Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 8
8 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Samfylkingu, og Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, telja að lækka beri framlag ríkis til einkaskóla í samræmi við þau skólagjöld sem innheimt eru af nemendum. Þannig hefðu allir skólar úr jafn miklu fé að spila á hvern nemanda. Þetta kom fram á kosningafundi í Háskóla Reykja- víkur á þriðjudag. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði þetta fáránlegt, skólar myndu engan tilgang sjá í því að innheimta skólagjöld ef ríkið lækkaði þá sjálfkrafa framlagið á móti. Ingibjörg Sólrún svaraði því til að tryggja þyrfti jafnræði með skólum í samkeppni. Samkeppnin sjálf fælist í gæðum og tegund menntunarinnar sem boðin væri. Geir Haarde sagði þá að Ingibjörg væri að segja að skólagjald væri í raun aðeins sérstakt „snobbgjald“. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, sagði Háskóla Íslands eiga að njóta forgangs. Hann hefði að gegna skyldu umfram aðra skóla að bjóða upp á nám sem síður teld- ist arðbært. ■ VÍETNAM, AP Margir hafa velt því fyrir sér hvernig Víetnamar fóru að því að stöðva útbreiðslu bráðalungnabólgunnar þegar há- þróuð lönd á borð við Hong Kong, Singapúr og Kanada virðast eiga í mesta basli með sjúkdóminn. Svarið er að finna í opinni stjórn- skipan landsins, skjótum við- brögðum yfirvalda og síðast en ekki síst heppni, segja víetnömsk yfirvöld. Engin ný tilfelli hafa komið upp í Víetnam í þrjár vikur og fyr- ir fáeinum dögum lýsti landið því yfir að tekist hefði að stöðva út- breiðslu sjúkdómsins. En lítum til baka. HABL barst til Víetnam með erlendum kaupsýslumanni í lok febrúar. Var maðurinn umsvifa- laust fluttur á háþróaðasta sjúkra- hús landsins þar sem hann smitaði fjölda heilbrigðisstarfsmanna. Sérfræðingur var kallaður til og var hann fljótur að átta sig á al- varleika málsins. Fékk hann yfir- völd á sitt band og var strax hrint af stað öflugri herferð gegn sjúk- dómnum. Almenningi var bent á hvað mætti gera til að forðast smit og hvernig bæri að bregðast við ef sjúkdómurinn kæmi upp. Sjúkrahúsið var loks einangrað 11. mars. Niðurstaðan varð sú að aðeins 63 Víetnamar smituðust af bráðalungnabólgu og mátti rekja öll tilfellin til erlenda kaupsýslu- mannsins. ■ LEE BOYD MALVO Viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa banað fólki. Lögmenn hans segja lögreglu hafa þvingað hann til játningar. Réttarhöld leyniskyttu: Játning rannsökuð FAIRFAX, AP Dómarinn í réttarhöld- unum yfir Lee Boyd Malvo, 18 ára pilti sem er gefið að sök að vera önnur leyniskyttanna sem bönuðu 13 manns í nágrenni Washington síðasta haust, kannar hvort játn- ing piltsins hafi verið þvinguð fram af lögreglu. Malvo viðurkenndi við yfir- heyrslu 7. nóvember að hafa skot- ið nokkur fórnarlambanna. Lög- menn Malvo segja að lögregla hafi þvingað piltinn til játningar og komið í veg fyrir að hann gæti ráðgast við lögmenn sína. ■ GERVIRÉTTARHÖLD Í LAFAYETTE Margs konar uppákomur hafa átt sér stað í Louisiana til að minnast landakaupanna. Meðal þess hafa verið sett upp gerviréttar- höld til að skera úr um lögmæti sölunnar. Hátíðahöld: 200 ár frá landakaupum NEW ORLEANS, AP Íbúar fjölmargra fylkja í Bandaríkjunum halda í dag upp á það að 200 ár eru liðin frá því samningur Bandaríkj- amanna og Frakka um kaup þeirra fyrrnefndu á víðfeðmu landsvæði í Norður-Ameríku var undirritaður. Á því landsvæði lig- gja nú fimmtán fylki Bandaríkj- anna, ýmist að hluta eða heil. Bandaríkin greiddu ríkis- stjórn Napóleons Bónaparte fimmtán milljónir dollara fyrir landsvæðið. Forseti Bandaríkj- anna á þessum tíma var Thomas Jefferson. ■ Geir Haarde andvígur lægra framlagi til einkaskóla: Skólagjöld eru ekki snobbgjald GEIR HAARDE Fjármálaráðherra segir einkaskóla eiga að fá jafn hátt ríkisframlag á hvern nemanda og opinbera skóla jafnvel þó einkaskólarn- ir innheimti skólagjöld að auki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Útbreiðsla bráðalungnabólgu stöðvuð í Víetnam: Skjót viðbrögð og smá heppni VIÐ SJÚKRAHÚS Í PEKING Talsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar draga það ekki í efa að ýmislegt megi læra af árangri Víetnama í baráttunni við bráðalungnabólgu. Rússagrýlan rumskar Heimsókn rússnesku „Bjarn- anna“ sýnir hversu mikilvægt er að haldið sé á þeim viðræðum af ábyrgð og festu og með varn- arhagsmuni Íslands efsta á blaði. Leiðari. Morgunblaðið, 30. apríl. Vei, vei yfir fallinni borg Óréttlætið veður uppi í sjávarút- vegsmálum, velferðarkerfið er að breytast í bandarískt forrétt- indakerfi og heilu byggðarlögin hrynja vegna kvótakerfisins. Björgvin G. Sigurðsson, frambjóðandi Samfylk- ingarinnar. Morgunblaðið, 30. apríl. Og nóttin aumkvast Næði slík stefna fram að ganga yrði það rothögg á sjávarútveg- inn og um leið alvarleg atlaga gegn hinum dreifðu byggðum... Davíð Oddsson um sjávarútvegsstefnu stjórnar- andstöðunnar. Fundur Samtaka atvinnulífsins, 30. apríl. Orðrétt FYRIR RÉTTI „Þetta mál hefur haft gríðarlegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar,“ sagði Jón H. Snorra- son, saksóknari í Stóra málverka- fölsunarmálinu. Málflutningi hans fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur lauk á mið- vikudag. Lokaræða hans tók sam- tals um 12 tíma að frátöldum mat- arhléum. Þung orð féllu í ræðu Jóns í garð sakborninganna Péturs Þórs Gunnarssonar og Jónasar Freydal. Saksóknari krefst þess, í ljósi þess hversu alvarleg brotin eru, að Pétur Þór hljóti 2 1/2 árs fangelsisdóm óskilorðsbundið. Vísaði Jón í þyngstu dóma sem fallið hafa í fjársvikamálum. Frá því megi draga 6 mánaða dóm sem hann fékk fyrir sambærilegt mál vegna þriggja málverka í Hæsta- rétti árið 1999. Sá dómur hafi for- dæmisgildi og í því ljósi sé ekki hægt að dæma Jónas til styttri fangelsisvistar en sem nemur sex mánaða fangelsi. Að auki beri þeim að greiða saka- kostnað sem sam- kvæmt heimild- um Fréttablaðs- ins er rúmar 20 milljónir. „Bótakröfur eru háar í þessu máli,“ sagði Jón þegar hann dró saman atvik sem ættu að hafa áhrif á refsihæfi. En þær eru af- stæðar því til dæmis hafi Kjartan Gunnarsson ekki séð ástæðu til að krefjast bóta og svo sé um fleiri. Kaupendur verkanna hafi verið leiksoppar þessara manna og lam- aðir af harmi. Og Jón hélt áfram þegar hann ræddi alvöru málsins. Sala listaverka hafi algerlega dott- ið niður, enginn þori orðið að kaupa listaverk, og eigi það jafn- vel við um verk núlifandi lista- manna. Hags- munir sem hafi verið fyrir borð bornir séu gríðar- legir og í raun ómælanlegir. Sæmdarréttur höfunda virtur að vetthugi og orðspor þeirra dregið í svaðið. Óvissan um listasöguna mikil og menningarsaga Íslands, og þar með sjálf Íslandssagan, í al- gjöru uppnámi. Að baki hafi staðið einbeittur brotavilji sakborninga sem hafi látið falsa eða falsað mál- verk og vísvitandi selt í skjóli at- vinnustarfsemi Péturs, í Gallerí Borg, grandalausu fólki sem treysti því að viðskipti þar væru traust. Jón H. kom víða við og nefndi álitsgjöf listfræðinga og forvarða en einkum lagði hann upp úr eig- endasögu, sem alltaf strandaði hjá sakborningum. Ýmist væri engin eigendasaga eða hún væri fölsuð. Hann nefndi sem dæmi sögu Jónasar um viðskipti við Beck nokkurn sem svaraði auglýsingu Jónasar í Jótlandspóstinum. Beck átti í kjölfarið að hafa komið til Jónasar með tvö verk eftir Kjar- val sem honum áttu að hafa áskotnast í viðskiptum við Ragnar í Smára. Jón H. segir þetta ævin- týralega sögu. Þegar lögregla fór til að sannreyna söguna leiddi slóðin til Peters Kristmas Beck, sem nýlega var látinn, bónda á Suður-Jótlandi. Hann var algjör naumhyggjumaður og nískur með afbrigðum, en svo bar náinn ætt- ingi hans fyrir rétti hér. Hann og þeir feðgar sem þar bjuggu saman sáu aldrei Jótlandspóstinn og lögðu aldrei leið sína til Kaup- mannahafnar. Fráleitt hljóti að teljast að þeir hafi átt í málverka- viðskiptum. jakob@frettabladid.is Leiksoppar lamaðir af harmi Jón H. Snorrason saksóknari krefst þess að Pétur Þór Gunnarsson sæti 2 ára fangelsisvist og að Jónas Freydal hljóti ekki minni refsingu en 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. MEINTUR KJARVAL Verk selt á uppboði hjá Bruun Rasmussen en eigendasaga Jónasar leiddi lögreglu á slóð naumhyggjufeðga, bænda á Suður-Jótlandi, blóðnískra sem aldrei komu til Kaupmannahafnar. JÓN H. SNORRASON Krefst þungra refsinga í Stóra málverka- fölsunarmálinu enda hafi sakborningar valdið ómælanlegum skaða, fjárhagslegum sem og menningarsögulegum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.