggj- unni eru fjármunir þjóðfélagsins best komnir í höndum sem fæstra og núverandi ríkisstjórn hefur svo sannarlega unnið í þeim anda með því að færa örfáum mönnum á silfurfati sameign allrar þjóðar- innar, sjávarauðlindina. Í „landi tækifæranna“ hjá Hönnu Birnu er nú svo komið að ungir menn geta ekki komist að í sjávarútvegi, þar er nákvæmlega engin nýliðun. Í „landi tækifær- anna“ þurfa ungir menn nefnilega að gerast leiguliðar og leigja kvóta af lénsherrum. Í „landi tækifæranna“ eru sjávarbyggðir að leggjast í eyði af því hér er sov- éskt haftakerfi á sjávarútvegi sem bannar fólki að sækja sjóinn sinn. Frelsi til athafna er því mið- ur fótum troðið í „landi tækifær- anna“, en hins vegar má endalaust „hagræða“ fyrir stórfyrirtækin - en ekki fólkið í landinu. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir hagsældarskeið hafa lífskjör fólks á Íslandi aldrei verið eins misjöfn og þau eru nú. Það hefur myndast gjá milli þeirra sem hafa fengið fullt frelsi til að athafna sig með auðlind allrar þjóðarinnar og hinna sem fengu aldrei tækifæri til þess. ■ framkvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins skrifar. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Um daginn og veginn ,,Land tækifæranna“ VIRGINIA, BANDARÍKIN, AP Réttarhöld eru hafin í Fairfax í Virginíuríki þar sem úrskurða á hvort réttað verður yfir hinum 17 ára John Lee Malvo sem fullorðnum manni. Malvo er grunaður um að standa á bak við leyniskyttumorðin í Bandaríkjunum á síðasta ári ásamt stjúpföður sínum John Allen Muhammad. Ef ákveðið verður að leiða Malvo fyrir dóm sem fullorðinn mann á hann yfir höfði sér dauðarefsingu. Saksóknarar í málinu hafa barist fyrir því að Malvo verði leiddur fyrir kviðdóm eins og full- orðinn einstaklingur. Máli sínu til stuðnings benda þeir á að fingra- för og önnur sönnunargögn gefi til kynna að Malvo hafi framið að minnsta kosti þrjú af morðunum þrettán auk þess að hafa sært einn mann lífshættulega. Hann mun einnig hafa reynt að kúga yfirvöld til þess að reiða fram tíu milljónir Bandaríkjadala gegn því að árás- irnar hættu. ■ Leyniskytturnar fyrir rétt: Unglingurinn gæti hlotið dauðarefsingu RÉTTARHÖLD YFIR LEYNISKYTTU John Lee Malvo situr við hlið lögmanna sinna á meðan vitnaleiðslur fara fram til þess að ákveða hvort hann skuli færður fyrir rétt sem fullorðinn einstaklingur. HEIMSÓKN Vladímír Pútín Rúss- landsforseti stefnir að opinberri heimsókn hingað til lands og þekk- ist þar með boð forseta Íslands sem borið var fram er Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti Rúss- land fyrir skemmstu. Ekki er ljóst hvenær af heimsókninni getur orð- ið enda veður válynd í alþjóða- stjórnmálum og í mörg horn að líta hjá Rússlandsforseta. „Það er ekkert ákveðið með tímasetningar en þetta ætti að skýrast þegar líður á árið,“ segir Sveinn Björnsson, prótókollstjóri utanríkisráðuneytisins, en þar á bæ bíða menn tilkynningar frá for- setaembættinu um hvenær af heimsókninni verður. „Það getur orðið í haust eða síðar,“ segir Sveinn. Búast má við óvenju miklum öryggisráðstöfunum í höfuðborg- inni þegar Rússlandsforseti kem- ur, jafnvel þeim mestu frá því að Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkj- anna funduðu í Höfða við Sæbraut: „Ef og þegar Rússlandsforseti kemur verða öryggisráðstafanir miklar og örugglega ekki minni en þegar Reagan og Gorbatsjov voru hér. Enda ekki við öðru að búast eins og ástand heimsmála er,“ seg- ir Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri, sem enn hefur ekki fengið neinar upplýsingar frá yfir- völdum um væntanlega heimsókn. Sendiherra Rússa hér á landi hefur lýst áhuga á því að Pútín og Ólafur Ragnar leggi í sameiningu hornstein að rússneskri rétttrún- aðarkirkju sem fyrirhugað er að reisa í Reykjavík. Hafa Rússar áhuga á hafnarsvæðinu og verið í samningaviðræðum við Reykja- víkurborg um að fá lóð vestan við gamla Slippinn við Geirsgötu. Með þeirri staðsetningu vilja þeir vera í nálægð við rússneska sjómenn þegar þeir koma að landi. Tölu- verður fjöldi fólks hér á landi mun vera í rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunni og finnst mörgum tími til kominn að reisa hér kirkju. eir@frettabladid.is Pútín á leiðinni Mestu öryggisráðstafanir í höfuðborginni frá því Reagan og Gorbatsjov funduðu í Höfða. Utanríkisráðuneytið í viðbragðsstöðu. Ósk um að Rússlandsforseti leggi hornstein að Rétt- trúnaðarkirkju við Geirsgötu. PÚTÍN RÚSSLANDSFORSETI Á skíðum í Úralfjöllum í síðustu viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.