Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 16
16 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR Við viljum komast í ríkisstjórnog við viljum komast í sjávar- útvegsráðuneytið,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, í ræðu sinni á opnum kosningafundi flokksins á Selfossi. „Hvers vegna viljum við komast í sjávar- útvegsráðuneyt- ið?“ spurði hann. „Það er til þess að geta fram- kvæmt það sem við erum að tala um. Við ætlum að fylgja því eft- ir sem við erum að segja. Við ætlum okkur að breyta fiskveiði- stjórnunarkerf- inu og það mun kosta átök. Það verða margir alveg snælduvit- lausir þegar við förum af stað, ef við komust í það. En það er líka skýrt, að við ætlum ekki inn í rík- isstjórn sem ætlar að festa þetta kerfi í sessi. Þá erum við frekar utan stjórnar.“ Guðjón vísaði því á bug að til- lögur Frjálslynda flokksins í sjáv- arútvegsmálum myndu hafa koll- steypuáhrif á efnahagslíf- ið. „Við höfum fyrst og fremst lagt upp með það að það verði að komast frá núverandi kvótakerfi yfir í öðru- vísi stýrikerfi og að það verði að taka þau skref á markvissan hátt,“ sagði Guðjón. „Við munum ekki setja landið á hvolf, eins og forsætis- ráðherra hefur sagt. Þetta eru ekki glapræðistillögur, eins og forsætisráðherra hefur sagt.“ Strandveiðiflotanum breytt fyrst Guðjón lagði áherslu á að Frjálslyndi flokkurinn hygðist ekki breyta öllu fiskveiðistjórnar- kerfinu í einu. „Við teljum það ekki skynsamlegt að taka allan slaginn í einu,“ sagði Guðjón. „Enda skiptir það mestu máli fyr- ir byggðirnar að dagróðraflotinn fái annað stýrikerfi fiskveiða og meira frelsi en hann hefur búið við á undanförnum árum.“ Fyrst um sinn yrði kvótakerfið aðeins afnumið í strandveiðiflotanum, en úthafsveiðiskip stæðu utan við breytingarnar. Með því að færa dagróðaflotann yfir í sóknar- markskerfi telja Frjálslyndir að hægt sé að skjóta stoðum undir sjávarútveg í byggðum sem liggja nálægt gjöfulum fiskimiðum, en hafa misst kvóta á und- anförnum árum. Guðjón sagði það lyk- ilatriði í stefnu Frjáls- lyndra að leigu og sölu á aflaheimildum frá út- gerðarmanni til útgerðar- manns ætti að afnema. „Það er kristaltært,“ sagði hann. „Við höfum hins vegar líka sagt mjög skýrt að það verður auðvitað að sjá til þess að þeir sem eru í sjáv- arútvegi núna geti haldað áfram að gera út, þó að kerfinu verði breytt. Það er að sjálfsögðu eng- um greiði gerður með því, þó ver- ið sé að laga kerfið og opna það, að þeir sem eru þar fyrir fari á haus- inn við breytingarnar.“ Seinustu forvöð Í máli Guðjóns kom fram að hugsanlega gæti það orðið of seint að breyta kvótakerfinu eftir fjög- ur ár. Það væri nú eða aldrei. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því,“ sagði hann, „að samkvæmt aðvörunum lögmanna getur lang- tímanotkun á aflaheimildunum, með því fyrirkomulagi sem sett var á 1990, og sem gerir útgerðar- mönnum algerlega frjálst að fé- nýta aflaheimildirnar með sölu eða leigu, myndað smám saman eignarétt á heimildunum. Ef við bregðumst ekki við núna getum við lent í þeirri stöðu að íslenska þjóðin, þrátt fyrir sameignar- ákvæði í lögum, þurfi að kaupa þennan rétt til baka.“ Guðjón taldi að sá kostnaður gæti numið allt að 400 milljörðum króna. gs@frettabladid.is GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Hafnar því að breytingar sem Frjálslyndir boða í fiskveiðistjórnun muni leiða til kollsteypu. Hins vegar sé það ábyggilegt að margir hagsmunaaðilar bregðist illa við breytingum. „Það verður auðvitað að sjá til þess að þeir sem eru í sjávarútvegi núna geti haldið áfram að gera út, þó að kerfinu verði breytt. Það verða margir snælduvitlausir Sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á opnum stjórnmálafundi flokks- ins á Selfossi. Hann segir engar kollsteypur verða í sjávarútvegi þótt kvótakerfinu verði breytt. Varaformaður Frjálslynda flokksins: Við boðum endurreisn Andstæðingar okkar hafa und-anfarið tönnlast mjög á því að 80% af kvótanum sé úti á landi,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokks- ins, á fundi Frjálslyndra á Sel- fossi. „Þetta er sennilega rétt ef litið er á landsbyggðina sem heild. En þegar það er skoðað hvar kvót- inn er, þá sést það mjög fljótt, að hann er ekki í Sandgerði, hann er að verulega litlum hluta á Ólafs- vík, hann er farinn frá Tálknafirði og hann er farinn frá Ísafirði. Það er lítið eftir af honum á Raufar- höfn og Kópaskeri. Þú finnur hann ekki á Seyðisfirði.“ Magnús sagði kvótann vera einkum í Reykjavík, Hafnar- firði, Akureyri, Norðfirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Grindavík. „Hann hefur þjappast á örfáa staði,“ sagði hann. „Eftir liggja hin sveitarfé- lögin í sárum og atvinnulífið í þeim er meira eða minna í lama- sessi. Við erum ekki að boða eyðileggingu, eins og andstæð- ingar okkar halda fram. Við erum að boða endurreisn og uppbygginu. Við erum að boða fráhvarf frá þeirri helstefnu sem rekin hefur verið hér á landi í um 20 ár og hefur verið rekin hér með verulegu offorsi síðastliðin átta ár, af Framsókn- arflokki og Sjálfstæðisflokki. Aldrei hafa þeir verið jafn for- hertir í stuðningi sínum við kvótakerfið og nú, og það er kristaltært að þeir ætla engu að breyta.“ ■ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Sagði kvótann hafa þjappast á örfáa staði á landinu. Sveitarfélög væru skilin eftir í sárum og atvinnulíf í rúst. Ég held að eins og nú er komiðfyrir bankamálum á Íslandi væri það það besta sem gæti komið fyrir Ísland að hingað kæmi inn erlendur, algerlega óháður banki, sem starfaði hér í samkeppni við hina bankana,“ sagði Guðjón A. aðspurður um það hvað Frjálslyndi flokkurinn teldi að hægt væri að gera til þess að ná niður vöxtum hér á landi. Hann benti á að ríkisvald- ið, eftir einkavæðingu bankanna, hefði lítil tæki til þess að stjórna vöxtum bankanna. Þess í stað auglýsti hann eftir meiri samkeppni. „Ég hef áhyggjur af því að bankakerfið muni þróast í sömu átt og olíufé- lögin og tryggingafélögin,“ sagði Guðjón. „þar sem ekki er finnan- legur neinn sérstakur munur á þeim viðskiptakjörum sem al- menningi stendur til boða. Von- andi skjátlast mér og bankarnir munu taka upp eðlilega sam- keppni. En ég hef ekki mikla trú á því, vegna þess að það eru sömu aðilarnir sem eiga í öllum fyrir- tækjum hér á landi. Þeir eiga tryggingafélögin, olíufélögin og bankana.“ ■ Guðjón A. um bankakerfið og háa vexti: Best væri að fá erlendan banka KO SNINGA F U N D I R ÞORIÐI AÐ BREYTA? Þorsteinn Másson kennari spurði meðal annars hvort Frjálslyndir myndu þora að standa að þeim breytingunum sem flokk- urinn boðar ef hann kæmist í ríkisstjórn. Guðjón A. svaraði því játandi. Frjálslyndir um skatta og velferðarmál: Láglauna- fólk njóti lækkana Það á að sjá til þess að lág-launafólk njóti skattalækk- ana í meira mæli en þeir sem hærri hafa tekjurnar,“ sagði Guðjón A. á fundi Frjálslyndra á Selfossi, um tillögur flokksins í skattamálum. „Við teljum að það sé best gert með því að hækka persónuafsláttinn. Við viljum hækka hann um 10 þúsund krón- ur. Ef það verður gert verða skattleysismörkin rúmar 90 þúsund krónur.“ Guðjón sagðist draga það mjög í efa að sú upphæð sem Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins hefur haldið fram að þessi aðgerð kosti, 22 milljarðar, geti staðist. Hann taldi Halldór ofmeta fjölda þeirra launþega sem myndu geta nýtt sér þessa hækkun á persónuafslætti. „En eitt er víst,“ sagði Guðjón að þeirri umræðu slepptri. „Þeir launþegar sem eru á lágum launum og njóta okkar tillagna best, þeir munu ekki hlaða þess- um fjárhæðum undir koddann. Þeir munu eyða þessum pening- um, vegna þess að þeir þurfa þá, og þá munu þeir fara aftur í um- ferð í þjóðfélaginu og koma að hluta til baka í ríkisskassann.“ Varðandi velferðarkerfið sagði Guðjón A. Frjálslynda flokkinn hafa kynnt sér vand- lega nýlegar tillögur Alþýðu- sambands Íslands um uppbygg- ingu velferðarkerfisins og að flokkurinn gæti tekið undir velflest sem fælist í útfærslum sambandsins. Guðjón A. sagðist þeirrar skoðunar að það væri eðlilegt að ASÍ hefði forgöngu um úrbætur í velferðarkerfinu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.