Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1
FRAMBJÓÐANDI Pólitísk leiðsögn í lauginni bls. 34 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 16. janúar 2003 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Bíó 24 Íþróttir 18 Sjónvarp 26 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TÓNLEIKAR Á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands kl. 19.30 í Há- skólabíói verða flutt verk eftir Béla Bartok, Hauk Tómasson og Charles Ives. Hljómsveitarstjóri er Ilan Volkov, einleikari Sharon Bezaly. Kór Langholtskirkju syngur með. Hljómsveit og kór KÖRFUBOLTI Fjórir leikir verða leikn- ir í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Haukar taka á móti UMFN á Ásvöllum. Tindastóll tekur á móti Keflavík á Sauðárkróki, UMFG sækir ÍR heim í Seljaskóla og Valur og KR mætast í Valsheimilinu. Leikirnir hefjast allir klukkan 19.15. Fjórir leikir í körfubolta FUNDUR Ólafur Helgi Þorgrímsson, meistaranemi í fjármálum, kynnir meistararitgerð sína: Nýbyggingar og viðhald eldri bygginga á mið- bæjarsvæðinu. Málstofan fer fram í Kaffistofu Odda, þriðju hæð og hefst klukkan 12. Nýbyggingar og viðhald MYNDLIST Tumi Magnússon opnar sýningu í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún klukkan 17 í dag og Frið- rik Tryggvason ljósmyndari opnar sýningu á Mokka kaffi við Skóla- vörðustíg. Tvær opnanir TÍSKA Frumlegt í Hong Kong FIMMTUDAGUR 13. tölublað – 3. árgangur bls. 24 KVIKMYNDIR Puð í Detroit bls. 32 VEIÐIHEIMILDIR Smábáturinn Ás SU í Mjóafirði er miðstöð stórfelldra við- skipta með veiðiheimildir. Alls hafa 148 færslur með veiðiheimildir far- ið um trilluna síðan í upphafi kvótaársins í september á síð- asta ári eða rúmlega ein færsla á dag. Á síðasta kvótaári voru færslurnar alls 334. Ás, sem er um þrjár rúmlestir að stærð og skráður sem smábátur á aflamarki, er í eigu Sigfúsar Vil- hjálmssonar, hreppstjóra og oddvita á Brekku í Mjóafirði. Það er Kvóta- bankinn í Garðabæ sem er að baki millifærslunum með kvótann. Fyr- irtækið er sennilega umsvifamesta einkafyrirtæki á landinu í viðskipt- um með kvóta. Viðskiptin eru fólgin í því að fyrirtækið leigir til sín kvóta og framleigir hann síðan til þeirra sem stunda fiskveiðar. Oft getur verið nokkur mismunur á kaupverði og söluverði. Sigfús Vilhjálmsson í Mjóafirði segir að millifærslurnar um bátinn séu með sínu leyfi. Hann segist ekk- ert hafa upp úr þessu sjálfur. „Það er bara í greiðaskyni að ég hef leyft að safnað sé á bátinn. Eina sem ég veit af þessu er að Fiskistofa sendir mér yfirlit í pósti með hverri færslu,“ segir Sigfús, sem vikulega fær póst frá Fiskistofu. Hann kveðst hafa fullvissað sig um að þetta væri löglegt áður en millifærslurnar hófust árið 2001. Enginn afli er skráður á smábát- inn Ás frá upphafi kvótaársins en báturinn hefur yfir að ráða um 20 tonna kvóta. Sigfús segist veiða þann kvóta sjálfur á vorin. Hann segist reyndar vera andsnúinn því að veiðiheimildir gangi kaupum og sölum. „Ég skil ekki af hverju leyft var í upphafi að selja og kaupa óveiddan fisk. En ég sé ekki hvernig hægt verður að losna út úr þessu kerfi,“ segir Sigfús hreppstjóri. Lögum samkvæmt er heimilt að leigja í burtu helming varanlegra aflaheimilda einstakra skipa. Auð- unn Ágústsson, forstöðumaður veiðiheimildasviðs Fiskistofu, segir að þar á bæ sé grannt fylgst með því að reglum sé fylgt. „Það er engin takmörkun á því hve margar færslur eru fram og til baka á meðan aflaheimildirnar á bátnum á hverjum tíma eru ekki umfram áætlaða veiðigetu,“ segir Auðunn. Jón Karlsson, eigandi Kvóta- bankans, vildi ekkert tjá sig um millifærslurnar þegar leitað var eft- ir því. rt@frettabladid.is STJÓRNMÁL Átök eru nú meðal Fram- sóknarmanna í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Þar hefur uppstilling- arnefnd ekki enn komist að niður- stöðu en hverfandi líkur eru taldar á að Guðjón Ólafur Jónsson verði settur í 2. sæti á framboðslista þar. Þyngst vegur framganga hans á kjördæmisþingi fyrr í vetur. Hart er lagt að uppstillingarnefnd að velja einhvern annan en Guðjón og hefur þeim skilaboðum verið komið rækilega á framfæri að meirihluti félagsmanna Framsóknarfélags Reykjavíkur suður sé að öðrum kosti tilbúinn að stofna nýtt félag. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er undirbúningur vegna þess kominn vel á veg. Þá þykir mönnum ekki ganga að hafa þrjá karlmenn í fjórum efstu sætum Reykjavíkurkjördæmanna. Fyrir liggur að Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins, leiðir í norðurkjördæminu og Árni Magnússon verður í öðru sæti. Þá mun Jónína Bjartmarz leiða í Reykjavíkurkjördæmi suður. Björn Ingi Hrafnsson, forstöðumaður kynningarmála flokksins og skrif- stofustjóri þingflokks, og Guðjón Ólafur Jónsson, formaður kjördæm- issambands flokksins í suðurkjör- dæminu, hafa verið nefndir í annað sætið en sterk krafa er nú uppi um að Vigdís Hauksdóttir varaþing- maður skipi annað sætið. Rökin fyr- ir því eru meðal annars sögð að jafna þurfi hlutföll kynja efstu manna í Reykjavíkurkjördæmun- um. Þá er vaxandi óánægja með að þrír af fimm starfsmönnum flokks- skrifstofunnar skuli á leið í framboð en Dagný Jónsdóttir, Árni Magnús- son og Björn Ingi Hrafnsson eru öll orðuð við framboð eða þegar komin á lista. ■ REYKJAVÍK Sunnan 5-10 m/s. Skýjað og slydda. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 18-23 Snjókoma 3 Akureyri 13-18 Snjókoma 3 Egilsstaðir 13-18 Snjókoma 3 Vestmannaeyjar 5-10 Rigning 3➜ ➜ ➜ ➜ - - - + ÞETTA ER OKKAR LAND LÍKA Ungmenni fylktu liði við Alþingishúsið í gær og mótmæltu stóriðjuáformum stjórnvalda. Mótmæli unga fólksins voru táknræn, þau röðuðu sér upp og báru vatn í bakgarð Alþingishússins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Átök meðal framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður: Nýtt félag ef Guðjón skipar 2. sæti Miðstöð kvóta- brasks í Mjóafirði Þriggja tonna trilla í eigu hreppstjórans á Brekku notuð sem milliliður í stórfelldum kvótavið- skiptum Kvótabankans. Útgerðarmaðurinn segist leyfa kvótafærslurnar í greiðaskyni en vera andvígur því að óveiddur fiskur gangi kaupum og sölum. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 53% 72% Alls hafa 148 færslur með veiðiheimildir farið um trill- una síðan í upphafi kvóta- ársins. Keppinautarnir vilja okkurfeiga, segir stjórnarformaður Móa, en greiðslustöðvun fyrir- tækisins rennur út í dag. bls. 2 Sýklalyfjanotkun meðal barnahefur minnkað um þriðjung hér en óvíða er algengara að rör séu sett í eyru barna. bls. 4 Kúabændur borga 100 krónurmeð hverju kílói af nautakjöti í dag. Væntingar eru um að jafnvægi náist brátt á kjötmarkaði. bls. 6 ÞETTA HELST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.