Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Sigurjóns M. Egilssonar www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Ég er svo stoltur Handboltalandsliðið er enn og afturað reyna sig á meðal bestu hand- boltamanna. Stundum hefur frammi- staða þeirra orðið til þess að þjóðin hefur fyllst stolti og hrifningu. Vinna hefur lagst niður meðan atgangurinn hefur verið hvað mestur. Ég fór meira að segja í bíósal til að horfa á leik með liðinu fyrir ekki svo löngu síðan. ÞAÐ ER fleira en handboltamenn sem vekur hjá þjóðinni stolt. Nú er til- hlökkunin yfir væntanlegri heimsókn Rússlandsforseta, sjálfs Pútíns, okkur lifandi að drepa. Ég vona að hann sendi tímanlega lista yfir það sem honum er illa við svo hægt verði að veita honum jafn glæsilega og vand- aða meðferð og Kínaforseta þegar hann heiðraði okkur með nærveru sinni. Það er þakkarvert að forseti Ís- lands skuli trekk ofan í trekk finna forseta hér og þar til að fá til okkar. Það er þakkarvert. MIKIÐ HLAKKA ég til að sjá fyrir- myndirnar allar, Ólaf Ragnar sjálfan, forsætisráðherrann, Davíð eða Ingi- björgu, Ólaf ráðuneytisstjóra og hina alla standa í beinni röð í rokinu á Keflavíkurflugvelli til að taka á móti fyrirmenninu. Þjóðin á eftir að verða svo stolt. Þvílíkur glæsileiki. Harald- ur, aðal lögreglustjóri landsmanna, lofar að ekkert fari úrskeiðis sama hvað það kostar. Við getum um ókom- in ár hlýjað okkur við minningarnar um hversu vel okkur ferst úr hendi að gleðja góða gesti. VIÐ ERUM svo lánsöm að forsetinn okkar er svo gestrisinn og svo mikill selskapsmaður. Hann taldist um árabil vera talsmaður alþýðunnar sem laun- aði honum störfin, góð og vond, með því að gera hann að forseta sínum. Nú man hann eftir lýðnum stöku sinnum og hefur jafnvel orð á hversu sumir hafi það skítt. Rétt á milli þess að hann finnur nýjar leiðir til að efla stolt og samhug þjóðarinnar. Svo heppilega vill til að fyrirmenn héðan og þaðan leggja það á sig að koma til okkar, enda óvíða brugðist við af eins miklum sköruleik og hér til að gestir okkar pirrist ekki. Landinu er jafnvel lokað. Löggan sem á ekki peninga til umferðareftirlits eða til öryggis okkar veður í seðlum þegar gæta þarf fyrirmenna. Þeir fá- tæku, sem forsetinn segist hafa áhyggjur af, verða kannski geymdir afsíðis meðan fyrirmenninn renna sér milli veisluborðanna. Pútín verður að hafa það flott, sama hvað það kostar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.