Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 29
FJÖLMENNING Fréttablað náði tali af fimm krökkum sem hafa verið þátttakendur í verkefninu Adrena- lín gegn rasisma. „Ég er tiltölulega nýbyrjaður,” segir Eyþór Ingason og lætur vel af þátttöku í starfinu. „Ég tók þátt í ferðalögunum sem farin hafa verið og undirbúningi Alþjóða- dagsins í Ráðhúsinu. Mér finnst ég kannski helst hafa lært að það er ekki bara hvítt fólk sem er skemmtilegt,“ segir hann, og við- urkennir að áður en hann kynntist krökkum af ólíkum litarhætti hafi hann jafnvel haldið það. „Ég var ekki sáttur við að inn- flytjendur kæmu til landsins, en ég veit ekki beint af hverju, ég hugs- aði ekki út í það. Maður er dóm- harðari á það sem maður þekkir ekki og ég hugleiddi aldrei af hverju þetta fólk kom hingað. Nú veit ég meira og ekki síst að þetta er skemmtilegt fólk og alveg eins og við.“ Íslendingar fínir Rafak Rudnik kemur frá Pól- landi, en hann er nemandi í Hjalla- skóla og er búinn að vera á Íslandi í tvö ár. Hann segir að honum hafi verið vel tekið og eignast marga vini. „Íslendingar eru fínir,“ segir Rafak, en hann segist aldrei hafa orðið fyrir aðkasti vegna uppruna síns. Honum gengur vel í skólan- um, en er að fara aftur til Póllands. Vinur hans, Viktor Alexander, sem er hálfíslenskur og hálfpólskur, er hjálplegur Rafak með tungumálið, en Viktor er tvítyngdur og talar bæði pólsku og íslensku. Hann hef- ur þó búið á Íslandi alla ævi. „Ég held að kynþáttafordómar séu að minnka á Íslandi. „Ég held að fólk geri sér núna far um að skilja hvert annað betur,“ segir Viktor. Stöllurnar Snædís Björt Agn- arsdóttir og Matthildur Bjarna- dóttir eru úr Laugarnesskóla. Snæ- dís Björt er nýkomin frá Svíþjóð þar sem hún bjó í þrjú ár og hún segist hafa orðið vör við kynþátta- fordóma þar, þó ekki í eigin garð. „Ég er auðvitað ljóshærð og gæti hæglega verið Svíi,“ segir hún hlæjandi, „en ég lærði tungumálið fljótt og var fljót að aðlagast. Þeir sem líta öðruvísi út verða frekar fyrir aðkasti og eiga oft mjög erfitt. Hér heima finnst mér að Ís- lendingar séu hræddir við að kynnast einhverju nýju sem þeir þekkja ekki.” Erum öll eins í grundvallar- atriðum Ísland er svo lítið land og þess vegna miklu minna af innflytj- endum, en þess heldur ættum við að geta tekið vel á móti þeim og komið í veg fyrir að þeir verði fórnarlömb fordóma. Matthildur segist ekki þekkja marga inn- flytjendur fyrir utan þennan hóp, en verkefnið hafi kennt henni margt. „Ég hafði auðvitað heyrt svona frasa eins og að þetta fólk væri að taka af Íslendingum vinn- una og svoleiðis bull, en það er auðvitað bara frábært að fá inn- flytjendur inn í landið og læra af þeim.” Stelpurnar segja innflytjend- um hafa verið vel tekið í Laugar- nesskóla. „Við erum reyndar ekki með útlendingadeild eins og Aust- urbæjarskóli en við tökum vel á móti þeim sem koma, tölum við þá og reynum að gera þá að þátt- takendum í því sem við erum að gera, þannig að fólki finnist það velkomið. Við erum öll eins í grundvallaratriðum,“ segja krakkarnir hressileg að lokum. 31FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 ADRENALÍN GEGN RASISMA Söngur á alþjóðalegum degi gegn rasisma. Verkefnið snýst um að brúa menningar- heima með vináttu og gagnkvæmum skilningi. FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER THRESSIR KRAKKAR OG VERKEFNASTJÓRI Viktor Alexander, vekefnisstjórinn Jóna Hrönn, Snædís Björt og Matthildur. Á myndina vantar Rafak og Eyþór. Burt með bullið og fordómana Krakkarnir í verkefninu Adrenalín gegn fordómum vilja skera upp herör gegn fáfræði og skilningsleysi. FRÉTTAB LAÐ I/RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.