Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 14
16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR Afföll á húsbréfum lækka: Ávöxtunarkrafa undir 5% múrinn FJÁRMÁL Ávöxtunarkrafa hús-og húsnæðisbréfa hefur lækkað mik- ið undanfarna mánuði og í fyrra- dag var ávöxtunarkrafa húsbréfa komin undir 5% múrinn. Snorri Jakobsson hjá greining- ardeild Kaupþings segir að ástæð- an liggi fyrst og fremst í aukinni eftirspurn. Á bak við lækkun ávöxtunarkröfu húsbréfa að þessu sinni séu umtalsverð viðskipti eða fyrir um fjóra milljarða króna. Hann segir að ávöxtunarkrafa á löngum verðtryggðum bréfum hafi verið mjög há með tilliti til annarra vaxta á markaðnum. „Verðlagning húsbréfanna var mjög sanngjörn,“ segir Snorri. „Það er kannski aðalástæðan fyrir því að menn hafa verið að sækjast eftir þessum bréfum.“ Snorri segir að ávöxtunarkraf- an hafi lækkað mikið síðustu tvo mánuði. Hún sé nú um 20 til 30 punktum lægri en hún hafi verið um miðjan seinasta mánuð. Ávöxtunarkrafa IBH21 lækkaði mest í fyrradag eða um níu punkta og stendur krafan nú í 5,03%. Ávöxtunarkrafa lengstu húsbréfanna fór undir 5% og stendur ávöxtunarkrafa IBH37 í 4,99% og IBH41 í 4,98%. Afföll á húsbréfum eru nú á bilinu 2,3% til 3,4% en síðastliðið vor voru þau í kringum 12%. ■ Svikin eru á ábyrgð samgönguráðherra Margrét Frímannsdóttir segir að ákvörðun um frestun Suðurstrandar- vegar sé þingmeirihlutans og án samráðs við stjórnarandstöðu. Tvöföld- un Reykjanesbrautar olli frestun segir Kjartan Ólafsson alþingismaður. SAMGÖNGUR „Þessi arfalélega sam- gönguáætlun felur í sér svik sem eru á ábyrgð samgönguráðherra og þingmeirihlutans. Ólafur Áki verður að beina spjótum sínum annað en að okkur stjórnarand- stöðuþingmönnum sem eigum ekki stafkrók í áætlun- inni og berum því enga ábyrgð,“ seg- ir Margrét Frí- mannsdóttir, al- þingismaður Sam- fylkingar á Suður- landi, vegna þeirra orða Ólafs Áka R a g n a r s s o n a r, bæjarstjóra Sveit- arfélagsins Ölfuss, að í frestun á framkvæmdum við fyrirhugaðan Suðurstrandarveg séu svik þingmanna sem á fundi fyrir nokkrum misserum hafi fullvissað Sunnlendinga um að Suðurstrandarvegur yrði að veru- leika. „Það er rétt hjá bæjarstjóran- um að fram kom á fundi okkar þingmanna með heimamönnum kom fram hjá öllum að ekki væri ætlunin önnur en sú að Suður- strandarvegur yrði að veruleika,“ segir Margrét. Hún segir að stjórnarandstöðu- þingmenn hafi ekki verið spurðir ráða áður en ný samgönguáætlun var lögð fram. Hún segir að ljóst sé að með því að hætta við fram- kvæmdir sé verið að svíkja þau loforð sem gefin voru áður en til kjördæmabreytingarinnar kom. „Þetta er loforð sem gefið var í kringum kjördæmabreytinguna og forsenda fyrir stækkun kjör- dæmisins til að tengja Reykjanes og Suðurland sem eina heild. Það er fráleitt annað en að við munum berjast af fullri hörku fyrir því að staðið verði við loforðin. Þeir sem ósáttir eru við svikin verða að beina orðum sínum að þeim sem eiga það skilið,“ segir Margrét. Hún segir að Suðurstrandar- vegur hafi um árabil verið talinn forgangsverkefni í samgöngumál- um. Þar hafi farið saman skoðun þingmanna kjördæmisins og íbú- anna. Þessi ákvörðun sé því svik við stjórnarandstöðuþingmenn ekki síður en íbúana. Kjartan Ólafsson, alþingismað- ur Sjálfstæðisflokksins, segist hafa verið mjög áfram um að Suð- urstrandarvegur yrði lagður. „Ákvörðun um tvöföldum Reykjanesbrautar, sem er mjög hagkvæmt verkefni, olli því að þessi framkvæmd færðist aftur fyrir. Suðurstrandarvegur er þó tenging í hinu nýja kjördæmi og skiptir miklu máli. Þessi lang- tímaáætlun er þó bara áætlun sem má breyta. Ég hef enga trú á öðru en að hægt verði að flýta Suður- strandarvegi,“ segir Kjartan. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra svaraði ekki skilaboð- um Fréttablaðsins vegna þessa máls. rt@frettabladid.is Botnfiskkvóti Færeyja við Ísland: Mega veiða 5.600 tonn í ár SJÁVARÚTVEGUR Færeyskum skipum er heimilt að veiða samtals 5.600 tonn af botn- fiski í íslenskri lögsögu á þessu ári. Þar af eru 1.200 tonn af þorski og 80 tonn af lúðu, sem er sama magn og þeim var heimilt að veiða á síðasta ári. Þetta var ákveð- ið á árlegum fundi sjávarút- vegsráðherra Íslands og Færeyja um helgina. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en Jørgen Niclasen landstjórnarmað- ur fór fyrir þeirri færeysku. Á fundinum var ákveðið að halda gagnkvæmum veiðiheimildum í uppsjávartegund- um óbreyttum. Innan færeysku lög- sögunnar er Íslendingum því heimilt að veiða 2.000 tonn af annarri síld en þeirri norsk-íslensku og 1.300 tonn af makríl. Heimildir færeyskra skipa til loðnuveiða á ver- tíð 2003/2004 verða áfram 30.000 tonn, enda breytist forsendur ekki í veruleg- um atriðum, auk 10.000 tonna af þeim heimildum sem Færeyjar fá af veiði- heimildum Grænlands. Þá verða gagnkvæmar heim- ildir til kolmunnaveiða og síldveiða úr norsk-ís- lenska síldarstofninum óbreyttar á þessu ári. ■ Grænland: Landstjórnin fallin KAUPMANNAHÖFN, AP Deilurnar í grænlenska þinginu tóku afger- andi stefnu í gær þegar Hans En- oksen, formaður landstjórnarinn- ar, sleit stjórnarsamstarfinu við vinstri flokkinn Inuit Ataqatigitt. Landstjórn Grænlands er þar með fallin en Enoksen hefur þeg- ar hafið stjórnarmyndunarvið- ræður við borgaralega flokkinn Atassut fyrir hönd flokks síns, Siumut. Gengið hafði á ýmsu í sam- starfi IA og Siumut en það var uppsögn þriggja flokksbræðra Enoksen sem gegndu embættum í heimastjórninni sem fyllti mæl- inn. Enoksen var þvingaður af þingmönnum IA til að víkja þeim frá störfum í kjölfar deilna sem risu þegar einn mannanna réð heilara til að reka illa anda úr húsakynnum heimastjórnarinn- ar. ■ KAUPÞING Snorri Jakobsson hjá greiningardeild Kaup- þings segir að ástæðan fyrir lækkun ávöxt- unarkröfu hús- og húsnæðisbréfa liggi fyrst og fremst í aukinni eftirspurn. KJARTAN ÓLAFSSON Suðurstrandarvegur varð að víkja fyrir Reykjanesbraut. „Þetta er lof- orð sem gefið var í kringum kjördæma- breytinguna og forsenda fyrir stækkun kjördæmisins til að tengja Reykjanes og Suðurland.“ ÁRNI M. MATHIESEN Þingaði með færeysk- um um gagnkvæmar veiðiheimildir. Þriðja árið í röð fá Færey- ingar að veiða 5.600 tonn af botnfiski við Ísland. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FRÍSTUNDANÁM Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið Fjölbreytt tungumálanám: Byrjenda- og framhaldsflokkar. Norska, sænska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, rússneska, pólska, tékkneska og arabíska. Talflokkar og upprifjun í dönsku, sænsku, ensku, frönsku, þýsku, spænsku og ítölsku fyrir þá sem hafa áður lært en lítið notað þessi tungumál. Daglegt mál og lestur bókmenntatexta. Myndlist og handverk: Fatasaumur, skrautskrift, glerlist, glermósaík, teikning og vatnslitamálun, olíumálun, skopmyndateikning, prjón, myndprjón, hekl. Önnur námskeið: M.a. nýstárlegt fjármálanámskeið, leiðin til velgengni, hugrækt – sjálfsefli, matreiðsla fyrir karlmenn, vísna- og söngtextagerð, skokk, húsgagnaviðgerðir, tölvusmiðja, ritlist – skapandi skrif. Námskeið fyrir börn og unglinga: Norska, sænska, danska fyrir 7 - 11 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Leiklist fyrir 11 - 13 ára, leikæfingar – spuni. Spænska fyrir 7 - 13 ára, byrjenda- og framhaldsnámskeið. Aðstoðarkennsla í stærðfræði 9. og 10. bekkjar grunnskóla. Kennsla í almennum flokkum hefst 20. janúar. ÍSLENSKUKENNSLA Kennsla í lestri og ritun – einkatímar. Íslenska – ritun (stafsetning og málfræði). Íslenska fyrir útlendinga (1.-5. stig) morgun-, síðdegis- og kvöldkennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Íslenska – talflokkar og ritun. Kennsla í íslensku hefst 27. janúar. Innritun stendur yfir í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9-21 virka daga. Upplýsingar í síma: 551 2992. Fax: 562 9408. Netfang: nfr@namsflokkar.is - Vefsíða: www.namsflokkar.is Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.