Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 16. janúar 2003
Laugavegi 13. Sími: 511 1185 | Brautarholti 2. Sími: 520 7605
VIÐ ELSKUM TÓNLIST... ÞÚ ELSKAR VERÐIÐ!
RISAÚTSALA
ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR
FULLT AF NÝJUM TITLUM Á FRÁBÆRU VERÐI.
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KLASSÍSKRI TÓNLIST Í VERSLUNINNI Á LAUGAVEGI.
Tap á rekstri flugvalla:
Ljósin slökkt til að spara
FLUGVELLIR Slökkt verður á að-
flugshallaljósum á flugvöllunum
á Patreksfirði og á Raufarhöfn í
sparnaðarskyni:
„Það var 30 milljóna króna tap
á rekstri flugvalla á landinu á síð-
asta ári og með þessu erum við að
reyna að vinna upp það tap,“ segir
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar,
sem sinnir viðhaldi og eftirliti
með völlunum. „Reyndar er ekki
lengur áætlunarflug til Patreks-
fjarðar og þessi ljós eru á flug-
velli handan fjallsins, á Bíldudal.
Að auki hafa ljósin á flugvellinum
á Patreksfirði verið biluð um
margra mánaða skeið“.
Vegna þess hversu dregið hef-
ur úr áætlunarflugi til margra
minni staða á landsbyggðinni leit-
ar Flugmálastjórn nú leiða til að
nýta þær húseignir sem stofnunin
á við flugvelli víða um land. Oft
ágætar byggingar sem lítið gagn
er af. Þegar hefur verið gengið til
samninga við Vegagerðina um að
hún taki yfir rekstur flugstöðvar-
byggingarinnar á Húsavík og
verður sá kostur reyndur víðar ef
unnt reynist. ■
Fjölbrautaskólar:
Gjald fyrir fjarnám hækkar
MENNTAMÁL Gjald fyrir fjarnám til
stúdentsprófs hækkaði umtalsvert
um áramótin. Sölvi Sveinsson,
skólameistari við Fjölbrautaskól-
ann Ármúla, segir ástæðuna vera þá
að þeim sem eru í námi í öldunga-
deild annars vegar og fjarnámi hins
vegar sé ekki mismunað. „Þeir sem
sótt hafa í fjarnám hefur fjölgað
mjög síðan við hófum tilraun með
það fyrir einu og hálfu ári. Í byrjun
greiddu þeir aðeins innritunargjald
en við fengum heimild frá mennta-
málaráðuneytinu til að hækka það.
Ástæðan var sú að helmingur þeirra
sem stundaðu námið voru komnir
yfir tvítugt og ekki skráðir í skóla.
Mismununin fólst í því að ekki var
réttlátt að þeir sem sæktu nám í öld-
ungadeild þyrftu að greiða hærra
gjald,“ segir Sölvi.
Hann segir að þeir sem séu und-
ir tvítugu og skráðir í skóla greiði
aðeins innritunargjald. Komið hafi í
ljós við könnun að mjög margir
sæktu í fjarnámið úr öðrum skólum.
„Það eru bæði þeir sem vilja bæta
við sig einingum og eins þeir sem
eiga ekki kost á faginu í sínum
skóla.“
Sölvi nefnir sem dæmi að nem-
anda sem skráir sig í níu eininga
fjarnám sé gert að greiða fyrir það
tæpar 25 þúsund krónur á önn og
hækki gjaldið um tvö þúsund krón-
ur fyrir hverja einingu. Hann bend-
ir á að það megi gera ráð fyrir að
flestir sem sæki fjarnám séu í
vinnu en hefðu að öðrum kosti sótt
nám í öldungadeild og greitt þar
fullt gjald. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
NÁÐIST MEÐ ÞÝFIÐ Brotist var inn
í Tækniháskólann í Reykjavík í
fyrrinótt og raftækjum stolið.
Nokkru síðar stöðvaði lögreglan
ökumann á mótum Vesturlandsveg-
ar og Hálsabrautar. Í bíl hans
fannst skjávarpi og tölvubúnaður.
Var þá komið í ljós þýfið úr Tækni-
háskólanum. Maðurinn var hand-
tekinn og yfirheyrður í gær.
ELDUR Í BÍLSKÚR Eldur kom upp
í bílskúr við íbúðarhús við
Sogaveg í Reykjavík í fyrra-
kvöld. Skúrinn skemmdist mik-
ið auk timburs sem í honum var
geymt. Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins var kallað á vettvang
og náði það að slökkva eldinn
og hindra að hann bærist í íbúð-
arhúsið.
HEIMIR MÁR PÉTURSSON
Tapið 30 milljónir - þarf að vinna upp.
HEFÐU AÐ ÖÐRUM KOSTI ÞURFT AÐ SÆKJA NÁM Í ÖLDUNGADEILD
Hækkun var heimiluð til að mismuna ekki þeim sem þangað sækja nám. Þeir sem eru
undir tvítugt greiða eftir sem áður aðeins innritunargjald.