Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 18
18 29. mars 2003 LAUGARDAGUR
Margt bendir til að Íslendingar hafi gjörbreyst á síðastliðnum 10 árum eða svo. Þeir versla öðruvísi, borða
annan mat, haga sér öðruvísi, hugsa öðruvísi og búa yfir höfuð í allt öðruvísi þjóðfélagi.
Nýir og breyttir
Íslendingar
Á undanförnum áratug hafa áttsér stað miklar breytingar á
íslensku þjóðfélagi. Sumar þeirra
eru í takti við umfangsmiklar
breytingar í heiminum öllum, en
aðrar ekki. Sumar eru stórar, aðr-
ar litlar. Varla þarf að minnast á
margar af stærstu breytingunum
í tækni, sem eru svo sjálfsagðar
að okkur hættir til að sjá þær
ekki. Fyrir tíu árum voru fáir með
GSM-síma og tölvupóstur og net-
tengingar voru einungis á færi
leyniþjónustumanna. En breyting-
arnar spanna miklu víðara svið og
þær má greina bæði í byltingar-
kenndum nýjungum sem og litlum
smáatriðum sem þó leyna á sér.
Við borðum öðruvísi mat, verslum
öðruvísi, högum okkur öðruvísi og
hugsum jafnvel öðruvísi. Fyrir tíu
árum var ekki hægt að kaupa
skinn- og beinlausan kjúkling í
búð, svo dæmi sé tekið, áfengis-
verslanir hétu ennþá ÁTVR, en
ekki Vínbúð, og enn var til fólk
sem bjó í verkamannabústöðum.
Annars konar matur
á borðum
Reglulega eru gerðar kannanir
sem greina þjóðfélagsbreytingar.
Könnun Manneldisráðs um matar-
æði Íslendinga, sem birt var í vik-
unni, er dæmi um eina slíka könnun.
Sambærileg könnun var gerð árið
1990 og með því að bara saman nýju
könnunina og þá gömlu kemur
margt merkilegt í ljós. Neysla á fitu
hefur minnkað og grænmeti og
ávextir sjást oftar á borðum lands-
manna. Í stórum dráttum hefur
mataræði Íslendinga færst nær
manneldismarkmiðum og þjóðin
borðar hollari mat. Hins vegar er
sjávarútvegsþjóðin farin að fúlsa
við fiski, en fiskneysla hefur minnk-
að um 45%, og sömuleiðis er mjólk-
urdrykkja á undanhaldi. Vatn er
orðið algengasti drykkur Íslend-
inga. Heildarmagn kjöts hefur lítið
breyst þótt nú sé meira borðað af
kjúklingum og svínakjöti en minna
af lambakjöti. Í stuttu máli virðist
þjóðin hafa horfið frá klassískum ís-
lenskum sveitamat, stöppuðum
fiski með kartöflum. Pasta er löngu
orðið víðtæk staðreynd á borðum
landsmanna ásamt hinum ótvíræða
sigurvegara í kapphlaupi matvæl-
anna á borð landsmanna: pizzu. Því
má halda fram að hún sé orðin þjóð-
arréttur Íslendinga, sem segir ef til
vill sína sögu um lífsmynstrið, því
pizza er fljótleg og fjölbreytileg og
virðist smella eins og flís við rass
við aðrar merkjanlegar þjóðfélags-
breytingar.
Ungir karlmenn
að sleppa sér
Ungir karlmenn eiga stóran
hluta í uppgangi pizzunnar, en þeir
eiga metið í neyslu á tilbúnum mat
og borða líka manna mest úti af öll-
um Íslendingum. Þeir virðast líka
hafa hellt sér af fullum þunga í
gosneyslu. Neysla gosdrykkja hef-
ur aukist gífurlega meðal ungra
stráka, sem drekka að meðaltali
tæpan lítra af gosdrykkjum á dag.
Sykurneysla þeirra er jafnframt
óheyrilega mikil eða 143 grömm af
viðbættum sykri á dag. Stúlkur
drekka minna af gosi og meira af
vatni en strákar og velja fituminni
vörur. Ef þessi þróun heldur áfram
mætti hugsa sér að upp vaxi kyn-
slóð feitra karlmanna á Íslandi,
sem láta sér eftir alls kyns
lystisemdir, og mjórra kvenna. Það
er merkilegt að um þriðja hver ung
kona sleppir aðalmáltíð einu sinni í
viku.
Þó svo ungu karlmennirnir séu
gjarnir á að laumast út að borða og
neyti tilbúinna rétta í meiri mæli,
kannski vegna uppgangs ensku
knattspyrnunnar á undanförnum
árum og sjónvarpsútsendinga frá
kappleikjum, þá borða nú samt,
samkvæmt könnuninni, um 80%
fólks aðalmáltíð dagsins með fjöl-
skyldunni fimm daga vikunnar eða
oftar. Fjölskyldan er sem sagt enn-
þá til í að borða saman á Íslandi,
þótt margt annað hafi breyst.
Verslunarhættir hafa breyst
Nýjung í samskiptum er hið
svokallað „klukkan-þrjú-símtal“
milli para og hjóna. Þá er spurt:
„Hvað eigum við að borða í kvöld?“
Síðan fer annað hvort út í búð og
kaupir eitthvað inn í grænum
hvelli. Af viðtölum við verslunar-
menn að dæma hafa verslunar-
hættir Íslendinga tekið verulegum
stakkaskiptum á fáum árum. Inn-
kaupalistar eru á undanhaldi og
fólk verslar tíðar, þó svo stór hópur
fólks ákveði að fara einu sinni í
viku eða svo í lágverðsverslanir og
kaupa inn nauðsynjavörur fyrir
vikuna. En á sama tíma hefur eftir-
spurn eftir ýmsum dýrari gæða-
vörum aukist, enda er aukið fram-
boð á þeim nýjung á Íslandi. Hér
má nefna parmaskinku og kletta-
salat og lífrænt ræktaðar vörur
ýmiss konar.
Það er athyglisvert að anna-
samasti tíminn í þeim matvöru-
verslunum sem opnar eru allan sól-
arhringinn, sem er reyndar ein nýj-
ung á Íslandi, virðist vera undir
miðnætti á kvöldin. Þetta kemur
fram í máli verslunarmanna. Þá er
krökkt af fólki í búðunum. Hér er
þá væntanlega um að ræða fólk
sem vinnur vaktavinnu, eins og
leigubílstjóra, námsfólk sem er
búið að snúa sólarhringnum við og
alls kyns fólk sem stundar öðruvísi
líferni en aðrir á tímum aukinnar
fjölbreytni og sveigjanleika. Hér
kann líka að spila stóra rullu að
samsetning fjölskyldunnar virðist
hafa breyst.
Fleiri einstæðir foreldrar
Samkvæmt tölum frá Hagstofu
Íslands fjölgaði einstæðum mæðr-
um á Íslandi úr 7.625 árið 1991 í
10.394 árið 2001. Það er um 36%
Íslendingar eru
orðnir fjölbreyttari, opnari,
einstæðari, sveigjanlegri,
skilningsríkari, alþjóðlegri
og pólitískari. Drekka mikið
vatn og borða ofsalega
mikið af pizzu.
,,
FEITARI KARLAR OG MJÓRRI KONUR?
Könnun Manneldisráðs sýnir að ungir strákar neyta mikils sykurs, einkum í gosdrykkjum. Stúlkur borða fituminni mat og drekka meira af vatni. Þær eru gjarnari á að sleppa stærri mál-
tíðum. Ef þetta heldur áfram má leiða líkum að því að upp vaxi kynslóð feitari karla og mjórri kvenna.
PÓLITÍSKARI UNGDÓMUR
Ungt fólk streymir á þing og í framboð.
Ung kynslóð rithöfunda vekur vaxandi at-
hygli og stormar fram á sjónarsviðið með
pólitískari viðfangsefni en áður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M