Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 10
10 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR LANDBÚNAÐUR Kaupmannahöfn: Róm á 3.000 krónur FERÐIR Mikið fargjaldastríð geisar nú á milli ferðaskrifstofa og flugfé- laga í Kaupmannahöfn sem kristall- ast í tilboðum um ferðir til Rómar og Mílanó fyrir aðeins rúmar 3.000 íslenskar krónur. Þá er hægt að komast til London fyrir 2.000 krón- ur. Kanaríeyjaferð kostar svo um 7.000 krónur. Samkvæmt fréttum Ekstrabladet mun sætaframboð á þessu verði vera takmarkað og að stórum hluta auglýsingaskrum sem erfitt er að festa hendur á. Far- gjaldastríðið geisar hins vegar af fullum krafti og tekur á sig nýjar myndir frá degi til dags í gömlu höfuðborginni við sundið. ■ SAMGÖNGUR „Salan er langt um- fram áætlanir. En vegna sam- keppnissjónarmiða gefum við þær tölur ekki upp að sinni,“ seg- ir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, sem býður flug- miða til Kaupmannahafnar og London á áður óþekktu verði. Fyrsta ferðin verður farin í næsta mánuði: „Til þessa höfum við orðið varir við meiri áhuga viðskipa- vina okkar á flugsætum til Kaup- mannahafnar en London þó ekki muni miklu. Nær því allir far- seðlar sem við höfum selt til þessa hafa verið í lægsta far- gjaldaflokki og enn er nóg til,“ segir Ólafur en lægsti fargjalda- flokkurinn er rúmar 14 þúsund krónur. Næstlægsti flokkurinn er hins vegar 19 þúsund krónur. „Svo getur fólk blandað þessu saman, fengið lægsta fargjaldið út og það næstlægsta heim þan- nig að möguleikarnir eru marg- ir,“ segir hann. Iceland Express lofar að 40 prósent af árlegu sætaframboði verði boðin á lægsta fargjaldi. Í væntanlegu flugi félagsins til London verður lent á Stanstead- flugvelli en hann er rétt utan við London en tengdur henni með hraðlest sem er 42 mínútur inn í borgina. Í Kaupmannahöfn er hins vegar lent á Kastrup-flug- velli, sem í dag heitir Copen- hagen Airport. ■ RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR Meiri umferð og fleiri slys á Vesturlands- vegi en á Reykjanesbraut. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ óánægður: Reykjanes- braut seld sem slysa- braut UMFERÐ „Mér finnst þessi for- gangsröð óskiljanleg. Reykjanes- braut hefur verið seld sem slysa- braut en það höfum við aldrei gert við Vesturlandsveginn,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, um tvöföld- un Reykjanesbrautar, sem veldur því að Vesturlandsvegur situr á hakanum og verður einfaldur enn um hríð. Þar er um að ræða kafl- ann frá Víkurvegamótum við Grafarholt og upp að hringtorginu fyrir neðan Lágfell þar sem ekið er inn í Mosfellsbæ: „Þó sýna töl- ur okkur að bæði umferð og slysa- tíðni á þessum kafla er meiri en á Reykjanesbrautinni,“ segir bæj- arstjórinn en um Vesturlandsveg- inn fara um 18 þúsund bílar á sól- arhring á móti 7 þúsund bílum á Reykjanesbraut. Þá er slysatíðnin á Vesturlandsvegi 0,33 prósent af ekinni umferð en 0,29 á Reykja- nesbraut. Þó er bæjarstjórinn vongóður: „Ég trúi því að þessi spotti Vesturlandsvegar verði tvö- faldaður á næsta ári. En við hefð- um átt að hafa forgang,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. ■ Bíræfinn þjófur: Sneri aftur eftir fjarstýr- ingunni MOSKVA, AP Það eru ekki allir þjóf- ar jafn bíræfnir og maðurinn sem gekk inn í raftækjaverslun í rúss- nesku borginni Vladimir og heimtaði ábyrgðarskírteini, fjar- stýringu, loftnet og leiðbeininga- bækling við sjónvarpið sem hann hafði stolið úr versluninni nokkrum dögum áður. Maðurinn hafði tekið sjónvarp- ið úr hillu verslunar og gengið út með það án þess að nokkur fengi hönd við reist. Lögregla gerði sér litlar vonir um að ná manninum þar til hann sneri aftur í verslun- ina nokkrum dögum síðar og kvaðst vera óánægður viðskipta- vinur sem hefði fengið lélega þjónustu. Forviða afgreiðslufólkið kannaðist við manninn og hringdi á lögreglu. ■ FERÐAMÁL Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember voru 16% færri en á sama tíma árið 2001. Í nóvember síðastliðn- um töldust gistinætur vera 33.765 en árið 2001 voru þær 40.166. Hagstofan telur að rekja megi þennan samdrátt að hluta til þess að Hótel Esja er nú lokuð vegna framkvæmda og minnkar því gistirými á höfuðborgarsvæðinu um 106 herbergi og 212 rúm. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gistinóttum samtals um tæp 16%. Þar voru gistinætur 3.177 í nóvember síð- astliðnum en árið á undan voru þær 3.778. Þess má þó geta að gistirými á þessu svæði hefur minnkað milli ára um 42 rúm. Gistinóttum á Norðurlandi vestra og eystra fækkaði um rúm 3% milli ára. Gistinæturnar voru 2.961 í nóvember árið 2001 en töldust 2.859 síðastliðinn nóvem- ber. Á milli ára hefur hótelum á Norðurlandi fjölgað um eitt og rúmum um 105. Eins og flesta aðra mánuði árs- ins fjölgar gistinóttum á Suður- landi. Þær voru 3.142 í nóvember 2001 en töldust 4.212 í nóvember sl., en það er aukning um rúm 34%. Fjölgunin á bæði við um ís- lenska og erlenda hótelgesti. Gististöðum á Suðurlandi fjölgaði um 4 á milli ára og rúmum um 303. Nú fjórða mánuðinn í röð hafa skil á gistiskýrslum ekki verið nægjanleg fyrir Austurland. Hag- stofa Íslands getur því hvorki birt tölur fyrir Austurland né heildar- tölur fyrir landið. ■ SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli ís- lenskra skipa á árinu 2002 nemur alls 2.129.293 tonnum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Ís- lands. Þetta er tæplega 143.000 tonnum meiri afli en árið 2001. Aðeins einu sinni áður hefur heildarafli íslenska fiskveiðiflot- ans orðið meiri, en það var á árinu 1997 þegar 2.199.111 tonn veidd- ust. Heildarafli botnfisktegunda er reiknaður rúmlega 448 þúsund tonn, sem er aflaaukning um 9.400 tonn. Uppsjávarafli ársins 2002 er 1.591.828 tonn, flatfiskaflinn 35.183 tonn og skel- og krabba- dýraaflinn 53.892 tonn. Milli desembermánaðar 2001 og 2002 dregst verðmæti bráða- birgðafiskaflans saman, á föstu verði ársins 2000, um 7,4% en milli áranna 2001 og 2002 eykst aflaverðmætið, á föstu verði árs- ins 2000, um 2,5%. Fiskaflinn í nýliðnum desem- bermánuði var 99.959 tonn saman- borið við 91.877 tonn í desember- mánuði árið 2001 og er þetta aukning um alls 8.082 tonn eða tæp 9%. Botnfiskafli var 29.611 tonn samanborið við 31.380 tonn í des- embermánuði 2001, sem er tæp- lega 1.800 tonna samdráttur á milli ára. Þorskafli dregst saman um tæplega 2.000 tonn á milli ára. Um 18.390 tonn veiddust í desem- ber 2002 samanborið við 20.376 tonn í desember 2001. Af flatfiski bárust 1.665 tonn á land en í desembermánuði 2001 veiddust 2.178 tonn og dregst flat- fiskaflinn því saman um 514 tonn á milli ára. Skel- og krabbadýra- afli var 2.707 tonn, sem er 605 tonnum minni afli en í desember 2001. Af loðnu veiddust tæplega 47.600 tonn, sem er aukning um tæplega 32.000 tonn frá desem- bermánuði 2001. Af síld veiddust rúmlega 18.400 tonn, sem er 10.000 tonnum minni afli en fékkst í desember 2001. Enginn kolmunni barst á land í nýliðnum desembermánuði en kolmunna- aflinn nam tæplega 11.000 tonn- um í desember 2001. trausti@frettabladid.is Hart barist: Þúsundir flýja átök BUJUMBURA, BÚRÚNDÍ, AP Hjálpar- starfsmenn í Búrúndí segja að um 30.000 manns hafi flúið heim- ili sín í tveimur héruðum Afríku- ríkisins Búrúndí vegna harðra bardaga milli stjórnarhersins og tveggja hópa uppreisnarmanna. Vopnahlé tók gildi um síðustu áramót en bardagar brutust út á nýjan leik viku síðar. Stjórnarhernum er að mestu stjórnað af tútsum en uppreisn- armenn koma úr hópi hútúa. Átök milli þessara ættbálka hafa verið tíð undanfarna áratugi, bæði í Búrúndí og nágrannaríkinu Rú- anda. Tútsar eru í minnihluta í Búrúndí en hafa farið með völdin nær allan tímann frá því landið fékk sjálfstæði 1962. ■ LOTTÓ Stendur undir sér sjálft. Íslensk getspá: Aldrei undir 3 milljónum GETRAUNIR Íslensk getspá hefur hækkað lágmarksvinningsupp- hæð í Lottóinu úr tveimur millj- ónum í þrjár. Vinningur vikunnar getur því aldrei orðið lægri: „Upphaflega tryggðum við að fyrsti vinningur yrði aldrei lægri en tvær milljónir og bættum því í sjálfir ef salan stóð ekki undir þeirri upphæð. Þessi lágmarks- upphæð er nú þrjár milljónir og það gleðilega er að nú stendur salan fyllilega undir þeirri vinn- ingsupphæð,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar getspár. Lottóvinningur síðustu helgar var 3,2 milljónir króna en hann gekk ekki út og því verður hann enn tvöfaldur næst: „Við gerum ráð fyrir að fyrsti vinningur um næstu helgi verði um sjö milljón- ir króna. Þá tekur fólk kipp,“ seg- ir Bergsveinn. ■ Roksala hjá Iceland Express: Meiri áhugi á Kaupmannahöfn KAUPMANNAHÖFN Fleiri vilja þangað en til London. Gistinóttum fjölgar um 34% á Suðurlandi: Færri gista á höf- uðborgarsvæðinu HÓTEL ESJA Samdrátt í gistinóttum á hótelum á höfuð- borgarsvæðinu má að hluta til rekja til þess að Hótel Esja hefur verið lokuð vegna framkvæmda. Aflaverðmæti flotans eykst TÆP 100 ÞÚSUND TONN VEIDDUST Í DESEMBER Fiskaflinn í nýliðnum desembermánuði var 99.959 tonn samanborið við 91.877 tonn í desembermánuði árið 2001 og er þetta aukning um alls 8.082 tonn eða tæp 9%. Heildarafli íslenska fiskveiðiflotans var 2.130.000 tonn árið 2002. Aflinn hefur aðeins einu sinni verið meiri, en það var árið 1997. Heildarafli botnfisktegunda var 448.000 tonn og eykst milli ára. ÚTRÁS KS Á SAUÐÁRKRÓKI Eftir miklar endurbætur hefur slátur- hús KS á Sauðárkróki fengið leyfi til að slátra fyrir Evrópumarkað. Ágúst Andrésson sláturhússtjóri segir í Bændablaðinu mikil tæki- færi vera á evrópskum mörkuð- um. Meðalvöxtur þjóðartekna eftir tíma- bilum frá árinu 1975 til ársins 2000. 1975-1980 6,1% 1980-1985 1,9% 1985-1990 3,1% 1990-1995 0,5% 1995-2000 5,0% SVONA ERUM VIÐ Meðalvöxtur þjóðartekna Heimild: Hagstofa Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.