Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 6
6 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 80.01 0.65% Sterlingspund 127.94 0.15% Dönsk króna 11.33 -0.04% Evra 84.2 -0.02% Gengisvístala krónu 123,88 0,21% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 165 Velta 2.301milljónir ICEX-15 1.342 -0,07% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 8.785.180.347 Búnaðarbanki Íslands hf. 146.942.173 Kaupþing banki hf. 130.868.639 Mesta hækkun Vaki-DNG hf. 30,00% Íslenskir aðalverktakar hf. 4,62% Opin kerfi hf. 3,54% Mesta lækkun Íslenski hugbún.sjóðurinn hf. -3,45% Líf hf. -3,45% Marel hf. -2,70% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8726,6 -1,3% Nasdaq*: 1439,9 -1,4% FTSE: 3887,8 -1,5% DAX: 3054,8 -1,4% Nikkei: 8611,8 0,7% S&P*: 919,3 -1,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Samræming póstburðargjalda: Pósturinn að sliga fréttabréfin ÚTGÁFA Samræming á póstburðar- gjöldum Íslandspósts hefur orð- ið til þess að mörg félagasamtök eru að gefast upp á dreifingu fréttabréfa sinna og sjá ekki aðra leið en færa sig inn á Netið eða hætta alfarið útgafu. Það sama gildir um fjölda héraðs- blaða á landsbyggðinni. Hækkun póstburðargjalda vegna frétta- bréfa og annars sem sent er til áskrifenda hefur hækkað um helming og jafnvel meira: „Gamla gjaldskráin sem átti sér stoð í lögum gerði það að verkum að allt að þrefalt ódýr- ara var að senda fréttabréf heim til áskrifenda en að bera út bréf. Þetta stangast á við allar við- skiptavenjur og samkeppnis- reglur og þegar lagastoðin hvarf í mars síðastliðnum áttum við ekki annars úrkosti en að sam- ræma gjaldskrána og láta alla sitja við sama borð,“ segir Áskell Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá Íslandspósti. Skólavarðan, fréttabréf Kennarasambands Íslands, sér ekki fram á bjarta tíma. Í síðasta bréfi skrifar Helgi E. Helgason, upplýsingafulltrúi samtakanna: „Þessi furðulega ákvörðun Ís- landspósts veldur því að kostn- aður við dreifingu Skólavörð- unnar með óbreyttum hætti hækkar um 120-300 % eftir stærð blaðsins.“ Svipaður tónn er í Fréttabréfi rithöfundasambandsins þar sem framkvæmdastjóra og formanni hefur verið falið að kanna leiðir til að halda útgáfunni áfram án þess að hún verði sambandinu ofviða. Og hjá Bandalagi há- skólamanna eru menn ekki bjartsýnir: „Haldi Íslandspóstur fast við sitt er ljóst að endur- skoða þarf útgáfu blaðsins,“ seg- ir í pistli frá ritstjóra BHM tíð- inda. ■ Sprengju varpað fyrir mistök: Flugmennirnir á örvandi lyfjum LOUSIANA, BANDARÍKJUNUM, AP Tveir bandarískir orrustuflugmenn sem vörpuðu sprengju á kanadískt hermannvirki í Afganistan fyrir mistök höfðu tekið amfetamín áður en þeir fóru í loftið. Yfir- menn þeirra hjá flughernum höfðu afhent þeim lyfin til þess að hjálpa þeim að halda sér vakandi. Þetta kom fram í málflutningi lög- manns flugmannanna þegar þeir voru leiddir fyrir herrétt í Banda- ríkjunum á dögunum. Fjórir kanadískir hermenn létu lífið af völdum sprengjunnar og hafa orrustuflugmennirnir tveir meðal annars verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og van- rækslu í starfi. Lögmaðurinn heldur því fram flugmönnunum til málsvarnar að lyfið hafi slævt dómgreind þeirra og orðið til þess að þeim láðist að ganga úr skugga um að engir hermenn úr röðum bandamanna væru á svæðinu. ■ HEILBRIGÐISMÁL Sýklalyfjanotkun minnkaði hér á landi um þriðjung á árunum 1993 til 1998. Þrefalt fleiri börn með eyrnabólgu fá rör í eyru hér á landi en þekkist ann- ars staðar í heim- inum og fá þau ekkert síður sýkla- lyf en börn sem ekki eru með rör. Þetta kemur fram í rannsókn sem læknarnir, Vilhjálmur Ari Arason, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Karl G. Krist- insson, Aðalsteinn Guðmundsson, Helga Erlendsdóttir og Sigurður Guðmundsson hafa gert og birt í þekktum læknaböðum. Að sögn Vilhjálms A. Arasonar læknis var rannsóknin gerð til að kanna hvort árangur hefði náðst í að minnka mikla sýklalyfjanotkun barna, einkum vegna eyrnabólgu. „Í ljósi þess hve há tíðni röra í eyru er hér má spyrja hvort það úrræði er ekki ofnotað hér á landi þar sem ein aðalástæða þess að rörum er komið fyrir í eyrum barna er að minnka tíðni bráða- eyrnabólgu og sýklalyfjanotkun.“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að mikill ávinn- ingur hafi náðst meðal heimilis- lækna í að fækka sýklalyfjaávísun- um en komið hafi í ljós að það fari saman þekking foreldra á skað- semi þeirra og hvort læknir ávísar sýklalyfi. Eftir því sem þekking foreldra er meiri, því minni líkur eru á því að læknirinn ávísi sýkla- lyfjum. Vilhjálmur segir að bakteríur sem valda eyrnabólgu og öðrum sýkingum í öndunarfærum hafi í vaxandi mæli orðið ónæmar fyrir sýklalyfjum, einkum pneumókokk- um sem bárust hingað til lands um 1990 og fjölgaði ört fyrst á eftir. „Á undanförnum árum hefur tekist að snúa þeirri þróun við. Þennan árangur ber að þakka aðgerðum lækna og heilbrigðisyfirvalda sem hafa hvatt til aðhalds í notk- un sýklalyfja, ekki síst þegar um er að ræða vægari gerðir af eyrnabólgu barna. Aðhald í sýkla- lyfjaávísunum lækna er enn mik- ilvægara þegar um er að ræða vægar sýkingar sem geta læknast af sjálfu sér, því þá getur ávinn- ingurinn verið tvíræður ef á móti kemur vaxandi ónæmi þessara bakteríustofna,“ segir Vilhjálmur A. Arason. bergljot@frettabladid.is STUND MILLI STRÍÐA Indónesískir lögreglumenn taka sér pásu og horfa á eld sem námsmenn hafa kveikt í mótmælum sínum gegn verðhækkunum. Verðhækkanir í Indónesíu: Mótmæla daglega JAKARTA, AP Verðhækkanir á elds- neyti, rafmagni og símaþjónustu hafa valdið mikilli reiði í Indónesíu. Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í nokkrum helstu borgum landsins undanfarna daga. Í gær gripu lögreglumenn til þess ráðs að skjóta aðvörunarskotum til að dreifa mótmælendum sem réð- ust að flokksskrifstofum stjórnar- flokksins í einni héraðshöfuðborga landsins. Almenningur hefur krafist þess að verðhækkanir upp á sex til 22% verði teknar til baka en stjórnvöld segjast ekki hafa nokkur áform um það. Hækkununum er ætlað að stoppa upp í fjárlagahallann. ■ Nautakjöt á alþjóðamarkaði: Samdráttur í framleiðslu LANDBÚNAÐUR Útlit er fyrir minnk- andi framleiðslu á nautakjöti í heiminum á þessu ári, en vaxandi neyslu, samkvæmt alþjóðlega greiningarfyritækinu GIRA. Í Evrópu hefur neyslan minnkað mjög mikið undanfarin ár vegna kúariðufársins. Gert er ráð fyrir því að innan landa Evrópusambandsins muni nautakjötsframleiðslan drag- ast saman um 1%, en neyslan aukast um 1,5%. Samkvæmt þessu er útlit fyrir að verð til bænda hækki um nærri 4%. ■ Þungaðar konur: Fita hættu- leg fóstrinu HEILSA Nýleg bresk rannsókn gef- ur til kynna að konur sem borða fituríka fæðu á meðan á með- göngu stendur geti aukið líkurn- ar á því að börn þeirra fái hjarta- sjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Sérfræðingarnir sem fram- kvæmdu rannsóknina notuðu rottur sem þeir ólu á fæðu svip- aðri fituríkum skyndibitamat. Í ljós kom að ungar rottanna voru mun líklegri til þess að þess að fá hjarta- og æðasjúkdóma en eðli- legt er. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja afar sláandi þar sem fitu- rík fæða nýtur mikilla vinsælda meðal þungaðra kvenna í hinum vestræna heimi. ■ Lögbanni aflétt: Skildi ekki eigið vottorð DÓMSTÓLAR Dómstóll í New York hefur aflétt lögbanni sem Jóhannes Jónsson í Bónus fékk sett á sölu lystisnekkjunnar Thee Viking. Jóhannes og Jón Ásgeir sonur hans telja sig hafa fjármagnað kaupin á bátnum á sínum tíma að hluta gegn því loforði Jóns Geralds Sullenbergers að þeir fengju hluta- bréf í eignarhaldsfélagi um bátinn. Lögbannið sem sett var á söluna mun hafa verið byggt á vottorði sem Jóhannes gaf út. Dómstóllinn í New York segir að þar sem í ljós hafi komið að Jóhannes skilji ekki það sem fram komi á vottorðinu, sem ritað er á ensku, geti lögbannið ekki byggt á því. ■ Prestur í Noregi ákærður: Safnaði barnaklámi TROMS, NOREGI Prestur í bænum Troms í Noregi hefur verið ákærð- ur fyrir að hafa undir höndum 3560 myndir sem skilgreindar hafa verið sem barnaklám, að því er fram kemur í norskum fjölmiðl- um. Ákæra hefur einnig verið gef- in út á hendur manninum fyrir að hafa leitað á tíu ára gamlan dreng. Prestinum var vikið úr embætti um leið og upp komst um málið en grunsemdir um háttalag hans vöknuðu þegar nágrannarnir tóku eftir því að hann var ítrekað heim- sóttur af ungum drengjum. Myndirnar fundust í tölvu prestsins og hefur hann játað að hafa sýnt þær börnum auk þess að hafa látið þau horfa á klámmyndir. Presturinn hefur aftur á móti þvertekið fyrir að hafa nokkurn tíma leitað á eða misnotað með öðrum hætti barn undir lögaldri. ■ Akranes: Engir tvíburar FÆÐINGAR Fæðingum á Akranesi fækkaði á síðasta ári miðað við árið á undan. Í fyrra fæddust alls 158 börn á S j ú k r a h ú s i Akraness, 94 strákar og 64 stelpur. Er það breyting frá fyrri árum þeg- ar hlutfall kynj- anna var miklu jafnara. Athygl- isvert er að á síðasta ári fæddust engir tvíburar á Akranesi og þyk- ir það með eindæmum. ■ VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 34 1. 2. 3. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra kepptust um fyrsta sætið í Norðaustur- kjördæmi fyrir skömmu. Hvort hafði betur? Forseti Rússlands er sagður væntanlegur til Íslands á kom- andi hausti. Hvað heitir hann? Bandarískur rappari vann til fernra verðlauna á Bandarísku tónlistarverðlaununum í Los Angeles. Hver var það? TVÍBURAR Engir slíkir fæddust á Akranesi í fyrra. RÖR Í EYRU MUN ALGENGARI HÉR Spyrja má hvort það úrræði að koma röri fyrir í eyra barna með eyrnabólgu sé ekki ofnotað hér á landi. Eftir því sem þekking for- eldra er meiri, því minni líkur eru á því að læknir ávísi sýklalyfjum. Sýklalyfjanotkun meðal barna minnkar Rannsókn sýnir að tekist hefur að minnka sýklalyfjanotkun meðal barna um þriðjung. Á hinn bóginn eru rör í eyru notuð mun oftar hér en þekkist annars staðar. ORRUSTUFLUGMENN LEIDDIR FYRIR RÉTT Flugmaðurinn Harry Schmidt gengur út úr réttarsalnum ásamt konu sinni. Verði hann fundinn sekur af öllum ákæruatriðum á hann yfir höfði sér allt að 64 ára fangelsi. AP M YN D /A C H M AD I B R AH IM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.