Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 40
MYNDLIST Það er ekki nóg að vera góður með pennann til þess að ná árangri í teiknisamkeppnum á borð við þá er Eyþór Stefánsson mynd- listarkennari náði öðru sæti í. Keppnin er haldin árlega á vegum Aydin Dogan-stofnunarinnar í Ankara í Tyrklandi. Alls sendu um 1350 teiknarar frá 90 löndum inn myndir sínar. Hver teiknari fær að senda inn þrjár myndir og er úr um 3500 myndum að moða. Árangur Eyþórs hlýtur því að teljast glæsi- legur. Árið 2001 fékk hann sérstök velgengnisverðlaun, „award of success“, í þessari keppni en þau hljóta þeir sem eru í efstu 15 sætun- um. Í haust sem leið náði hann svo öðru sæti í keppninni, fyrstur Norð- urlandabúa að ná í eitt efstu þriggja sætanna. Vinningsmyndir í svona keppni eru sterkar háðsádeilur á heims- málin hverju sinni. Teiknararnir þurfa því að vera vel með á nótun- um ef myndirnar eiga að verða flug- beittar. Þemað var „hryðjuverk“. Mynd Eyþórs sýnir götur fá- tækrahverfis í Tyrklandi. Það eina sem gefur vísbendingu um ártal er sjálfvirkur kóksölukassi sem lýsir upp dimma götuna. Ljósið nýtir sér ungur piltur sem krýpur fyrir fram- an kassann og skoðar teikningar af byssum. Hugsanlega er þetta verð- andi hryðjuverkamaður. „Ég var svo lánsamur að vera úti í Ankara í fyrra. Þá fór ég í gamalt fátækrahverfi og tók fullt af ljós- myndum sem ég nýtti í þessa mynd. Í fátækrahverfunum er eina banda- ríska menningin sem flestir þekkja hin yfirborðskennda „Kóka-kóla menning“. Myndin sýnir að fræinu er kannski sáð snemma.“ Auk þess að hafa verið myndlist- arkennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í mörg ár teiknaði Eyþór myndgátuna í hvert einasta tölublað DV í ein ellefu ár. Í heild urðu þær um 3300 talsins. Hvernig fór hann eiginlega að þessu? „Ég er náttúrulega alltaf með litla teikniblokk á mér. Þegar ég hlusta á fréttir eða ræði við ein- hvern kviknar kannski hugmynd sem ég nýti mér svo hugsanlega. Það var agalegt þegar maður gleymdi sér og varð að hlaupa með eitthvað niður á DV á síðasta snún- ingi. Það kom nú ekki oft fyrir enda klikkaði ekki einn einasti dagur öll þessi ár.“ biggi@frettabladid.is is 28 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR MEST SELDU MÁNAÐARRIT Í VERSLUNUM PENNANS/ EYMUNDSSONAR In Style Marie Claire Living ETC Q Architectural Digest Elle Decoration Elle Vogue Empire Vanity Fair BÆKUR Fimmta skáldsagan um galdrastrákinn Harry Potter, „Harry Potter og Fönixreglan,“ verður gefin út í Bretlandi 21. júní næstkomandi. 38 kafla og 255 þúsund orð er að finna í bókinni sem þýðir að hún verður þriðjungi lengri en sú síð- asta, „Harry Potter og eldbikarinn“, sem kom út fyrir þremur árum. Sú bók seldist hraðar en nokkur önnur bók í sögunni fyrstu vikuna eftir út- gáfudag. Nýja bókin verður gefin út á laugardegi eins og sú síðasta. Þar með þurfa æstir aðdáendur bókar- innar ekki að missa úr skóla til þess að kaupa gripinn. ■ Fimmta Harry Potter-bókin: Ný í sumar ROWLING J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter. Nýjasta bókin verður örlítið myrkari en fyrri bækur í seríunni. Kóka-kóla hryðjuverk Teiknarinn Eyþór Stefánsson, sem valdið hefur lesendum DV hugar- brotum í 11 ár með myndgátum, varð í öðru sæti á einni stærstu alþjóð- legu teiknisamkeppni heims. Mynd hans leitar í rætur hryðjuverka. VERÐLAUNAMYNDIN Eyþór segir að myndasöguhefðin sé rík í fyrrum austantjaldslöndunum. „Þetta eru ríki sem hafa verið undir járnhæl einræðisherra eða kommúnista. Þetta er bara innbyggt í fólk. Ég talaði til dæmis við pólska konu sem sagði að landar hennar hugsuðu bara í „satíru“. Þau voru því svolítið hissa að ég skyldi ráðast inn á þessu helgu vé þeirra.“ Borgarleikhúsið frumsýndirokksöngleikinn Sól og Mána á laugardaginn. Hilmar Jónsson leikstýrir sýningunni, sem er byggð á tónlist Sálarinnar hans Jóns míns, en lögin úr henni eru flest af plötunum Logandi ljós og Annar Máni. Hugmyndin að verkinu er kom- in frá Guðmundi Jónssyni, laga- höfundi Sálarinnar, en Karl Ágúst Úlfsson skrifaði handritið. Arnbjörg Valsdóttir fer með hlutverk Sólar en Bergur Þór Ing- ólfsson leikur Mána. BÓKMENNTIR Bandaríska utan- ríkisráðuneytið hefur fengið fimmtán virta rithöfunda í lið með sér til þess að hressa upp á ímynd landsins nú þegar stríðsáform eru í hámæli. Hver rithöfundanna fékk 2.500 dali í vasann fyrir að skrifa um það, hvernig það er að vera bandarískur rithöfundur. Afraksturinn hefur verið gef- inn út í 60 blaðsíðna bæklingi, sem dreift verður ókeypis í þrjátíu þúsund eintökum víða um heim. Til stendur að þýða þessa texta á arabísku, rússnesku og fleiri tungumál. Rithöfundarnir fimmtán eru reyndar ekki allir jafn gallharðir föðurlandsvinir. Sumir minnast á glæpi og kynþáttahatur í Banda- ríkjunum. Aðrir minnast á Ví- etnamstríðið og ofsóknir Mc- Carthys öldungadeildarþing- manns. Megintilgangur ritsins er þó að fegra ímynd Bandaríkjanna í augum umheimsins. Bandaríkjamenn sjálfir verða þó að fara á Netið ef þeir ætla að nálgast þessa texta. Ástæðan er sú að samkvæmt rúmlega fimm- tíu ára gömlum lögum er banda- rískum stjórnvöldum bannað að gefa innanlands út áróður sem beint er til annarra landa. ■ Bandarískir rithöfundar: Í þjónustu hins opinbera BANDARÍSKIR RÁÐAMENN Colin Powell utanríkisráðherra fékk nokkra rithöfunda til þess að hressa upp á ímynd Bandaríkjanna erlendis. Powell situr þarna á milli þeirra Gale Norton innanríkisráðherra og George W. Bush forseta. HVERNIG FANNST ÞÉR? Skemmti mér konunglega Sýningin er kraftmikil, fyndin og fersk. Kóreógrafían er mjög flott og leikurinn góður. Það mæðir mikið á Bergi Þór Ing- ólfssyni, sem leikur Mána, og hann fer á kostum í leiknum og það sama má segja um þau Jóhönnu Vigdísi, Stefán Hilmars- son og Svein Þór Geirsson. Þau fara öll á kostum í söngnum. Ég var mjög hrifin og skemmti mér konunglega. Mjög skemmtileg sýning Það var mjög gaman. Söngleikurinn virkaði algjörlega og það var gaman að sjá hvernig þetta tengdist síðan allt, sagan, frábær leik- ur, tónlistin og dans- flokkurinn, saman í eina heild. Leikurinn fannst mér algerlega frábær og þetta var mjög skemmtileg sýn- ing sem óhætt er að mæla með. Alveg brilljant show Þetta var mjög öðruvísi og er mjög flott show. Það er gert svolítið mikið úr tónlistinni sem er eðlilegt þar sem þetta er barn Sálar- innar og maður þarf því að fíla Sálina dálítið til að fara á þetta og það geri ég þannig að ég hafði mjög gaman af þessu. Leikararnir stóðu sig vel en mér fannst pínu skrítið að heyra þá syngja lög sem Stefán Hilmarsson er vanur að syngja. Það var samt mjög áhugavert að sjá þetta. Það kom líka á óvart í þessari ástarsögu að sjá allt í einu hljóm- sveitina og Stebba sitja fyrir aftan í skuggan- um. Það er svolítið öðruvísi og lætur mann detta aðeins út úr söguinni en þetta eru mjög skemmtilegir leikhústónleikar með ást- arsöguívafi. Alveg brilljant show. SELMA BJÖRNSDÓTTIR Söngkona. BALDUR ÞÓRHALLSSON Dósent í stjórn- málafræði við HÍ. SVERRIR SVERRISSON Dagskrárgerðarmaður á Popp Tíví. HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? „Ég er einmitt að lesa tvær bækur, ná- kvæmlega núna þessa stundina. Þetta eru Papillon og Banco eftir Henri Charriere. Þarna segir frá manni sem var dæmdur saklaus til vistar á Djöflaeyju en mér finnst ég alltaf einmitt hafa verið dæmdur saklaus á þessa djöflaeyju. Sverrir Stormsker tónlistarmaður. Tímarit: Konublöð TÍMARIT Tísku- og svokölluð konu- blöð drottna yfir sölulista mánað- arrita í verslunum Pennans/Ey- mundssonar. In Style nýtur mestra vinsælda en Marie Claire fylgir í kjölfarið. Tónlistartíma- ritið Q á einnig sinn trausta les- endahóp og er í fjórða sætinu en systurblað þess, kvikmyndatíma- ritið Empire, kemst ekki ofar en í það níunda. Klámblöðin alræmdu sem verma efstu hillurnar og eru stöðugt að verða grófari eru hins vegar fjarri góðu gamni sem stendur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.