Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 Rannsókn Grænfriðunga: Hættuleg efni heima BRUSSEL, AP Hversdagslegir hlutir á borð við teppi, sjónvarpstæki og bleiur innihalda hættuleg efni sem geta valdið krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum, ef marka má nýja rannsókn á vegum Græn- friðunga. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að í ryksýnum sem tek- in voru á 100 heimilum í sex Evr- ópulöndum hafi fundist talsvert magn efna sem geti valdið krabba- meini, ófrjósemi og truflunum á hórmónastarfsemi, svo eitthvað sé nefnt. Þessi efni hafa einnig fundist í brjóstamjólk, blóði og öðrum vefjasýnum. ■ UPPREISNARMAÐUR Á ÞINGI Yoo Si-min, nýkjörinn þingmaður á suður- kóreska þinginu, olli miklu uppnámi þegar hann sór eið sinn. Aðrir þingmenn kunnu ekki að meta það að nýliðinn mætti til þingfundar klæddur gallabuxum og hvítum stuttermabol.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.