Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 33
21FIMMTUDAGUR 16. janúar 2003 KVIKMYNDIR Leikarinn George Clooney er nú farinn að leggja drög að framhaldsmynd „Ocean’s Eleven“ ásamt leikstjóranum Steven Soderbergh sem gerði með honum fyrstu myndina. Myndin kemur til með að heita „Ocean’s Twelve“ og talið er að leikarahóp- ur fyrri myndarinnar, sem inni- hélt meðal annars Brad Pitt, Juliu Roberts, Matt Damon og George Clooney, muni stíga aftur í hlut- verk sín í myndinni. Tökur á myndinni hefjast á næsta ári og er búist við frumsýn- ingu árið eftir það. Höfundur handrits er George Nolfi. Fyrri myndin var unnin upp úr mynd með sama nafni frá árinu 1960. Þar fóru allir helstu leik- menn Rottugengisins svokallaða, Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr., með aðalhlut- verk. Endurgerðin halaði rúmlega 14 milljarða króna í kassann. Slík velgengni ætti að fá menn til þess að hugsa sig tvisvar um að endur- skoða gerð framhaldsmyndar. ■ Framhaldsmynd Ocean’s Eleven: Bófarnir bæta í hópinn OCEAN’S TWELVE Talið er að allur leikarahópur Ocean’s Eleven komi til með að snúa aftur í framhaldsmyndinni. GEORGE LUCAS Kvikmyndagerðarmaðurinn George Lucas, skapari Stjörnustríðsheima, brosti sínu breiðasta er hann mætti til hátíðar banda- rískra gagnrýnenda á þriðjudagskvöldið í New York. Nú eru sögusagnir á kreiki um að Lucas ætli sér að gera annan Star Wars- þríleik að þessum loknum. Hann myndi þá halda áfram sögunni eftir atburði sem eiga sér stað í „Return of the Jedi“. SÉRSTÆÐUR BRÚÐARKJÓLL Þessi sérstæði brúðarkjóll var til sýnis á tískusýningu sem haldin var í Hong Kong nýverið. Tíu tískuhönnuðir frá Tævan sýndu þar nýjustu afurðir sínar. Hönnuðurinn Liang Jung-chen á heiðurinn af brúðar- kjólnum óvenjulega. EMINEM Ljósmyndir af Eminem verður meðal ann- ars að finna á sýningunni sem hefst í Lundúnum á morgun. Ljósmyndasýning í Lundúnum: 100 áhrifa- mestu hip- hoppararnir TÓNLIST Ljósmyndir af hljómsveit- um og tónlistarmönnum úr hip hop-geiranum á borð við Eminem, Public Enemy og Run DMC verða til sýnis á ljósmyndasýningu sem hefst í Lundúnum á morgun. Sýn- ingin kallast „Hip Hop Immortals Volume One“ og stendur yfir í sex vikur. Myndir af 100 áhrifamestu hip hop-tónlistarmönnum heimsins voru valdar í sýninguna. Meðal annars verða þar til sýnis ljós- myndir eftir breska ljósmyndar- ann Jennie Baptiste. ■ KVIKMYNDIR Leikarinn Tom Cruise er staddur um þessar mundir í Nýja-Sjálandi vegna nýjustu kvik- myndar sinnar, „The Last Samurai“, sem tekin verður upp víðs vegar um landið. Á myndinni má sjá Cruise framkvæma „hongi“, sem er hefð- bundin kveðja Maóra, ásamt hinni innfæddu Wahire. Kveðja var hluti af „Powhiri“ sem er athöfn sem haldin er til að bjóða nýja gesti velkomna til Nýja-Sjálands. Skömmu síðar var haldinn blaða- mannafundur til að kynna mynd- ina. ■ Heidi Fleiss semur: Hóru- mamma á hvíta tjaldið KVIKMYNDIR „Hórumamman frá Hollywood“, Heidi Fleiss, hefur gengið frá samningi við kvik- myndafyrirtækið Paramount um að gerð verði mynd sem byggð verður á lífshlaupi hennar. Mynd- in mun kallast „Pay the Girl“ og eru líkur taldar á því að Nicole Kidman farið með aðalhlutverkið. Fleiss, sem útvegaði ríkustu mönnum gleðikonur, er nýkomin úr fangelsi. Hún afplánaði þriggja ára dóm fyrir peningaþvott, skatt- svik og tilraun til hórmangs. ■ Tom Cruise á Nýja-Sjálandi: Tökur á Síðasta Sam- úræjanum að hefjast HONGI Cruise og Wahire heilsast að sið Maóra. AP/M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.