Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 25
og var stoltur af því.“ Albert
sagðist sjálfur vera fyrir-
greiðslupólitíkus og svaraði því
einfaldlega svona: „Já, tvímæla-
laust. Ég geri allt sem ég get fyr-
ir alla sem leita til mín.“
Albert stofnaði Borgaraflokk-
inn skömmu fyrir alþingiskosn-
ingarnar árið 1987 eftir að Þor-
steinn Pálsson, þáverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins, fann
„tylliástæðu til þess að losna við
Albert úr flokknum,“ eins og Ás-
geir Hannes orðar það. „Albert
mætti andstreymi innan Sjálf-
stæðisflokksins alla tíð og það var
ekkert nýtt fyrir honum að það
stæðu á honum öll spjót. Hann fór
í stjórnmálin til þess að fram-
kvæma hluti og hann keyrði
áfram á fullri ferð, enda kemur
hann inn í pólitíkina sem læri-
sveinn Jónasar frá Hriflu. Hann
kom inn á sínum eigin nótum og
forsendum og ögraði öllu flokks-
eigendaliðinu og gerði það alla
tíð. Hann var alltaf í fyrsta eða
öðru sætinu í prófkjörum,“ segir
Ásgeir Hannes og rifjar svo upp
stemninguna í kringum stofnum
Borgaraflokksins. „Fjöldi stuðn-
ingsmanna Alberts var gríðarleg-
ur og meðbyrinn var ótrúlegur.“
Niðurstaða kosninganna er eftir-
minnilegt dæmi um styrk Alberts
og Hulduhersins hans en Albert
fór á þing fyrir Borgaraflokkinn
og tók sex menn með sér og það
er ekki fyrirsjáanlegt að slíkur
einleikur verði endurtekinn.
Áfram Ísland
Ásgeir Hannes Eiríksson var
vinur og samstarfsmaður Alberts
í Borgaraflokknum og hann segir
það vilja svo skemmtilega til að
Sjálfstæðisflokkurinn, sem á sín-
um tíma hafnaði Albert, sitji
landsfund sinn um helgina undir
vígorði Alberts „Áfram Ísland“.
„Þannig að sjálfstæðismenn
sitja í skugga eða skjóli Alberts,
allt eftir það hvernig á það er lit-
ið. Áfram Ísland var slagorð Al-
berts í forsetakosningunum 1980
en varð upphaflega til á fótbolta-
völlunum í Frakklandi en Frakk-
arnir öskruðu alltaf áfram Ísland
þegar Albert geystist upp völlinn.
Við notuðum þetta svo í kosninga-
baráttunni og stofnuðum meira
að segja þjóðmálasamtökin
Áfram Ísland og gáfum út sam-
nefnt blað í sextíu þúsund eintök-
um.“
Ingi Björn segist helst geta
skýrt áhuga hans á embættinu
með því að hann var metnaðar-
fullur persónuleiki sem hafi ætíð
vilja ná sem lengst í því sem hann
tók sér fyrir hendur. „Hann fékk
líka mikið af áskorunum og sló
því til.“
Indriði G. Þorsteinsson rithöf-
undur var kosningastjóri Alberts
í forsetakosningunum og stillti
sínum manni upp sem „frambjóð-
enda hinna óskólagegnu gegn
akademíunni.“ Albert fékk 20%
atkvæða í kosningunum, sem
þótti góður vitnisburður um per-
sónulegar vinsældir hans.
Heiðarlegur töffari
Ingi Björn segir það lýsa föð-
ur sínum best að hann var „heið-
arlegur maður og drengur góð-
ur“. Hann var sannur vinur vina
sinna og átti það til að komast í
klandur vegna trygglyndis síns.
Albert var örlátur og ekki mikið
fyrir að safna auði og sagðist
ekki hika við að gefa af því sem
hann átti ef svo bæri undir.
Hann svaraði því einhverju
sinni til í viðtali við Vikuna að
það væri ekkert mál að verða
ríkur: „Það þarf bara að skapa
sér traust og standa í skilum.“
Það eru til ófáar frægðarsög-
urnar af Albert en ein sú minn-
isstæðasta er þegar frambjóð-
endum var hóað saman og þeir
fengnir til að reyna að skora
körfu. Menn bisuðust undir
körfunni við að koma boltanum
ofan í en þegar það kom að Al-
bert gekk hann út á miðjan völl,
þéttur á velli, og sparkaði bolt-
anum beint ofan í körfuna. Þetta
er lýsandi dæmi um sjálfsör-
yggi mannsins. Karfan var
glæsileg og er enn í minnum
höfð en hefði hann skotið
framhjá myndi það líklega enn
fylgja honum.
Ásgeir Hannes segist vera of
ungur til þess að muna beint eft-
ir knattspyrnuafrekum Alberts
en rifjar upp gamla sögu sem
hann hefur eftir Birgi Ísleifi
Gunnarssyni seðlabankastjóra.
„Þeir tóku einhvern tíma leigu-
bíl saman í Frakklandi. Leigubíl-
stjórinn hjó eftir þessu undar-
lega tungumáli sem þeir töluðu
og spurði hvaðan þeir væru.
Birgir Ísleifur sagði honum það
og þá tók hann heldur betur við
sér og hrópaði „Island. Monseur
Gudmundsson. Island. Monseur
Gudmundsson“ og lýsti svo af-
rekum Alberts á fótboltavellin-
um, með miklum tilþrifum, alla
ferðina. Þegar þeir koma svo á
leiðarenda spyr Birgir Ísleifur
Albert hvort hann vilji ekki
kynna sig fyrir manninum. Al-
bert gengur þá glaðlegur til
mannsins og réttir honum nafn-
spjaldið sitt. Frakkinn tók van-
trúaður við því og horfði svo á
Albert og sagði: „Ert þetta þú?
Mikið helvíti ertu orðinn feitur.“
Umsetinn fjölskyldufaðir
Ingi Björn segir að faðir hans
hafi vitaskuld verið önnum kafinn
og þau systkinin, Helena Þóra,
hann og Jóhann Halldór, hafi því
ekki haft jafn mikið af honum að
segja og æskilegt þykir í nútíma-
samfélagi. „Hann myndi líklega
þrífast illa í sambúð eins og þær
eru orðnar í dag. En þetta var bara
svona í þá daga og hann var ekkert
verri faðir fyrir það. Hann naut
svo auðvitað mikils skilnings móð-
ur okkar, sem studdi hann í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Albert lést þann 7. apríl árið
1994, sjötugur að aldri. Afrek hans
á sviði knattspyrnu, stjórnmála og
félagsmála munu væntanlega
halda nafni hans á lofti um ókom-
na tíð en það verður hver og einn
að meta hvort íslenskir atvinnu-
menn í fótbolta spili í skugga eð
skjóli Alberts og ekki síður hvort
flokkurinn sem sneri við honum
baki sitji landsfund sinn í skugga
Alberts. Brynhildur Jóhannsdótt-
ir, eiginkona hans, var ekki mikið
fyrir að berast á þegar sól Alberts
reis sem hæst en sagði þó að það
þýddi ekki „að mér finnist ég stan-
da í skugganum af manninum mín-
um, heldur þvert á móti; ég stend í
ljómanum sem af honum stafar og
það nægir mér.“
thorarinn@frettabladid.is
LAUGARDAGUR 29. mars 2003
Tíkin Lucy er einn af þekktustuhundum Íslandssögunnar,
ásamt Sámi fóstra Gunnars á
Hlíðarenda og Tanna hans Davíðs
Oddssonar. Albert Guðmundsson
var vitaskuld vanur því að heims-
pressan sýndi sér áhuga en árið
1984 dróst Lucy með honum í
sviðsljósið. Albert var fjármála-
ráðherra þegar hann var kærður
til lögreglustjórans í Reykjavík í
janúar fyrir að halda hund í trássi
við lög. Það var Rafn Jónsson,
fréttamaður Ríkisútvarpsins, sem
kærði Albert og krafðist þess að
honum yrði refsað fyrir að brjóta
bann við hundahaldi en honum
þótti ekki við hæfi að alþingis-
maður væri sjálfur lögbrjótur.
Albert gaf ekkert eftir, frekar
en venjulega, og sagðist fyrr
mundu flytja úr landi en láta Lucy
frá sér. Málinu lauk svo í júní þeg-
ar Albert var dæmdur fyrir
hundahald og gert að greiða 6.500
krónur í sekt. Borgarstjórn
Reykjavíkur hafði þó engu að síð-
ur samþykkt að leyfa hundahald
með skilyrðum fyrr um vorið.
Ingi Björn Albertsson eignað-
ist Lucy upprunalega en hún ílent-
ist í foreldrahúsum hans. „Tíkin
hét Lucy þegar ég fékk hana,
þannig að við gáfum henni ekki
nafnið. Það er enginn vafi að hann
ruddi hundahaldi í borginni braut
með afstöðu sinni. Þetta varð auð-
vitað heimsfrétt og hann fékk
stuðningsbréf frá hundaeigendum
út um allan heim og þetta birtist í
ótrúlegustu fjölmiðlum.“
Heimild: Ísland í aldanna rás.
Albert gaf ekkert eftir þegar hann var kærður fyrir hundahald:
Barðist fyrir
hundahaldi
FJÁRMÁLARÁÐHERRANN
Var kærður fyrir hundahald en sagðist fyrr
flytja úr landi en hann léti Lucy frá sér.
Bjarni Felixson:
Ruddi kvennaknatt-
spyrnu braut
Albert Guðmundsson er fyrstiÍslendingurinn sem lagði fyr-
ir sig atvinnumennsku á erlendri
grund og sjálfsagt má með góðu
halda því fram að hann hafi náð
lengra en þeir sem fylgdu í kjöl-
far hans þó umhverfið sé ger-
breytt. Albert er til að mynda eini
Íslendingurinn sem hefur leikið í
ítölsku knattspyrnunni og það
með stórveldinu AC Milan.
„Það er erfitt að dæma um það
hvort Albert hafi náð lengra en
aðrir Íslendingar í atvinnu-
mennskunni,“ segir Bjarni Felix-
son íþróttafréttamaður. „Þetta
var allt öðruvísi í gamla daga en
ég býst við að Albert hafi verið
með góð laun á Ítalíu þó það jafn-
ist ekki á við það sem þekkist
núna. Í enska fótboltanum voru
menn til dæmis með ákveðin há-
markslaun og þau voru ekkert
sérstaklega há. Ætli það hafi ekki
verið miðað við góðan iðnaðar-
mann og þetta hefur líklega verið
um 20 pund á viku og menn fóru
ekkert yfir það.“
Bjarni og Albert störfuðu sam-
an innan KSÍ þegar Albert var
formaður þar en Albert ruddi
meðal annars kvennaknattspyrnu
braut á þeim vettvangi. „Við höfð-
um nú ekki mikla trú á þessu og
það var fyrst og fremst Albert
sem keyrði þetta í gegn. Hann
vann á mjög sérstakan hátt og átti
auðvelt með að keyra mál áfram
og lokka menn til liðs við sig.“ ■
BJARNI FELIXSON
Spilaði gegn Albert eftir að hann kom
heim úr atvinnumennskunni. „Ég er nú á
því að hann hefði átt að hætta alveg þegar
hann kom heim. Hann var í það minnsta
viðráðanlegur á vellinum.“
25