Fréttablaðið - 29.03.2003, Page 24
Albert fæddist í Reykjavík 5.október 1923, sonur Guð-
mundar Gíslasonar gullsmiðs og
Indíönu Bjarnadóttur. Þau eign-
uðust átta börn og var Albert
elstur þeirra. Hann missti föður
sinn þegar hann var tólf ára og
ólst upp hjá ömmu sinni, Ingi-
björgu Guðmundsdóttur, í þak-
herbergi við Smiðjustíginn. Al-
bert gekk ungur í K.F.U.M., og
kynntist stofnandanum séra Frið-
rik Friðrikssyni vel og hafði hann
og þau málefni sem K.F.U.M. létu
sig varða mótandi áhrif á dreng-
inn. Fótboltinn var í hávegum
hafður hjá K.F.U.M. og drengirn-
ir söfnuðust saman hjá séra Frið-
rik og spörkuðu bolta í portinu á
meðan þeir biðu eftir því að fund-
arsalirnir opnuðu.
Albert komst fyrst í kynni við
knattspyrnu þegar móðurfrændi
hans, sem var sjómaður, gaf hon-
um skinnbelg harðfylltan af lofti.
Belgurinn var hin besta gjöf og
Albert sparkaði honum linnu-
laust þar til hann eignaðist pen-
ing fyrir almennilegum bolta.
Draumur hans var svo að komast
í meistaralið Vals og eignast
Valsbúning.
Hann náði síðan miklu lengra
en hann hafði gert sér vonir um
og ferill hans er líklega draumur
flestra sem byrja að iðka knatt-
spyrnu af fullum krafti í æsku.
Drengurinn sem var sendill í
Reykjavík, sælgætissali á Mela-
vellinum, dorgaði á bryggjunni og
seldi flöskur sem hann fann á
götunni hélt út í hinn stóra heim
til þess að mennta sig og sneri aft-
ur dáður og sigursæll atvinnu-
maður í fótbolta. Albert hóf feril
sinn með Glasgow Rangers árið
1945 og þaðan lá leiðin til Arsenal
á Englandi. Arsenal fór til Parísar
á vopnahlésdaginn 1946 og keppti
við Racing Club de Paris og vann
leikinn 2:1. Albert vakti athygli
Frakkanna, sem föluðust eftir
honum. Aðstæður í Frakklandi
voru miklu betri en á Englandi og
forsvarsmenn Arsenal, sem voru
staðráðnir í að gera Albert að al-
vöru atvinnumanni, hvöttu hann
eindregið til að fara til Frakk-
lands og þrátt fyrir að Club de
Paris hefði upphaflega sóst eftir
honum endaði hann hjá Nancy. Al-
bert reyndist liðinu öflugur liðs-
auki og vegur og virðing Nancy
jókst til muna á meðan Íslending-
urinn lék með liðinu.
Hvíta perlan
Albert var duglegur að skora
mörk á fyrsta tímabili sínu hjá
Nancy, var markahæstur leik-
manna liðsins og skoraði tvö
mörk í öllum bikarleikjum, en
liðið vann þá alla 2:1. Sjálfur
sagðist Albert hafa verið hepp-
inn en frammistaða hans varð til
þess að íþróttafréttamenn fóru
að kalla hann „hvítu perluna“.
Albert lýsir þessu í bók Gunnars
Gunnarssonar, Albert, frá 1982:
„Nafngiftin var þannig til kom-
in, að árið áður en ég kom til
Nancy, hafði komið fram á sjón-
arsviðið norður-afrískur leik-
maður, sem hét Ben Barek.
Hann var talinn með þeim
snjöllustu sem spörkuðu bolta á
meginlandi Evrópu og gekk und-
ir nafninu „svarta perlan“ í
blöðunum.“
Albert og Barek tókust fyrst
á í leik Nancy og Stade Francais.
Mikið var gert með þessa hólm-
göngu og báðir fengu leikmenn-
irnir að ávarpa þjóðina í útvarpi
fyrir leik og keppnin var aug-
lýst út um allt land sem einvígi
milli hvítu perlunnar og þeirrar
svörtu.
Barek byrjaði vel í leiknum
og skoraði tvö mörk í fyrri hálf-
leik. Albert fann sig ekki og leist
ekki á blikuna en fann sig í sein-
ni hálfleik, skoraði tvö mörk og
lagði upp þriðja markið í sigri
Nancy og fjölmiðlar sögðu að
með sigrinum hefði Albert unn-
ið sig upp í varanlegt álit hjá
frönsku þjóðinni.
Úr boltanum í stjórnmálin
Árið 1948 samdi Albert við
AC Milan en þegar hann hné-
brotnaði í leik gegn Lazio di
Roma var hann afskrifaður enda
þótti engin von um að hann næði
fullum bata. Það var svo læknir
höfuðandstæðinganna í Inter
Milan sem vildi gera tilraun til
að bjarga hnénu með skurðað-
gerð. Milan vildi ekki taka slíka
áhættu og Albert keypti því
samning sinn við liðið gegn
vægu verði og fór í aðgerðina.
Hann náði sér aftur á strik og
lauk svo atvinnumannsferli sín-
um í Frakklandi.
Hann sneri aftur heim til Ís-
lands árið 1954. Hann hafði
komið sér upp viðskiptasam-
böndum og náð í hin ýmsu um-
boð í Frakklandi og haslaði sér
völl sem heildsali í Reykjavík.
Sagan segir að daginn eftir að
hann sté út úr flugvélinni hafi
hann verið farinn að þramma
milli verslana bjóðandi fransk-
an fatnað handa kvenfólki.
Knattspyrnuhetjan var orðin að
venjulegum heildsala.
Albert henti sér út í stjórn-
málin með hugarfari íþrótta-
mannsins og lék oft einleik og
fór oft gegn félögum sínum í
Sjálfstæðisflokknum. „Ég skil
ósköp vel óánægju Sjálfstæðis-
manna með mig. Ég er ekkert að
lá þeim hana,“ sagði Albert í
bókinni frá 1982. „Ég tek þeirra
óánægju eins og hverju öðru,
því að um leið og ég finn að ég
get ekki haldið mínu sjálfstæði,
þá hætti ég í pólitík. Mín köllun
er sú, að ég skuli láta eitthvað
gott af mér leiða í þágu hópa eða
einstaklinga, samfélagsins í
heild.“
Albert sagðist ekki hafa verið
mikið með hugann við pólitík
þegar hann var í boltanum en
ýmsir flokkar föluðust eftir
kröftum hans þegar hann kom
heim, þar á meðal Framsóknar-
flokkurinn. Jónas frá Hriflu réð
honum þó frá því að starfa með
Framsókn. „Úr því að þú valdir
það lífsstarf að gerast heildsali,
þá er ekki við hæfi, að þú gang-
ir í Framsóknarflokkinn.“
Maður fólksins spilaði
alltaf sóló
Albert varð þekktur fyrir
greiðvikni sína og fólk leitaði til
hans með ólíklegustu vandamál.
Þegar fokið var í öll skjól og kom-
ið hafði verið að luktum dyrum
hjá bönkum og nefndum, var leit-
að til Alberts, sem hafði enga þol-
inmæði gagnvart málalengingum
og dreif hlutina áfram.
Ingi Björn, sonur Alberts,
starfaði með honum í heildsöl-
unni og eftir að Albert dró sig í
hlé og fór á fullu í stjórnmálin var
hann enn með skrifstofu í heild-
sölunni og tók á móti fólki. „Þetta
var oft eins og á biðstofu hjá
lækni og það var varla vinnufrið-
ur en hann tók á móti öllum. Hann
mátti ekkert aumt sjá og stóð vel
undir því að vera kallaður maður
litla mannsins en það fór oft bæði
fyrir brjóstið á samherjum hans
og andstæðingum.“ Ingi Björn
segist aðspurður ekki endilega
telja að sú fátækt sem Albert ólst
upp við hafi ráðið því hversu
hjálpsamur hann var. „Það bjug-
gu flestir við þetta á þessum tíma.
Ég held að menn séu bara svona
af Guði gerðir. Þá var hann mikill
aðdáandi séra Friðriks og það
hefur sjálfsagt haft sitt að segja.
Hann var fyrirgreiðslupólitíkus
24 29. mars 2003 LAUGARDAGUR
Með AVIS kemst þú lengra
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú
leggur af stað – Það borgar sig
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000
Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is
Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging,
vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við
lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald.
Bretland kr. 2.900,- á dag m.v. A flokk
Danmörk kr. 3.700,- á dag m.v. A flokk
www.avis.is
Við
gerum
betur
■ GOÐSÖGN
Albert Guðmundsson var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu. Ferill hans var glæsilegur og þegar hann var upp á sitt besta var
hann eitt þekktasta nafnið í fótboltanum í Evrópu og lék með stórliðunum Arsenal og AC Milan. Þegar hann kom heim aftur gerðist
hann umfangsmikill heildsali og öflugur stjórnmálamaður. Í boltanum var hann kallaður „hvíta perlan“ en á Íslandi „vinur litla manns-
ins“, enda var hann ætíð tilbúinn til þess að leggja fólki lið og fór ekki leynt með það að hann væri fyrirgreiðslupólitíkus.
Í skugga og skjóli Alberts
PLOTTAÐ VIÐ PYLSUVAGNINN
Pylsuvagn Ásgeirs Hannesar var ein af höfuðstöðvum Alberts í forsetakosningunum. Þar var mikið skeggrætt og öll greinaskrif fóru í
gegnum „orðalagsnefndina“ í vagninum.
Höfum í boði, fyrir 21 árs og eldri, fararstjórn og
umsjón með börnum og unglingum.
Einstakt tækifæri til að kynnast menningu og
siðum annara landa.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað á www.cisv.is.
Í síma Halla Jónsdóttir 551 4078 hallajons@islandia.is og
Fríða Agnarsdóttir 866 8246 fridaagnars@isl.is
Sjálfboðaliðastarf
í alþjóðlegu umhverfi
sumarið 2003!!