Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 27
Fyrir björt heimili
- gluggar úr áli og tré
Dönsk hönnun og hugvit eru
trygging fyrir gæðum.
Húsasmiðjan býður viðskiptavinum sínum glugga
og hurðir frá Ideal Combi í Danmörku. Gluggarnir fást
í ýmsum útfærslum, tvær tegundir af ál-/trégluggum
og einnig hinir hefðbundnu trégluggar. Öll framleiðsla
kemur fullunnin frá verksmiðju, gluggarnir er málaðir
og glerjaðir og búið er að ganga frá opnanlegum
fögum og hurðum í karma. Gluggarnir koma ekki í
stöðluðum stærðum svo að allir viðskiptavinir ættu
að geta fengið stærð og útlit sem hentar hverju sinni.
9
Pýþagóríski heimspekingurinn Achytas frá
Tarentum, sem var uppi á fimmtu öld fyrir
Krist, er talinn hafa fundið upp skrúfuna.
Upphaflega voru þær notaðar í vín- og
ólífupressur. Almenningur tók skrúfur ekki í
notkun fyrr en fjórum öldum síðar og voru
þær gerðar úr tré.
Járnskrúfur (með beinu spori) komu ekki til
sögunnar fyrr en á 15. öld. Bandaríkjamað-
urinn David Wilkinson var fyrstur manna til
að fjöldaframleiða járnskrúfur árið 1789.
Viðskiptamaður frá Portland, Henry F.
Phillips að nafni, fann upp stjörnuskrúfuna
árið 1936. Hann vissi að bílaframleiðendur
þurftu á skrúfum að halda sem mættu við
meira átaki en þær hefðbundnu. Stjörnu-
skrúfur eru til í ýmsum tegundum og fyrir
mismunandi verk.
Smiðir eru þó flestir hættir að nota stjörnu-
skrúfur og hafa þess í stað tekið upp sex-
hyrndar torx skrúfur.
Torx skrúfurnar koma upphaflega frá Banda-
ríkjunum. Þær komu fyrst í Húsasmiðjuna
árið 1996 og varð Ísland þar meðal fyrstu
Evrópulanda til að taka þær í notkun.
Saga
skrúfunnar