Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 4
4 29. mars 2003 LAUGARDAGUR
■ Landsfundur
Áttu von á skattalækkunum eftir
kosningar?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig gengur karlaliði KR í fótbolta
næsta sumar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
59,0%
32,1%
Nei
8,9%Veit ekki
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
STJÓRNSÝSLA Tölvufræðingur sem
annast öryggisþjónustu við
tölvukerfi segir afar gagnrýnis-
vert að Ríkisendurskoðun hafi í
nýrri skýrslu gert ítarlega grein
fyrir snöggum blettum á tölvu-
kerfum sýslumannsembætta.
Tölvufræðingurinn, sem
starfs síns vegna segist ekki
vilja láta nafns síns getið, segir
Ríkisendurskoðun svo gott sem
hafa gert leiðarvísi fyrir óheið-
arlegt fólk sem kunni að vilja
komast í trúnaðarupplýsingar
um meðborgarana.
„Við höfum nú ekki hugsað
þetta sem handbók fyrir glæpa-
menn,“ segir Sigurður Þórðarson
ríkisendurskoðandi. Hann segist
þó vel geta tekið undir að sjálf-
sagt sé að velta fyrir sér sjónar-
miði viðmælanda Fréttablaðsins.
Það verði gert.
„Það má hins vegar spyrja sig,
úr því þetta liggur svona á glám-
bekk, hvaða öryggi felist í því. Ef
einhver ætlar sér að komast í
þessi gögn þá gengur hann bara
að þeim,“ segir ríkisendurskoð-
andi. ■
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON
Ríkisendurskoðandi segist ætla að skoða
hvort of nákvæmar upplýsingar um veik-
leika öryggismála sýslumanna séu settar
fram í nýrri skýrslu.
Skýrsla um öryggismál sögð leiðbeina óprúttnum:
Er ekki handbók
fyrir glæpamenn
Landsfundur:
Gleymdi að
setja fundinn
LANDSFUNDUR Davíð Oddsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
gleymdi að setja landsfund Sjálf-
stæðismanna
eftir ræðu sína
í fyrradag.
Davíð upp-
lýsti þetta í
upphafi annars
dags lands-
fundarins í
gær áður en
fyrirspurnir til
ráðherra Sjálfstæðisflokksins
hófust. Við það tækifæri tilkynnti
hann að fundurinn hefði verið
settur í gær. ■
TILLÖGUR ASÍ ATHYGLISVERÐAR
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að tillögur Alþýðusambands
Íslands í velferðarmálum séu at-
hyglisverðar. Hann segir að þær
séu varla innlegg í kosningabarátt-
una heldur séu þær sjálfsagt frek-
ar hugsaðar sem útspil í væntan-
legum kjarasamningaviðræðum.
VARLEGA Í BREYTINGAR Geir H.
Haarde fjármálaráðherra segir
að það þurfi að fara varlega í all-
ar breytingar á íslenska lífeyris-
sjóðakerfinu. Að hans mati er það
hins vegar óhjákvæmileg þróun
að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna í
landinu öðlist aukin réttindi,
t.a.m. til þess að kjósa fulltrúa í
stjórn sjóðanna.
NEFSKATTUR FYRIR RÚV Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra
vill afnema afnotagjöld Ríkisút-
varpsins í núverandi mynd. Hann
vill breyta stofnuninni í hlutafé-
lag og innheimta afnotagjöld í
formi nefskatts.
ÓHLUTDRÆGUR RÁÐHERRA
Í fyrirspurnar-
tíma ráðherra
Sjálfstæðisflokks-
ins á landsfundin-
um í gær var Sól-
veig Pétursdóttir
dómsmálaráð-
herra spurð að
því hvers vegna
hún hefði ekki sagt sig frá máli
er varðaði flutning hættulegra
efna um Hvalfjarðargöng. Sól-
veig er gift Kristni Björnssyni,
forstjóra Skeljungs. Sólveig sagði
að þess hefði ekki verið þörf þar
sem hlutlausir sérfræðingar
hefðu fjallað um málið og gert
tillögur.
EKKI BARA HINIR EFNAMEIRI
Með því að afnema hátekjuskatt-
þrep er ekki einungis verið að
koma til móts við hina efnameiri,
að sögn Geirs H. Haarde fjár-
málaráðherra. Hann segir að með
því sé t.d. einnig verið að koma
til móts við þá sem séu með háar
tekjur vegna þess að þeir leggi
hart að sér til að koma sér þaki
yfir höfuðið.
UMFERÐARSEKTIR SKILA ÁR-
ANGRI Hækkun umferðarsekta
um 50% hefur skilað góðum ár-
angri í umferðaröryggismálum,
að sögn Sólveigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra. Að svo stöddu
telur hún ekki rétt að hækka bíl-
prófsaldurinn úr 17 í 18 ár.
OF HÁTT RAUNGENGI Davíð
Oddsson forsætisráðherra hefur
áhyggjur af sterkri stöðu ís-
lensku krónunnar. Hann segir
raungengið vera of hátt og það
skýrist m.a. af lækkun erlendra
gjaldmiðla, sérstaklega dollara.
RÍKISSTOFNANIR Á LANDS-
BYGGÐINA Davíð Oddsson for-
sætisráðherra segir að ekki hafi
gengið nægilega vel að flytja rík-
isstofnanir út á landsbyggðina. Á
því séu ýmsar skýringar sem
kristallist einna best í þeim
vandamálum sem fylgdu flutn-
ingi Landmælinga til Akraness.
EKKI EITT SKATTÞREP Aðspurður
telur Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra ekki heppilegt að lækka
virðisaukaskatt í 10 til 12%.
Hann segir að ef skatturinn yrði
eitt þrep myndi hann þurfa að
vera í kringum 18 til 20%.
EKKI FLATAN TEKJUSKATT
Geir H. Haarde
telur ekki raun-
hæft að hafa flat-
an tekjuskatt. Það
myndi leiða til af-
náms barnabóta,
vaxtabóta og per-
sónuafsláttar og
skattleysismörk
yrðu engin.
HLUTLEYSI NORÐMANNA Hlut-
leysi Norðmanna í Íraksmálinu
ræðst af því að þar er minni-
hlutastjórn við völd, að mati
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra. Hann segir stjórnina
hvorki vera í stöðu til að taka
afstöðu með aðgerðum gegn
Írak eða á móti.
SAMNINGURINN VIÐ HERJÓLF
Sturla Böðvars-
son samgönguráð-
herra segir sjálf-
sagt að Ríkisend-
urskoðun taki til
athugunar samn-
ing Vegagerðar-
innar og Sam-
skipa vegna Herj-
ólfs. Hann segist
telja að farið hafi verið eftir sett-
um reglum í útboðinu.
ÁFRAM VERÐTRYGGING
Geir H. Haarde segist ekki telja
tímabært að afnema verðtrygg-
ingu lána. Hann segir vísitölu-
tengingu hafa lítil áhrif við nú-
verandi aðstæður þegar verð-
bólga sé í lágmarki. Afnám verð-
tryggingar gæti hins vegar leitt
til hækkunar vaxta.
DÍSILBÍLAR HAGKVÆMIR
Vegna ódýrari orku og minni
mengunar yrði frekari notkun
landsmanna á dísilbifreiðum
þjóðhagslega hagkvæm, að mati
Geirs H. Haarde fjármálaráð-
herra. Hann vill fara í breytingar
á lögum um þungaskatt á næsta
kjörtímabili.
■ Landsfundur
TÓKÍÓ, AP Alberto Fujimori, fyrrum
forseti Perú, lætur sér ekki bregða
þó Interpol hafi sett hann á lista
yfir þá glæpamenn sem mest
áhersla er lögð á að koma á bak við
lás og slá. Hann er sakaður um
morð og mannrán.
Sjálfur segist Fujimori vera
saklaus af ákærunum. Hann segist
ætla að snúa aftur til Perú í fram-
tíðinni. Það getur hann þó ekki gert
nú þar sem stjórnvöld í landinu
vilja draga hann fyrir dómstólana
vegna glæpa sem hann er sagður
hafa framið meðan hann var við
völd. Fujimori hefur japanskan
ríkisborgararétt og þarlend stjórn-
völd neita að framselja hann. ■
LANDSFUNDUR Að opinbera upplýs-
ingar um það hvaðan tekjur stjórn-
málaflokka koma er í raun ekkert
annað en afnám leynilegs kosninga-
réttar, að mati Kjartans Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins.
„Með reglulegu millibili reyna
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
að koma af stað umræðum um fjár-
mál stjórnmálaflokka í því skyni að
reyna að gera fjáröflun Sjálfstæð-
isflokksins og fjármál hans tor-
tryggileg,“ sagði Kjartan þegar
hann flutti skýrslu framkvæmda-
stjóra á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í gær. „Þegar búið er að
tína utan af þessari svokölluðu
kröfu um opið bókhald stjórnmála-
flokkanna skrautmælgina, stendur
það eitt eftir að gerð er krafa um að
birtar séu nákvæmar upplýsingar
um það hvaðan tekjur stjórnmála-
flokka koma.“
Kjartan sagðist ekki sjá neina
ástæðu fyrir því að gera þessar
upplýsingar opinberar.„Ég sé ekki
að krafan um það að leggja þær
upplýsingar fram með opinberum
hætti sé í raun annað en krafa um
afnám leynilegs kosningaréttar. Er
það ekki sama einkamál manns
hvort hann kýs að verja sjálfsaflafé
sínu til fjárhagslegs stuðnings
þeirri pólitísku hugmyndafræði
sem hann aðhyllist og það er einka-
mál hans hvern hann kýs í alþingis-
eða sveitarstjórnarkosningum?“
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, ræddi einnig um
fjármál flokkanna í fyrirspurnar-
tíma á landsfundinum í gær. Hann
sagði að Sjálfstæðisflokkurinn
væri tilbúinn að banna fyrirtækj-
um að styrkja stjórnmálaflokka og
að hann væri eini flokkurinn sem
myndi lifa slíkt af.
Davíð gagnrýndi fjölmiðla fyrir
að dansa með Samfylkingunni í um-
ræðunni um fjármál flokkanna en
sagði þá hafa brugðist eftirlits-
skyldu sinni. Þeir hefðu ekki fylgt
eftir innantómum loforðum forystu
flokksins í síðustu kosningum um
að upplýst yrði hverjir hefðu lagt fé
í kosningasjóð hans.
Á sama tíma og formaður Sjálf-
stæðisflokksins sagði að flokkur-
inn væri sá eini sem myndi lifa það
af að banna fyrirtækjum að
styrkja stjórnmálaflokka sendi
framkvæmdastjórinn út neyðar-
kall til landsfundarfulltrúa um
fjárframlög.
„Það er raunar nauðsynlegt að
efla styrktarkerfið að miklum mun
og það er nauðsynlegt að hækka
þær fjárhæðir sem greiddar eru af
hverjum styrktarmanni og jafn-
framt þarf að fjölga styrktar-
mönnum mjög mikið. Það er t.d.
leitt til þess að vita að á þessum
fundi eru hundruð fulltrúa sem
ekki eru í styrktarmannakerfi
Sjálfstæðisflokksins og vil ég
skora á þá að gera bragabót á því
nú þegar en það er hægt að gera í
afgreiðslu fundarins í anddyri
Laugardalshallarinnar.“
trausti@frettabladid.is
Engin ástæða til
að opna bókhald
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins líkir opnu bókhaldi við afnám
leynilegs kosningaréttar. Formaðurinn segir flokkinn til í að banna fyr-
irtækjastyrki. Gagnrýndi fjölmiðla fyrir að dansa með Samfylkingunni.
FORMAÐURINN OG FRAMKVÆMDASTJÓRINN
Á sama tíma og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að flokkurinn væri sá eini sem myndi
lifa það af að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka sendi framkvæmdastjórinn út
neyðarkall til landsfundarfulltrúa um fjárframlög.
ALBERTO
FUJIMORI
Hyggst snúa
aftur til Perú
þegar hann
þarf ekki lengur
að hafa áhyggj-
ur af því að
verða ákærður.
Alberto Fujimori:
Lætur sér ekki bregða
KAJAKÚTSALA
35%Afsláttur
Lettmann Seatour expedition, eins manns
Lettmann Rivertour, tveggja manna
Verð aðeins kr. 89.500.- áður kr. 141.500.-
Einnig straumvatnskajak á aðeins kr. 60.000.-
Innifalið í verði eitt stýri, ein svunta og ein ár
Opið laugardag 10.00 - 16.00 • Opið sunnudag 11.00 - 16.00
Netsalan
Garðatorgi 3, 210 Garðabær Símar: 565 6241/ 544 4210 Fax: 544 4211
Netfang: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan www.itn.is/netsalan
Opið á virkum dögum 10:00 - 18:00 laugardaga 10:00 - 12:00
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI