Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 34
FUNDIR 12.00 Emily Martin, prófessor í mann- fræði við New York University, flytur fyrirlesturinn „Cultures of mania: Toward an anthropology of mood“ á fyrsta rabbfundi vormisseris hjá Rannsóknarstofu í kvennafræðum í stofu 101 í Lögbergi. 12.00 Ólafur Helgi Þorgrímsson, meist- aranemi í fjármálum, kynnir meistararitgerð sína: Nýbyggingar og viðhald eldri bygginga á miðbæjarsvæðinu. Málstofan fer fram í Kaffistofu Odda, þriðju hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. OPNANIR 17.00 Tumi Magnússon opnar sýningu sína í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Friðrik Tryggvason ljósmyndari opnar sýningu á Mokka kaffi við Skólavörðustíg. Sýninguna kallar hann Blátt og rautt. Sýningin stendur til 15. febrúar og er opin á opnunartíma kaffihússins. LEIKHÚS 20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. 21.00 Einleikurinn Sellófan eftir Björk Jakobsdóttur verður forsýndur í NASA við Austurvöll til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur. Upp- selt. SKEMMTANIR 20.00 Hljómsveitirnar Sans Culot og XanaX leika listir sínar á fimmtu- dagsforleik Hins hússins á Loft- inu. Auk þess verða óvæntar uppákomur á boðstólum. Sextán ára og eldri velkomnir. TÓNLEIKAR 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Béla Bartok, Hauk Tóm- asson og Charles Ives ásamt Kór Langholtskirkju í bláu röðinni í Háskólabíói. Hljómsveitarstjóri er Ilan Volkov, einleikari Sharon Bezaly. SÝNINGAR Sýning sem hlotið hefur nafnið BókList stendur í anddyri Norræna hússins. Þar er að sjá verk finnsku listakonunnar Senju Vellonen. Sýningin stendur til 9. febrúar og er opin kl. 9-17 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-17. Arnar Herbertsson sýnir málverk í Gall- eríi Sævars Karls. Myndefni listamanns- ins er fengið úr bókinni ‘Handan góðs og ills’ eftir Friedrich Nietzsche. Í Ketilshúsinu á Akureyri stendur yfir sýningin Veiðimenning í Útnorðri. Myndlistarmaðurinn Díana Hrafnsdóttir sýnir leirverk í Gallerý Hár og list - Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur nú yfir sýning á 124 ljósmynd- um frá árunum 1921-81. Ljósmyndar- arnir eru 41 talsins, allir þýskir og að- hylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í því að myndlist og iðnhönnun ættu að sameinast í byggingarlistinni. Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes er með myndlistarsýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á þessari sýningu beitir Joan ýmsum miðlum til að koma til skila vangaveltum sínum um tré og skóga og það sjónræna viðhorf sem þar kviknar. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. Í Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, var um helgina opnuð sýning á verkum átta færeyskra lista- manna. Þetta er sumarsýning Norður- landahússins í Þórshöfn og nefnist ‘Atl- antic Visions’ eða HAFSÝN. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. Hallgrímur Helgason sýnir í austursal Gerðarsafns í Kópavogi nokkur málverk af Grim, teiknimyndapersónunni með tennurnar stóru. Myndirnar eru unnar með nýjustu tölvutækni. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. FLYING/DYING er heiti sýningar Bjargeyjar Ólafsdóttur sýnir í vestursal Gerðarsafns í Kópavogi. Á sýningunni eru ljósmyndir og vídeóverk, sem meðal annars fjalla um bílslys sem listakonan lenti sjálf í og komst nálægt því að deyja. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Húbert Nói sýnir á neðri hæð Gerðar- safns í Kópavogi. Sýningin, sem nefnist HÉR OG HÉR / 37 m.y.s., er sérstaklega unnin fyrir salinn og er innsetning á ol- íumálverkum sem sýna annars vegar hluta af salnum og hins vegar málverk sem hanga þar á veggjum. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Á jarðhæðinni í Gallerí Skugga, Hverfis- götu 39, sýnir Ásgeir Jón Ásgeirsson málverk. Sýningin ber yfirskriftina “neo–naive“. Ásgeir hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og unnið við hönnun á tölvuleiknum Eve online. Sýn- ingin er opin 13-17 alla daga nema mánudaga. Í kjallaranum í Gallerí Skugga, Hverfis- götu 39, stendur yfir sýning á verkum eftir Hans Alan Tómasson. Sýninguna nefnir hann “Undirmyndir“. Um er að ræða lágmyndir sem unnar eru með blandaðri tækni s.s. M.D.F. bíla spartli, olíulakki, gólfbóni og öðrum tilfallandi efnum. Sýningin er opin 13-17 alla daga nema mánudaga. Rakel Kristinsdóttir sýnir í Kaffi Sólon Bankastræti 7a. Óboðnir gestir er heiti málverkasýningar Þuríðar Sigurðardóttur á Galleríi Hlemmi. Sýningin er opin frá miðviku- 22 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR ...ljómandi skemmtileg barnasýning! Hafliði Helgason, Fréttablaðið. Útfærsla Ólafs Gunnars er ágætlega frumleg og skemmtileg ... Benedikt búálfur er afar skemmtilegur söngleikur og stuðla margir þættir að því, eins og ætíð þegar góð leiklist er á ferðinni! Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið. Miðapantanir í síma 552 3000 eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson Næstu sýningar: Sun. 19. jan. kl. 14. laus sæti Sun. 26. jan. kl. 14. örfá sæti Sun. 2. feb. kl. 14. laus sæti Sun. 9. feb. kl. 14. laus sæti Hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda meira enn3000sýningargestir Eins og þegar barn útskýrir eitthvað Ásgeir Jón Ásgeirsson leggur rækt við frumstæðan einfaldleika á fyrstu einkasýningu sinni. Hann vill komast nær þeirri einlægni sem sjá má í teikningum barna og á hellamyndum frummanna. MYNDLIST „Þegar maður útskýrir eitthvað fyrir barni, eða þegar barn útskýrir eitthvað, þá verð- ur það oft svo einfalt og satt,“ segir Ásgeir Jón Ásgeirsson myndlistarmaður, sem þessa dagana sýnir málverk sín í gall- eríinu Skugga á Hverfisgötu. Sýninguna nefnir hann „neo–naive“. Myndirnar hans minna ein- mitt á teikningar barna. Þetta eru einfaldar teikningar af tví- víðum persónum með skýrar útlínur. „Með því að teikna svona naívt eða primitívt finnst mér að ég komist nær einhverjum sannleika sem ég vil koma á framfæri, einhverju sem mér finnst satt og einlægt.“ Undir þessum einföldu teikningum eru svo gjarnan þrívíðar landslagsmyndir, sem Ásgeir hefur málað í mjög hefðbundnum stíl. Landslagið segir hann að sé samt hvergi til nema í huga sér. „Landslagið hjá mér er ekki neitt ákveðið landslag, heldur eru þetta fyrst og fremst landslagsmál- verk.“ Ásgeir segir að sér séu nokkur viðfangsefni sérstak- lega hugleikin, eins og til dæmis neyslusamfélagið, stríð, ofurmennið og svo nú- tíma mammútaveiðar. Sumar myndir Ásgeirs minna einmitt töluvert á forn- ar hellamyndir, þar sem sjá má mammútaveiðar. „Mín skoðun er sú að það hafi lítið breyst síðan þá, fólk sé ennþá að veiða mammúta. Núna notar fólk bara flug- beitta peningaseðla.“ Ofurmennið í myndum Ás- geirs er líka ekki endilega þetta ameríska ofurmenni sem allir þekkja, „heldur kannski þetta ofurmenni sem lista- menn reyna oft að vera.“ Hann segir að ofurmenni af því tagi sé að finna á öllum sviðum mannlífsins, alveg eins og listamenn er að finna á öllum sviðum. Ásgeir hefur annars unnið að því að teikna og hanna tölvuleikinn Eve Online, sem kemur á markað í mars. Sá tölvuleikur þykir marka tíma- mót vegna þess að margir geta leikið hann samtímis á Netinu. Fólk getur þá tekið sig saman í hópa og unnið saman, til dæm- is að því að reisa geimstöðvar eða framleiða vörur og tæki ásamt því að berjast gegn öðr- um hópum á Netinu. Þegar blaðamaður Frétta- blaðsins skoðaði sýningu Ás- geirs í galleríi Skugga komu þangað nokkur ungmenni, sem áttu vart orð til að lýsa hrifningu sinni á því sem Ás- geir er að gera fyrir tölvuleik- inn: „Hann er að gjörbylta öll- um reglum um tölvuleiki.“ gudsteinn@frettabladid.is FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR hvað? hvar? hvenær? ÁSGEIR JÓN ÁSGEIRSSON Hann segist stundum klæða einfaldar teikningar sínar í „málverkabúning“ til þess að fólk „taki þetta alvarlega“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Skagfirðingur góður!!!!!!! Ert þú Skagfirðingur sem vill skemmta sér og syngja meðal Skagfirðinga Þorrablót Skagfirðinga verður haldið laugardaginn 25. janúar kl. 19.00 í Akoges-salnum, Sigtúni 3, miðaverð 3.900 kr. Hljómsveitin Nátthrafnar sér um fjörið. Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi sunnudaginn 19. janúar nk. Símar: Denna 565-8649/860-1942, Lovísa 554-1279, Ingvi 565-4332/e. kl.18 565-2090. Laugardag 18/1 kl. 21.00 Föstudag 24/1 kl. 21.00 UPPSELT Föstudag 31/1 kl. 21.00 Miðasalan er opin virka daga á milli 10.00 og 16.00 og laugardaga 14.00-17.00 og frá kl. 19.00 sýningardaga, en síminn er 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Fim. 16. jan. kl. 21 forsýning til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, UPPSELT Fös. 17. jan. kl. 21 frumsýning kl. 21 UPPSELT Lau 25. jan. örfá sæti laus Lau 1. feb. örfá sæti laus Fös. 7. feb. Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka dag. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson 3. sýn. fös. 17/1 kl. 20 rauð kort 4. sýn. lau. 18/1 kl. 20 græn kort UPPSELT 5. sýn. fös. 24/1 kl. 20 blá kort Lau. 25/1 kl. 20 Fös. 31/1 kl. 20 Lau. 1/2 kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Sun. 19/1 kl. 20 Sun. 26/1 kl. 20 Fim. 30/1 kl. 20 SÝNINGUM FER FÆKKANDI HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Sun. 19/1 kl. 14 Sun. 26/1 kl. 14 NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR frekar erótískt leikrit í þrem þáttum e. Gabor Rassov Fös. 17/1 kl. 20 Lau. 25/1 kl. 20 Fös. 31/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau. 18/1 kl. 21 Sun. 26/1 kl. 21 Ath. breyttan sýningartímaÐJA HÆÐIN GINUSÖGUR - VAGINA MONOLOGER - PÍKUSÖGUR á færeysku, dönsku og íslensku Birita Mohr, Chorlotte Böving, Kristbjörg Kjeld og María Ellingsen Leiksýning, kaffi, tónleikar: Eivör Pálsdóttir syngur. Lau. 25/1 kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau. 18/1 kl. 19 Fim. 23/1 kl. 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.) Miðasalan, sími 568 8000

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.