Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 11
■ Asía 11ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2003                 ! "#  $% &#'(  ) * +,-+  "-". / 01"234# /   0   # 567.  894: /    ) ;   "# 5.  < =    /=!  3 .;%    43 #4    ( (> 5!   1   ?   ""2       ! "#   $% &#'(  ) * +,-+    "-". / 51"234# /   0   # 567.  894: /   :- &  "# 5.  < =    /=!  3 .;%   43 #4    ( (> 5!    4 =/ @'  .  :67A5:B        : $#'( :"-"01"23# /  /     !  !  "#$ % !  ! &'  !  ! "#  1   ? :  $#'( :"-"01"23 /       1   ?   ""2       ! "#   $% &#'(  ) * +,-+    "-".  0   # 567.  894: /   :- &  "# 5.  < =    /=!  3 .;%   43 #4    ( (> 5!  !  ! "#$  1   ? :  $#'( :"-" /      Ísafjörður: Sló lögreglu- mann í andlitið LÖGREGLUMÁL Stúlka barði lög- reglumann á Ísafirði í andlitið að- faranótt sunnudags þannig að á honum sá. Tildrög voru þau að lögreglan ætlaði að ræða við öku- mann við almennt umferðareftir- lit en stúlkan, sem var farþegi í bílnum, veittist þá að lögreglu- mönnunum. Þá er hún grunuð um að hafa ráðist á stúlku skömmu áður og veitt henni áverka. Sök- um ölæðis stúlkunnar sá lögregla sig tilneydda að handtaka hana, setja í handjárn og flytja á lög- reglustöðina. Þegar hún var tekin úr járnunum og setja átti hana í klefa sló hún lögreglumanninn í andlitið. ■ VIÐSKIPTI Gjaldþrot rækjufyrir- tækjanna Nasco Bolungarvíkur ehf. og Nasco ehf. í Reykjavík nemur um 1.130 milljónum króna. Skiptum lauk í móðurfélaginu Nasco í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Samþykktar kröfur í búið námu um 610 milljónum króna. Upp í þær voru greiddar tæpar 48 milljónir króna, þar af 21,8 millj- ónir fyrir öllum forgangskröfum. Gjaldþrotaskiptum Nasco Bol- ungarvíkur er hins vegar enn ólokið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins námu samþykktar kröfur í bú þess félags 833 millj- ónum króna. Upp í það fást 267 milljónir, þar af 250 milljónir vegna sölu húsa. Þær fóru upp í 667 milljóna króna veðkröfur. Þær 17 milljónir serm eftir eru í búinu fara upp í 38 milljóna króna launakröfur. Ljúka á skiptum í þessu félagi á næstu mánuðum. Stærstu einstöku kröfuhafarn- ir í bú Nasco í Reykjavík eru Byggðastofnun með 145 milljónir króna, Eimskip með 75 milljónir og Búnaðarbankinn með 64 millj- ónir. Alls námu almennar kröfur 589 milljónum króna. Upp í þær fengust um 27 milljónir, eða tæp 5%. Nasco Bolungarvík rak rækju- vinnslu. Nasco í Reykjavík hafði með höndum umboðssölu fyrir rækju og átti, auk vinnslunnar í Bolungarvík, dótturfyrirtæki í Kanada og í Bretlandi. ■ Fjölskylduharmleikur í Slagelse: Skaut eigin- konu og dætur DANMÖRK 35 ára fjölskyldufaðir í bænum Slagelse í Danmörku skaut tvær dætur sínar og eign- konu til bana síðastliðið laugar- dagskvöld. Hann framdi sjálfs- morð í kjölfarið. Dæturnar voru þriggja og fimm ára, en sam- kvæmt upplýsingum lögreglu í bænum tilkynnti maðurinn sjálf- ur um morðin og sagðist myndu taka sitt eigið líf. Allt var fólkið látið þegar lögregla kom á staðinn en deilur milli hjónanna voru or- sök harmleiksins. Hjónin voru bæði starfsmenn í heilbrigðisþjónustu Slagelse. ■ Skotárás í kirkju: Blóði úthellt í messu MICHIGAN, AP Sunnudagsmessa í kirkju albanska safnaðarins í Rochester Hills í Bandaríkjunum hlaut dapurlegan endi þegar einn kirkjugestanna stóð skyndilega upp með skammbyssu á lofti og skaut annan mann til bana. Tók hann því næst að skjóta upp í loft- ið en var að lokum yfirbugaður af nærstöddum. Mikil skelfing greip um sig á meðal kirkjugesta, sem ýmist hlupu að útgöngudyrunum eða reyndu að skríða út um glug- ga, og slösuðust að minnsta kosti sjö manns á flóttanum. Árásarmaðurinn og fórnar- lambið höfðu átt í illdeilum um margra ára skeið en ekki liggur fyrir hvort árásin var fyrir fram skipulögð. ■ BLÓÐUGAR ÆTTAERJUR Byssu- menn, íklæddir einkennisbúning- um vígasveita, skutu tólf manns til bana og særðu 26 í suðurhluta Pakistan. Meðal hinna særðu voru lögreglumaður og opinber embættismaður. Árásin tengist ættbálkaerjum og er óttast að hún geti orðið kveikjan að hörð- um átökum milli tveggja pakist- anskra höfðingjaætta. GASSPRENGING Í NÁMU Að minnsta kosti sextán manns létu lífið þegar gassprenging varð í kolanámu í norðausturhluta Kína. Nítján var bjargað úr námunni en tíu er enn saknað. Kolanámur í Kína eru þær hættulegustu í heimi en árlega láta þúsundir kínverskra námuverkamanna líf- ið við störf sín. ÁRÁS Á SVEITAÞORP Tólf manns særðust og fjórtán hús brunnu til grunna þegar á annað hundrað ís- lamskra uppreisnarmanna gerði árás á tvö sveitaþorp á sunnan- verðum Filippseyjum. Árásar- mennirnir tóku sex óbreytta borgara í gíslingu og báru þá fyr- ir sig í átökum við hermenn. Dag- inn áður höfðu yfirvöld og skæruliðar samið um að taka upp friðarviðræður að nýju og koma á vopnahléi. Skiptum lokið í Nasco ehf. og að ljúka í Nasco Bolungarvík: Gjaldþrot rækjuveldis rúmur milljarður króna Akureyri: Girti niður um sig LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri veitti síðdegis á laugardag athygli manni á reiðhjóli sem hjólaði niður Gilið og beygði svo norður Skipagötuna í átt að mið- bænum. Lögreglu fannst maður- inn hjóla heldur ógætilega en þó tók út yfir allan þjófabálk þegar hann girti niður um sig buxurnar á miðri götunni og „múnaði“ framan í vegfarendur. Lögreglan stöðvaði þessa ósvinnu og kom í ljós að maðurinn hafði stolið reið- skjótanum. Var honum gert að haga sér framvegis siðsamlega á almannafæri og hélt við svo búið ferð sinni áfram fullgirtur á tveimur jafnfljótum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.