Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 28
FJÖLMENNING „Markmiðið með „Adrenalíni gegn rasisma“ er að vinna að virðingu og friði milli þjóðfélagshópa af ólíkum upp- runa með margvíslegan bak- grunn,“ segir Jóna Hrönn Bolla- dóttir, sem veitir adrenalíninu forstöðu. „Við leitum leiða til að ungir innflytjendur finni sig heima í ís- lensku þjóðfélagi og ekki síður að ungir Íslendingar finni sig heima í fjölþjóðasamfélaginu. Þannig er hægt að koma í veg fyrir óæski- legar hópamyndanir og ofbeldi vegna fordóma.“ Nýtt samtal með þjóðinni Jóna Hrönn segir viðfangsefni verkefnisins með innflytjendum vera hina breyttu mynd íslensks samfélags í ljósi vaxandi fjölda nýrra landsmanna úr öllum heimshornum. „Það kallar á nýtt samtal með þjóðinni,“ segir Jóna Hrönn. „Það samtal er þekkingar- leit og sú leit er skammt á veg komin. Verkið er fólgið í grasrót- arstarfi þar sem ungu fólki af margvíslegu bergi brotnu er skapaður vettvangur til umræðu um raunveruleg lífsgildi, siðferði og framtíðarsýn.“ Sem fyrr segir er verkefnið samstarfsverkefni Miðborgar- starfsins, nýbúadeildar Austur- bæjarskóla, Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og ÍTR, en ÍTR leggur starfinu til tvo verkefna- stjóra, Guðbjörgu Magnúsdóttur og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur. „Það eru nemendur úr Lauga- lækjarskóla og Austurbæjarskóla sem eru stóri markhópurinn. En einnig hafa komið inn fleiri ung- lingar á vegum Miðborgarstarfs- ins sem hafa einfaldlega áhuga á að kynnast innflytjendum. Þá eru nokkrir frá nýbúadeild Breið- holtsskóla,“ segir Jóna Hrönn. „Það er hinsvegar algjört lykil- atriði að hafa skólayfirvöld með sér í þessu verkefni til að allt sé skilvirkt og gangi vel. Það er líka alveg frábært hvað við höfum fengið góða hvatningu frá skóla- stjórum beggja skólanna, að ógleymdum þeim sem vinna með unglingunum. Svo erum við með þrjá myndlistarnema, Margréti Rós Harðardóttur, Matthías Werle og Birgit Rosemeyer, og svo er ein stúlka frá Bandaríkjunum, Katrín Aikins, sem er hér að læra guðfræði. Það er alveg frábært hvað myndlistin er góð leið til að vinna saman. Þar vefst tungumál- ið ekki fyrir heldur vinna allir saman að því að skapa eitthvað út frá tilfinningum fyrst og fremst en ekki tungumálinu.“ Ungir Íslendingar mikilvæg- ir í svona starfi Hvernig gengur ungu Íslend- ingunum að taka á móti jafnöldr- um erlendis frá? „Mér þykir vænt um að fá þessa spurningu,“ segir Jóna Hrönn. „Ég tek nefnilega eftir því að fjölmiðlafólk hefur mikinn áhuga á því að vita hvernig út- lendingum líður að koma til Ís- lands, en mér finnst ekki síður mikilvæg spurning hvernig við tökum á móti þessum nýju lands- mönnum. Þess vegna er líka rúm- lega helmingurinn af hópnum ungir Íslendingar. Það hefur jú mest áhrif á nýja landsmenn hvernig við mætum þeim.“ Jóna Hrönn segir íslensku ung- lingana sækja um að fá að taka þátt í starfinu og að þau séu spurð um hvað þau vilja gefa inn í svona hóp. „Þeirra framlag er vinátta og að opna nýju Íslendingunum leið inn í unglingasamfélagið. Svo hafa auðvitað mörg þeirra einlæg- an áhuga á því að þekkja menn- ingu og umhverfi fólks af öðru þjóðerni. Við segjum öll frá því umhverfi sem við komum úr, til dæmis frá menningu okkar, trúar- brögðum og öðrum aðstæðum, og þar kemur upp umræða um efna- hag, menntun og jafnrétti. Það hafa líka skapast heilmiklar um- ræður um stríð og frið og ég finn að það reynir á íslensku krakkana ef þau verða vitni að rasisma og ranglæti í umhverfi sínu.” Jóna Hrönn bendir líka á að umræður á heimilum endur- speglist oft í viðhorfum ungling- anna og þannig berum við full- orðna fólkið mikla ábyrgð, að ala börnin okkar upp í víðsýni og kærleika. Alþjóðlegur dagur í Ráðhús- inu Hinn 25. apríl síðastliðinn var haldinn á vegum „adrenalínsins“ alþjóðlegur dagur í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem við höfum verið að vinna að síðan um áramót,“ segir Jóna Hrönn. „Við hittumst þrisvar í mánuði. Unglingarnir hafa verið að vinna myndlistarverkefni sem voru til sýnis á alþjóðadeginum og nemendur í 7. og 8. bekkjum í Austurbæjar- og Laugalækjar- skóla komu og fylgdust með mik- illi dagskrá. Þar var leiklist undir stjórn Lindu Ásgeirsdóttur leikkonu og Tinna Ágústsdóttir dansari setti upp nútímadans und- ir yfirskriftinni „Allir eitt, enginn eins“. Svo komu fram unglingar og sögðu frá heimalandi sínu, fluttu ljóð og sungu. Síðan mætti Helga Kolbeinsdóttir, nemi úr Kvennaskólanum, í íslenskum þjóðbúningi, því hún var að halda hátíðlegan peysufatadag í skólan- um, og flutti frumsamið ljóð sem birtist hér í blaðinu. Þetta var mikil uppskeruhátíð,“ segir Jóna Hrönn. Aðspurð um fjármögnun verk- efnisins segir Jóna Hrönn að styrkir hafi komið frá Áfengis- og vímuefnaráði, Landsbankanum, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og ÍTR. „Einstaklingar og fyrirtæki hafa líka styrkt okkur, að ógleymd- um foreldrunum sem lána okkur börnin sín til að skapa verðmæti sem eru ekki metin til fjár.“ Ómetanlegur árangur „Við höfum öll lært mikið og á þessum vetri höfum við lagt áherslu á að vinna inn á við með hópinn, sem hefur orðið til þess að unglingarnir hafa myndað tengsl sín á milli sem halda, líka utan við skipulagt starf, og birtast meðal annars í öðru félagslífi, skólaböll- um, afmælum og fleiru. ÍTR hefur einnig lagt áherslu á að kynna fyr- ir ungum innflytjendum hvaða tómstundastarf er í boði fyrir unglinga í Reykjavík.“ Það vekur athygli blaðamanns að Jóna Hrönn notar orðið ungir innflytjendur, en ekki nýbúar eða nýir Íslendingar „Það sem er erfitt við orðið ný- búar er að spurning verður hversu lengi á að nota það. Hvenær er fólk ekki lengur nýbú- ar? Ertu nýbúi fyrstu fimm árin eða hvað? Hver ætlar að ákveða það? Sumir nota orðið nýir Íslend- ingar, en mér finnst það heldur ekki nógu gott orð. Ef ég flytti til Svíþjóðar væri ég alltaf fyrst og fremst Íslendingur en ekki nýr Svíi. Við myndum ekki vilja af- neita þjóðerni okkar þó við flytt- um til annars lands.“ edda@frettabladid.is 30 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR FJÖLMENNING „Adrenalín gegn ras- isma“ er fjölmenningarlegt ung- lingastarf í Reykjavík þar sem unglingum af ólíkum uppruna er skapaður vettvangur til umræðu um raunveruleg lífsgildi, ólíka menningu og skaðsemi fordóma. Að Adrenalíni gegn rasisma stendur miðborgarstarf KFUM/K og kirkjunnar í samvinnu við Laug- arneskirkju, Laugalækjarskóla, ÍTR og innflytjendadeild Austur- bæjarskóla. Markmiðið með „Adrenalíni gegn rasisma“ er að vinna að virð- ingu og friði milli þjóðfélagshópa af ólíkum uppruna með margvís- legan bakgrunn og veitir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprest- ur starfinu forstöðu. Hópurinn hafi farið í fjórar „adrenalín“-ævintýra- ferðir, þar sem tekist var á við ís- lenska náttúru og samstaðan efld. Í ferðunum voru einnig unnar tvær kvikmyndir af Úlfi Teiti Trausta- syni kvikmyndagerðamanni. Nýlega stóð hópurinn fyrir Alþjóðlegum degi í Fræðahúsinu. ■ Við kunnum ekki að elska, að virða hvort annað. Manneskjur eru allar mótaðar úr sama efninu. Ekki sumar úr gulli og aðrar úr silfri. Getum við lært af reynslunni? Þrátt fyrir nekt okkar og allsleysi þegar við komum í þennan heim þykjumst við eiga eitthvað í honum. Við særum hvert annað. Særum þó mest þá sem við elskum. Manneskja er ávallt manneskja Þó við komum fram við hana eins og skepnu verður hún alltaf manneskja því hún kann ekkert annað Of oft hefur hatrið stjórnað gjörðum okkar og fáviskan sem það er sprottið af. Hvernig getum við gert öðrum þetta? Vitum við ekki að þau finna til eins og við, gráta og gleðjast? Fordómar eru hlekkir, myndaður úr fávisku og ótta Fordómar gegn því sem er öðruvísi ekki verra, ekki betra, öðruvísi Að horfa með augum hins þröngsýna er eins og veiðimaður sem snýr kíkinum öfugt hann mun aldrei sjá hlutina í nálægð. Snúum kíkinum rétt. Elskum hvert annað. Helga Kolbeinsdóttir, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, flutti frum- samið ljóð á alþjóðadegi í Ráðhúsinu. Þetta er hluti af ljóði Helgu: JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR Segir starfið ævintýri líkast. Verðmæti sem ekki verða metin til fjár Jóna Hrönn Bolladóttir leggur áherslu á að vel sé tekið á móti innflytjendum sem koma til Íslands. Þess vegna eru unglingar sem flust hafa til landsins og íslenskir unglingar leiddir saman í verkefninu „Adrenalín gegn rasisma“. Á ÖMMUKAFFI Krakkarnir hittast í Austurstrætinu og ræða landsins gagn og nauðsynjar og ekki síst alþjóðasamfélagið. Fjölmenningarlegt unglingastarf í Reykjavík: Virðing ríki milli þjóðfélagshópa FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.