Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.05.2003, Qupperneq 2
2 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR “Ég hef gist á ágætum hótelum án þess að telja stjörnurnar.“ Ögmundur Jónasson segir utanríkisráðherra veru- leikafirrtan eftir langdvalir á fimm stjörnu hótelum í útlöndum. Spurningdagsins Ögmundur, hefurðu gist á fimm stjörnu hóteli? FYLGI Samanburður á síðustu skoð- anakönnunum sem birtar hafa ver- ið í fjölmiðlum sýna að þeim ber að miklu leyti saman varðandi fylgi stjórnmálaflokkanna. Lítill munur mælist á fylgi Vinstri grænna frá einni könnun til annarrar. Að könn- un IBM fyrir Gallup undanskilinni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nokkurn veginn það sama í öllum könnunum. Nokkuð meiri mun er að finna á fylgi hinni flokkanna, Samfylking- in mælist með 26,5-29% fylgi í þremur könnunum en 32-33% í tveimur. Þrjár kannanir mæla Frjálslynda flokkinn með um það bil tíu prósenta fylgi, en tvær víkja lengra frá því, hvor í sína áttina. Einna mestan mun er að finna á fylgismælingum Framsóknar. Tvær mælingar gefa tæplega 13% fylgi, tvær um það bil 15% og ein 17%. ■ 1. MAÍ Strekkingsvindur setti svip sinn á annars velheppnaða og fjöl- menna 1. maí göngu verkalýðsfé- laga í Reykjavik. Gengið var frá Skólavörðuholti niður á Ingólfs- torg, þar sem hefðbundin dagskrá fór fram. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, héldu ræður og fóru mikinn. Gagnrýndu þeir báðir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda í málefnum þeirra lægst launuðu á meðan þjóðfélag- ið í heild sinni hafi aldrei verið jafn vel efnum búið. Viðbrögð áhorfenda bentu til að þeir væru ekki einir um þá skoðun. Í 1. maí ávarpi samtakanna skaut Eiríkur föstum skotum að stjórnvöldum. Þar sagði m.a.: „Ljóst er að það vantar stóraukið fé til að fylla í þær sprungur sem komnar eru í undirstöður velferð- arkerfisins,“ sagði Eiríkur í verka- lýðsávarpinu Um launamisréttið sagði hann: „Í mörgum fyrirtækj- um horfir launafólk upp á algert siðleysi hvað varðar laun stjórn- enda.“ Viðmælendur Fréttablaðs- ins á fundinum voru almennt á sama máli og ljóst að kjör margra eru fyrir borð borin í núverandi kerfi. „Ég hefi tekið þátt í göngunni mörg undanfarin ár og það er langt síðan svona fjöldi tók síðast þátt,“ sagði Þórir Steingrímsson, félagi í Landssambandi Lögreglu- manna. „Í dag ganga margir til að sýna virðingarvott við verkalýðs- hreyfinguna en þó má ekki gleyma því að hér áður fyrr þá voru það fyrst og fremst þessar kröfugöng- ur og svipuð mótmæli sem skiluðu landsmönnum bættum kjörum og sköpuðu grundvöllinn fyrir þjóð- félagið eins og það er í dag.“ Ekki voru allir sammála því að 1. maí gangan hefði einhvern til- gang. „Íslendingar í dag eru allt of sundraðir og út af fyrir sig til að svona kröfugöngur hafi eitthvað að segja lengur,“ sagði Lára Ei- ríksdóttir. Herstöðvaandstæðingar settu að venju svip á mannfjöldann í miðbænum og einnig hópar fólks sem mótmæltu Kárahnjúkavirkj- un og stríði í Írak. Allt fór samt vel fram og mannfjöldinn, þrátt fyrir sterkan vindstreng í miðbænum, tók vel undir verkalýðssönginn í lokin. Hátíðahöldin fóru vel fram um allt land. Nokkuð kalt var í veðri og var dagskráin því víða innan dyra. albert@frettabladid.is Íslensku menntasamtökin: Neita viðræðum TJARNARÁS „Íslensku menntasam- tökin ætla að standa við samning- inn eins og þeim ber lagaleg og siðferðisleg skylda til og hafa tryggt áframhaldandi reksturs leikskólans Tjarnaráss,“ segir Oddný Mjöll Arnardóttir, lögmað- ur samtakanna. Hún segir að leik- skólinn verði að fullu mannaður í dag. „Nýtt fólk hefur verið ráðið í stað þeirra sem láta af störfum og við höfum lagt fram þrettán skrif- lega ráðningasamninga fyrir skólayfirvöld í Hafnarfirði,“ segir Oddný Mjöll. „Menntasamtökin hafa gert ráðstafanir og það er einfaldlega of seint að efna til viðræðna,“ seg- ir Oddný um vilja bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um að yfirtaka rekst- ur skólans. Hún segir engar van- efndir vera á þeim samningum sem gerðir voru á sínum tíma. ■ ■ Veður SUMARSNJÓR VÍÐA Snjókoma setti svip sinn á veður hér og þar um landið í gær. Snjórinn var þó lítill og hvarf eftir því sem leið á daginn. Meðal annars festi snjó í byggð á Siglufirði, Húsavík og í Vestmannaeyjum. ■ Samkeppni ÚRSKURÐUR Í FARGJALDASTRÍÐI Búist er við því að Samkeppnis- stofnun úrskurði í maí í kæru- máli Iceland Express, sem telur Icelandair selja ferðir undir kostnaðarverði til Kaupmanna- hafnar og London í blóra við sam- keppnislög. ■ Efnahagsmál DOLLARI Í LÁGMARKI Bág staða bandarísks efnahagslífs hefur leitt til þess að gengi dollarans er í nokkurra ára lágmarki. Í vik- unni var hann lægri gagnvart krónu en hann hefur verið í þrjú ár. Dollarinn hefur ekki verið lægri gagnvart evru í fjögur ár. Guðrún Gísladóttir: Nýr frestur eftir helgi BJÖRGUNARAÐGERÐ Haukur Guð- mundsson, einn eigenda togarans Guðrúnar Gísladóttur, segir að fundað verði með mengunarvörn- um í Noregi í næstu viku varðandi frekari tímafresti til að bjarga skipinu af hafsbotni. Áður gefinn frestur rann út 1. maí. „Við væntum þess að vera áfram í góðu samstarfi við Norð- menn og höfum enga ástæðu til að halda annað en að svo verði,“ seg- ir Haukur. Að sögn Hauks er óljóst hvenær sjálf björgunaraðgerðin hefst. Áætlað sé að verkið taki sex vikur eftir að það hafi verið sett af stað. ■ Birta: Þráinn ritstjóri ÚTGÁFA Þráinn Bertelsson, kvik- myndagerðarmaður og rithöfund- ur, hefur verið ráð- inn ritstjóri Birtu, tímarits um fólkið í landinu sem fylgir Fréttablaðinu á laugardögum. Þrá- inn er lesendum Fréttablaðsins að góðu kunnur en hann hefur skrifað bakþanka í blaðið frá fyrsta degi. Þráinn mun halda því áfram þótt í minna mæli verði. „Það eru ekki margir menn á Íslandi sem hafa með verkum sín- um náð til jafn stórs hóps og Þrá- inn. Ég er því sannfærður um að hann og Birta, sem er gefin út í 92 þúsund eintökum, verði gott par og vona að samvistir þeirra verði bæði langar og gifturíkar,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. ■ SAMKEPPNISMÁL Skeljungur og Olís skiluðu ekki boðuðum andmælum sínum við frumathugun Sam- keppnisstofnunar á meintu ólög- legu samráði olíufélaganna þegar frestur til þess rann út fyrir viku. Samkeppnisstofnun skipti rann- sókn á olíufélögunum í tvennt. Fé- lögin fengu frumniðurstöður fyrri hlutans í janúar. Eftir framlengda fresti til síðasta föstudags skilaði Olíufélagið, Esso, eitt félaga inn andmælum. Hin félögin tvö ætla að bíða með efnisleg andmæli þar til niðurstöður heildarathugunar- innar liggja fyrir. „Þetta sló okkur svolítið. Félög- in hafa haft langan tíma til að gera sér grein fyrir því að þau vildu ekki koma að athugasemdum við fyrri hlutann sérstaklega. Sömu- leiðis hafa þau legið okkur á hálsi fyrir að þetta taki of langan tíma. Það er hugsanlegt að þessi ákvörð- un þeirra tefji lok málsins,“ segir Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar. Að sögn Guðmundar er stefnt að því að seinni hluti frumathugun- arinnar liggir fyrir áður en sumar- frí hefjast og að málinu ljúki end- anlega fyrir næstu áramót. ■ Gagnrýni á fréttastofu: Með kjafti og klóm STJÓRNMÁL Ástæða þess að Bogi Ágústsson, forstöðumaður frétta- sviðs Ríkisútvarpsins, snupraði undirmenn sína á fréttastofu Út- varpsins eftir frétt af fundi Dav- íðs Oddssonar á Ísafirði var sú að í kynningu á fréttinni var sagt að Davíð hefði „varið kvótakerfið með kjafti og klóm“. Þetta þótti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í út- varpsráði ósæmilegt og Bogi féllst á það. Bogi og Kári Jónasson frétta- stjóri eru sammála um að þessi ummæli hafi ekki verið sæmandi í fréttinni. ■ ÞRÁINN BERTELSSON Hefur tekið við Birtu. Samhljómur í fimm könnunum um fylgi flokkanna: Línurnar teknar að skýrast SAMKEPPNISSTOFNUN „Félögin hafa haft langan tíma til að gera sér grein fyrir því að þau vildu ekki koma að athugasemdum við fyrri hlutann sér- staklega,“ segir Guðmundur Sigurðsson. Hugsanlegar tafir í ólöglegu samráðsmáli: Skeljungur og Olís bíða með andmæli Stjórnvöld skömmuð Launafólk í 1. maí kröfugöngu var almennt sammála um að kjör hinna lægst launuðu væru til skammar fyrir stjórnvöld. HÁTÍÐAHÖLD Á INGÓLFSTORGI Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, gagnrýndi mjög árangur stjórnvalda í málefnum launþega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI NÝJUSTU SKOÐANAKANNANIR B D F N S T U Fréttablaðið 15,6% 34,7% 10,6% 1,4% 28,9% - 8,7% IBM 12,9% 38,5% 11,5% 0,9% 26,5% - 9,4% DV 17,0% 33,9% 9,5% - 29,0% - 9,1% Félagsvísindastofnun 14,4% 34,7% 8,0% - 32,0% - 9,8% Gallup 12,8% 34,2% 9,6% - 32,9% - 9,5% GENGIÐ TIL ÞINGS Það ræðst eftir átta daga hverjir munu taka sæti á Alþingi næst þegar það kemur saman. Talsverður samhljómur er í þeim skoðanakönnunum sem hafa birst síðustu daga. Það er því farið að skýrast hverjir er líklegast að skipi þingflokka stjórn- málaflokkanna á næsta kjörtímabili.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.